Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
7
Tvö fógetaembætti laus til
umsóknar á Austurlandi
TVÖ fóg'etaembætti á Austur-
landi eru nú laus til umsóknar.
Þar er um að ræða embætti bæj-
TOGARINN Skagfirðingur frá
Sauðárkróki fékk hæsta meðal-
verð sem fengist hefur, i íslensk-
um krónum talið, fyrir heilan
farm þegar hann seldi á föstudag
i Bremerhaven i V-Þýskalandi.
Skagfirðingur seldi 84 tonn og
fékk 109,71 krónur fyrir kílóið.
Uppistaða aflans var karfí, alls
arfógeta á Neskaupstað og emb-
ætti sýsiumanns í N-Múlasýslu
og bæjarfógeta á Seyðisfirði.
78 tonn. Af þeim seldust 72 tonn
fyrir 121,05 krónur kílóið. 6 tonn
af karfanum skemmdust, þar sem
sjór komst í fískinn og fóru í
bræðslu. Það dró meðalverðið nokk-
uð niður.
Heildarverðmæti afla Skagfírð-
ings var 9,2 milljónir króna.
Embætti bæjarfogeta á Neskaup-
stað varð laust á dögunum þegar
Þorsteinn Skúlason fékk skipun
sem héraðsdómari á Selfossi.
Hann hafði þá verið settur til
starfans í eitt ár.
Þann tíma hefur Ólafur K. Ólafs-
son verið settur í embætti bæjarfóg-
eta á Neskaupstað.
Embættið á Seyðisfírði er nú
auglýst öðru sinni en enginn sótti
um það á liðnu sumri. Þar hyggst
Sigurður Helgason láta af störfum
og hefja lögfræðistörf á höfuð-
borgarsvæðinu.
Umsóknarfrestur um bæði emb-
ættin er til 8. febrúar.
Snjóflóð í
Arnarfirði
SNJÓFLÓÐ féll á þjóðveginn milli
Bíldudals og flugvallarins í Arnar-
firði á sunnudaginn. Féll siýóflóð-
ið skammt fyrir innan bæinn Otra-
dal, og að sögn Sigurðar Guð-
mundssonar í Otradal var það um
þijátíu metra breitt og um fimm
metrar á hæð.
Sigurður sagði að snjóflóðið hefði
fallið um klukkan þijú um daginn,
en þá var leiðindaveður á þessum
slóðum og gekk á með hvössum élj-
um. Féll flóðið yfír þjóðveginn og út
í sjó, og lokaði alveg leiðinni að flug-
vellinum. Flugvél frá Amarflugi lenti
þar skömmu eftir að snjóflóðið féll,
og gengu farþegamir yfir það að
bílum sem sóttu þá frá Bíldudal, en
Vegagerðin opnaði veginn á ný á
sunnudagskvöldið.
Metsala Skagfirðings
Þrengslavegur:
Rúta valt
RÚTA valt á hliðina þegar hún
fór útaf veginum um Þrengsli
síðastliðinn sunnudagsmorgun.
Einn farþeganna með rútunni
var fluttur á slysadeild Borg-
arspítalans, en meiðsli hans
reyndust ekki vera alvarleg.
Farþegar með rútunni vom
bandarfskir háskólanemar, sem
vom á leið f útsýnisferð til Gullfoss
og Geysis. Mikið hvassviðri víir og
snjókoma þegar óhappið varð og
hálka á veginum. Minniháttar
skemmdir urðu á rútunni. Önnur
rúta ók skömmu áður út af veginum
á svipuðum slóðum, en hvoki var
um meiðsli né skemmdir að ræða í
því tilfelli.
Haraldur Henrýsson forseti
SVFÍ sæmir Siguijón Einarsson
þjónustumerki SVFÍ úr gulli.
Siguijón
Einarsson
sæmdur gull-
merki SVFÍ
SIGURJÓN Einarsson flugmað-
ur hjá Flugmálastjórn var á laug-
ardaginn sæmdur þjónustumerki
Slysavarnafélags íslands úr
gulli. Upphaflega stóð til að Sig-
urjón hlyti þennan heiður á
landsþingi SVFÍ s.I. vor en af því
gat ekki orðið þá þar sem hann
var erlendis.
Haraldur Henrýsson forseti SVFÍ
segir að ákveðið hafi verið að heiðra
Siguijón á þennan hátt sökum
starfa hans að leitar-og björgunar-
málum. Siguijón hefur starfað um
árabil sem flugmaður Flugmála-
sljómar, tekið þátt í mörgum leitum
og bjargað flugvélum úr háska með
því að leiðbeina flugmönnum þeirra
úr villum til lendingar.
FARGO
Já, hann heitir FARGO og er danskur að uppruna. Hann er mjúkur, sterkur
og fallegur og á hreint frábæru verði.
HANN FÆST í FJÓRUM ÚTGÁFUM:
3+2+1, 3+1+1, 6 sæta horn og 5 sæta horn. Áklæðið er geysisterkt og
fæst í mörgum litum.
FARGO 3+H+2 Stærð: 210x260 cm.
Veré kr. 66.520,-
FARGO 3+2+1
Stærð: 3ja sæta 180 cm,
2ja sæta 130 cm, stóll 90 cm.
Veró kr.
82.300,-
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF
SÓFASETTUM OG HORNSÓFUM.
Húsgagnaéöllin
REYKJAVIK