Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
19
ITC á íslandi:
Samtökin fást við þjálfun
í mannlegum samskiptum
- segirHjördís
Jensdóttir
ITC-samtökin á íslandi efiia til
kynningarátaks um starfsemina
næstu daga og af þvi tilefiii var
Hjördís Jensdóttir, blaðafulltrúi
samtakanna, tekin tali og hún
beðin um að lýsa starfseminni.
„ITC eru samtök sem hafa þjálf-
un í mannlegum samskiptum að
leiðarljósi. Samtökin gefa fólki
tækifæri til að búa sig undir aukinn
starfsframa og gerir fólk hæfari til
samskipta heima fyrir, í viðskiptum
og þátttöku í opinberu lífi,“ sagði
Hjördís. „ITC-samtökin voru stofn-
uð í Bandaríkjunum árið 1938 af
Emestine White, sem sá þörfina á
því að vekja áhuga hjá konum á
fundarsköpum, stjómun og þjón-
ustu við samfélagið. Upphaflega
vom samtökin því ætluð konum
eingöngu, en nú er félagsskapurinn
opinn jafnt konum sem körlum. Hér
á landi eru meðlimir 5-600 og lands-
samtökin skiptast í 23 deildir, hver
með í mesta lagi 30 meðlimi. Deild-
imar halda fundi tvisvar í mánuði.
Karlamir hafa enn sem komið verið
ragir við að taka þátt í starfinu,
Ahrif gas-
olíumengunar
a lifriki sjvar
Náttúruverndarfélag Suð-
Vesturlands fer i vettvangsferð
í kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20.30 í Hafrannsóknastofiiun ís-
lands, Skúlagötu 4.
Skoðaðar verða fjöruplöntur og
fjörudýr í skókerinu í anddyri stofn-
unarinnar og Kristinn Guðmunds-
son sjávarlíffræðingur og Gunnar
H. Ágústsson deildarstjóri munu
Ijalla um áhrif gasolíumengunar á
lífríki sjávarins og svara spuming-
um. Alíir eru velkomnir í ferðir og
á kynningar félagsins.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Sverrir
Hjördís Jensdóttir, blaðafiilltrúi ITC á íslandi, með nokkra bækl-
inga, sem dreift verður á kynningu samtakanna í Kringlunni fimmtu-
dag, föstudag og laugardag.
Merki ITC-samtakanna.
en við vonum að aukin kynning á
starfseminni veki einnig áhuga
þeirra."
Hjördís sagði að fundimir, sem
ávallt standa yfir í tvær klukku-
stundir, skiptust í tvennt. Fyrst
væri rætt um almenn félagsmál,
fjallað um starf deildar innan
Landssamtakanna, farið yfir fund-
arsköp og fundarstjóm og bréf er-
lendra og innlendra deilda ITC
væru afgreidd. Meðlimir ITC fengju
þannig þjálfun í almennum félags-
málum. „Síðari hluta fundanna er
farið yfir verkefni ýmiss konar, sem
meðlimum hafa verið úthlutuð á
síðasta fundi,“ sagði Hjördís.
„Verkefnin geta til dæmis verið
upplestur úr bókum eða ræða, sem
aldrei má vera lengri en 5-8 mínút-
ur. Við höldum okkur mjög stíft við
tímamörk, enda er eitt markmið
samtakanna að kenna fólki að
skipuleggja tíma sinn betur. Hver
félagi fær í hendur vinnubók, sem
í er handbók, ræðubók og bók um
hæfnismat. Félagar fá stig fyrir
leyst verkefni og í Bandaríkjunurn
er árangur hjá ITC metinn í
menntakerfínu. Og þar hefur verk-
efnabókin gildi þegar sótt er um
starf, svo dæmi sé nefnt. Hvorugt
á við hér á landi, en vonandi verður
svo síðar.“
Fulltrúar deilda ITC á höfuð-
borgarsvæðinu ætla að kynna starf-
semina í Kringlunni frá kl. 15-19
í dag og á morgun, þ.e. fimmtudag
og föstudag, og frá kl. 11 -16 á laug-
ardag. Þá verður tekið á móti um-
sóknum um aðild og dreift verður
bæklingi með upplýsingum um
samtökin og fundastaði á öllu
landinu.
/ *
I TAKT VIÐ TIMANN
Viltu skara fram úr já hörðum
vinnumarkaði?
Við bjóðum þér upp á hagnýta
kennslu í viðskipta- og tölvu-
greinum, ásamt því helsta sem
gerir þig að hæfum og dugandi
starfskrafti.
Þú getur valið um morgun- eftir-
miðdags- eða kvöld tíma, eftir því
sem þér hentar.
Að námskeiðinu loknu útskrifast
þú sem skrifstofutæknir.
Innritun og allar nánari upp-
lýsingar færðu í símum 68 75 90
og 68 67 90.
Kristján Sveinsson
„Eg hafði fariö á námskeið hjá Tölvu-
fiæðslunni og líkað vel. í framhaldi af
því ákvað ég að drífa mig í skrifstofu-
tækni.
Námið var mjög fjölbreytt og
skemmtilegt og hópurinn samhentur
Það kom mérsamt á óvart hve námið
hefur nýst mér vel í starfi“
Við erum
við símann til
kl. 22 í kvöld.
JÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartún 28
Af hverju þinn dagur?
Jú; vegna þess að nú getum við
boðið þér þennan frábæra
stól á sérstöku verði:
Rikke stólinn er sterkur og fallegur og alveg einstak-
lega gott að sitja í honum. Það er þess vegna sem
hann hentar alls staðar: í sjónvarpsholið, í stofuna,
í hobbíherbergið og jafnvel í sumarbústaðinn.
Grindin er úr formbeygðu beiki, sem er mjög
sterkt og áklæðið er 100% bómull og er því fallegt
og mjúkt.
Eigum landsins mesta úrval af
hægindastóium í öllum
stærðum og gerðum.
REYKJAVIK