Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
Ad bjarga
þjódinni
Morgunblaðið/Bjöm Ólafsson
Þeir láta gamminn geisa við karlaborðiö. Á myndina vantar
nokkra ræðusnillinga.
Iaðalsal Hraðfrystihúss Ólafsvík-
ur stendur eitt borðið dálítið
stakt. Þetta er karlaborðið. Við hin
borðin sitja konumar sem vinna í
snyrti- og pökkunarsal hússins.
Konumar segja, að þeir sem sitja
við karlaborðið afsanni rækilega
það sem stundum er haldið fram,
að konur tali meira en karlar.
Líkt og á öðmm vinnustöðum er
þama rætt um allt milli himins og
jarðar, eins og sagt er. Engu að
síður hnígur umræðan oftast að
áhugamálum þeirra sem saman
sitja. Af umræðum þessa hóps má
fljótt merkja að þama sitja m.a.
hestamenn. Þeir eru nú ekki alltaf
sammála, eins og fólk veit. Þarna
sitja menn haldnir þeirri áráttu að
ásækja, nú eða veija dyggilega,
málstað ýmissa stjómmálaflokka
eða stjórnmálamanna. Em þarna
einarðir fulltrúar a.m.k. fjögurra
fiokka. Þama sitja kvennamenn,
hagyrðingar og grínistar. Þar með
er ekki sagt að aldrei sé rætt um
málin í fullri ró og alvöru, síður en
svo. Þetta bara vill fara svona. Það
þarf ekki annað en djarft innskot
í virðulega ræðu einhvers eða mein-
lega vísu til þess að líf hlaupi í
umræðuna. Reyndar þykir mestur
fengur í því að geta att einhveijum
saman, rétt sem snöggvast. Er ekki
frítt við samantekin ráð á stundum.
Hafi svo einhveijum tekist vel upp.
glymja hlátrasköllin líkt og í höllu
Goðmundar á Glæsivöllum.
Verkstjóramir eiga þarna sæti,
þeir Ólafur Kristjánsson, Óskar
Þorgilsson og Gylfí Scheving. Hjá
Ólafi snýst flest um hesta og hesta-
mennsku, en hann er líka liðtækur
í þjóðmálaumræðunum sem öðm.
Gylfi Scheving lætur ekki sauma
að sér, er háll sem áll og skýtur inn
mögnuðum athugasemdum. Véla-
og viðgerðarmennimir Ragnar
Ágústsson, Elinbergur Sveinsson,
Kjartan Þorsteinsson og Guðjón
Bjamason em allir menn með ein-
arðar skoðanir og gamansamir vel.
Guðjón er þar að auki ágætlega
hagorður. Þarna er og að fínna í
kaffitímum flökunarmeistarana
Öm Ottósson og Guðmund Þórar-
insson, innkaupastjórann Per Jörg-
ensen og fleiri.
Einn aðalprímusinn er svo Einar
Hallsson frá Hlíð í Hnappadal, en
hann starfar stóran hluta ársins hjá
HÓ. Hann býr yfír magnaðri rök-
færslu, ríku skopskyni og lands-
frægum hlátri. Hann er góður hag-
yrðingur. Þar á Steingrímur hauk
í homi. Vafasamt er þó hvort Stein-
grímur tæki nú undir vísuna sem
Einar gerði þegar Jón Baldvin var
í hundrað funda ferðinni — Hver á
ísland: •*
Eins og ljón nú fer um Frón
fésið dónans magurt.
Hannibals Jón er helv. flón
hann þó tóni fagurt
Einar hefir ýfingar við kratana
að sérgrein.
Oft koma vísur og kveðlingar
boðleiðis utan úr bæ inn á borð
þeirra félaga. Oftast er þar að verki
Jón Arngrímsson rafvirkjameistri.
Hann getur verið býsna erfiður við-
skiptis í því tilliti.
Þarna koma líka gestir. Alþingis-
menn á yfirreið fá sér gjaman kaffi-
sopa þarna. Einkum skal nefna Eið
Guðnason og Skúla Alexandersson.
Hafa þeir örugglega þegið þama
mörg góð ráð, bæði heil og hálf.
Ótryggt stjómmálaástand í
landinu og ekki síður í bæjarmálum
Ólafsvíkur hefír verið ömgg upp-
spretta að líflegum samræðum við
þetta kaffíborð og verður það sjálf-
sagt áfram. Þeir sem takast á í dag
em ótrúlega oft orðnir sammstarfs-
menn á morgun.
Hjá HÓ er unnið dyggilega við
að þjarga þjóðinni — bæði í orði og
á borði. Um það er ágætis eining
og vinskapur.
■ SKÚLI Þorleifeson, gamall
sjómaður og fiskverkandi, hélt
ósvikna gamaldags heimsósóma-
ræðu á flokksþingi framsóknar-
manna fyrir skömmu. Og þar sem
slikar ræður eru hressandi í öllu
efnahagsmálavælinu birtast hér
nokkrir kaflar úr henni:
„Þessir skólar; þeir em allt að
drepa og gera fólkið vitlaust og
mikið var brotið af rúðum af aum-
ingja unglingunum í Breiðholti í
nótt, og mikið gekk á i Keflavík líka.
Þó er aldrei dælt nógu miklu af
peningum í menntun og listir hér.
Ég held að það væri nú meinlaust
að loka einhveiju af þessum deildum
í Háskólanum því forsprakkinn þar
hefur engan boðskap annan að flytja
sínu fólki en að það eigi að leggjast
hundflatt og sleikja sár sín gagnvart
hvalamáli og ef útlendingar vilja eitt-
hvað angra okkur.
í gamla daga, þegar ég var í
Þorlákshöfn, var í Selvogi einhver
greindasti maður sem ég hef hitt á
þessari öld og hann iærði til dæmis
öll ljóð Einars Benediktssonar utan-
að. Ég efast um og veit, að hann
hefði aldrei lagt sig niður við það,
að læra þau ljóð, sem meistarar
Morgunblaðsins hengdu hausinn yfír
af aðdáun um daginn og létu fá stór-
an pening að auki.
En nú em kröfur um það að dæla
og dæla í þetta peningum og engum
dettur í hug að það þurfí að bora
holu fyrir þessa dælu.
Ég fór um daginn í gamla fiysti-
húsið, sem ég varð svo frægur að
komast í að vinna þegar ég var
strákur. Ég varð alveg hissa og for-
viða yfír hvað búið var að gera þetta
hús fallegt. Ekkert nema marmari
og fínt. En uppi í fallegum sal, þar
sem var fallegra gólf heldur en
héma, þar vora listaverk. Og þar
var eitt listaverkið svona 8-10 fer-
metra moldarlag, hálfsannars metra
þykkt grúsarlegt moldarlag. Þetta
var besta listaverkið sem þama var
og ég ætla ekki að lýsa fleiram því
ég veit að þið trúið mér ekki. Þetta
á að dæla í peningum.
Stelpan sem hékk yfír þessu hún
elti mig á röndum. og var alveg hissa
og ánægð með það hvernig ég út-
skýrði þessi listaverk; henni þótti
það gott því hún var orðin hundleið
að hanga yfir þessu helvíti.
Ég verð að segja eitt orð um út-
veginn,_ því ég hef lengi starfað við
hann. Ég verð að segja að það hefur
aldrei verið friður með hann hafí
hann ekki verið á hausnum og hann
á bara að vera á hausnum því allur
skríllinn verður vitlaus ef hann er
ekki á hausnum.
Þrátt fyrir allt þetta er ég svoldið
bjartsýnn fyrir hönd Framsóknar-
flokksins, því við eigum dáldið skárri
stjórnmálamenn en aðrir flokkar,“
endaði Skúli Þorleifsson ræðu sína.
KURNAKONA
VIÐ BYGGÐUM
NÝJAN BÆ.
Hulda Jakobsdóttir er ein af kjarna-
konum þessarar aldar. Hún iét verkin
tala. Huldu má, ásamt eiginmanni
sínum Finnboga Rút Valdemarssyni,
telja einn af höfundum Kópavogs.
Bæði gegndu þau bæjarstjórastarfi í
Kópavogi um árabil.
Saga Huldu er einnig saga
jafnréttisbaráttu og sem slík á hún
erindi til allra kvenna í dag — enda
geta þær tekið Huldu til fvrirmyndar.
Gylfi Gröndal er löngu lands-
þekktur fyrir verk sín og þessi bók er
enn ein skrautfjöðrin í hatt hans.
Endurminningar Huldu Jakobsdóttur
skráðar af Gylfa Gröndal.