Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
Jung’ísk grund-
vallarhugtök
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Helmut Hark: Lexikon Jungsc-
her Grundbegriffe. Mit Origina-
ltexten von C.G. Jung. Heraus-
gegeben von Helmut Hark. Walt-
er-Verlag Olten und Freiburg im
Breisgau 1988.
Helmut Hark er þjónandi prest-
ur í Karlsruhe, hann stuildar
sálusorgun í stfl Jungs og hefur
ritað nokkrar bækur um guðfræði
og sálfræði.
Carl Gustav Jung starfaði sem
geðlæknir við Burghözli geðsjúkra-
húsið í Zurich og rannsóknir hans
þar urðu grundvöllur að ýmsum
skoðunum hans á sálfræði. Rann-
sóknir hans á geðklofa leiddu til
hugmynda um „sameiginlega djúp-
vitund“ eða undirvitund. Jung var
mjög vel að sér í trúarbragðasögu
og táknfræðum trúarbragða, goð-
sögum og þeim fræðum sem tengj-
ast dulhyggju.
Samkvæmt kenningum hans var
dulvitundin náma og uppspretta
allra trúarbragða og lista. Þetta
efni varð lífsstarf hans sem sálfræð-
ings og höfundar tuttugu þykkra
binda sem Qalla um hugmyndir
hans um sál mannsins. Honum var
vel ljóst, eins og öllum sem hlotið
PHUPS
ERSNYRTILEGJOLAGJOF
Drottning
rafmagnsrakvélanna frá
PHILIPS - (Súper-Lúxus).
Hleðslurafhlaða sem dugar í
tvær vikur. - Einnig bein-
tenging. Stafraenn hleðslu-
mælir. Nálægðarstilling með
níu þrepum. Þrír90gata
fljótandi rakhausar, hver með
15 sjálf-skerpandi „Lift-
blade" skurðarhnífum.
Bartskeri - Vönduð taska.
svörtu.
<8>
Heimílistæki hf
Sætúni 8
SÍMI: 69 1S 15
Hafnarstræti 3 • Kringlunni
SÍMI: 69 15 25 SÍMI:691.520
' saMouKgiutt,
hafa einhvetja menntun, að því
meira sem maðurinn veit, því minna
veit hann og þess vegna var öll freð-
in hugmyndafræði og „besserwiss-
er-háttur“ honum mjög ijarri. End-
anlegar lausnir í sálfræði og loka-
mynd af sálargerð mannsins var
honum fjarri. Endurminningar hans
(ensk útg. 1963) eru besta heimild-
in um hann sjálfan og kenningar
hans í stuttu máli. Rit hans einkenn-
ast af óvenjulegri þekkingu, rit-
snilld og sjaldgæfri „andlegri
spekt“. Jung fjallar um þau efni sem
erfítt er að koma til skila, því er
oft talað um ýmsa óljósa þætti í
framsetningu ýmissa lykilkenninga
hans. Því ætti þetta kver að verða
lesendum rita hans til glöggvunar
varðandi lykilhugtök í umfjöllun
hans um oft erfíð viðfangsefni.
Helmut Hark skýrir hugtökin í
stuttum greinum, ásamt meðfylgj-
andi textum úr ritum Jungs.
Þar sem rit og kenningar Jungs
eru eitthvað þekkt, er þekking á
kenningum hans talin hluti al-
mennrar menntunar. Hark telur í
formála „að oft, þegar orðræða
snýst að Jung og kenningum hans,
þá komi í ljós að skilningi manna
á ýmsum hugtökum í jungískum
fræðum sé talsvert ábótavant og
menn noti gjarnan þessi hugtök án
þess að skilja inntak þeirra og
merkingu samkvæmt skilningi höf-
undar“. Þetta var ástæðan fyrir því
að Helmut Hark tók sér fyrir hend-
ur að setja saman kverið.
Hér er hugtökum raðað í staf-
rófsröð. Mörg þessara hugtaka eru
almenn sálfræðihugtök, sem Jung
skilur e.t.v. dýpri skilningi en al-
mennt gerist, önnur eru jungísk
hugtök, sem Jung varð fyrstur til
að móta í samræmi við ný viðhorf
hans og uppgötvanir í sálfræði.
Svo dæmi séu tekin: Anima,
Animus, Individuation, Syn-
chroniztát, Archetypus og fjöldi
annarra hugtaka sem Jung útlistar
ítarlega í ritum sínum. Hugtök eru
þess eðlis, að merking þeirra er
alls ekki freðin, menn nota almenn-
ustu hugtök samkvæmt eigin skiln-
ingi þótt megininntakið sé almennt
viðurkennt. Sama er að segja um
hugtök sálfræðinnar, en þar er
meiri þörf nákvæmni og því er það
mikið þarfaverk að skýra notkun
þessara hugtaka eins og einn
fremsti sálfræðingur aldarinnar
notar þau.
Walter-Verlag hefur gefíð út öll
verk Jungs í 19 bindum, auk við-
bótarbindis og bréf hans í þremur
bindum, einnig minningamar og
fleiri rit varðandi Jung. Þýðing
verka Jungs á ensku er gefín út
af Routledge & Kegan Paul í 20
bindum, mjög vönduð útgáfa.
Sigurbjörg Guðmunds-
dóttir — Minning
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast hennar Sibbu, þó er það
ekki létt í fáum orðum. Sibba hét
fullu nafni Sigurbjörg 'Guðmunds-
dóttir fædd 23. febrúar 1926, á
Skjaldþingsstöðum í Vopnafírði,
elst 6 systkina.
Ég minnist Sibbu móðursystur
minnar af svo mörgu, hún var bam-
góð, iðin, félagslynd og hafði mikla
unun af blómum og dýram. Það var
því mikið áfall þegar ég frétti af
láti hennar, þar sem hún var stödd
á sjúkrahúsi í London í hjartaað-
gerð og allt lék í lyndi og hún vænt-
anleg heim eftir nokkra daga.
Sibba var mér sem móðir og
kallaði ég hana oft fóstra, sem ekki
er svo fjarri lagi. Öllum var hún
eitthvað, hvort sem var við gæslu
bama eða bakstur og aðra þjónustu
við félagasamtök á staðnum, alltaf
var Sibba tilbúin að aðstoða.
Missirinn er því sár og söknuður-
inn mikill. Það að þekkja Sibbu og
hennar persónuleika er góð reynsla,
alltaf var hún að gera öðram greiða
og gleðja þá sem stóðu henni næst.
Heimilið prýddi hún með handa-
vinnu sem hún vann sjálf. Einnig
gaf hún margt sem hún vann í
höndum því henni féll varla verk
úr hendi. Nú, þegar jólahátíðin fer
í hönd, og sá tími er minningar frá
liðnum æskudögum koma í huga
manns, þá er margs að minnast,
bæði í sorg og gleði.
Sibba frænka var frænka allra í
fjölskyldunni. Hún var yfírleitt
hress og kát, þar af leiðandi hrókur
alls fagnaðar. Eg minnist þess sér-.
staklega hversu bamgóð hún var.
Bömin nánast drógust að henni eins
og jám að segulstáli. Já, það er
margs að minnast og margt að
þakka kæra frænku minni. Eg vil
ekki síður þakka henni þá þolin-
mæði sem hún sýndi mér á mínum
unglingsáram, því oft hefur maður
nú verið henni erfíður.
Sibba giftist Bimi Jónssyni föð-
urbróður mínum frá Vopnafírði og
eignuðust þau þijú böm. Ástu, gifta
Bent Jocmsen og eiga þau fjögur
böm. Siguijón, kvæntan Ástu
Harðardóttur og eiga þau eitt bam,
og Guðmund, kvæntan Herdísi
Harðardóttur og eiga þau tvö böm.
Ég veit að Sibba fær góða heim-
komu. Það verður tekið vel á móti
henni af þeim sem á undan era
gengnir. Þar fær hún hvíld og frið.
Góði guð, blessa þú hana um eilífð.
Um leið og við kveðjum Sibbu
hinstu kveðju bið ég guð að blessa
eiginmann hennar, böm, tengda-
böm og bamaböm. Megi guð vera
með ykkur og styrkja í þessari
miklu sorg. Einnig sendi ég systkin-
um hinnar látnu mínar samúðar-
kveðjur. Þetta var okkur öllum mik-
ill missir. Megi elsku frænka mín
fara í friði.
Vinar, burt sem vikinn er,
veitist jafnan ljúft að minnast,
yndislegt að óska sér
aftur mega sjást og finnast.
Frelsari, þín minning mær
mjög er vinum þínum kær.
Gjör, 6 Jesús, hjartað hreint,
helga það til endurfundar.
Gef vér keppum Ijóst og leynt
lifa þér til hinstu stundar.
Nafn þitt veri lífsins ljós,
leiðarblys að dauðans ós.
(N.F.S. Grundtvig.).
Sigurvin Kristjánsson
Birting afinælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek-
in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.