Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
Minning:
Sindri Sigurjóns-
son skrifstofustjóri
Fæddur 20. desember 1920
Dáinn 23. janúar 1989
Elskulegur tengdafaðir minn er
látinn, langt fyrir aldur fram. Það
er erfítt að sætta sig við að ástvin-
ur sé hrifinn burtu svo snögglega,
eki síst þegar manni finnst svo
mikið eftir; svo mikið eftir að gera,
svo mikið að hlæja, svo mikið að
njóta samvista. Nú eru aðeins end-
urminningamar að ylja sér við.
Sindri fasddist á Kirkjubæ í Hró-
arstungu 20. desember 1920, sonur
Önnu Þ. Sveinsdóttur og séra Sig-
uijóns Jónssonar. Hann var næst-
elstur sex systkina, en það elsta dó
í bemsku. Hin em: Fjalarr, Frosti,
Mani og Vaka, sem öll em á lífi.
Kynni okkar Sindra hófust eftir
að ég kjmntist syni hans. Sindri var
dulur og fámáll, allt að því hijúfur,
við fyrstu kynni, og þannig kom
hann mér fyrir sjónir f fyrstu. En
sú skoðun mín á honum breyttist,
þegar ég fór að kynnast honum
betur. Eg komst fljótt að þvf, að
innan við þessa hijúfu skel var hlý
og viðkvæm sál, sem náði beint til
hjartans.
Eg minnist fyrsta sumarsins sem
ég vann á Pósthúsinu í Reylqavík,
en Sindri var þá gjaldkeri í ávís-
anadeildinni og leiðir okkar lágu
óhjákvæmilega oft saman, enda
sami vinnustaður. Ég varð fljótt vör
við að hann var vinsæll á meðal
samstarfsmanna sinna, og strax þá
fann ég hve gott var að leita til
hans. Og það varð ekki svo sjaldan,
þegar fram liðu stundir.
Sindri giftist eftirlifandi eigin-.
konu sinni, Sigríði Helgadóttur,
1941. Þau eignuðust 5 syni, og nú
em bamabömin orðin 14. Það gef-
ur því augaleið að það var í mörg
hom að líta með svona stóra fjöl-
skyldu. Og það var oft mikið um
dýrðir á Básendanum. Sigga og
Sindri höfðu unun af því að taka á
móti gestum, og það var alltaf gott
að koma í heimsókn þangað. Það
gat stundum verið erfitt að ákveða
eftir flölskylduboðin, hver af ung-
viðinu fengju að vera eftir og sofa
hjá afa og ömmu. Bömin endur-
Sfluðu hlýjuna sem ríkti þar.
in era öll þau skipti sem afi og
amma flutu búferlum heim til sona
sinna og tengdadætra til að gæta
bús og bama á meðan foreldramir
fóm í ferðalög. Þar áttu þau vart
sinn líka. Og ógleymanlegar verða
líka stundimar sem við áttum svo
oft saman í Munaðamesi, og nú
seinni árin austur í sumarbústað.
Ferðimar á fombókasöluna á
Amtamannsstíginn á laugardögum
vom einnig orðnir fastir liðir. Þar
var alltaf kaffi og meðlæti á boð-
stólum, og þar var mikið skrafað
og mikið hlegið. Og þar eiga fleiri
en bömin eftir að sakna Sindra.
En Sindri gekk ekki heill til skóg-
ar síðustu árin, þó sjaldan hefði
hann orð á því, orðfár að vanda um
sjálfan sig. En að hann færi svo
snögglega áttu fáir von á, og það
tekur vafalaust langan tíma að
skjmja þann missi, sem brotthvarf
hans er. Handtakið hans þétta,
glettnislega brosið, hlýhug hans og
styrk þann sem hann færði, er eitt-
hvað bjátaði á.
Ég bið góðan Guð að styrkja
elskulega tengdamóður mína og
aldraða móður hans og tengdamóð-
ur í þeirra miklu sorg, og þakka
tengdföður mínum af heilum hug
samfylgdina.
Guð blessi góðan dreng.
Annaló
Afi Sindri er látinn. Hann sem
var alltaf svo traustur og skilnings-
góður ef eitthvað bjátaði á. Hann
átti alltaf svör við öllu og bjó yfir
mikilli lífsvisku, sem hann reyndi
að koma til skila til okkar. Hann
kenndi okkur hvað veraldleg gæði
skipta litlu máli; að það sem skiptir
mestu máli væri að vera maður
sjálfur. Hann bar velgengni okkar
allra fyrir bijósti. Þær vom ófáar
og minnisverðar stundimar sem við
bamabömin áttum með afa okkar
á Básendanum, stundum til að kíkja
í kaffi, en oftar en ekki til þess að
fá ráðleggingar hjá góðum vini. Það
er ekki algengt að bamaböm fái
að kynnast afa sínum sem jafn-
miklum vini og við. Það fylgdi allt-
af mikið öryggi að vita af honum.
Það skipti ekki máli hvar hann var
alltaf geislaði sama hlýjan af hon-
um. Það vakti alltaf athygli okkar
hvemig afi gat rætt málin og tekið
afstöðu af skynsemi og fordóma-
laust. Hann var fyrirmynd okkar
allra, ósérhlífinn í alla staði og
elskulegur.
Við munum búa að samfylgdinni
við afa okkar alla ævi og það er
von okkar að við höfum erft eitt-
hvað af hans góðu eiginleikum.
Missirinn er mikill og söknuðurinn
sár. En við eigum yndislegar endur-
minningar um góðan afa og það
er gott að vita að við eigum góðan
að fyrir handan.
Elsku amma og langömmur,
sorgin er mikil og við biðjum Guð
að styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum. En minnumst orða Spá-
mannsins er hann sagði: „Þú skalt
ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið
þér ljósara í fjarvem hans, eins og
Qallgöngumaður sér fjallið best af
sléttunni."
Barnabörn
Svipir úr slitróttu minningasafni
rísa úr djúpi, leita á hugann þegar
harkalegar er við manni mmskað.
Margt er máð frá fyrri dögum,
annað hefur loðað við sálarskjáinn,
furðanlega ferskt, þótt hirðusem-
inni hjá manni hafi sjaldnast verið
fyrir að fara.
Við, sem í þeim áfanga emm
stödd, þar sem hallar undan, og
höfum tekið út megnið af þeim
höfuðstól, öll beztu árin og rúmlega
það, við sjáum fólkið falla allt um
kring, unga og aldna og allt þar í
milli, spyijum kannske í hljóði, hvað
um mig og þig? Hvenær verður
síðasta stundin upp urin, getur ein-
hver sagt mér það?
Þegar kveðja skal um sinn ald-
ursforsetann okkar systkinanna,
hann Sindra bróður, þá mega orð
sín ekki mikils og harla óburðug
eftirmælin, og átti hann þó annað
betra skilið, aðeins blik af einhveiju
sem eitt sinn var. Þá „lít ég fram
á liðinn veg“.
Ég hugsa til löngu liðinna ára,
hugsa heim í gamla hópinn, heim
í austfirska sveit, þar sem allt þetta
undarlega ferðalag hófst, þá við
lékum böm og úr okkur tognaði
með ámm, eins og gengur. Manni
fannst ósköpin öll gaman að lifa,
minnsta kosti þegar allt lék í lyndi.
Tíminn rölti lestaganginn lötur-
hægt. Böm bíða þess oft með
óþreyju að „leggja niður bamaskap-
inn“, og verða maður með mönnum.
Þá fer nú skriður að komast á skút-
una, lífsfleyið, svo manni finnst
stundum nóg um.
Maður þykist enn muna til gamla
Kirkjubæjar. Ekki finnst lengur
tangur né tetur af bænum okkar.
Stormar og steypiregn hálfrar aldar
og gott betur buldu á því húsi, og
það stóð. Seiglan í viðum var slík
að aðeins eldur gat banað því, og
á það ráð var bmgðið.
Manni finnst bærinn og kirkjan
ekki eitt lengur, spölurinn meiri í
milli. En sýnið er sumt hið sama
úr varpa, sem var. Fjöllin með dym-
ar upp á gátt blasa í mót, fljótið
flýtur sína leið. Margur móinn og
mýrardragið, punt í landinu, með
öll sín blómstur, em horfin undir
græna torfu, töðuvellir, þannig urð-
ar hin stórhuga kynslóð gamla
tímann, stendur yfír moldum hans
sigri hrósandi.
Enginn norpar á melunum og
kallar á far yfir fljótið, og þá þarf
heldur engan vaktara á bænum, að
hlusta í blæinn og storminn. Bíllinn
bmnar nú jrfir grjóti þar sem fyrr,
um aldir og árþúsundir, fossaði fljót
á flúðum, og af hamrastalli. Á kyrr-
um kvöldum söng niður fossins,
þungur og þýður, sig heim í bæinn,
það var góðs viti.
Þjóðleiðir, heim og heiman, vom
troðnar slóðir, þar sem lestir ald-
anna lötmðu og fákum var beitt.
Svona leit nú heimur út í þá daga
fyrir augum okkar, og er þá fátt
eitt til tínt.
Og svo fer um mannlíf sem þetta
litla sögubrot. Gamla lagið er enn
á flutningum jrfir fljótið mikla, sem
hnattanna heima skilur — og hvor
kallar, er það fömmaður eða feiju-?
Og hver var svo maðurinn? Eg á
ekki svar nema fyrir mig, en segir
fæst um manninn. Hann á lofið
skilið og margfalda þökk fyrir það
sem hann var, þeim sem nánast
stóðu og öllum hinum, vinum og
vandalausum, er á vegi urðu. Man
ég lestrarhestinn, og fannst mér
þeim tíma illa varið, sem sóað var
við að rýna í skræður, í stað þess
að ólátast. En ekki minnkaði þó
virðingin fyrir stóra bróður, er góð-
ur granni kom kjagandi með „Þús-
und og eina nótt“ í heilu líki og gaf
pilti, sennilega og eflaust fyrir að
liggja í bókum og lesa í þaula, mér
stundum til mikillar armæðu.
Músík var í eðlinu og fingmm
líka. Ef ég man rétt þá var fyrsta
alvöruhljóðfærið sem hann eignað-
ist undrasmíð og að þeirri merku
stund var ég vottur. Dag einn í
blíðviðri, eins og bezt gerast á Hér-
aði, röltum við bræður til næsta
bæjar, þar var góður granni að taka
sig upp og leita lærdóms og frama
í höfuðstaðnum. Átti hann harmón-
iku, forláta grip. Vomm við leystir
út með gjöfum, Sindri með „nikk-
una“ á bakinu og undirritaður
hreppti eitthvað gott einnig. Tónar
þessa grips vom undur og býsn og
þeir vom einhversstaðar innan í
þessu makalausa verkfæri. Væri
ekki þess vert að skyggnast um og
skoða hvemig þeir litu út og jafn-
vel hljómuðu innan frá. Kannski ég
hafi nauðað í bróður og nuddað,
þar til hann af einskærri góð-
mennsku lét sig.
Að húsabaki var bmgðið knífi á
belg „nikkunnar" svo dýrðin kæmi
í ljós, og lyndir tónanna streymdu
fijálsar út í geiminn. En enginn
tónn aðeins djúpið þagnar gein við,
hvemig sem að var farið. Reynt var
að græða sárið, en seint greri um
heilt, og aldrei varð hún söm. Svona
smáræði úr fómm minninganna
létta manni lund.
Auðvitað á maður ekki að „tína
svona lagað til“ það varðar engan
um einkamálin. En það er svo margt
sagt, ritað og rætt, sem hampað
er hátt, en bezt væri ósagt látið.
Manni er þá ekki vandara um en
öðmm.
Svo vel þykist ég hafa þekkt
manninn, hann Sindra, að ég treysti
mér til að standa við það, að þar
fór góður drengur. Ef það er ekki
góðmennskan sem gildir í henni
veröld, þá veit ég ekki annað brúk-
Iegra.
Í fyrra vetur hlupum við jrfír
nokkrar skammdegisvikur og sótt-
um okkur hjónakomin sólardaga
og sumarauka til ijarra stranda, svo
skyldu einnig nú þeir sæludagar
endurteknir. En þá brast á með því
sem orðið er og við Beta söknum
sáran félaganna frá í fyrra, bróður
og mágkonu Sigríðar. Við hugsum
heim og þökkum kæmm vini, alla
sína tryggð, trúfesti, hjartahlýju,
höfðingslund. Við Beta munum
honum og ykkur það vinarbragð
að líta til okkar í dreifinguna, og
greipst í orgelið við messugjörðir,
þegar aðrir vom vant við látnir.
Við gamli hópurinn, mamma, systir
og bræður og fjölskyldur, óskum
Sindra fararheilla og góðrar ferðar,
nú reynslunni ríkari og veit það,
sem okkur á þessu jarðarkríli bíður
í gmn, og mörgum er fullvissa.
Siggu, sonunum, íjölskyldum
þeirra, aldinni tengdamóður og öll-
um hinum vottum við samúð.
í Guðs friði
Fjalarr
/
Nokkur kveðjuorð
Mig langar til að setja á blað
nokkur kveðjuorð til vinar míns
Sindra Sigutjónssonar með þökk
fyrir löng og góð kynni.
Það em þijátíu og tvö ár síðan
leiðir okkar lágu fyrst saman í
Góðtemplarareglunni, í stúkunni
Andvara nr. 265, í bróðurlegu sam-
starfi, og á því hefur ekki orðið hlé
eða uppihald: Hann var ætíð reiðu-
búinn til hvers konar starfa í stúk-
unni auk þess að hann var eins og
sjálfkjörinn til þess að leika á hljóð-
færi og leiða söng á fundum og við
aðrar athafnir. Hann gegndi fleiri
störfum en nokkur annar félagi
stúkunnar og var lengi í fram-
kvæmdanefnd hennar. Sindri starf-
aði einnig í öðmm deildum reglunn-
ar, þingstúku og umdæmisstúku og
um árabil unnum við saman í fram-
kvæmdanefnd Stórstúkunnar.
Næstliðin tuttugu og átta ár höf-
um við einnig starfað saman í Reglu
musterisriddara og var hann þar í
stjóm nú og um nokkurt árabil
undanfarið.
Föstudagskvöldið 20. þessa mán-
aðar vomm við nokkrir Andvarafé-
lagar í kvöldverðarboði á heimili
Sigríðar og Sindra að Básenda 14.
Þar var glaðst yfir góðu matborði
og rætt um þetta og hitt en þó
mest um starfið í stúkunni fyrr og
nú eins og oftast nær er fundum
ber saman með líkum hætti. Vegir
skildu á tólfta tímanum og hver fór
til síns heima að loknu hlýlegu og
eftirminnilegu kvöldi, eins og ætíð
hjá þeim elskulegu hjónum. Víst
mun engan hafa gmnað að sú yrði
síðust kvöldmáltíð bróður Sindra á
sínu heimili. Daginn eftir fékk hann
hjartaáfall og var fluttur á Borg-
arspítalann og þar lést hann tveim-
ur sólarhringum síðar, mánudaginn,
23. janúar.
Sem mjallhvítir svanir und haustmyrkum
himni
hópist á kyrra voga
og dragi mynd sína drúpandi vængjum
á dökka marar-gljá,
svo
svo hópast saman og mætast í muna
minningar farinna daga
eitt andartak, eina ómælisstund,
unz allt er liðið hjá.
(Sigurður Einarsson)
Er ég jít til baka og hugleiði
samvem liðinna ára í starfi og leik
með félögunum, og ferðalög utan
lands og innan í hópi systra og
bræðra, þá er margs að minnast
og allt er það á einn veg sem hon-
um er tengt sem hér er kvaddur,
traustleiki, studdur einskærri alúð
og umhyggju.
Kæmm vini og bróður ber ég að
skilnaði ástúðarkveðju okkar hjóna
og systra og bræðra í stúkunni
Andvara og ég þakka af hug og
hjarta störfin fyrir stúkuna okkar
og óbrigðula vináttu.
Kæra Sigríður. Þér em færðar
ARNARogÖRLYGS
ALIT AÐ
90%
ö AFSLATTUR
á hundruðum bókatitla i takmörkuðu
upplagi
í 14 DAGA FRÁ 21. JAN-4.FEB
Komdu við á bókamarkaðinum í Síðumúla 1 1 og bættu
gullvægunrv bókum í safnið.
ORN OG
ORLYGUR
SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866