Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 1

Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 1
56 SIÐUR B 27. tbl. 77. árg. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins PLO haftiar ftíð- aráætlun Israela Túnisborg. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra ísraels, kynnti í gær firið- aráætlun þar sem gert er ráð Skoðun fyrir- skipuð á 741 Boeing-þotu Alvarlegar bilanir hafa fiindizt í raf- kerfi Boeing-þotna London. Reuter. Bandaríska flugmálastjómin (FAA) fyrirskipaði í gær víðtæka og ítarlega skoðun á rafkerfi nær 800 Boeing-þotna vegna galla, sem komið hafa f ljós í mörgum þotum af þessari tegund upp á síðkastið. Ná fyrirmælin til allra flugvéla af gerðunum Boeing 737, 747, 757 og 767 er smíðaðar hafia verið eftir 1980. Var fyrirmælunum beint til allra þeirra flugfélaga er eiga slíkar vél- ar og þeim veittur 25 daga frestur til að ljúka skoðuninni. Alls er um 741 þotu að ræða. Að sögn FAA var ákvörðunin tekin í framhaldi af því að bilanir hafa fundist að undanfömu í raf- kerfi flugvéla af þessum gerðum, m.a. í British Midland-þotunni, sem fórst við hraðbraut á Englandi 8. janúar sl. Rafvírar í tækjabúnaði vélanna og viðvörunarkerfum voru rangt tengdir. Kom m.a. í ljós að • vírar höfðu víxlast þannig að mælar í stjómklefa er áttu að sýna hita í hægri hreyfli vom í raun tengdir við vinstri hreyfil. Það gæti leitt til þess að slökkt yrði á röngum hreyfli ef um ofhitun væri að ræða. Einnig fundust rangar víratengingar er hefðu getað valdið því að eldvama- kerfi flugvéla störfuðu ekki eins og þeim var ætlað. fyrir því að ísraelskar hersveit- ir verði fluttar brott firá vissum borgum á hernumdu svæðunum eftir að þau öðlist sjál&tjórn. Frelsissamtök Palestínu, PLO, höfiiuðu áætluninni og sögðu hana úrelta og tylliástæðu fyrir áfi-amhaldandi hernámi ísraela á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Shamir gat þess ekki frá hvaða borgum hersveitimar yrðu fluttar. Hann sagði að fimm ámm síðar yrði efnt til beinna viðræðna milli Israela, Palestínumanna og ann- arra arabaþjóða um framtíð Vest- urbakkans og Gaza. Hann kvað áætlunina byggða á Camp David- samkomulaginu við Egypta, sem aðrar arabaþjóðir hafa hafnað. Talsmenn PLO sögðu að með friðaráætluninni væri ekki gengið nægilega til móts við kröfur sam- takanna. „Þetta er ekki friðará- ætlun, heldur áætlun um áfram- haldandi hemám,“ sagði Ahmed Abderrahman, talsmaður PLO. „Intifada [uppreisn Palestínu- manna á hemumdu svæðunum] heldur því áfram og stigmagnast þar til Shamir áttar sig á stað- reyndum málsins," bætti hann við. Reuter Shevardnadze íKína Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í gærkvöldi til Kina í fyrstu heimsókn sovésks utanríkisráðherra til landsins í þijá áratugi. Leiðtogar ríkjanna hafa ákveðið að efiia til viðræðna siðar og sagði Shevardnadze við komuna að sá atburður yrði stórviðburður í veraldarsögunni. Nikíta Khrústsjov, fyrrum Sovétleiðtogi, heimsótti Kína árið 1959 og hafa leiðtogar ríkjanna ekki ræðst við eftir það vegna ágreinings um utanrikismál og framkvæmd kommúnismans. Rúmenía: Þagað um andlát Const- antíns Dasca- lescus forsæt- isráðherra Bonn. Reuter. VESTUR-ÞÝSKA dagblaðið BUd' skýrði frá þvi á þriðjudag, að Constantin Dascalescu, forsætis- ráðherra Rúmeníu, hefði látist í liðinni viku en til að trufla ekki hátíðahöldin vegna afinælis Nic- olaes Ceausescus, leiðtoga Rúm- eniu, hefði verið ákveðið að þegja yfir því. Blaðið kvaðst hafa það eftir er- lendum stjómarerindrekum í Búk- arest, að Dascalescu, sem var 65 ára að aldri, hefði látist 24. janúar sl. en þá stóð sem hæst undirbún- ingur undir afmæli Ceausescus tveimur dögum síðar eða 26. janúar. Var nú illt í efni en til að enginn skuggi félli á fagnaðarhátíðina var ■ samþykkt að segja engum frá þvi, að forsætisráðherrann væri fallinn frá. Vestur-þýska utanríkisráðuneyt- ið vildi ekkert um fréttina segja en í Bild sagði, að líklega tæki Elena, eiginkona Ceausescus, við forsætis- ráðherraembættinu. Spenna magnast í Kabúl: Leppsfy'ónimni spáð falli innan örfárra mánaða Nýju Delhí, Kabúl. Reuter, Daily Telegraph. Sendifulltrúi bandariska sendi- ráðsins í Kabúl sagði i gær að afganska leppstjómin væri eins Panchen Lama syrgður Reuter Munkur kveikir á kerti i eina hofi tíbetskra búddatrúarmanna, sem enn er starfrækt í Peking, til að minnast Panchens Lama, er lést á laugardag. Lamatrúarmenn töldu Panchen Lama ganga næstan sjálfum Dalai Lama, sem skipað hefiir fyrir um þriggja daga sorg vegna andlátsins. og bygging án burðarbita og myndi líklega falla á næstu mán- uðum. Herlögreglan í Kabúl hóf í gær skothrið á fjölda manna er biðu í röðum efitir að fá bensin afgreitt, en mikill eldsneytisskort- ur er ( borginni, og er talið að allt að átta manns hafi fallið i árásinni. Fimmtán sovéskar flutn- ingabifreiðar komu með eldflaug- ar til Kabúlborgar í gær og for- dæmdi Bandaríkjastjóra vopna- flutninga og loftárásir Sovét- manna harðlega. „Afganska stjómin er sem bygg- ing án burðarbita. Flestir sendiráðs- mannanna í Kabúl telja að hún geti fallið hvenær sem er, i siðasta lagi í júlí,“ sagði Jon Glassman, sendifull- trúi bandariska sendiráðsins í Kabúl, eftir að hann og tíu aðrir banda- rískir sendiráðsmenn höfðu lokað sendiráðinu og farið til Nýju Delhi á þriðjudagskvöld. Sendifulltrúinn taldi miklar likur á þvi að uppreisn yrði gerð innan afganska hersins. Hann sagði að harðlínumenn væru líklegir til að reyna að komast til valda vegna ótta við að Najibullah forseti kæmist að samkomulagi við Mujahideen-skæru- liða, sem njóta stuðnings vestrænna rikja. Hann kvað einnig líklegt að stuðningsmenn Mujahideen innan hersins gerðu uppreisn til að koma skæruliðunum til valda. Sendifulltrúinn sagði að sovéskar orrustuþotur hefðu farið i hundrað árásarferðir á dag frá Sovétríkjunum síðan í nóvember. Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, fordæmdi loftárásir Sovét- manna á afganskar borgir og sagði hann að fjöldi óbreyttra borgara hefði fallið. Sovétmenn hétu því í gær að binda enda á árásimar um leið og brottflutningi sovéskra hermanna frá landinu lyki 15. febrúar. Er kenningin um gróð- urhúsaáhrifin röng? London. Daily Telegraph. EINS og kunnugt er halda margir visindamenn þvi firam, að hita- stigið á jörðinni hækki allverulega á næstu áratugum vegna svo- kallaðra gróðurhúsaáhrifa, uppsöfiiunar koltvisýrings i andrúms- loftinu, en nú hafa nokkrir bandarískir visindamenn orðið tíl að bera brigður á þessa kenningu. Segja þeir, að síðastliðin 90 ár hafi ekki orðið neinar merkjanlegar breytingar á veðurfarinu. „Við höfum ekki getað komið um á þessari öld. auga á neinar umtalsverðar breyt- ingar á veðurfari eða úrkomu á þeim tíma, sem liðinn er síðan reglulegar og áreiðanlegar veður- athuganir hófust," segir George Maul, prófessor og starfsmaður við bandarísku haf- og veðurrann- sóknastofnunina á Miami, um rannsóknir sínar og félaga sinna á hugsanlegum loftslagsbreyting- Athuganir Mauls og félaga hans einskorðuðust við Banda- ríkin, sem em 5% af þurrlendi jarðar, og þeir gættu þess sérstak- lega að sneiða hjá borgum, þjóð- vegum, flugvöllum og öðmm slíkum stöðum þar sem hitastigið hefur hækkað. Dró Maul í efa að þessa hefði verið gætt við fyrri rannsóknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.