Morgunblaðið - 02.02.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
Ms. Selnes í vandræðum suður af landinu:
Fékk slagsíðu
er sjór komst
íjaftivægistank
FLUTNINGASKIPIÐ Selnes fékk á sig slagsíðu um klukkan fjögur
í gærmorgun er það var statt um 200 mílur SA af Vestmannaeyjum.
Skipið hallaðist á stjómborða, um 20, að sögn Baldvins Sigurðsson-
ar stýrimanns. Baldvin sagði að veður hefði verið frekar slæmt, VSV
7-8 vindstig og talsverður sjór. Ekki var strax ijóst hvað hefði farið
úrskeiðis og var því björgunarlið sett i viðbragðsstöðu ef á þyrfti
að halda en athugun leiddi í ljós að sjór hafði komist inn í jafii-
vægistak á stjómborðshlið. Skipið var komið á réttan kjöl um klukk-
an sjö um morguninn.
Strax og slagsíðunnar varð vart
var kallað eftir aðstoð Landhelgis-
gæslunnar, sem sendi þyrlu sína til
Vestmannaeyja, þar sem hún var í
viðbragðsstöðu meðan allar hugs-
anlegar orsakir óhappsins væru
kannaðar. Þyrlur frá vamarliðinu
voru einnig til taks ef til aðgerða
kæmi og tveimur skipum var snúið
áleiðis að Selnesinu. „Okkur þótti
betra að fylgst væri með okkur
meðan við værum að sjá hvemig
þetta færi,“ sagði Baldvin Sigurðs-
son. Skipið var komið á réttan kjöl
um klukkan sjö um morguninn en
þá var búið að dæla úr jafnvægis-
tanki nr. 2 stjómborðsmegin. Talið
er að annað hvort hafí loftkúla á
ventli á jafnvægistankinum staðið
á sér eða að rifa eða spmnga á
loftinntaki hafí hleypt sjó inn á
tankinn þegar sjór gekk yfír skipið.
Öllum viðbúnaði var aflétt á þriðja
tímanum síðdegis en áður hafði
aðstoð skipanna tveggja verið af-
þökkuð.
Selnesið heldur nú áfram siglingu
sinni áleiðis til Avonmouth í Eng-
landi þangað sem það er á leið með
5200 tonn af vikri.
85 ár frá
Heiniastjóm
ÍSLENSKI fáninn var dreginn að
hún við Stjómarráðshúsið í gær
til að minnast þess að 85 ár voru
liðin frá upphafi heimastjómar.
Hannes Hafstein tók við ráðherra-
embætti þann 1. febrúar 1904.
„Við erum að minnast 85 ára af-
mælis Stjómarráðsins," sagði Guð-
mundur Benediktsson ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu. Að sögn
Guðmundar er venjulega ekki flagg-
að á þessum degi en hann kvaðst
mundu leggja til að framvegis yrði
dagsins minnst með þessum hætti.
„Mér fínnst það við hæfí,“ sagði
hann.
Reykjavík:
Sexfalt fleiri
atvinnulausir
í REYKJAVÍK voru 623 skráðir
atvinnulausir um miðjan janúar
en á sama tíma í fyrra voru 110
manns á skrá.
Af þeim 623, sem voru á atvinnu-
leysisskrá í janúar, voru 389 karlar
og 234 konur. Þar af voru 52 öryrkj-
ar, 27 karlar og 25 konur.
VEÐURHORFUR í DAG, 2. FEBRÚAR
YFIRLIT { GÆR: Hæg vestan- og suðvestanótt víðast hvar á
landinu. Él voru á vestanverðu landinu en annars þurrt.
SPÁ: Laegð fer norðaustur yfir landið með hvössum vindi víða og
jafnvel stormi á öllu sunnan- og vestanverðu landinu. Rigning verð-
ur suðaustanlands og allt að 4 stiga hiti en um landlð vestanvert
verður snjókoma eða óljágangur og kólnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðan- og norðvestan-
átt og frost um allt land. Él á Norður- og Vesturlandi en annars
þurrt. Lóttskýjað ó Suðausturlandi.
y. Norðan, 4 vindstig: •J0 Hitastig:
rv: ' Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsíus
stefnu og fjaðrirnar \J Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. * V H
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / = Þokumóða
Hálfskýjað * / * ’, ’ Súld
r * r * Slydda OO Mistur
Skýjað / * /
* * * —Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hltl +9 +5 veður skýjað súld
Bergen 6 alskýjað
Helsinki 6 skýjað
Kaupmannah. 6 alskýjað
Narssarssuaq +16 alskýjað
Nuuk +11 skýjað
Osló 4 hálfskýjað
Stokkhólmur 4 léttskýjað
Þórehöfn S skúr
Algarve 14 skýjað
Amsterdam 2 þokumóða
Barcetona 14 hálfskýjað
Beri/n 3 þoka
Chicago 1 alskýjað
Feneyjar 9 helðsklrt
Frankfurt 1 þokumóða
Glaogow 8 mistur
Hamborg 3 þoka
Las Palmas vantar
London 4 mlstur
Los Angeles 11 þokumóða
Lúxemborg +2 hrimþoka
Madrid 9 lóttakýjaö
Malaga 16 lóttskýjað
Mallorca 16 hálfskýjað
Montreal 4 alskýjað
New York 8 lóttskýjað
Oriando 14 þokumóða
Parfs +2 þoka
Róm 14 þokumóða
San Diego 10 skýjað
Vfn 4 þokumóða
Washlngton » 6 lóttskýjað
Winnlpeg +32 helðsklrt
Sj úkr atry ggingasj óður:
Hugmyndimar þess
virði að skoða þær
— segir Davíð Oddsson borgarstjóri
A borgarmálaráðstefhu Sjálf-
stæðisflokksins var kynnt hug-
mynd um að breyta Sjúkrasam-
lafgi Reykjavíkur £ sjúkratrygg-
ingasjóð, sem borgarbúar
greiddu iðgjöld til og gerði þeim
um leið kleift að móta eigin heil-
brigðisþjónustu. Davíð Oddsson
borgarstjóri telur hugmyndirnar
fela í sér mikla kerfisbreytingu
og því þurfi að fara að öllu með
gát.
„Þetta hefur lítið verið rætt í
hópi borgarfulltrúa," sagði Davíð.
„í meginatriðum fínnst mér hug-
myndin athyglisverð að því leyti að
þama er verið að reyna að skapa
meiri kostnaðarvitund milli neitenda
og þeirra sem þjónustuna veita. Á
hinn bóginn er þetta mikil kerfís-
breyting frá því sem menn búa við
núna. Þannig að menn þurfa að
stíga varlega til jarðar og átta sig
á því hvað þeir eru að gera. Mér
fínnst þessar hugmyndir vera þess
virði að skoða þær en það er ennþá
fjarri því að borgarstjómarflokkur-
inn hafí tekið afstöðu til þeirra."
Anna Steph-
ensen látin
í fyrrakvöld, þriðjudagskvöld,
lést í Ríkisspítalanum í Kaup-
mannahöfh Anna Stephensen
fyrrum sendiráðsritari í sendi-
ráði íslands þar í borg. Hún var
83 ára gömul.
Anna fæddist vestur á ísafirði
14. október 1905. Hún fór ung til
náms og starfa í Kaupmannahöfn.
Varþar f verslunarskóla 1923—24.
Árið 1929 varð hún ritari í sendi-
ráði íslands. Þar starfaði hún síðan
óslitið til ársins 1972. Hafði hún
þá verið sendiráðsritari frá því í
árslok 1960.
Sveitarslj órnar- og byggðamál:
Ráðstefiiu firestað
Ráðstefnu Sjálfstæðisflokks- verið frestað vegna óhagstæðs
ins um sveitastjómar- og veðurútlits. Fyrirhugað er að
byggðamál, sem halda átti í halda ráðstefnuna laugardaginn
Borgamesi nk. laugardag, hefur 8. apríl nk.
Síðustu,
uuguru