Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
Sænska ríkisstjórnin:
Uppruni kaíbátanna
er ekki fullsannaður
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA ríkisstjómin lýsti í gær
yfir, að hún hefði ekki nóg í hönd-
unum, sem sannaði, að óknnnn
kafbátamir við strendur Sviþjóð-
ar væra komnir frá Sovétríkjun-
um. Var yfirlýsingin svar hennar
við þeirri fullyrðingu yfirmanns
sænska sjóhersins, að kafbátarair
væru sovéskir eins og allir vissu
og ekkert annað.
Bengt Schuback, yfirmaður
sænska sjóhersins, sagði á hermála-
ráðstefnu sl. mánudag, að kafbátam-
ir, sem virtu að vettugi sænska lög-
sögu, væru komnir frá leynilegum
bækistöðvum í Sovétríkjunum. Þar
með orðaði hann upphátt það, sem
sænskir herforingjar hafa aðeins
vogað sér að hvískra með hingað til.
I yfirlýsingu stjómarinnar sagði,
að fullyrðingar Schubacks væru ekki
studdar nægjanlegum sönnunum.
„Stjómin verður að hafa skotheldar
sannanir í höndunum, ekki bara
vísbendingar. Yfirlýsingar af þessu
tagi valda bara leiðinlegum deilum
milli yfirmanna sjóhersins, vamar-
málaráðuneytisins og ríkisstjómar-
innar,“ sagði Jan Nygren, aðstoðar-
vamamálaráðherra.
Erlendir stjómarerindrekar í
Svíþjóð segja, að ríkisstjóminni sé
augljóslega mikið í mun að gera lítið
úr fullyrðingum Schubacks til að
enginn skuggi falli á samskiptin við
Sovétstjómina, sem neitar því, að
kafbátamir séu sovéskir og hefur
raunar hæðst að Svíum fyrir kaf-
bátaleitina.
Nokkra athygli hefur vakið sér-
stök jrfirlýsing Bengts Gustafssons,
forseta sænska herráðsins, en hann
tekur undir með ríkisstjóminni, að
ekki sé enn fullvíst hvaðan kafbát-
amir komi, segist síðan bera fullt
traust til Bengts Schubacks, yfir-
manns sjóhersins, og klykkir út með
þessu: „Það skiptir ekki öllu máli
hvaðan kafbátamir koma, heldur
ríður á mestu að binda enda á þann-
an yfirgáng í sænskri lögsögu."
Vestrænir hemaðarsérfræðingar
segja, að augljóslega hafi Sovétmenn
mikinn áhuga á að kortleggja sænska
skeijagarðinn. „Kæmi til styijaldar
yrðu þeir fljótir að gera sænska flo-
tann óvirkan og síðan gætu þeir
notað sketjagarðinn til að sitja fyrir
skipum frá Atlantshafsbandalag-
inu,“ segir Richard Fieldhouse, sjó-
hemaðarsérfræðingur og starfsmað-
ur Alþjóðafriðarrannsóknastofiiun-
arinnar í Stokkhólmi.
Alaska:
Reuter
Mengunarslys við suðurskautið
Argentínska birgðaskipið Bahia Paraiso sökk í gær við Suður-
skautslandið með um eina milljón lítra af dísilolíu innanborðs.
Strandaði það á laugardag en í gær varð að hætta við björguna-
raðgerðir vegna þess hve veðrið var slæmt. Segja vísindamenn,
að fan olían öll í sjóinn geti hún valdið óskaplegu tjóni á við-
kvæmu lifríkinu á þessum slóðum og haldið áfram að skaða það
í 100 ár. Það er þó huggun harmi gegn, að olían er mestöll í
tunnum og þykir líklegt, að þeim megi ná upp.
Innflytjend-
um fjölgar
í Svíþjóð
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
ALLS beiddust 19.600 manns
hælis í Svíþjóð árið 1988 og er
það íjölgun um 1.600 manns frá
árinu 1987.
Þetta kemur fram' í skýrslum
sænska innflytjendaeftirlitsins enn
þar kemur einnig fram, að 3.000
flóttamönnum hafi verið synjað um
landvist á síðasta ári.
íranir voru fjölmennastir þeirra
sem sóttu um hæli, alls 5.022
manns, en næstir komu 3.384
Chilebúar, 1.147 írakar, 1.088
Eþíópar og 860 Rúmenar sóttu um
landvistarleyfi í Svíþjóð. Alls sóttu
1.453 ríkisfangslausir flóttamenn
um hæli.
Kuldinn þokast suður á
bóginn til Bandaríkjanna
Skrifstofutækninám
Tölvuskóli íslands
Símar: 67-14-66
67-14-82
Ellefu létust í Kanada af völdum kuldans
Great Falls, Montana. Reuter.
KALDA loftið, sem grúfði sig
yfir Alaska í rúmar tvær vikur
og gerði íbúunum þar lífið erf-
itt, hefur nú þokast suður á
bóginn. í Alaska fór kuldinn
niður í 50 stiga frost á Celcius.
Kolnað hefúr í veðri allt suður
til Mexikó. Blindbylur skall á i
vesturhluta Kanada í gær og
létust H manns í kuldanum, þar
af átta I Alberta-fylki.
Bandaríska veðurstofan sagði,
að hitinn í Great Falls í miðju
Montanafylki hefði hrapað úr 16,6
gráðum á Celcius síðdegis á mánu-
dag niður í 17 gráða frost á þriðju-
dagsmorgun. Veðurstofan spáir
kólnandi veðri í vesturríkjunum
um helgina og varaði fólk í Mont-
ana við ferðalögum.
„Varað hefur verið við hríðar-
byljum og miklum kulda í öllu
Börnwfifljrára ogn
^unglingafj^Við fáum
frá baerafflfce nnaBBffal
IkukáTfeej^hi^u^jnlmo]
fyrir Michael l^^gksorwi|
Funck-dönsurríi BflBIJfcl
. • -ji *
Innritun hafinmíWsíma
62-10-88 kl. 14-17 alla
\ -m UblimHÉH
Dansnviunq með
giwrg
þaðlnýjasta í dág.
^AIÍÍrkidansarnirBur
mm. JMK* im fí 1
Moonwalker
MicÍTaeÍlj |iackspn
fénf?8i|SserstöÍ<&
d0ÍI?ÍKnaF i I
namsKeídrl
KOLLU
Montanafylki í kvöld,“ sagði veð-
urfræðingurinn Phil Kumm.
Daryl Williams, veðurfræðingur
í San Francisco, sagði, að búist
væri við, að veður færi mjög kóln-
andi í vesturríkjunum, einkum
vestan Klettafjalla, um helgina.
Alaskabúar, sem orðnir voru
þreyttir á að fást við frosnar lagn-
ir, sögðust vera fegnir því, að
kalda loftið væri farið að þokast
suður á bóginn. „Það er ekki nema
sanngjamt, að við deilum herleg-
heitunum með löndum okkar fyrir
sunnan," sagði leigubílstjóri í Anc-
horage.
Bæjarstjórinn í bænum Galena
við Yukon River í Alaska, Joy
Rost, sagði, að íbúamir væm orðn-
ir yfir sig þreyttir á veðrinu. Þar
fraus í vatns- og skolpleiðslum
fyrir þremur vikum og loka varð
skólanum í bænum. Veðurútlitið
var þó betra þar á þriðjudag: „Það
hefur hlýnað lítillega," sagði Rost,
„upp í 48 stiga frost að minnsta
kosti."
Blomberq
Þvottavélar
6 gerðir
Verð við allra hæf i
'döftLV
Einar Farestveit&Co.hff.
DORGARTUN 28. SIMAR: (91) «6B»S OO 822800 - NÆO BILA8THOI
Leið 4 stoppar við dyrnar.