Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 26
m_______________. Kammersveit Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DBSEMBER' 1986 Barokkhljóð- færin tilheyra barokktónlist Jólatónleikar í Áskirkju í dag FRONSK barokktónlist, leikin á barokkhljóðfæri verður á efhisskrá -*• Kammersveitar Reylqavíkur á fyrstu tónleikum starfsársins, Jólatón- leikunum sem verða í Áskirkju í dag ki. 17.00. Þar verða leikin verk eftir Lully, Rameau, Marais, Campra og Leclair. Leiðbeinandi hljóðfæraleikaranna er Ann Wallström, fíðluleikari frá Svíþjóð. Auk hennar leika með Kammersveitinni í dag Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Helga Ingólfsdóttir á sembal, Inga Rós Ingólfsdóttir á á selló, Kol- beinn Bjarnason á fíautu, Richard Korn á kontrabassa, Marteen van der Valk á slagverk, Svava Bernharðsdóttir á lágfíðlu og Martin Fewer á lágfíðlu. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir. Blaðamaður leit inn á æfingu hjá Kammersveit Reykjavíkur í vikunni til að forvitnast um efnis- skrá tónleikanna og hveiju það SEVEN SEAS VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ breytti að leika barokktónlist á þau hljóðfæri sem notuð voru á þeim tíma sem hún var samin. Fyrir svör- um varð Ann Wallström, en hún hefur kynnt sér barokktónlist til jafns við nútímatónlist. ^Barokkhljóðfærin eru smíðuð fyrir barokktónlist og í henni eru öðruvísi hendingar en t.d. í róm- antískri tónlist. Flest þau hljóðfæri sem notuð eru í dag eru smíðuð fyrir rómantíska tónlist og barokk- tónlistin nýtur sín ekki til fulls sé hún leikin á þau. Barokktónskáldin lögðu mikla áherslu á mismunandi hljóma, mörg hljóðfæri með fjöl- breytilegum hljóm. Tónlist er skrif- uð af lifandi fólki fyrir lifandí fólk og þótt hún berist til | okkar sem ritverk þá er það okkar hlutverk að láta hana lifna og auðvitað helst á svipaðan hátt og hún hljómaði þegar hún var samin.“ Hefur þú sérhæft þig í barokk- tónlist? „Ekki alfarið. Ég leik álíka mikið barokktónlist og nútímatónlist og er menntuð í flutningi nútímatón- listar. Ég hef hins vegar mikinn áhuga á barokktónlistinni, hef lesið mikið um hana og barokktímann almennt, auk þess sem ég hef verið í læri hjá Clas Pehrsson, blokk- flautuleikara, í túlkun barokktón- listar og lærði mjög mikið af hon- um. Tónlistin breytist eins og allt annað, tónlistarmenn eru sífellt að Morgunblaðið/Þorkell Frá æfíngu Kammersveitarinnar. F.v. Ann Wallström, Rut Ingólfsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Kolbeinn Bjarnason, Inga Rós Ingólfsdóttir og Richard Korn. Á myndina vantar Marteen van der Valk, Svövu Bernharðsdóttur og Martin Fewer. reyna eitthvað nýtt, eitthvað öðru- vísi. En þegar maður kynnist bar- okktónlistinni skilur maður betur það sem á eftir kemur, þetta er eins og að læra sögu, eitt tímabil tekur við af öðru og tónlistin á einu timabili er svörun við þeirri stefnu sem ríkti á næsta tímabili á undan. Vínar-klassíkin er svörun við bar- okktónlistinni, rómantíkin er svörun við Vínar-klassíkinni og nútímatón- list er svörun við rómantíkinni. Maður getur jafnvel séð þjóðfélags- ástandið á hveijum tíma Speglast í tónlistinni. Barokktónskáldin lögðu mikið upp úr flúri, hljómum sem skáru sig úr en eftir frönsku stjórn- arbyltingunna, í andófinu gegn aðl- inum, var lögð áhersla á að allir hljómar væru jafnréttháir." Hvað getur þú sagt mér um efn- isskrá tónleikanna? „Verkin sem við leikum eru mjög ólík, og ættu að gefa góða mynd af því hve mismunandi barokktón- list getur verið. Verkin eru öll mjög áhugaverð og spennandi, ekki bara fyrir hljóðfæraleikara heldur ekki síður fyrir áheyrendur, þannig að ég hef þá trú að þetta verði mjög skemmtilegir tónleikar, ólíkir því sem fólk á að venjast." Ann er ekki sú eina sem hefur sérhæft sig í barokktónlist af þeim sem leika með Kammersveitinni í dag. Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal, sem er barrokhljóðfæri og hollenski slagverksleikarinn Marte- en van der Valk er meðlimur í al- þjóðlegri hljómsveit sem nefnist Orchestra of the 18th Century, eða Hljómsveit átjándu aldarinnar og er stofnandi hennar og stjórnandi Frans Briiggen, blokkflautuleikari. Hljómsveitin hefur aðsetur í Amst- erdam og fer í tvö tónleikaferðalög á ári. Marteen var beðinn að segja lítillega frá Hljómsveit átjándu ald- arinnar. „Frans Briiggen, blokkflautu- leikarinn frægi, stofnaði þessa hljómsveit 1981 og safnaði saman í hana vinum sínum alls staðar að. Allir leika á upprunaleg hljóðfæri og ég hef lært mjög mikið af sam- starfi mínu við hljómsveitina. Ég hef verið í hljómsvfitinni síðan 1984 og í gegnum það verið boðið að leika með mörgum frægustu flytj- endum barokktónlistar í samtíman- um.“ Og jeikur nú með Sinfóníuhljóm- sveit íslands? „Já, þegar ég fluttist hingað með konu minni Hlíf Svavarsdóttur, list- dansara var mér boðin staða í Sin- fóníuhljómsveitinni, sem ég þáði með þökkum og mikilli ánægju." Og leikur nú í fyrsta sinn með Kammersveit Reykjavíkur? „Já, og ég er mjög ánægður með það. Það er gaman að sjá allt þetta áhugafólk um barokktónlist og finna hversu áfjáð þau eru í að gera vel. Ég vona að ég geti hjálp- að til við að auka þennan áhuga, ekki aðeins hjá tónlistarfólki heldur áheyrendum líka. Draumur minn er að koma því í kring að Hljóm- sveit átjándu aldarinnar spili hér á Listahátíð, en hvort af því getur orðið er önnur saga.“ FJÖLVÍTAMÍN OG STEINEFNI (§)t orenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057. Utjkál ar Rauðarárstíg 14, sími 622322 Abbeycraft eru margfaldir verðlaunahafar í enskri stílhúsgagnaframleiðslu. Þeir hafa fengið hin eftirsóttu „Queen's Award for Industry and Export Achieve- ment" verðlaun ekki bara einu sinni heldur alls fjórum sinnum og eru handhafar þess- ara verðlauna fyrir árið 1988. ...Húsgögn fyrir fagurkera Abbeycraft Í -'Kurmturc l.td.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.