Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 41 Slökkviliðið i Stykkishólmi notaði yfirgefíð íbúðarhús i Viðvfk til æfinga. Morgunblaðið/Ámi Helgason Stykkishólmur: Slökkvilið Stykkishólms á þriggja daga námskeiði Stykkishólmi. Slökkviliðið i Stykkishólmi er i dag skipað 20 manns og er það með æfingar einu sinni i mánuði. Slökkviliðið hlýðir einnig kalli úr nágrannabyggðunum. Slökkviliðs- stjóri er nú Þorbergur Bæringsson. Lítið hefur þurft á liðinu að haida undanfarið, en þetta er það öryggi sem bæjarbúar treysta á. Ekki tekur langan tíma að kalla liðið út því nú er kallari hjá hverjum liðsmanni svo við í Hólminum og líklega víðar erum laus við hljóðið í brunalúðrinum sem var sterkur og bergmálaði svo um bæinn að erfitt var að ræða saman í ná- grenni við hann. Slökkviliðsbíllinn er ágætur og stendur sig vel. Þriggja daga nám- skeið var hjá Slökkviliðinu á dögun- um og var það á vegum Brunamála- stofnunar Islands, en þar var kennd reykköfun, hvemig ætti að bera sig að og framkvæma. Á vegum Bmna- málastofnunar mætti Guðmundur Bergsson og með honum var Sig- urður Ág. Sigurðsson frá Slökkvi- liði Reykjavíkur. Þetta var þriggja daga námskeið og tókst { alla staði vel að dómi þeirra sem nutu þess. Til æfinga var notað yfirgefið íbúðarhús í Viðvík þar sem áður var grasbýli og reyndist vel til æf- ingar. Það er ekki lítils virði hveiju bæjarfélagi að hafa gott og vel mannað slökkvilið. - Ámi HINO FB er í fremstu röð flutningabíla af millistærð og hefur hann þegar sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Við eigum til afgreiðslu STRAX og á sérlega hagstæðu verði: Við getum afgreitt þessa bíla með vönduðum pöllum eða vörukössum, sem vakið hafa verðskuldaða athygli og hlotið frábæra dóma atvinnumanna. Ennfremur léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana. HINOFB113 v Heildarþungi: 7500 kg. Buröargeta: 5400 kg. Vél: 111 hö. Hafið samband við sölumenn véladeildar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99. TÖLVUSKÓLI GlSLA J. JOHNSEN Náðu tökum á tölvu- tækninni í hnitmiðuðu 40 stunda kvöldnámi Námsefni: • Grunnatriði vélbúnaðar tölvunnar • Notkun jaðartækja • Notkun MS-DOS stýrikerfisins • Ritvinnsla • Töflureiknir • Gagnasafnskerfi Að námskeiði loknu geta nemendur starfað við PC og PS tölvubúnað og hafa traustan grunn fyrir frekara tölvunám. Kennslustaður: Ánanaust 15, Reykjavík Tími: Dagarnir 7. febrúar til 10. mars kl.: 1930 - 2230 Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson. SKRÁNING í SÍMUM 621066 og 641222 HVERVANN? 1.241.634 kr. Vinningsröðin 28. janúar: 212-1XX-11X-XXX 12 réttir = 869.147 kr. Enginn var með 12 rétta - og því er tvöfaldur pottur núna! 11 réttir = 372.487 kr. 5 voru með 11 rétta- og fær hver í sinn hlut kr. 74.497,-. Blaðið sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.