Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
Kópavogsbúar
Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverfa
íhugun verður haldinn í félagsheimili Kópavogs, Fann-
borg 2, 2. hæð, í kvöld kl. 20.30 og föstudagskvöld
3. febrúar kl. 20.30 á sama stað.
Fjallað verður um áhrif þessarar einföldu aðferðar á
huga og líkama, einstaklinginn og þjóðfélagið.
Nánari upplýsingar veittar í síma 26031.
íslenska fhugunarfélagið.
Maharishi Maheeh Yogi
ÚTSALA - ÚTSALA
20-50% afsláttur
á öllum vörum verslunarinnar.
Glugginn,
Laugavegi 40, (Kúnst-húsinu).
Ársliátíá
Félags harmonikuunnenda verður í Hreyfilshúsinu
laugardaginn 4. febrúar.
Aðgöngumiðar seldir í rakarastofunni
Bartskeranum, Laugavegi 128.
Upplýsingar í símum 72448, 676008 og 71673.
Skemmtinefndin.
K.B. pelsadeild
Nýkomnir stórglœsilegirpelsar, húfur,
bönd, treflar og eyrnaskjól úr mink, ref
úlfi ogþvottabirni.
K.B. pelsadeild,
Birkigrund 31, Kópavogi. Símar 641443 og 41238.
NAMSKEIÐ A TOFLUREIKNINN
Multiplan er útbreidd-
asti tölflureiknirinn á
íslandi. Nú gefst pér
gullið tækifæri til aö
læra til hlítará pennan öfluga töflureikni
á námskeiði hjá Tölvufræðslunni.
Efni námskeiðsins:
• Upphygging töflureikna
• Helstu skipanir og valmyndir
• Æfingar í notkun helstu skipana töflureiknisins
• Stærðfræðiföll í Multiplan
• Notktin tilbúinna líkanna
Ný íslensk MultiplanbókTölvufræöslunnar
fylgir námskeiöinu.
Upplýsingar og innritun í símum
68 75 90 og 68 67 90.
við símann til LI3StÖLVUFRÆÐSLAN
kl. 22 í kvöld. ^ ■---------------—------—-
LJorgartuni 28
Viðskiptabraut
Tölvuskóli íslands
Sími: 67-14—66
Guðmundur J. Guðmundsson:
Dómur og skaðabætur myndu
skapa hálfii harðari verkföll
„ÉG HELD að millilandaflugið sé
það viðkvæmt að menn verði að
sveigja sig hver að öðrum, að
minnsta kosti að reyna það. Dóm-
ur og skaðabætur myndu skapa
helmingi harðari verkföll og jafii-
vel nálgast borgarastyrjöld,"
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son um málaferli Flugleiða gegn
Verslunarmannafélagi Suður-
nesja. Guðmundur segir að menn
hafi komið að máli við sig og boð-
ið verkalýðshreyfingunni orlofs-
ferðir á vegum erlendra flugfé-
laga, vegna deilunnar við Flug-
leiðir. Hann segir slíkt ekki vera
til umræðu nú. Á stjórnarfundi
Dagsbrúnar fyrir helgina var
ályktað gegn þessiun málaferlum
og skorað á Flugleiðir að draga
málsóknina til baka.
Guðmundur segir málsóknina
varða öll samskipti verkalýðshreyf-
ingarinnar og atvinnurekenda í
landinu. „Þó að vinnulöggjöfm sé
gömul og úrelt að margra dómi, þá
'nefur hún haldið lygilega í um 50
ár, hins vegar er ekki útfærsla þar
í öllum atriðum," segir Guðmundur.
„Verkföll eru hins vegar lögleg að-
gerð og njóta vemdar. Félagsbundn-
ir menn í verkalýðsfélögum mega
ekki vinna og við höfum leyfi til að
stoppa þá. Hins vegar er ekkert talað
um ófélagsbundna menn. Ef túlkun
Vinnuveitendasambandsins verður
dæmd rétt, um að stjómendur og
eigendur fyrirtækja megi vinna í
verkföllum, þá geta til dæmis allir
hluthafar Eimskips unnið. Hvar eru
takmörkin þama? Þau eru komin á
50 ára reynslu."
Tveir aðilar leituðu til Guðmundar
um síðustu helgi og buðu verkalýðs-
hreyfingunni orlofsferðir á vegum
erlendra flugfélaga í samkeppni við
Flugleiðir og kváðust bjóða betri kjör.
„Þetta vom hreinir meglarar. Ég
sagði að ég vildi ekkert við þá tala,
að ég vildi heldur sjá þetta í höndum
Islendinga,“ sagði Guðmundur.
I ályktun stjómar Dagsbrúnar
segir meðal annars: „Um tæplega
þriggja áratuga skeið hafa til dæmis
Dagsbrún og verkalýðsfélögin á Suð-
umesjum veitt íslenskum flugfélög-
um margþættar undanþágur í verk-
föllum og má nefna sem dæmi, að
ef ekki hefði komið til undanþágu
Dagsbrúnar við Loftleiðir á sínum
samband Flugbjörgunarsveita,
Landssamband Hjálparsveita
Skáta og Slysavarnarfélag ís-
lands hafa gert með sér sam-
komulag um leit og björgun á
V.S. þakkar
fyrir sig
Verslunarmannafélag Suður-
nesja hefiir sent þakkarbréf til
allra þeirra sem stutt hafa félag-
ið í yfirstandandi málaferlum
þess við Flugleiðir h.f.
í bréfinu segir m.a.: „Sá stuðn-
ingur herðir V.S. í baráttunni við
að veija rétt sinn, sem er jafnframt
réttur allra launamanna í landinu.
V.S. skorar á öll samtök launa-
fólks að halda að sér höndum í við-
skiptum við stefnanda á meðan á
málaferlunum stendur."
tíma í hörðu og ströngu verkfalli,
þá hefði Loftleiðir orðið gjaldþrota."
Þar segir ennfremur: „Þessi mála-
ferli geta að einhveiju leyti þjónað
stjóm V.S.Í., en þau eru óábyrg og
hættuleg Flugleiðum. Stjóm Dags-
brúnar skorar því á Flugleiðir að
draga til baka málsókn þessa, því
hveijar sem niðurstöður dómstóla
verða, þá verða þær öðru fremur
íslensku millilandaflugi til skaða.“
landi. Öllu íslandi er skipt upp í
20 svæði í þessu samkomulagi og
nýlega koma út leitarskipulag
fyrir svæði 1. Það svæði nær m.a.
yfir Bláfjöll.
Á hveiju hinna 20 svæða mun
starfa svæðisstjóm skipuð þremur
mönnum. Verkefni hennar er að sjá
um leitir og aðgerðir á sínu svæði
ásamt því að vinna að leitar- og
björgunarskipulagi.
Svæði 1, kallað Bláfjallaskipulag-
ið, nær frá Hvalfjarðarbotni, um
Þrengslaveg til sjávar og þvert yfir
Reykjanes nokkuð fyrir vestan Klei-
farvatn. Þessu leitarskipulagi verður
dreift til björgunarsveita, lögreglu,
Almannavama, Landhelgisgæslu og
annara sem koma við sögu í leitum
og aðgerðum.
Unnið hefur verið að þessum
skipulagsbreytingum frá 1985.
Markmiðið með þeim er að flýta
fyrir skipulagi aðgerða þegar þær
em hafnar. Björgunarsveitir geta
einnig nýtt sér skipulagið við æfing-
ar og þjálfun félaga sinna.
Bj örgunars veitirnar:
Leitarskipulag tilbúið
fyrir BláQallasvæðið
Björgunarsamtökin þijú, Land-
.
(viðBankai
pjöldibókatitla-
Káfruw i Siíúm
ÞINGHOLTSSTRÆTI2
(viðhorn Bankastrætis) er opinn til áframhaldandi
bókaveislu fimmtudag 2. og föstudag 3. febrúar.
frákl. 9.00-18.00