Morgunblaðið - 02.02.1989, Síða 24
25
24
'SOTCrSSVNW
■■■nMHMMnaMMnwnHHnnmHRMMHHHBHnpBHM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
noaiiiMmmmitcsTtp
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
fUtrgi Útgefandi tnftiftfrtfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Afvopnun og
vígbúnaður á
Kóla-skaga
Forsíða Morgunblaðsins
síðastliðinn þriðjudag gefur
dágóða mynd af því sem nú ber
hæst í samskiptum austurs og
vesturs, þegar litið er á takmörk-
un vígbúnaðar og þróun afvopn-
unarmála.
Aðalfréttin er um það, að Sov-
étmenn hafí gefíð út nýjar tölur,
sem þeir telja að sýni hvemig
stöðunni sé háttað að þvf er varð-
ar hefðbundinn vopnabúnað Var-
sjárbandalagsins annars vegar
og Atlantshafsbandalagsins hins
vegar í Evrópu. Með því að líta
til flotastyrks auk landhers og
flughers komast vamarmálaráð-
herrar Varsjárbandalagsins und-
ir forystu Sovétmanna að þeirri
niðurstöðu, að almennt ríki jafn-
vægi í hefðbundnum vígbúnaði
milli austurs og vesturs í Evr-
ópu. Samhliða því sem birtingu
upplýsinganna hefur verið fagn-
að á Vesturlöndum hafa stjóm-
málamenn og sérfræðingar látið
í ljós það álit, að samanburður
af þessu tagi gefí alls ekki rétta
mynd af stöðunni. Raunveruieik-
inn sé sá, að Varsjárbandalags-
löndin hafí yfírburði í venjulegum
herstyrk og dugi í því efni að
benda á fjölda skriðdreka, en
þeir séu 16.424 í ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins en 51.500 í
Varsjárbandalagsríkjunum.
Á forsíðu Morgunblaðsins
þennan dag er aðalmyndin úr
kjamorkueldflaugastöð á Bret-
landi, sem hefur verið lokað
vegna þess að allar flaugamar
hafa verið fjarlægðar í samræmi
við samninginn um upprætingu
meðaldrægra kjamorkueld-
flauga. Þar kemur fram að innan
þriggja ára verða slíkar flaugar
fluttar á brott frá Greenham
Common-stöðinni, sem er kunn
vegna mótmæla kvenna gegn til-
vist kjamorkuvopna í stöðinni.
Þriðja fréttin er því miður
ekki um afvopnun. Hún snýst
um það, að Sovétmenn séu jafnt
og þétt að bæta við herafla sinn
á Kóla-skaga, við norðaustur
landamæri Noregs, þar sem er
mesta víghreiður veraldar og
mesta magn kjamorkuvopna í
nágrenni Islands. í þriðjudags-
blaðinu er sagt frá því, að sveit
Backfíre-sprengjuþotna hafí nú
fast aðsetur í fyrsta sinn í sög-
unni á Kóla-skaga. Frá þotum
af þessari gerð er unnt að skjóta
eldflaugum sem hlaðnar em
kjamorkusprengjum 3-400 km
vegalengd. Þessi frétt um
sprengjuþotumar birtist í fram-
haldi af upplýsingum um að Sov-
étmenn hafí nýlega bætt risa-
vöxnum herskipum í norðurflot-
ann á Kóla, flugmóðurskipinu
Bakú og oirustu-beitiskipinu
Kalínín.
Furðu gegnir að þeir sem
mest tala um kjamorkuvopna-
laust svæði hér á norðurhveli
skuli telja brýnast að lýsa þau
svæði kjamorkuvopnalaus, þar
sem engin kjamorkuvopn em
eins og á Norðurlöndum, en
þegja jafíian þunnu hljóði um
Kóla-skagann og kjamorkuvæð-
inguna þar. Slíkur tvískinnungur
er ekki til þess fallinn að gera
kjamorkuvopnalausa málstaðinn
trúverðugan.
Eftir að samningar tókust um
upprætingu meðaldrægu eld-
flauganna hefur megináhersla
verið lögð á það, að koma af
stað nýjum viðræðum milli ríkja
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins um takmörkun
hefðbundinna vopna. Viðræður
um jafnan og gagnkvæman nið-
urskurð hefðbundinna vopna í
Mið-Evrópu hafa staðið með hlé-
um í Vínarborg síðan 1972. Á
Vínarfundi ráðstefnunnar um
öryggi og samvinnu í Evrópu
(RÓSE), sem lauk í Vínarborg
um miðjan janúar síðastliðinn var
ákveðið að halda viðræðum um
hefðbundna heraflann áfram
undir nýjum formerkjum með
þátttöku 23 ríkja frá austri og
vestri og þar á meðal íslands.
Er þetta í fyrsta sinn, sem íslend-
ingar eiga aðild að viðræðum um
takmörkun vígbúnaðar af þessu
tagi. Fyrir okkur sem búum í
eyríki í Atlantshafínu setur það
þessum viðræðum þröngan
ramma, að þær skuli ekki ná til
flotastyrks; kjamorkuvopn og
efnavopn eru einnig undanskilin.
Tölumar sem Sovétmenn birtu
um helgina verða meðal þess sem
menn byija að ræða í Vínarborg
6. mars nk. þegar viðræðumar
um hefðbundna heraflann hefj-
ast. Tilkynningar Sovétmanna
um einhliða niðurskurð hefð-
bundins herafla í Austur-Evrópu-
ríkjum eru liður í þessum undir-
búningi. Þessi niðurskurður er
fagnaðarefni, þar sem hann
minnkar sovéska forskotið og
ætti að auðvelda að árangur
náist í viðræðunum. Á hinn bóg-
inn segja Sovétmenn ekkert um
aukninguna á Kóla-skaga og íbú-
ar meginlands Evrópu veita
henni litla eftirtekt. Það er hlýtur
að vera hlutverk Norðmanna og
íslendinga að draga rækilega
athyglina að þessum gífurlega
vígbúnaði í væntaniegum við-
ræðum. Það er hann sem er
helsta ógnin við öryggi hinna
norðlægu þjóða en ekki vamar-
viðbúnaður Vesturlanda.
Hef verið afar lánsamur með
þau störf sem ég hef valist í
- segir Þórhallur Asgeirsson sem lætur nú af störfum ráðuneytisstj óra viðskiptaráðuneytisins
Morgunblaðið/Þorkell
Þórhallur Ásgeirsson í skrifstofu sinni í viðskiptaráðuneytinu.
HEIMURINN hefur breytt um
svip á síðustu hálfu öld. Sam-
skipti þjóða, og ekki hvað síst
alþjóðaviðskipti hafa tekið mikl-
um stakkaskiptum. Á þessum
tíma hefur Þórhallur Ásgeirsson
unnið að öllum helstu verkefiium
á sviði alþjóðaviðskipta, sem ís-
land hefur haft á sinni könnu,
lengst af sem ráðuneytisstjóri
viðskiptaráðuneytisins. Þórhall-
ur lét af störfum hjá viðskipta-
ráðuneytinu um mánaðamótin,
og af því tilefni ræddi Morgun-
blaðið við hann.
„Ég byijaði fyrir 41 ári sem ráðu-
neytisstjóri hér. Þar áður hafði ég
unnið í sendiráði íslands í Wash-
ington í Bandaríkjunum frá 1942,
en þangað fór ég beint úr há-
skóla," sagði Þórhallur.
„Ég kom heim í stríðslok 1945
og var í utanríkisráðuneytinu fram
til ársloka 1947 þegar ég hóf störf
sem ráðuneytisstjóri í viðskipta-
ráðuneytinu. Að vísu féllu fíögur
ár úr, þegar ég var fulltrúi Norður-
landanna hjá Alþjóða gjaldeyris-
sjóðnum í Washington 1958-1962.
Þau ár sem ég var burtu var Jónas
Haralz hér í þrjú ár og Halldór
Guðjónsson í eitt ár.
Ef ég lít yfir farinn veg, tel ég
mig hafa verið afar lánsaman með
þau störf sem ég hef valist í, og
alveg sérstaklega heppinn að hafa
alltaf getað unnið að störfum sem
hafa verið afar áhugaverð og oft
skemmtileg, þótt þau hafi stundum
verið erfíð og ekki laus við gagn-
rýni.
Ég hef þannig átt þess kost, að
vinna að helstu verkefnum íslend-
inga á sviði alþjóðaviðskipta í næst-
um hálfa öld. I fyrsta lagi voru öll
alþjóðaviðskipti á stríðsárunum
undir stjóm stjómvalda í Washing-
ton, og útvegun á öllum vömm til
landsins þurfti að fá þar samþykki.
Þetta fór um hendur sendiráðsins
í Washington þar sem Thor Thors
var sendiherra. Hann var ákaflega
góður lærifaðir og þetta var sér-
staklega góður skóli fyrir það starf
sem ég vann síðar. Þama kynntist
ég viðskiptaháttum, vömnum sem
átti að kaupa og mönnunum sem
stóðu í þessum viðskiptum.
z Marshall-aðstoðin
mikilvæg-
Fljótlega eftir að ég tók við við-
skiptaráðuneytinu 1948, kom
Marshall-aðstoðin til sögunnar. Þá
var það eitt aðalverkefni ráðuneyt-
isins að vinna að framkvæmd Mars-
hall-aðstoðarinnar hér, auk sam-
skipta við Bandaríkin og einnig
Evrópuríki gegnum OEC, Efna-
hags- og samvinnustofnun Evrópu,
í París.
Þetta var erfitt verkefni en afar
skemmtilegt. Á þessum ámm skipti
Marshall-aðstoðin gífurlega miklu
máli fyrir okkur. Við áttum í mikl-
um erfiðleikum eftir stríðið þegar
verð á afurðum okkar lækkaði, inn-
fluttar vömr hækkuðu og sumir
markaðir okkar lokuðust, t.d. breski
markaðurinn fyrir freðfísk að miklu
leyti.
Um tíma hófust viðskipti við
Rússland en þau stóðu aðeins
skamman tíma. En árið 1953 átti
ég þátt í því, ásamt öðmm, að við-
skiptin við Rússland opnuðust aftur
og gegnum árin hef ég haft mjög
mikil samskipti við Sovétríkin
vegna viðskiptamála. Þótt þessi við-
skipti hafi sætt margvíslegri gagn-
lýni tel ég að þau hafi verið okkur
hagstæð og skipt miklu máli fyrir
okkar afkomu.
Aðild að EFTA
skilyrði fyrir
góðri afkomu
Síðustu 20 árin hef ég síðan
unnið að fríverslunarsamstarfi ís-
lands. Fyrst að undirbúningi okkar
að samningum við og inngöngu í
EFTA 1970 og á næstu ámm að
undirbúningi samninga okkar við
Efnahagsbandalag Evrópu, sem
gerðir vom 1972.
Inngangan í EFTA olli miklum
deilum hér, og á Alþingi var meiri-
hlutinn naumur fyrir aðildinni.
Núna minnist enginn á að þetta
hafí verið óheillaspor fyrir íslenskt
atvinnulíf; þvert á móti er viður-
kennt að samningurinn við EFTA,
og síðar samningurinn við Efna-
hagsbandalagið séu skilyrði fyrir
góðri afkomu hér á landi. Og aðild-
in að EFTA gerði okkur kleyft að
ná samningnum við Efnahags-
bandalagið 1972 sem var mjög mik-
ilvægur samningur og sem skiptir
okkur miklu máli.
Þama hef ég nefnt fjóra þætti í
mínu starfi, sem ég tel mig hafa
verið sérstakan gæfumann að fá
að vinna að,“ sagði Þórhallur.
Míkil breyting í
alþjóðaviðskiptum
Alþjóðaviðskipti hafa tekið mikl-
um stakkaskiptum síðustu áratugi
og Þórhallur sagði þau ná til miklu
fleiri sviða en áður var og stofnan-
imar sem annast viðskiptin em
orðnar miklu fleiri. „Alþjóðavið-
skiptin skipta okkur einnig miklu
meira máli og það þarf að sinna
þeim afar vel til að við verðum
ekki útundan.
Lítið land eins og ísland, með
fáliðað starfslið, hefur auðvitað
ekki möguleika til að sinna nærri
því öllum þeim málum sem kannski
varða okkur á einhvem hátt. Við
reynum að sinna þeim málum sem
skipta okkur mestu, eins og við-
skiptum með sjávarafurðir."
— Markaðurinn hér er lítill. Hef-
ur ekki verið erfitt fyrir íslendinga
að ná hagstæðum samningum í ljósi
þess?
„Það má oft deila um það hversu
samningar okkar hafa verið góðir,
en ég held að við höfum oftast
getað sætt okkur vel við þá samn-
inga sem náðst hafa og þann skiln-
ing sem samningsaðilar hafa sýnt
á okkar sérstöðu. Við höfum oft
undirstrikað okkar sérstöðu, en við
megum ekki ganga of langt í því,
þar sem almenn viðskiptalögmál
gilda um okkar samninga eins og
annarra.
En við höfum átt í dálitlu stríði
vegna þess að okkar sjávarafurðir
hafa almennt ekki verið taldar falla
undir sömu reglur og iðnaðarvörur,
og það er unnið að því núna að
efla skilning okkar samningsaðila á
því að svo eigi að vera.
Þetta sjónarmið var viðurkennt,
þegar ísland gerði samninginn við
Efnahagsbandalagið; það gerði í
upphafi samning við önnur EFTA-
ríki eingöngu um iðnaðarvörur en
við fengum sérsamning um sjávar-
afurðir, að undanteknum saltfiski
og saltsíld," sagði Þórhallur.
Árið 1992 skiptir ekki
endilega sköpum
Samskiptin við Evrópubandalag-
ið, eins og Efnahagsbandalag Evr-
ópu er nú kallað, eru mjög í brenni-
depli hér á landi, eins og í öðrum.
löndum sem ekki eiga aðild að
bandalaginu. Árið 1992 stefnir
bandalagið að því að gera Evrópu
að einu markaðssvæði og íslending-
ar eru famir að búa sig undir það.
Samskiptin við EB voru fyrir ári
flutt yfir í utanríkisráðuneytið, {
ásamt útflutningsviðskiptum ís-
lendinga, en í ljósi forsögunnar var
eðlilegt að spyrja Þórhall hvemig
hann teldi að íslendingar ættu að
búa sig undir þessi tímamót.
„Við eigum auðvitað að halda
okkar striki við þann undirbúning
og taka upp þær reglur sem gilda
um viðskipti hjá bandalaginu í flest-
um tilfellum. En við megum ekki
gleyma því, að þetta markmið sem
Efnahagsbandalagið er að setja sér
1992, er markmið sem bandalagið
setti sér þegar í upphafi og ætlaði
sér að vera búið að ná árið 1970.
Það er því ekki þar með sagt að
árið 1992 skipti sérstaklega sköp-
um. En þróunin er öll í þá átt að
fella niður hömlur og samræma
reglur sem gilda um viðskipti milli
landanna. Það er því mikið hags-
munamál viðskiptaþjóða Efnahags-
bandalagslandanna að þær innleiði
svipaðar reglur og gilda í bandalag-
inu, til að dragast ekki afturúr.
Þetta erum við að reyna að gera.“
— Telur þú koma til greina að
ísland gerist aðili að EB?
„Á meðan EB heldur til streitu
þeim sjónarmiðum, að ekki sé hægt
að veita okkur tollafríðindi með
fiskafurðir, nema við veitum fisk-
veiðiréttindi á móti, þá kemur það
ekki til greina. Einnig myndu önnur
mál valda okkur erfiðleikum. Við
erum með lítið stjómkerfí og ég hef
stundum sagt það, bæði í gamni
og alvöru, að erfiðleikar okkar við
að ganga í Efnahagsbandalagið séu
þess eðlis að allt okkar stjómkerfi
kæmist ekki yfir að þýða og lesa
allar reglugerðir sem bandalagið
gefur út!
Hins vegar hefur Jacques Delors
[forseti framkvæmdaráðs EB] ný-
lega komið fram með hugmynd um
að fundinn verði einhverskonar
samstarfsgrundvöllur EFTA-land-
anna og EB, e.t.v. eins konar auka-
aðild, og það stendur til að ræða
þetta á næstu mánuðum."
Hef saknað allra ráð-
herra — en mismikið
— Þú hefur starfað undir mörg-
um ráðherrum í viðskiptaráðuneyt-
inu. Er einhver þeirra sérstaklega
minnisstæður?
„Ég verð að segja að samstarf
við ráðherra hefur alltaf verið sér-
staklega ánægjulegt, sama hvar í
flokki þeir hafa verið. Ég hef starf-
að undir ráðherrum allra flokka,
og það hefur alltaf verið ákaflega
lærdómsríkt og gagnlegt. Ég get
kannski sagt, eins og einn kollega
minn sagði, að ég hef saknað þeirra
allra, en mismunandi mikið."
— Getur ekki verið erfitt fyrir
embættismann að framfylgja
breytilegri stefnu eftir ráðherrum,
og starfa hugsanlega í andstöðu við
eigin skoðanir?
„Embættismenn læra það fljótt
að það eru ráðherramir sem ráða
ferðinni. Embættismenn hljóta þó
að hafa skoðanir og láta þær í ljós;
ég tel ekki að skoðanalaus embætt-
ismaður sé mikils virði. En ef um
ágreining er að ræða hlýtur ráð-
herra að skera úr um það, og emb-
ættismanni ber síðan að framfylgja
þeirri stefnu á heiðarlegan hátt.
Heiður embættismanna er í veði að
þeir framfylgi þeirri stefnu sem
þeirra ráðherrar ákveða, þótt þeir
kunni á stundum að telja vafasamt
að það sem þeir séu að gera sé það
eina rétta,“ sagði Þórhallur Ás-
geirsson. -GSH.
1981 og fór þá til Bandaríkjanna
en hún stundaði nám í Juillard-
skólanum. Síðan fór hún til Lund-
úna og var eitt ár hjá Vera Rosza.
1985 var hún fastráðin hjá Þjóðleik-
húsinu í Málmey og hefur sungið
mörg helstu mezzósópranhlutverkin
í óperunum en syngur líka talsvert
af nýrri tónlist. Hún kom hér til
íslands 1987 og söng þá m.a. verk
eftir Þorkel Sigurbjömsson á
íslensku. En mesta vinnan hjá þeim
Ilonu og Marianne hefur verið að
læra ljóðin á íslensku en þar hafa
þær notið dyggrar aðstoðar Ingvars
Jónassonar víóluleikara sem spilar
oft með Maros Ensamble sem eigin-
maður Ilonu stjómar. Söngkonum-
ar eru mjög hrifnar af þessu verki
og segja: „Það er jú allt öðmvísi
að vinna með ný verk. Tónskáldin
vinna oftast með þér og þetta er
allt svo spennandi. Söngkonan tek-
ur meiri þátt í sköpuninni. Það er
enginn sem hefur flutt þetta áður.“
Atli grípur inn í og segir: „Það em
þijár konur sem hafa kennt mér
að skrifa fyrir raddir, Rut Magnús-
son, Ilona og Þorgerður Ingólfs-
dóttir. Þegar maður er búinn í skóla
og byijar að semja verður maður
að kasta sér út í þetta og byija frá
gmnni. Og þá hefur samvinnan við
tónlistarmennina ekki svo lítil áhrif.
Og það er líka einmitt samvinnan
sem verður svo skemmtileg. Ég hef
áður samið fyrir Ilonu“ . . . og nú
er það hún sem grípur fram í: „Já,
ég bað Atla um að semja fyrir mig
verk sem lægi hátt og væri erfitt.“
— Hvemig var það?
„Hátt og erfitt. Eg hef líka sung-
ið verk Atla inn á plötu sem er við
ljóð Edith Södergran, Landet som
icke ar“.
— En hvemig er þetta verk, er
það hátt og erfítt kannski?
„Það er auðvitað mikil vinna sem
felst í því að læra verkið en þetta
er svo magnað að það fyllir mann
slíkum hugmóði að tæknilegu erfið-
leikamir gleymast," segja söng-
konumar að lokum.
Og ég óska þeim góðs gengis í
kvöld.
Höfundur er söngkona.
eftir Jóhönnu
Þórhallsdóttur
Það var engin lognmolja á æf-
ingu Sinfóníuhljómsveitar íslands á
mánudagsmorguninn þegar verið
var að æfa verk Atla Heimis Sveins-
sonar, Nóttin á herðum okkar, við
ljóð Jóns Óskars. Ég sá ekki betur
en a.m.k. allir félagar hljómsveitar-
innar væm að spila og ef ekki var
búið að kalla á allt aukafólkið líka.
Petri Sakari er stjómandi tón-
leikanna og sýndi hann mikla þolin-
mæði og röggsemi, lét engin vanda-
mál koma sér úr jafnvægi. En eins
og verða vill stundum á fyrstu æf-
ingum með ný verk vill brenna við
að villur séu í handritum. Og reyn-
ir þá á þolrifin.
Söngkonumar sátu á áhorfenda-
bekkjunum og fylgdust spenntar
með fyrstu æfingunni, tónkvíslin
var innan seilingar og þær æfðu
sig á innkomum. Fyrst var að ná
hljómsveitinni saman. Söngkonum-
ar, Ilona Maros og Marianne Eklöf,
og Atli Heimir Sveinsson ræddu
stuttlega við mig um verkið í hléinu.
Atli: „Þessi vinna hófst reyndar
fyrir 20 ámm en þá gerði ég tón-
list við þijú af þessum ljóðum fyrir
Ilonu, Rut Magnússon og kammer-
sveit. Seinna samdi ég svo tvö ljóð
í viðbót og næstu ár bætti ég við
og lagfærði og fyrir fjórum ámm
síðan lauk ég við verkið. Þetta er
einhvers konar ljóðasinfónía en ég
hef alltaf haldið óskaplega_ mikið
upp á þessa ljóðabók Jóns Óskars.
Verkið endurspeglar kannski þær
breytingar sem hafa orðið á þessum
ámm en það endurspeglar líka ljóð-
ið sem er samið í skugga stríðsár-
anna og fjallar um ástina, frelsið,
landið, vorið og betri heim.
Ilonsf Maros og Marianne Eklöf
Morgunblaðið/Sverrir
Atli Heimir Sveinsson ásamt söngkonunum Ilonu Maros og Marianne
Eklöf.
hafa sungið víða. Ilona var í Vínar-
kammerópemnni 1967—68 og hef-
ur tekið þátt í fíölmörgum tónlistar-
hátíðum, en þetta er í sjöunda sinn
sem hún kemur til íslands. Hún
hefur einbeitt sér að nýrri verkum
hin síðari ár og mörg tónskáld hafa
samið verk fyrir hana. Hún hefur
tæra sópranrödd og í dómi í Morg-
unblaðinu frá 1978 segir m.a.:
„Það sem í raun og vem situr
eftir við hlustun slíkrar tónlistar
sem hér var flutt, er fyrst og fremst
frammistaða söngkonunnar.
Óþvinguð og tilgerðarlaus fram-
setning, nákvæmni í tóntaki og góð
tónmyndunartækni er hennar að-
alsmerki og hefði íslenzkt söngfólk
mátt fjölmenna til móts við Ilona
Maros, þó ekki væri til annars en
víkka sjónarsvið sitt.“
Marianne lauk námi frá Svíþjóð
„Nóttin á herðum okk-
ar4< frumflutt í kvöld
Urskurðarnefnd um verðtryggingu:
Alítamál hvort ný vísitala geti
gilt um eldri skuldbindingar
HÉR BIRTIST í heild úrskurður úrskurðarnefndar um verðtrygg-
ingu í máli Baldurs Guðlaugssonar, hæstaréttarlögmanns, sem kveð-
inn var upp í gær.
Með bréfí dagsettu 25. janúar
1989 til úrskurðamefndar skv. 44.
gr. laga nr. 13/1979 fór Baldur
Guðlaugsson hrl. þess á leit, að
nefndin úrskurðaði hvort honum
væri skylt að sæta því, að við út-
reikning afborgana af verðtryggðri
skuld hans verði 1. febrúar 1989
og eftirleiðis lögð til gmndvallar
hin nýja lánskjaravísitala eða nýr
gmndvöllur lánskjaravísitölu skv.
reglugerð viðskiptaráðuneytis frá
23. janúar 1989 og auglýsingu
Seðlabankans, sem dagsett er sama
dag.
I bréfi Baldurs em málavextir
raktir á þá leið, að Seðlabanki ís-
lands hafi samkvæmt fyrirmælum
í reglugerð viðskiptaráðuneytisins
nr. 18/1989 birt auglýsingu um
nýjan gmndvöll lánskjaravísitölu.
Segir þar að eftirleiðis skuli svo-
nefnd launavísitala vega Vs af láns-
kjaravísitölunni. í skuldabréfi út-
gefnu af Baldri 15. apríl 1987 sé
hins vegar sérstaklega tekið fram
að miðað sé við lánslq'aravísitölu
samkvæmt auglýsingu Seðlabanka
íslands 29. maí 1979 með áorðnum
breytingum. Baldur hafi nú fengið
innheimtutilkynningu vegna gjald-
daga bréfsins 1. febrúar 1989 og
komi þar fram, að hinum nýja vísi-
tölugmndvelli sé beitt við útreikn-
ing á breytingu lánskjaravisitölunn-
ar frá janúargildi hennar til febrú-
argildis 1989. Baldur telur sér
óskylt að greiða umrædda skuld á
rgmndvelli útreikninga samkvæmt
nýrri vísitölu og bendir á eftirfar-
andi atriði máli sínu til stuðnings:
1. Að í breytingu á gmndvelli láns-
kjaravísitölunnar felist að upp
hafi verið tekin ný vísitala, sem
ekki geti náð til skuldbindinga
sem bundnar séu eldri vísitölu.
Baldur telur sér ekki skylt að
sæta því, að gmndvöllur vísi-
tölunnar og þar með vísitöluút-
reikningurinn breytist árlánstím-
anum.
2. Að skv. lögum nr. 13/1979 sé
það Seðlabanki íslands, sem
veita skuli heimild til verðtrygg-
ingar og birta vísitölur sem
heimilt sé að miða verðtryggingu
við. Um slíkt hafi ekki verið að
ræða í þessu tilviki, heldur hafi
viðskiptaráðuneytið ákveðið
breytingar á gmndvelli láns-
kjaravísitölunnar með reglugerð
þar sem jafnframt hafi verið
kveðið á um, að Seðlabankinn
birti auglýsingu um vísitöluna á
gmndvelli reglugerðarinnar.
Telur Baldur að viðskiptaráðu-
neytið bresti lagaheimild til þess
að breyta gmndvelli vísitölunnar
og að auglýsing Seðlabankans,
sem gefin sé út eftir forskrift
ráðuneytisins og með vísun til
hennar, standist ekki.
3. Að óheimilt sé án lagabreytingar
eða sérstakrar lagaheimildar að
taka upp beina tengingu við
launabreytingar, þar sem í lög-
um nr. 13/1979 sé við það mið-
að að vísitölur mæli verðlags-
breytingar, enda skuli reglur um
verðtryggingu við það miðaðar
að tryggja bundið sparifé gegn
verðrýmun af völdum verð-
hækkana, sbr. 2. mgr. 36. gr.
laga nr. 13/1979.
II
Hinn 23. janúar 1989 gaf við-
skiptaráðherra, með vísan til heim-
ildar í 3. mgr. 65. gr. laga nr.
13/1979, út reglugerð um láns-
kjaravísitölu til verðtryggingar
sparifjár og lánsflár. í reglugerðinni
er kveðið á um, að gmndvelli láns-
kjaravísitölu skuli breytt þannig að
hún verði framvegis samsett að Vs
af vísitölu framfærslukostnaðar, Vs
af vísitölu byggingarkostnaðar og
Va af launavísitölu. Þessi láns-
kjaravísitala skuli tengjast þeirri
sem gildi tók 1. janúar 1989 og hún
skuli breytast í fyrsta skipti skv.
nýjum gmndvelli frá janúargildi
hennar til febrúargildis 1989. Jafn-
framt er kveðið á um, að lánskjara-
vísitala þessi skuli að öllu leyti koma
í stað lánskjaravísitölu skv. fyrri
gmndvelli. Þá er kveðið á um að
■Seðlabanki íslands skuli birta aug-'
Iýsingu um lánskjaravísitöluna á
grundvelli þessarar reglugerðar.
í framhaldi af þessu birti Seðla-
bankinn auglýsingu, dags. 23. jan-
úar 1989, um lánskjaravísitölu skv.
ákvæðum reglugerðarinnar og með
tilvísun til hennar. Jafnframt hefur
Seðlabankinn reiknað og birt hina
nýju vísitölu, en hætt að reikna og
birta vísitölu skv. fyrri gmndvelli.
III
Sú krafa sem reist er í máli
þessu, varðar það beinlínis, hvort
skuldara sé skylt að sæta því að
veðskuldabréf það sem hann hefur
gefíð út, verði eftirleiðis miðað við
lánskjaravísitölu skv. reglugerð nr.
18/1989 í stað þeirrar sem í gildi
var, er hann gaf út skuldabréf sitt.
Við athugun þessa máls er það
niðurstaða nefndarinnar, að með
reglugerð viðskiptaráðuneytisins og
auglýsingu Seðlabankans hafi verið
tekin upp ný lánskjaravísitala. Sam-
kvæmt lögum nr. 13/1979 hefur
Seðlabanki íslands heimild til að
taka upp nýjar vísitölur til verð-
tryggingar. A hinn bóginn er það
álitamál, hvort heimilt sé sam-
kvæmt lögum að fella niður eldri
vísitölu og láta nýja vísitölu gilda
um eldri fíárskuldbindingar, eins
og gert er. Krafan sem gerð er í
máli þessu og sú stjómvaldsákvörð-
un sem hér liggur fyrir, snerta í
reynd ekki aðeins túlkun laga nr.
13/1979 heldur einnig ýmis önnur
lög og^ réttarreglur. Urskurðarvald
í ágreiningsmáli sem þessu fellur
að mati nefndarinnar utan valds-
sviðs hennar, en er falið hinum al-
mennu dómstólum skv. 60. gr.
stjómarskrárinnar.
Að þessu athuguðu telur nefndin
sig ekki geta fellt úrskurð um það,
hvort Baldri Guðlaugssyni hrl. sé
skylt að sæta því, að veðskuldabréf
hans sem áður er vitnað til, verði
framvegis miðað við lánskjaravísi-
tölu samkvæmt reglugerð nr.
18/1989.
Því úrskurðast:
Máli þessu er vísað frá.
Hallgrímur Snorrason
Guðmundur Guðmundsson
Helgi V. Jónsson