Morgunblaðið - 02.02.1989, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
5
Húsnæðisstofiiun:
7,8 millj-
arðarlán-
aðirífyrra
400 lánsloforð
á leiðinni
HÚSNÆÐISLÁN að upphæð um
7,8 milljarðar króna voru af-
greidd frá Húsnæðisstofiiun í
fyrra, að sögn Sigurðar E. Guð-
mundssonar forstjóra stofhunar-
innar. Hann segir að lán á þessu
ári stefini í að verða 10,5 milljarð-
ar. Stofiiunin er nú að senda frá
sér um 400 lánsloforð til þeirra
sem sóttu um í ágúst og fyrri
hluta september 1987 og eru í
forgangshópi. Um 10 þúsund
manns bíða nú eftir láni frá
Húsnæðisstofiiun.
„Mér sýnist að útborgun lána frá
Byggingarsjóði ríkisins og Bygg-
ingarsjóði verkamanna hafi saman-
lagt verið nálægt 7,8 milljörðum
króna á árinu 1988 samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri," segir Sigurð-
ur. Hann segir að skuldabréfakaup
lífeyrissjóðanna af stofnuninni hafí
numið 7,1 milljarði í fyrra. Sigurður
segir að miðað við fyrirliggjandi
áætlanir verði útlán stofnunarinnar
sem næst 10,5 milljörðum á þessu
ári. Það skiptist þannig að frá
Byggingarsjóði ríkisins verði lánað-
ar 7.945 milljónir og frá Byggingar-
sjóði verkamanna 2.520 milljónir.
Húsnæðisstofnun ákvað nýlega
að gefa út svonefnd lánsloforð til
umsælqenda í forgangshópi, sem
sóttu um í ágústmánuði og fram
til 15 september 1987. Fyrri hluti
þeirra lána verður greiddur út í
nóvember og desember á þessu ári.
Um er að ræða um það bil 400
umsóknir og heildarfjárhæð lán-
anna er um 600 milljónir króna.
Sigurður var spurður hve margir
bíði eftir afgreiðslu lána hjá stofn-
uninni. Hann kvaðst ekki hafa þá
tölu, en þegar hann var spurður
hvort það gætu verið 10 þúsund
manns, sagði hann að sú tala gæti
verið nærri lagi.
Húsnæðisstofnun reynir að senda
öllum umsækendum svar um hvort
þeir eru lánshæfir innan þriggja
mánaða frá því er umsókn berst,
að sögn Sigurðar. Hann sagði að í
stöku tilfellum gæti orðið misbrest-
ur á því, einkum þegar gögn berast
ekki til Húsnæðisstofnunar. Gögnin
fær stofnunin send meðal annars
frá skattstjórum og lífeyrissjóðum.
Sigurður kvaðst ekkert geta sagt
um hvenær eða hvemig hægt væri
að veita lán til annarra en þeirra
sem flokkast í forgangshóp. I þeim
hópi eru þeir sem kaupa eða byggja
í fyrsta sinn svo og þeir sem búa
í þröngu eignarhúsnæði.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
SKIUÐ SKATTFRAMTALI
ITÆKATÍÐ
Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta
lagi 10. febrúar.
Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá
skattstjómm sem jafnframt veita frekari
upplýsingar ef óskað er.
Mikih/æat er að framteljendur varðveiti
launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur
verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á
þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launuiu
SIÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS
ER 10.FEBRÚAR.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Allt nýjar og nýlegar vörur
Allar vörur í barnadeild eru á
útsöluverði.
Einstakt
50%
afsláttur
Austurstræti 22, s: 22771
tsölunnon!
b O 0 A R T
Austurstræti 22, s: 22925
<0i KARNABÆR
■^^0 ' Laugavegi 66, s: 22950 Austurstræti 22. s: 22925 Glæsil
Glæsibæ, s: 34004