Morgunblaðið - 29.01.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.01.1989, Qupperneq 1
SUNNUDAGUR ■ Hvemig samræmist besta læknisaðstoð því að upplýsingar um einkamál séu ekki á vitorði fleiri en nauðsynlegt er? ■ Mjög fátítt að kvartanir berist um trúnaðarbrot í heilbrigðiskerfinu ■ Helmingur heilsugæslustöðva hefiu* tekið tölvur í sína þjónustu eftir Hjálraar Jónsson/myndir Hagnar Axelsson og F.inar Falur Upplýsingar um sjúkdóma eru iðulega mjög viðkvæmt mál og sjúklingar og aðstandendur þeirra leggja mikið upp úr því að þessi vitneskja sé ekki á vitorði fleiri en ýtrasta nauðsyn krefur. Það liggur hins vegar í augum uppi að greiður aðgangur að upplýsingum er forsenda þess að hægt sé að veita bestu læknishjálp. Því er mikilvægt að reglur um þessi mál séu skýrar, þar sem vitneskjunnar sé vel gætt, jafiiframt því sem aðgangur að henni sé greiður þegar þörf krefur. Ný læknalög hlutu samþykki Alþingis skömmu fyrir þinglok í vor er leið. Þau tóku gildi 1. júlí og leystu af hólmi lög frá árinu 1969. Setning laganna hefur ekki vakið mikla athygli eða umræður og voru þau samþykkt á þinginu án þess að þingmenn sæju ástæðu tii mikillar umljöllunar. Lögin fela þó í sér ýmis nýmæli. Þar er til dæmis í fyrsta sinn að finna ákvæði um varðveislu og afhendingu sjúkragagna, sem iðuiega hafa að geyma viðkvæmar persónulegar upplýsingar. Nefnd á vegum heilbrigðismálaráðherra skipuð fulltrúum landlæknisembættisins og Læknafélags íslands er langt komin með að undirbúa tillögur að setningu reglugerðar um þau eftii og er þess vænst að neftidin skili af sér tillögum sínum innan tíðar. Neftidin stendur frammi fyrir erfiðu verkefiii. Hún hefiir fátt við að styðjast í lögum og reglum hérlendis og þarf að feta einstigið milli þess að öryggis og hagsmuna sjúklinga og almennings sé gætt og þess að einkamál hvers sjúklings um sig séu varðveitt eins vel og kostur er. SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Em upplýsingar um sjúklinga vel varðveittar? BLAÐ .V -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.