Morgunblaðið - 31.01.1989, Síða 47

Morgunblaðið - 31.01.1989, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 47 Morgunblaaið/Ámi Sæberg Haukur Helgason, skátafélaginu Landnemum, dreifði bókum og merkjum til 9 og 10 ára barna í Hlíða- skóla í gærmorgun. Stykkishólmur: Eðlileg’ur gangur í kavíarframleiðshmni Stykkishólmi. BJÖRG hf. rekur hér umfangs- mikla kavíarverksmiðju sem hef- ir gengið vel. Björg er ekki aðili að Sölusamtökum lagmetis. Stærstu markaðir íyrirtækisins eru í Þýskalandi, og að sögn Finns Jónssonar framkvæmda- sljóra hefir enn ekkert það kom- ið fram sem bendir til að þeir séu í hættu. „En auðvitað má á svona um- V estmannaeyjar: Flogið í 322 daga á síðastliðnu ári hleypingatímum búast við öllu, því hver dagur er stundum ekki til enda tryggur. En mér hefur ekkert bor- ist til eyma sem gefur tilefni til tortryggni á þessum vettvangi. Því hefur verksmiðjan gengið sinn eðli- lega gang. Og við skulum bara vona að vitleysan taki enda þama úti hjá þessum grænu," sagði Finn- ur. B ör n%l.0l12>á ög» Limglingar^Við fáumlyi tfá b æ ralMké nn araPral [BretláncfíM4feommil fyrir Mich Fúnck-dönsúm koúilu. Skátar og kiwanismenn: Dagskránni „Verum við- búin“ er ætlað að treysta stöðu og öryggi barna Skátahreyfingin og Kiwanis- hreyfingin á íslandi hafa tekið höndum saman um dagskrár, sem hlotið hefúr heitið „Verum viðbúin“. Dagskráin miðast við þátttöku allra 9 og 10 ára barna í landinu og Qölskyldna þeirra. Gert er ráð fyrir að þetta verði framvegis árlegnr viðburður hjá níu ára börnum. Markmiðið með dagskránni er tvíþætt. Annars vegar að gera börn meira sjálfbjarga og færari um að takast á við dagleg vandamál og hins vegar að skapa gmndvöll fyrir jákvæðu samstarfi bama og for- eldra. Dagskránni er þannig ætlað að hjálpa foreldrum eða öðrum að kenna bömum að takast á við þau vandamál, sem upp geta komið frá því bömin koma heim úr skólanum og þar til foreldramir koma heim úr vinnu. Er foreldrum gefið tæki- færi til að kenna bömum sínum hvað ber að varast í umhverfinu og heima fyrir þegar þau em ein. Fjallað er um slysahættu í heima- húsum, notkun eiturefna, umferða- röryggi, bamagæslu og fleira. Öll 9 og 10 ára böm í landinu hafa fengið verkefnabók, sem skát- ar og kiwanismenn afhentu í skól- unum dagana 23.-27. janúar. Bók- inni er skipt niður í sjö kafla. í hveijum þeirra er íjöldi verkefna, sem ætlað er að vekja upp spuming- ar og skapa umræðu á milli bama og foreldra um málefni, sem varða öryggi og velferð bamanna. Bókin veitir ekki svör við spumingunum heldur er gert ráð fyrir að þau komi frá foreldrum. Miðað er við að böm og foreldrar vinni með einn kafla bókarinnar í hverri viku. Ríkissjónvarpið sýnir stuttan þátt fyrir hvem kafla bókarinnar. Her- mann Gunnarsson er stjómandi þeirra og fær hann í heimsókn í hvem þátt sex böm á aldrinum 9 til 10 ára. Fyrsti þátturinn, sem var kynningarþáttur, var sýndur að loknum kvöldfréttum á laugardags- kvöldið. Annar þáttur var sýndur að loknum fréttum á sunnudags- kvöld. Útsendingartímar þriðja til sjöunda þáttar verða síðan á sunnu- dagskvöldum að loknum fréttum næstu fimm vikurnar. Ýmislegt fleira verður gert til að vekja athygli á dagskránni og stöðu bama í þjóðfélaginu. Útbúnar verða hnappnælur, sem gefnar verða öll- um þátttakendum, veggspjöld verða hengd upp, blaðagreinar munu birt- ast um stöðu og öryggi bama, for- eldrum verður skrifað bréf um markmið og framkvæmd dagskrár- innar og einnig verða skólayfirvöld upplýst um dagskrána. Þegar börnin hafa lokið við verk- efnin geta þau sent staðfestingar- blað, sem fylgir bókinni til aðstand- enda dagskrárinnar og fá þau þá sent viðurkenningarskjal til baka. Á SÍÐASTA ári flugu Flugleiðir til Eyja i 322 daga. í 860 skipti lentu Fokker-vélar félagsins hér en í 43 skipti var gripið til ann- arra véla. Af þeim 322 dögum sem viðraði til flugs hingað þá var í 61 dag fært hálfan daginn. Flug féll niður 4 daga vegna helgidaga, 9 daga Morgunblaðið/Sigurgeir Flogið í 322 daga á síðasta ári til Vestmannaeyja. vegna verkfalla og í 31 dag var ófært vegna veðurs. í ferðum sínum fluttu Flugleiðir 46.216 farþega til Eyja sem er tæplega 1.100 far- þegum færra en árið 1987. Að sögn'*’*^ Braga I. Ólafssonar er líklegasta skýringin fyrir þessari fækkun sú að veður hamlaði meira flugi á liðnu ári en árið 1987. Grímur. Skirteinaafhending laug- ardaginn*4feb. kI.J/)-J,5. Dansnýjung með ^OMiyj^ta í dag? Allir dansarnir lur i Moonwalker Innritun hafinmi isima Michaels Jackson 62-10-88 kl. li:4-1t7Mállá ■■ . kenndir a serstoku lOívikna namskéiðii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.