Morgunblaðið - 31.01.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
21
Minningarsamtökin stofauð í Moskvu:
Olli Stalín dauða
30 millj. manna?
Moskvu. Reuter.
ÓHÁÐ, andstalínísk hreyfing var stofiiuð sl. laugardag í Moskvu og
er það verkefni hennar að skýra sem nákvæmlegast fi*á kúguninni
á stalínstímanum, halda á loft minningu fómarlambanna og gera
sitt til að tryggja, að þessir skelfilegu timar komi aldrei aftur.
Eftir líflegar umræður og nokkr-
ar deilur um orðalag urðu þátttak-
endumir, um 500 manns frá rúm-
lega 100 borgum og bæjum í Sov-
étríkjunum, sammála um stofnskrá
Minningarsamtakanna. „Loksins
hefur þessi dagur mnnið upp,“
sagði baráttumaðurinn Andrei Sak-
harov. „Þessi þjóð á sér langa sögu,
sögu um hetjudáðir og harðræði,
um skelfilegt grimmdaræði, sem
varð milljónum manna að bana.“
Markmið hreyfíngarinnar er að
reisa minnismerki um fómarlömb
Stalíns á ámnum 1930-53 og vinna
að því, að opinber skjöl og aðrar
upplýsingar um þennan tíma verði
öllum aðgengileg. Starfsemin verð-
ur þó ekki einskorðuð við stalíns-
tímann. Vakin verður athygli á allri
kúgun á ámm áður og allt til þessa
dags. Grígoríj Baklanov, rithöfund-
ur og ritstjóri bókmenntatímaritsins
Znamja, sagði, að meginverkefnið
væri að koma í veg fyrir kúgun og
ofsóknir í framtíðinni.
„Mikilvægast af öllu er, að unga
fólkið læri um og skilji það, sem
hér gerðist," segir hann. „Við emm
ekki aðeins að ijalla um hörmungar
liðins tíma, heldur eigum við erindi
við framtíðina. Við verðum að búa
þannig um, að annað eins og stalín-
isminn geti ekki komið hér aftur.
Vítalíj Korotich, ritstjóri vikurits-
ins Ogonjoks, hvatti til, að haldin
Reuter
ísbjörn íhitamollu
ísbirai þessum, sem er í dýragarði í Jóhannesarborg í Suður-
Afríku, virðist ekki líða vel i sumarhitanum á suðurhveli jarðar eft-
ir þessari mynd að dæma. Hann heitir G.B. og er nefiidur eftir tölvu-
fyrirtæki sem lagði fram peninga fyrir kaupum á honum.
qy/7t2<a
fVv iv
M.tíAíá*? I
p Atr %< ÆX
r* ,~f-T?4
* XpK'fTÁM Kr'Vn
" . í fr
Reuter
Wilhehn Otto Draugel lifði af vistina í fangabúðum Stalins og um
síðustu helgi tók hann þátt í stofiifúndi Minningarsamtakanna. Hér
er hann í fangaklæðum fyrir framan spjald með nöfiium ýmissa
fangabúða.
yrðu réttarhöld yfir Stalín og skor-
aði á stjórnvöld að láta af hendi
skjöl frá stalínstímanum en skáldið
Andrei Voznesenskíj sagði, að
Stalín hefði beint og óbeint borið
ábyrgð á dauða 30 milljóna manna.
Eistland:
Vilja finnsk-
anræðismann
<
Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
INDREK Toome, forsætisráð-
herra Sovétlýðveldisins Eist-
lands, sagði i viðtali sem birtist
í finnsku dagblaði nýlega að Eist-
ar hefðu áhuga á að fá finnska
ræðismannsskrifstofú í Tallinn,
höfrðborg Eistlands. t
Áhugi Eista á stjómmálasamb-
andi við Finna tengist baráttu
þeirra fyrir auknu sjálfræði. Auk
þess hafa bein samskipti Finna og
Eista aukist að undanfömu.
Finnska utanríkisráðuneytið hef-
ur ekki sýnt áhuga á því að opna
ræðismannsskrifstofu í Tallinn þar
sem finnska ræðismannsskrifstofan
í Leníngrad er með útibú í Tallinn.
ERLENT
Deila Bandaríkjanna og Kúbu 1962:
Kastró hvatti Sovétmenn til
að beita kjarnorkuvopnum
Moskvu. Reuter.
FIDEL Kastró, leiðtogi Kúbu, hvatti Sovétmenn til þess að beita
kjarnorkueldflaugum gegn Bandaríkjamönnum árið.1962 til að
afstýra þvi að Bandarikjamenn gerðu innrás í Kúbu. Bjuggust
Kúbveijar við striði gegn Bandaríkjamönnum og töldu þeir að
það myndi kosta 800.000 Kúbveija lifið.
Þetta kom fram í máli Jorge
Risquet, sem á sæti í stjómmála-
ráði kúbverska kommúnista-
flokksins, á tveggja daga ráð-
stefnu sovéskra, kúbverskra og
bandarískra embættismanna, sem
haldin var í Moskvu um helgina.
„Við áætluðum að við myndum
missa 800.000 manns réðust
Bandaríkjamenn á Kúbu,“ sagði
Risquet. „Við höfðum 240.000
manna her og 40.000 sovéskir
hermenn vom í landinu. Allir þess-
ir menn vora tilbúnir að beijast
til síðasta blóðdropa."
Þessir atburðir áttu sér stað
um miðjan október árið 1962 þeg-
ar Bandaríkjastjóm hafði komist
að því að á Kúbu væra sovéskar
kjamorkueldflaugar. Þátttakend-
ur á ráðstefnunni sögðust hafa
heyrt að Fidel Kastró hefði í
óformlegum viðræðum beðið
Níkíta Khrústsjov, þáverandi Sov-
étleiðtoga, að beita eldflaugunum
til að afstýra innrás Bandaríkja-
manna. Risquet og fulltrúi Sov-
étríkjanna á ráðstefnunni, Georgíj
Shakhnazar, sögðu hins vegar að
ekkert slíkt hefði komið fram i
formlegum viðræðum leiðtog-
anna. Robert McNamara, vamar-
málaráðherra Bandarílqanna á
þessum tíma, sagðist hafa full-
vissað Kúbveija á ráðstefnunni
um að tilhæfulaust væri með öllu
að Bandaríkjamenn hefðu fyrir-
hugað innrás í Kúbu.
Khrústsjov féllst á að flytja
kjamorkueldflaugamar frá Kúbu
í samningaviðræðum í lok október
þetta ár og John F. Kennedy,
þáverandi Bandaríkjaforseti, hét
því að Bandaríkjamenn myndu
ekki gera innrás í Kúbu.
Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi
Sovétríkjanna, sagði í skeyti sem
lesið var við setningu ráðstefn-
unnar að-mikil hætta hefði verið
á lqamorkustríði vegna deilunnar
um lqamorkueldflaugamar í
Kúbu. Þetta var fyrsta ráðstefnan
þar sem fulltrúar stórveldanna
hafa komið saman til að ræða
þessa atburði og þann lærdóm
sem draga megi af þeim.
Gíbraltar:
Bretar kalla herinn heim
HbTö'drögá”!
London. Reuter.
GEORGE Younger, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að
Bretar hygðust kaila heim mestallt herlið sitt frá Gíbraltar. Yfírlýs-
ing Youngers sigldi i kjölfar blaðafrétta um helgina þess efids að
ríkisstjórnin ætlaði að kalla heim 1.000 hermenn af þeim 1.800 sem
eru á Gíbraltar og loka mörgum herstöðvum.
„Við ætlum að endurskipuleggja ^„1 samræmi við niðurstöður viða-
og draga úr herstyrk okkar á mikillar könnunar hyggjumst við, í
Gíbraltar og verður það liður í hag-
kvæmisáætlunum okkar," sagði
Younger í skriflegu svari til breska
þingsins.
fyllingu tímans, kalla heim allar eða
meirihluta fótgönguliðshersveita
okkar,“ sagði Younger.
Vangaveltur f fjölmiðlum varð-
andi heimkvaðningu fótgönguliðs-
hersveitanna hafa vakið ugg á
meðal 30.000 íbúa Gíbraltar en
þeir óttast efnahagslegar afleiðing-
ar þess að herliðið verði kvatt heim.
Bretar tóku við stjómartaumum
á Gíbraltar af Spánveijum árið
1713 í samræmi við Utrecht-
samninginn svonefnda. Spánveijar
gera þó tilkall til landsins.
Pólland:
Samstöðuprestur finnst látinn
Varsjá. Reuter.
PRESTUR í borginni Bialystok í Póllandi, einlægur stuðningsmaður
Samstöðu, fannst látinn í gær og hafði augljóslega kafiiað þegar
eldur kom upp I íbúð hans. Er hann annar Samstöðupresturinn á
skömmum tíma, sem fínnst látinn
Talsmenn kirkjunnar sögðu, að
nágrannar prestsins hefðu brotist
inn í íbúðina þegar þeir urðu varir
við reykinn og fundið hann þá lát-
inn á gólfinu við rúmið. Hét hann
Stanislaw Suchowolec og var
þrítugur að aldri. Fyrir aðeins 11
dögum fannst sér Stefan Niedzielak
á heimili sínu.
dáinn á heimili sínu og segja emb-
ættismenn kirkjunnar, að hann hafi
verið myrtur, sleginn til dauðs með
þeim hætti, sem hermönnum er
kennt.
Suchowolec var prestur á vegum
Samstöðu og mikill þymir í augum
yfirvalda, sem höfðu jafnvel á orðý
að starfsemi hans stæði í vegi fyrir
viðræðum við óháðu verkalýðsfé-
lögin. I mánuði hveijum flutti Suc-
howolec „messu fyrir fóstuijörðina“
og var hún jafnan fjölsótt af and-
kommúnistum og Samstöðumönn-
um. Vora þeir Suchowolec og Nied-
zielak báðir á lista stjómvalda yfir
150 presta, sem stjómvöld telja
öfgamenn, og báðum hafði verið
hótað dauða oftar en einu sinni.
Lífrænar jurtasnyrtivörur
ATH.:
Snúðu þér til næsta
útsölustaðar
BIODROGA
og fáðu 10% afslátt á
„Skin Initiative Serum"
gegn afhendingu
auglýsingarinnar.
Tilboðið gildir til
11. febrúar 1989.
i
iNmATiVí
^-Aetton Serurn
^AutoAclMjgí
Proteoctem*’®
J3iodrv
„Skin Initiative Serum" frá
BIODROGA
hefur sannað gildi sitt.
Við reglulega notkun
„Skin' Initiative Serum" þ.e.
kvölds og morgna dropa
fyrir dropa á viðkvæmustu bletti
t.d. enni, í kringum augu, munn,
nef og á hálsinn, næst frábær
árangur i baráttunni við ótíma-
bær öldrunareinkenni húðarinn-
ar. Vísindin hafa sigrað ótíma-
bæra öldrun húðarinnar.
)
ÚtsölustaAir:
Brá. laugavegi 74.
Stella, Bankastræti 3.
Ingólfsapóiek. Kringlunni.
Snyrtistofan, Rauðarárstig 27.
Snyrtistofa Lilju, Grenigrund 7. Akranesi.
Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Kaupf. Eyfirðinga, Akureyri.
Húsavikurapótek, Húsavik.
Egilstaðaapótek, Egilsstöðum.
Vestmannaeyjaapótek.Vestmannaeyjum.
L
Einusinni BIODROGA alltaf BIODROGA
J