Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 17 TRYGGINGIN Þau eiga engin sérstök áhugamál saman hjónin, þegar ég spyr þau út í þá sálma, segjast ekki vera með þessi stóru „hobbý“, hesta og þvíumlíkt, en aftur á móti eigi þau sumarhús þar sem þau dveljast langdvölum og lesa jólabækumar sínar. En leikarar eru þaulvanir að tjá tilfinningar og því mætti ætla að þau ættu auðvelt með að tjá sig heima fyrir, ræða óskir sínar og langanir, lenda ekki í þeirri gryfju sem hendir marga, að geta ekki taíað saman. Helgi segir að nokkuð sé til íþví. „Með mismunandi stuttu millibili fömm við inn í heim sem gagntek- ur okkur og er oft uppspretta sam- tala. í vor og haust var það „Marm- ari“ sem Helga leikstýrði og ég lék í, og nú er það þetta verk sem gagntekur hugann.“ „Það er þó ekki nokkur trygging fýrirgóðu hjónabandi,“ segirHelga. — En hver er þá tryggingin? „Ef ég vissi lausnina þá mundi ég ekki hugsa mig um heldur stofna fyrirtæki og það yrði eitt hið um- svifamesta hér á landi,“ segir hún. „En ágætt ráð held ég að sé þetta: Beitið ekki gömlu íslendingasagna- aðferðinni, auga fyrir auga. Hún hefur aldrei reynst vel.“ Helgi: „Tryggingin er sú, að það er engin trygging til. Það væri líka leiðinlegt að hafa slíkt í upphafí hjónabands. En í hjónabandi er gagnkvæm virðing fyrir mannkost- um og þörfum hins aðilans mikil- væg.“ En haldið þið að þetta leikrit hafí einhvem tilgang eða boðskap? „Mér dettur ekki í hug að það breyti lífsmunstri nokkurs manns," segir Helgi. „En ef okkur auðnast að gera þetta að góðri leiksýningu þá gefur það eitthvað sem hægt er að byggja á. Leikhús byggir á því semgóðar leiksýningar gefa fólki." „Eg held það geti orðið aðvöran ef vel tekst til,“ segir Helga. „Gefí fólki ástæðu til að hugsa og líta í eigin barm. Við höfum fundið fyrir spennunni í kringum þetta verk. Þegar við voram í Berlín á dögunum hittum við nokkra sænska leikara sem við þekkjum úr „fílmunni" og þeir sögð- ust allir ætla að koma!“ Framsýning er framundan en þau taka því með heimsins mestu ró. „Kunningi okkar sem vann eitt sinn í byggingavöraverslun sagðist hafa tekið eftir því, að við kæmum alltaf til að skoða flísar og þess- háttar hjá honum á framsýningar- daginn." — En skyldi hjónaband þeirra Mörtu og Georgs eiga sér nokkra hliðstæðu í raunveraleikanum, er þetta ekki bara tómur skáldskapur? Helgi segir að skáldskapur sé það vitanlega, en þó væri hægt að ímynda sér að slíkir einstaklingar væra til þótt þeir birtust hér í skáld- sögulegum búningi, og ekki ólíklegt að ýmsir fyndu einhveija samsvör- un. Helga tekur undir það og bætir þvi við, að það sem geri verkið verð- mætara en það að vera til dæmis vitni að rifrildi hjóna í raunveraleik- anum, sé hversu fimlega það sé gert og góður skáldskapur. „Hér teflir höfundur fram tveim- ur vopnfimum einstaklingum, og samkennd áhorfendans sveiflast á milli þeirra, þannig að það er aldrei á hreinu hver sigurvegarinn er í þessum hildarleik. En það er ekki hægt að bera verkið saman við raunveraleikann, því lífið, eins og það er frá degi til dags er ekki búið að hreinrita." ☆ V egna mistaka sem urðu í frágangi þessa viðtals í blaðinu á sunnudag, birtist það hér aftur leiðrétt. Morgunblaðið harmar þessi mistök og biður hlut- aðeigendur afsökunar. Kúabændur mótmæla hækkun kjarnfóðurgjalds STJÓRN Landssambands kúa- bænda hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er hækkun á innfhitningsgjöldum á kjarnfóðri um áramótin. „Kjarnfóðurgjöld íþyngja framleiðendum og valda hækkunum á afurðum til neyt- enda. Með tiikomu ftillvirðisrétt- ar í mjólk eru kjarnfóðurgjöld á engan hátt stjómtæki,“ segir í ályktuninni. í ályktuninni segir einnig að með hækkandi fóðurverði á heimsmark- aðsverði sé það krafa Landssam- bands kúabænda að lækkuð verði kjamfóðurgjöld til móts við fram- komnar hækkanir. Ályktunin er stíluð til landbúnaðarráðherra og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Hörður Sigurgrímsson formaður Landssambandsins sagði lqamfóð- rið væri einn af stærstu kostnaðar- liðum kúabænda. Sem dæmi um hækkanir sem orðið hafa, meðal annars vegna hækkunar á gjöldum og gengisbreytinga, sagði hann að kjamfóðurblanda sem hann keypti hefði kostað 29 krónur kflóið í nóv- ember en 32,50 núna. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú læra meira, en hefur ekki nægan tíma? Lausn á þessum vandamálum færðu með því að margfalda lestrarhraða þinn, en það getur þú lært á hraðlestrarnámskeiði. Næsta námskeið hefst 7. febrúar nk. Síðast komust færri að en vildu, svo þú skalt skrá þig tímanlega. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRADLESTRARSKOUNN E SKAJTHlXimLl OG PERSÓNUAFSLÁriUR ÁRB1989 ALMENNT SKATTHLUTFALL ER37,74% LAUNAGREÐANDA ER ÓHEIMILT AÐ FÆRA ÓNÝTTAN PERSÓNUAFSLÁTT MILLIÁRA (Þ.E FRÁ 1986 TIL 1989) Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttarsem fram kemur á skattkorti hans. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Cæ AUGtySINGAPJÚNUSTAN / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.