Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 35 Hvað sögðu sér- fræðingamir? eftir Bolla Þór Bollason og Maríönnu Jónasdóttur Eggert Haukdal, alþingismaður og fyrrverandi formaður stjómar Framkvæmdastofnunar ríkisins, rit- ar stutta hugleiðingu um efnahags- mál, stjómmál o.fl. í Morgunblaðið fimmtudaginn 19. janúar. Að megin- hluta flallar grein hans um ýmis pólitisk dægurmál, sem ekki verða gerð að umtalsefni hér. Aftur á móti er á tveimur stððum í greininni komið inn á málefni, sem varða sér- staklega tvo undirritaða starfsmenn flármálaráðunejdisins, nánar tiltekið í hagdeild þess. Af þessu tilefni er óhjákvæmilegt að koma á framfæri örfáum athugasemdum. í fyrra tílvikinu er Eggert að ijalla um þá erfiðleika, sem allt upp- lýsingaflóðið og sérfræðingastóðið veldur honum og raunar þingmönn- um og þjóðinni aliri. Hann nefnir í því sambandi ákveðið dæmi um þijár stofnanir, sem hafi komið á fram- færi mismunandi skoðunum á því, hve hallinn á ríkissjóði hafi verið mikill í fyrra. Þessar stofnanir voru auk ármálaráðuneytis Ríkisendur- skoðun og Þjóðhag8stofnun. Enginn dómur skal á það lagður, hvort það er bagalegt að fá fram skoðun fleiri en eins aðila á sama málinu eða ekki. Vafalaust sýnist sitt hveijum í því efni. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að leiðrétta ákveðið misminni hjá þingmanninum. Það gæti hugsaiiega skýrt málið nokkuð, ekki bara fyrir Eggerti heldur líka öðrum, því að þetta misminni virðist vera býsna útbreitt. Sannleikurinn er nefnilega sá, að það bar ekki eins mikið á milli þess- ara þriggja stofnana og margur yirð- ist hafa haldið. Atburðarásin var eitt- hvað á þessa leið: 1. Um miðjan júní kynnti flármála- ráðherra endurskoðaða áætlun um afkomu ríkissjóðs árið 1988 í ríkisstjóm. Þessi áætlun sýndi rekstrarhalla upp á 693 m.kr. áríð 1988. 2. Um það bil mánuði sfðar, um miðjan júlímánuð, birti Þjóðhags- stofiiun nýja þjóðhagsspá, þar sem meðal annars var íjallað um afkomuhorfur ríkissjóðs. Þar var gert ráð fyrir, að hallinn á ríkis- sjóði yrði 573 m.kr. árið 1988. Þjóðhagsstoftiun gerði því engan ágreining við áætlun fjármála- ráðuneytisins. Hins vegar urðu nokkur orðaskipti milli fyrrver- „Enginn dómur skal á það lagfður, hvort það er bagalegt að fá fram skoðun fleiri en eins aðila á sama málinu eða ekki. Vafalaust sýnist sitt hverjum í því efiii.“ andi flármálaráðherra og Þjóð- hagsstofnunar um umfjöllun stofnunarinnar um framvindu ríkisflármála það sem af var árs- ins og þær ályktanir, sem af því mætti draga. Sýndist þar sitt hveijum. (Sjá nánar rit Þjóð- hagsstofnunar, Ágrip úr þjóðar- búskapnum nr. 2, júlí 1988, bls. 12-13.) 3. í lok ágústmánaðar, nánar tiltek- ið með bréfi dagsettu 29. ágúst, eða 2V2 mánuði eftir að fjár- málaráðuneytíð settí fram sina áætiun, birti Rfkisendurskoðun skýrslu um ríkisQármálin, þar sem meðal annars kom fram áætlun um, að hallinn yrði 1.800 m.kr. árið 1988. Af hálfu fjár- málaráðuneytisins var enginn ágreiningur gerður við tekjuhlið þessarar áætlunar, en á gjaldahlið munaði nokkrum hundruðum milljóna króna. í Ijósi þess sem síðar gerðist verður þetta þó að teljast bita munur en ekki fjár. Þetta eru nú staðreyndimar í málinu eins og aliir þeir, sem kanna málið, geta sannreynt. Það verður að teljast hæpið, að þessi munur, sem fram kemur f tölum þessara þriggja stofnana á þessu tæplega þriggja mánaða tímabili, standi undir öllu því moldviðri, sem upp hefur verið rótað. Að öðm leyti viljum við vísa á greinargerð um niðurstöður ríkis- fjármála árið 1988, sem nú er unnið að í fjármálaráðuneytinu og birt verður á næstunni. Síðara atriðið, sem við viljum gera athugasemdir við, snýr að full- yrðingu Eggerts um .. nýja og dýra hagdeild hans sjálfs (þ.e. flár- máIaráðherra,innskot)...“. Við þekkjum að vísu ekki gildismat hans á því, hvað sé dýrt og hvað ekki dýrt. Þó má gera ráð fyrir, að Egg- ert — sem fyrrum stjómarformaður Framkvæmdastofnunar rfkisins — sé nokkuð hagvanur í heimi fjármál- anna. Til þess að taka af allan vafa um þetta atriði finnst okkur þó rétt að Hilmar Þórarínsson og Sigrún Gunnsteinsdóttir. Heilsugarðurinn: p • HILMAR Þórarinsson sjúkranudd- ari og Sigrún Gunnsteinsdóttír, nuddarí, hafa byijað störf þjá Heilsugarðinum i Garðabæ. Hilmar útskrifaðist frá nuddskól- anum í Boulder, Colorado, Banda- ríkjunum. koma því á framfæri, að fram á mitt sfðastiiðið sumar taldi umrædd hagdeild fjármálaráðuneytisins einn hagfræðing, en þá bættist við einn viðskiptafræðingur, þ.e. þau tvö sem skrifa undir þessa athugasemd. Hagdeildin er ný deild í fjármála- ráðuneytinu skipuð embættismönno um líkt og hinar þijár deildir ráðu- neytisins. Meginverkefni hagdeildar er að gera tekjuáætlun fjárlaga og tók hún við því verkefni af Þjóðhagsstofnun í ársbyijun 1988. Raunar var þetta ekkert nýtt fyrir okkur undirrituð, þar sem þetta verk hafði verið á okkar verksviði hjá Þjóðhagsstofnun mörg undnafarin ár. Auk þess fæst hagdeildin við ýmsar athuganir á sviði efnahagsmála almennt, þó með megináherslu á ríkisflármálin. Höfiwdar: BolIiÞór BoIIaaon er hagfræðingur og skrifs t ofus tjóri hagdeUdar. Maríanna Jónaadóttir er við- skiptafrœðingur og deUdaraljóri i hagdeUd. Nýir nuddarar Sigrún lærði á nuddstofunni Há- túni 8, auk þess að hafa sótt ýmis fræðslunámskeið fyrir nuddara. Boðið er upp á almennt vöðva- nudd, sjúkranudd og íþróttanudd. (Fréttatilkynning) TÖLVUSKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS TÖLWSKÓURÁf TÖLVUSKÓLI GÍSLA J. JCHNSEN Þú öölast grundvallar- þekkingu á tölvum og hæfni til að nota þær af öryggi Námsefni: • Aðalatriði varðandi tölvubúnað • Grundvallaratriði tölvunotkunar • Notkun stýrikerfis og jaðartækja • Notkun ritvinnslu • Notkun töflureiknis Að námskeiði loknu geta nemendur starfað við PC og PS tölvubúnað og hafa traustan grunn fyrir frekara tölvunám. Kennslustaður: Ánanaust 15, Reykjavík Tími: Dagarnir 13. febrúar til 3. mars kl.: 1300 - 1700 Leiðbeinendur: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen og Jón B. Georgsson. SKRÁNING í SÍMUM 621066 og 641222 Nú bjóöum við öllum skemmtinefnd- um að slá í gegn og halda árshátið á Hótel Sögu með gistingu og öllu tilheyrandi fyrir aðeins kr. 5.000,- Þetta er kærkomin nýjung fýrir alla Reykvíkinga og aðra landsmenn sem hyggja á árshátíð í vetur. Innifalið í verði: Salarieiga, hljómsveit, þrírétta máltíð að eigin vali, gisting m/morgunverði, ein nótt í tvíbýli og aðgangur að heilsurækt með Ijósum, gufu, nuddpotti o.fl. Hafið samband við Halldór Skaftason eða söludeild í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.