Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 30
- 30 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 -4 HAGKAUP JOLA- FOT Við skröpuðum skerin sem mörg voru hvöss að er hreint út sagt djöfullegt að lenda í vanskilum og af- skaplega erfitt að geta ekki staðið við það sem maður hefur lofað,“ segir Guðmundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa á Selfossi, þegar hann rifjar upp þrengingar einingahúsaframleið- enda á árunum 1985—1986. Þá uðru breyttar útlánareglur hús- næðisstofnunar ríkisins til þess að framleiðslan hrapaði úr 11 þúsund fermetrum í 6 þúsund fermetra á milii áranna 1984—1985 og var komin í 3.300 fermetra 1986. Þessi tími, sem líkja má við gífur- legan aflasamdrátt í sjávarútvegi, olli geysimiklum erfiðleikum ein- ingahúsafyrirtælqa um allt land og til hans má rekja gjaldþrot nokk- urra þeirra. Á Selfossi eru tvö ein- ingahúsafyrirtæki starfandi sem bæði héldu velli og komust í gegn- um þennan ólgusjó erfiðleikaár- anna. „Það sem mestum erfiðleikum olli hjá fyrirtækinu og þeim sem verið var að byggja fyrir var að húsnæðislánin voru allt í einu greidd út á helmingi Iengri tíma en áður, á 18 mánuðum í stað 9,“ segir Guðmundur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri. „Við vissum auðvit- að af því fyrirfram að reglunum yrði breytt en okkur var sagt að þessar reglur yrðu ekki látnar taka gildi. Þetta sögðu ráðamenn okkur. Alexander Stefánsson, þáverandi ráðherra húsnæðismála, gaf ein- ingahúsaframleiðendum fyrirheit um að lánin yðrur greidd úr á sama tíma og áður. Það fyrirheit hans stóðst ekki. Fram að þessum tíma greiddu fyrirtækin ekki háa raunvexti af fjárfestingarlánum eða rekstrarlán- um en það breyttist líka á þessum tíma. Við hefðum aldrei selt þetta mörg hús eins og við gerðum því söluverð húsanna gerði ekki ráð fyrir þessum háu vöxtum sem komu ekki inn í verðið fyrr en seinna. Við og öll önnur einingahúsafyr- irtæki komum inná Reykjavíkur- markaðinn þegar Grafarvogurinn var að byija að byggjast upp. Og það er alveg á hreinu að það var byggingameisturum í Reykjavík mikill þyrnir í augum. Það kom meðal annars fram í því að þeir stóðu alls ekki með okkur í barátt- unni fyrir þvi að halda reglunum um lánin óbreyttum." Árið 1985 töpuðu einingahúsa- framleiðendur almennt 10% af veltu og það varð mörgum ofviða og fyrir- tækin urðu gjaldþrota. SG-eininga- hús voru með 10 milljóna króna tap þetta ár. „Það bjargaði okkur að við stóðum á gömlum merg og höfð- um verið lengi starfandi. Fjárfest- ing hjá okkur vegna framleiðslunn- ar var því minni þó við hefðum fjár- fest mikið. Þegar séð var hvert stefndi seldum við eignir og breyttum áherslum í fyrir- tækinu með meiri efnissölu og lögð- um meiri áherslu á sumarbústaði. Við stokkuðum upp bókhaldið svo unnt væri að fylgjast með rekstrinum á raunhæfan hátt frá mánuði til mánaðar. Þá var starfsmönnum fækkað úr 50 í 26. Við stóðum þama frammi fyrir mikilli rýmun á eigin fé en þó ekki gjaldþroti. Þetta var mjög erfiður tími en við vomm með traust viðskiptasambönd, erlend og inn- lend, sem staðið höfðu traustum fótum lengi og það hjálpaði. Það er annars það versta vð það þegar svona gerist, að maður lendir í van- skilum út um allt og það er alveg djöfullegt að komast í slíka stöðu. Það hafði aldrei hent okkur og það er mjög erfitt að geta ekki staðið við það sem maður er búinn að lofa. En þegar svona stendur á skiptir miklu máli að reyna ekki að ljúga sig út úr hlutunum, segja kannski við einhvem að maður borgi honum á föstudegi, vitandi það að maður getur það ekki. Það em sex fjölskyldur sem standa að SG-fyrirtækinu og strax eftir áramótin 85—86 var haldinn fundur og málin rædd. Þá var með- al annars ákveðið að taka til hend- inni og nýta allt það efni, sem fall- ið hafði til á uppgangstímum, en ekki nýst í húsin sem framleidd vora. Ur þessu efni byggðum við fjóra sumarbústaði og unnum við það verk um helgarog í frítímum, kauplaust. Veturinn fór í þetta og um vorið vom bústaðirnir tilbúnir. Þarna komu heilmiklir peningar inn í fyrirtækið við sölu á bústöðunum. Svo gerði þetta menn meðvitaðri um reksturinn og þjappaði hópnum saman. Þessi ráð dugðu til að koma fyrirtækinu á rétt- an kjöl og við höf- um nú unnið upp tapið sem mynd- aðist þarna. Á uppgangstím- um gekk rekstur- inn átakalítið því eftirspurnin var mikil eftir húsun- um. Svona erfið- leikar kenna mönnum aftur á móti mikið og það em minni líkur á að gengið verði jafn langt aftur. Menn fylgjast bet- ur með eftir slíka reynslu. SG-skútan okkar festist aldrei þó það gæfi á þarna í skerjagerði markaðarins. Vissulega skrapaði hún skerin sem mörg vora hvöss og botninn dældaðist vissulega. En núna er búið að rétta allt af, mála skútuna og hún hefur byr.“ Áhyggjulaus á veröndinni heima hjá sér, en þó á varðbergi gagnvart hættumerkjum í rekstrinum. Guðmundur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri „SG-skútunnar“ á Selfossi. Þjóðverjar hremmdu Kaf ka Það er alkunna, að miklar fjárfúlgur eru greiddar fyrir listaverk eft- ir þekktustu nítjándu og tuttugustu aldar málara, en hitt fer hljóðlega að handrit kunnustu rithöfúnda síðustu tveggja alda eru einnig orðin eftirsótt söluvara. Bretar eru fyrst núna að vakna upp við þann vonda draum, að mikið af handritum að helstu bókmenntaverðmætum þeirra hafa runnið úr greipum þeirra og dreifst út um allar jarðir en þó eink- um til Bandaríkjanna. Fró Guðrúnu Nordal í L Handrit James Joyce em nú geymd í borginni Tulsa í Okla- homa og handrit Virginiu Wolf em víðs vegar um Bandaríkin. Megin- hluti allra handrita hins enska Eve- lyns Waugh eru í bókasafni Texas- háskóla í Austin, og þar er einnig mikið af handritum D.H. Lawren- ce, Bernhards Shaw og T.S. Eliot. Handritum hefur reyndar hvað öt- ulast verið safnað fyrir bókasafn Texas-háskóla og hófst sú söfnun á sjöunda áratugnum, þegar nóg var af olíupeningum þar um slóðir. Ævisagnaritari, sem ferðaðist þangað til að rannsaka handrit Pauls Scott, lét svo um mælt, að bókasafnið væri eins og Piccadilly Circus, þar sem höfundar ævisagna rithöfunda væm á hveiju horni. Bresk bókasöfn hafa ekki haft bolmagn til að bjóða í handrit kunn- ustu rithöfunda Breta, og því hefur nánast ekkert stöðvað flæði þeirra út úr landinu. Þetta nýskapaða „handritamál" Breta er ólíkt hand- ritamáli okkar íslendinga forðum. Engin von er til að Bretar endur- heimti sín handrit.'nema dýra verði. Verðmæti þessara handrita hef- ur aukist vemlega á síðustu tutt- ugu ámm. Uppboðshaldarar í Sot- hebys álíta að þeirra skerfur af markaðnum hafi hækkað úr tvö hundmð og fimmtíu þúsundum punda í fimm milljónir punda á síðustu þrettán árum. Þessi öra hækkun hefur auðvitað laðað að ýmsa ævintýramenn í leit að skjótum gróða. En bókasölum hefur tekist að bægja þeim frá enn sem komið er. En hvers vegna em handrit síðari tíma skáld- verka álitin svo verðmæt? Þau era ekki sérstaklega falleg á að líta, eins og myndskreyttu skinn- handritin fornu. Þau eru oft full af prentvillum, útstrikunum og krassi. FRANZ KAFKA — I baksýn síða úr handritinu af Rétt- arhöldunum, sem var metið á áttatíu milljónir. Og þó að þú eigir handritið, þá fylgir höfundarrétturinn ekki með. En þegar þú handleikur blaðsíðum- ar, kemstu í nálægð við mikla snill- inga, og getur fylgst með því hvern- ig þeir nálguðust sitt endanlega takmark. Þessi nálægð dregur fólk að. Handritið af Réttarhöldunum eftir Franz Kafka er skrifað á pappír sem hann hefur rifið úr minnisbókum. Er það rúmlega 80 milljóna króna virði? Það var sú upphæð sem vestur-þýska stjórnin greiddi nýlega fyrir það á uppboði hjá Sothebys, og var það verð í samræmi við mat uppboðshaldar- anna. Kafka skrifaði bókina árið 1915, en hún kom ekki út að honum lif- andi. Hann gaf vini sínum, Max Brod, handritið árið 1920, fjórum ámm fyrir dauða sinn. Handritið átti þá fyrir höndum hættulega veg- ferð: minnstu munaði að það yrði eyðilagt í innrás nasista í Tékkóslóvakíu og aftur á meðan á Súez- deilunni stóð. Meginhluti annarra handrita Kafka em geymd í öruggri geymslu í Bodleian- bókasafninu í Oxford. Þetta háa verð fyrir Réttarhöldin er það hæsta sem greitt hefur verið fyrir handrit tutt- ugustu aldar bókmennta- verks. Það er og örugg- lega, eins og á hefur verið bent, sanngjarnt verð fyrir eitt af meist- araverkum bókmenntasögunnar. Enda voru Vestur-Þjóðveijar til- búnir til að borga tvöfalt meira fyrir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.