Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 31.01.1989, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 MorKunblaðið/RAX Óli H. Þórðarsson formaður Umferðarráðs, á blaðamannafundinum á Grensásdeild Borgarspítalans. Tuttugu og níu létust í umferðarslysum 1988: Slysum á fólki fjölgaði í Reykjavík og Reykjanesi Fækkun í öllum öðrum landshlutum TUTTUGU og niu manns létust í umferðarslysum á íslandi á sfðasta ári. Þar af voru tólf öku- menn, sjö farþegar f framsæti, þrfr farþegar f aftursæti, sex gangandi vegfarendur og einn fajólreiðamaður. Það sem af er nýju ári hafa þrfr látist í um- ferðarslysum, en að meðaltali lát- ast 24 f umferðarslysum á ári hveiju. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannaftmdi er Umferðarráð GAMLI BÆRINN Hverfisgata 4-62 eftidi til á Grensásdeild Borgarspítal- ans. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, sagði langflesta slas- ast á aldrinum 17 til 20 ára. Þannig hefðu 202 á þessu aldursskeiði slas- ast í umferðarslysum í fyrra, eða 21,5% af heildinni. Alls slösuðust eða létust 939 manns í umferðarslysum hérlendis á síðasta ári, 40 færri en árið á undan. Látnum í umferðarslys- um flölgaði um fimm frá árinu 1987, úr 24 í 29. Sé litið á aldursfiokkana kemur í ljós að mest fækkun er meðal bama á aldrinum 7 til 14 ára. Áttatíu slö- suðust á þeim aldri 1988 en 108 árið á undan sem þýðir 25% fækkun. Af þeim, sem urðu fyrir meiðslum, reyndust 299 hafa orðið fyrir miklum meiðslum, en 380 árið 1987 sem er 21% fækkun. Þeim, sem urðu fyrir litlum meiðslum flölgaði hins vegar um 6%. Meðal fólks á aldrinum 21 til 24 ára varð einnig umtalsverð fækkun úr 126 í 103. Mest flölgun varð meðal fólks 65 ára og eldra, úr 75 f 95. Áberandi er að fjölgun slasaðra er eingöngu í tveimur kjördæmum landsins, Reylgavík og Reykjanes- kjördæmi. í höfuðborginni fjölgar slösuðum úr 239 í 318 og í Reykjan- eskjördæmi úr 240 í 280. Slösuðum hefur hinsvegar fækkað f öllum öðr- um kjördæmum landsins, allt upp í 50% í þeim kjördæmum, sem fjærst eru höfuðborginni. Slysum flölgaði í þéttbýli úr 430 1987 f 459 á síðasta ári. I dreifbýli fækkaði slysum hins vegar úr 243 í 187 sem er um 23% fækkun. Sé hugað að kyni þeirra, sem slas- ast, kemur í ljós að þar eru karlar í meirihluta, en hlutur kvenna fer vax- andi. Þannig slösuðust 533 karlar árið 1988, 74 færri en 1987. Konum fjölgaði hins vegar um 34 og slösuð- ust 406 konur á síðasta ári í um- ferðarslysum. Sé hugað að kyni öku- manna, sem aðild eiga að slysum, kemur f ljós að þar eru karlar í afger- andi meirihluta eða 723 á móti 280 konum. í máli Óla kom fram að tæplega 2.700 ökumenn hefðu verið teknir fyrir ölvun við akstur á síðasta ári. Það væri um 1% þjóðarinnar sem væri allt of há tala. „Mikilla breyt- inga er nú að vænta eftir 1. mars með tilkomu bjórsins. Menn verða að hafa það hugfast að bjór er áfengi og eftir neyslu hans ber mönnum að láta akstur eiga sig,“ sagði Óli. Jóhann Gunnar Þorbergsson, gigt- arlæknir, greindi frá starfsemi Grensásdeildar Borgarspítalans og Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfari, gerði grein fyrir athugun, sem hún hefur gert á þeim, sem hlotið hafa mænu- og heilaskaða. Að meðaltali hljóta þrír einstaklingar mænuskaða á ári hveiju og ættu umferðarslys þátt í helmingi þeirra tilfella. Hlut- fallið hefði þó farið upp í 60% í fyrra. Þá kom fram f máli hennar að á sl. tíu árum hefðu 50 manns komið inn á deildina með heilaskaða, þar af yrði helmingur þeirra 75% öiyrkjar til frambúðar. Flest þessarra slysa gerðust úti á þjóðveginum. Þá gæti hálshnykkur eftir aftanákeyrslu haft alvarleg eftirköst í för með sér og yrðu margir hvetjir 75% öryrkjar eftir slík óhöpp þó þeir gætu gengið uppréttir. Hún benti á að í þessu sambandi skiptu hnakkapúðamir í bílunum miklu máli og því nauðsyn- legt að þeir væru rétt stilltir. Að sögn Sigurðar Helgasonar, upplýsingafulltrúa Umferðarráðs, kosta umferðarelys þjóðfélagið 4,5 milljarða á ári hveiju sem jafngildir því að hver fjögurra manna fjöl- skylda leggi af mörkum 75.000 krón- ur árlega vegna þeirra í gegnum opinber gjöld. AUSTURBÆR Heiðargerði NORÐURBÆR Sunnuvegur |Hi>r0ttttblð2»ib Góðan daginn! fl árinu 1988 létust 29 manns í umferðarslysum á íslandi. tltltltlt t t t t t t t t ttttttttttttt runs 18 aaa KONA STUIKA ttt Piuun Tf IPA KONA KARLM PlLTUn ' PILTUR 12 OKUMEM 7 FAAÞE&AR ( FRAMSÆTI 3 FARÞEfiAB I AFTUMÆTI B QANGANDI VEGFARENDUB 1 HJÚU«PAMABUW 29 SAMTALS Umferðarráð vottar þeim sem eiga um sárt að binda vegna umferðarslysa dýpstu samúð. 1989 QDQt t t t t1 rttt t t t t t t t ti rttt Það er sorgleg staðreynd að á síðustu árum hafa að meðaltali 24 látist á ári hér á landi í umferðarslysum. Umferðarráð heitir á alla Islendinga að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að slysalausri umferð. UMFERÐAR Skipting loðnustofnsins: Slæmur samningur að mati sjómanna - segir Bjarni Sveinsson skipstjóri „ÞESSI samningur er í okkar augum a&kaplega slæmur," sagði Bjarni Sveinsson skipstjóri á Pétri Jónssyni RE í samtali við Morgunblaðið um nýgerðan samning íslenskra, grænlenskra og norskra stjómvalda um skiptingu loðnustofnsins. „Við sættum okkur út af fyrir sig við skiptinguna en það er ótækt að samkomu- lagið gerir ráð fyrir þvi að þeir geti tekið sína kvóta nánast eins og þeim dettur í hug innan islenskrar lögsögu, allt suður að Eystrahomi," og sagðist hann hafa rætt þessi mál við marga starfsbræður sína, sem allir hefðu látið í ljós undrun sfna og vonbrigði með samninginn. „Það _sem við viljum segja er þetta: Úr því að þessir aðilar, Norðmenn og Grænlendingar, telja sig eiga svona mikið tilkall til loðnustofnsins, skulu þeir sýna það að hann sé þeim einhvere virði og taka hann innan þeirra eigin lögsögu," sagði Bjami. „Við vilj- um meina að ef þeir fái ekki að valsa svona um íslenska lögsögu eftir þessum dýrum, skili þetta tilkall þeirra í stofninn þeim af- skaplega litlum hagnaði. Eftir þeim fréttum að dæma sem við höfum haft frá samningamönn- um, lögðu þessar þjóðir ofurkapp á að fá að fiska sinn hlut f fslenskri lögsögu. Það er foreenda fyrir því að þetta sé þeim einhvere virði. Grænlenski kvótinn verður að öllum líkindum framseldur til Færeyinga eða Norðmanna eftir því hvor býður betur. Þá færu Færeyingar ekki af stað til að Astæðulaus ótti veiða þennan loðnukvóta sinn fyrr en loðnan væri gengin austur fyr- ir Langanes. Það þýðir aftur á móti að verksmiðjan í Fuglafirði og sennilega Skotlandsverksmiðj- an líka, hefðu nægt hráefni. Hver veit hvaða verð verksmiðjumar hér á íslandi borga okkur þá, þegar þær sjá að við höfum engan valkost annan en áð landa héma heima. Fijálsa verðið fellur um sjálft sig þann sama dag. Við verðum í vamaraðstöðu með að fá svo mikið sem krónu fyrir kíló- ið hér heima. Þetta er gífurleg öfugþróun frá því sem menn héldu að stefnan væri: Sú að íslending- ar ættu hér 200 mílna fiskveiði- lögsögu og nýttu hana. Það er ömurlegt að rúmum áratug eftir 200 mílna útfærsluna skulum við vera að semja um að hafa 70-80 útlensk skip ofan í okkur á miðun- um rétt út af Austijörðum." — segir Eyjolfur Konráð Jónsson „ÉG ER mjög ánægður með þennan samning sem felur það i séi að eftir tíu ára baráttu hefur náðst samkomulag sem ég tel mjög mikilvægt og upphafið að öðru meira," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður. „Ég hef heyrt sjónarmið skip- sijóra sem óttast um okkar hag og hef kynnt mér málið rækilega. Sem betur fer er þeirra ótti byggð- ur á misskilningi," sagði Eyjólfur Konráð „Grænlendingar geta ekki ráðstafað einhveijum réttindum úr íslenskri efnahagslögsögu til annarra. Enda stendur skýrt og greinilega í 6. grein: „Að fengnum tilmælum grænlenskra sljóm- valda getur Island veitt fiskiskip- um af öðru þjóðemi, sem fengið hafa grænlensk fiskveiðileyfi sömu réttindi enda sé gerður un það samningur við ísland, sen gildi fyrir eina vertíð í senn.“ Slfld leyfí verður auðvitað aldrei veitt Og upphaf fimmtu greinar er svo- hljóðandi: „Ef Noregur eða Græn- land veiða ekki sína hlutdeild í tiltekinni vertíð skal ísland leitasl við að veiða það magn sem é vantar." Eyjólfur Konráð sagði að það myndum við auðvitað gera. Rangárvallasýsla: Sfldin kemur og sfld- in fer á Hvolsvelli SelfoMÍ. LEIKFÉLAG Rangæinga frum- sýnir í byijun febrúar verkið Sfldin kemur og sfldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Verkið er sett upp f húsnæði saumastofunnar Sunnu á Hvols- velli undir leikstjórn Ingunnar Jensdóttur. Mikill leiklistaráhugi er í Rangár- vallasýslu. Um 50 manns standa að uppfærslu leikritsins, fólk frá Hellu, Hvolsvelli og nágrannasveitarfélög- um. Leikaramir eru 18 í aðalhlut- verkum og 8 í aukahlutverkum. Leikverkið Sfldin kemur og sfldin fer er sett upp í frumútgáfunni, í svipuðum dúr og gert var á Húsavik 1986. Þetta er gamanverk með söngvum við gömul lög sem vinsæl voru upp úr 1960. í fyrra settu Rangæingar upp Saumastofuna eftir Kjartan Ragn- arsson og sýndu í húsnæði sauma- stofunnar Sunnu á Hvolsvelli. Alls komu á þá sýningu um 1100 manns en sýnt var í sal sem tók 70 manns í sæti og segja má að húsfyllir hafí verið á hverri sýningu. Núna verður sýnt í heldur stærri sal sem tekur um 100 manns í sæti og er fólk bjart- sýnt á að aðsóknin verði ekki minni en í fyrrá, en þá var leikfélagið með Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson Leikfélag Rangæinga sýnir í byijun febrúar Sildin kemur og sfldin fer á Hvolsvelli. næstmestu meðalaðsókn áhugafé- laga á landinu. —Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.