Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 31
01
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 31
Ráðherrarnir Olafiir og
Svavar óttuðust sýknudóm
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Það liggur í augum uppi að dóm-
ur Hæstaréttar íslands í hinu svo-
kallaða fræðslustjóramáli gat haft
mikla þýðingu fordæmisins vegna.
Dómurinn hefði orðið til leiðbeining-
ar fyrir stjórnvöld um hvað væri
óhætt að gera, þegar undirmenn
neituðu gjörsamlega að fara eftir
fyrirmælum yfirmanna sinna. Því
var meiri nauðsyn en ella að fá dóm
Hæstaréttar. Ráðherramir Svavar
Gestsson og Ólafur Ragnar
Grímsson ákváðu hins vegar í
pólitísku hefndarskyni og af ótta
við niðurstöðu Hæstaréttar að taka
málið úr höndum réttarins, illu
heilli. Sem áður hefur verið sagt
voru fræðslustjóranum, sem krafð-
ist kr. sex milljóna króna í bætur,
dæmdar níuhundruð þúsund krón-
ur, en vegna samkomulagsins mun
sú upphæð vera margföld, þegar
til kastanna kemur.
Óhæfir ráðherrar
Það er álit þorra manna, að
menntamálum þjóðarinnar hefði
Eftirfarandi tillaga var nýlega
samþykkt á fundi framkvæmda-
stjómar Verkalýðsráðs Sjálf-
stæðisflokksins:
„Á sama tíma og ríkisstjómin
setur lög sem afnema umsamdar
launahækkanir á hina lágu launa-
taxta, sem réttlætt er með setningu
laga um verðstöðvun, dynja yfír
meiri skattaálögur en áður hafa
þekkst m.a. með hækkun tekju-
verið betur komið í höndum frú
Guðrúnar Helgadóttur vegna
reynslu hennar af starfi í þágu
þeirra og manneskjulegra lífsvið-
horfs, heldur en í höndum núver-
andi menntamálaráðherra. Þetta
hefur m.a. sannast á því hvemig
þeir Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra og Ólafur Ragnar
Grímsson ijármálaráðherra hafa
tekið á „fræðslustjóramálinu", en
Guðrún Helgadóttir alþm. lét það
mál einmitt til sín taka, þegar það
var til umfjöllunar á Alþingi í jan-
úar 1987. Þá fómst henni m.a. svo
orð:
„í huga mínum er enginn efl
um að þar eð engin samvinna
tókst milli ráðuneytisins og
star&mannsins i þessu tilviki
hefði hvaða ráðherra sem er
hlotið að krefjast breytinga."
Síðar í ræðunni fórust henni svo
orð: „ . . . að mínu mati er frá-
leitt að embættismanni i þjónustu
ríkisins líðist að virða fjárlagaaf-
greiðslu Alþingis að vettugi og
lýsa því opinberlega yfir sem og
í embættisbréfum að hann telji
skatts, eignarskatts, vörugjalds og
bensíngjalds og allir kostnaðar- og
þjónustuliðir hins opinbera em
hækkaðir stórlega. Kaupmáttur
launa hefur rýmað um 13% á
síðustu mánuðum vegna aðgerða
stjómvalda. Öllum ætti að vera ljóst
að fólk sem er á hinum lágu launa-
töxtum sem nú em á bilinu frá
35.000 til 60.000 kr. á mánuði þol-
ir ekki að taka á sig þessa kaup-
fjárlög vitlaus og fari þess vegna
ekki eftir þeim.“
„Stjórnvöld sem þjóðin hefur
kjörið sér eiga rétt á að stefiiu
þeirra sé framfylgt og embættis-
mönnum er skylt að sjá svo til.“
Ennfremur: „Eðlilegt hefði ver-
ið að mál þetta væri leyst milli
ráðuneytisins og fræðslustjóra-
embættisins, en fiölmiðlar kusu
að gera úr þessum vanda fram-
haldsþátt mjög svo ósmekklega.“
Við þessari ábendingu hennar er
það að segja, að fmmkvæðið í því
efni var algjörlega fræðslustjórans.
Mikilvægi þrískipt-
ingar valdsins
Undir lok í ræðu sinni um
„fræðslustjóramálið" fómst Guð-
rúnu Helgadóttur alþm. mjög at-
hyglisverð orð um þrískiptingu
valdsins og bera þau vott um hve
miklu hæfari hún hefði verið tii
setu í ráðherrastól en ráðherramir
tveir, Ólafur Ragnar Grímsson og
Svavar Gestsson, sem virðast ekki
skilja mikilvægi þess í lýðræðis-
skipulagi. Það hefur hins vegar
máttarrýrnun.
Það hefur verið um langan tfma
stefna Sjálfstæðisflokksins að öllum
Islendingum eigi að vera kleyft að
eignast eigið þak yfír höfuðið, en
með hækkun eignaskatts stuðlar
núverandi ríkisstjóm að hreinni
eignaupptöku og vegur alvarlega
að sjálfseignastefnunni í húsnæðis-
málum.“
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
„Það er ömurlegt, að
fólkið í landinu skuli
þurfa að hafa í mestu
ábyrgðarstöðum menn,
sem augsýnilega kunna
engin skil á þýðingu
hornsteina lýðræðis-
ins . . .“
komið mér á óvart hve Guðrún
Helgadóttir sem forseti sameinaðs
þings hefur furðuiega afstöðu til
umboðsmanns Alþingis líkt og land-
búnaðarráðherrann flokksbróðir
hennar.
Guðrúnu Helgadóttur
sýnd óvirðing
Sá gmnur vaknar, að ráðhemin-
um, Olafi Ragnari Grímssyni og
Svavari Gestssyni, hp.fi þótt tilvalið,
að geta um leið með hinu dæma-
lausa samkomulagi, snuprað þing-
manninn, sem var orðinn forseti
sameinaðs þings að því að sagt er
í óþökk þeirra. Það var auðvitað
best gert með því að óvirða um-
rædda þrískiptingu valdsins, sem
henni var svo hjartfólgið mál a.m.k.
áður en hún varð forseti SÞ.
Orð Guðrúnar Helgadóttur alþm.
um þrískiptingu valdsins við um-
ræðu um „fræðslustjóramálið", en
þá var hún ekki orðin forseti sam-
einaðs þings, voru svohljóðandi:
„Meðan ég sit á Alþingi tslend-
inga mun ég reyna að virða
þriskiptingu valdsins sem við
búum við og gera eðlilegan
greinarmun á löggjafarvaldi,
framkvæmdavaldi og dóms-
valdi.“
Ráðherrarnir tveir
óttuðust sýknudóm
Engum getur dulist, að með
þessu samkomulagi hugðust ráð-
herramir tveir blygðunarlaust á
kostnað þess opinbera koma í veg
fyrir að svo gæti tekist til að Hæsti-
réttur sýknaði ríkissjóð af öllum
kröfum fræðslustjórans og að rétt-
mæti gerða fyrrv. menntamálaráð-
herra, Sverris Hermannssonar, yrði
þar með viðurkennt. Greinilegt er
að ráðherramir tveir óttuðust
sýknudóm. Frá pólitískum bæjar-
dyram þeirra séð mátti slíkt ekki
eiga sér stað og því gripu þeir til
þess gerræðis að falla frá áfrýjun
málsins til Hæstaréttar.
Hitt er víst að fyrrv. fjármálaráð-
herra, Jón Baldvin Hannibalsson,
taldi að fræðslustjóranum bæra
engar bætur. Það er ömurlegt, að
fólkið í landinu skuli þurfa að hafa
í mestu ábyrgðarstöðum menn, sem
augsýnilega kunna engin skil á
þýðingu homsteina lýðræðisins og
hika ekki við að troða þeim ofan í
pólitískt svað, þegar þeim hentar.
Slíku athæfí mega lögmenn, und-
ir engum kringumstæðum, láta
ómótmælt, að ekki sé meira sagt.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur.
Mótmæla aðför að launafólki
Miniúiig:
SigríðurÞ. Claessen
Þorbjarnarson
Fædd 17. janúar 1915
Dáin 22. janúar 1989
Þótt segja megi að dauðinn sé
eina staðreynd lífsins og jafnvel
léttir þegar um langvinn og erfíð
veikindi er að ræða, er hann alltaf
jafn sár. Vissulega er auðveldara
að taka á móti honum, þegar hann
knýr dyra, ef hann hefur boðað
komu sína með löngum fyrirvara.
Engu að síður er eins og tíminn
stöðvist á þeirri stundu sem enginn
fær umflúið og ótal minningar
hrannast upp. Sú var raunin þegar
Bella mágkona mín lést 22. janúar
síðastliðinn, en mig langar til að
minnast hennar örfáum orðum með
innilegu þakklæti fyrir löng og
ánægjuleg kynni.
Sigríður Þórdís Claessen Þor-
bjamarson, eins og hún hét fullu
nafni, fæddist í Reykjavík 17. jan-
úar 1915 og var því nýorðin 74 ára
þegar hún lést. Foreldrar hennar
vora Arent Claessen, stórkaup-
maður og aðalræðismaður, og kona
hans Helga Þórðardóttir. Bella var
næstelst fimm systkina; elstur var
Jean, framkvæmdastjóri, en þriðji
í röðinni Haukur, flugmálastjóri.
Þau era nú öll látin, en eftir lifa
yngstu systkinin tvö, Helga og Ar-
ent yngri, eiginmaður minn.
Snemma kom í ljós, að Bella var
góðum gáfum gædd. Hún hlaut
inngöngu í Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi, sem þótti góð menntun
f þá daga. Auk þess stundaði hún
nám í klausturskóla í Belgíu, þar
sem hún lærði meðal annars
frönsku, og einnig sótti hún versl-
unarskóla í Englandi.
Hinn 24. október árið 1936 gekk
Bella að eiga Þórð Þorbjarnarson
og var það mikill hamingjudagur í
lífí hennar, því hjónaband þeirra var
farsælt og gott.
Þórður var fæddur 4. maí árið
1908 á Bíldudal, sonur hjónanna
Þorbjamar Þórðarsonar, héraðs-
læknis þar, og Guðrúnar Pálsdótt-
ur. Að loknu stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1929
hélt hann utan til náms, lauk BSc-
prófi í fiskefnafræði frá Dalhousie
University í Kanada 1933, og árið
eftir að þau Bella giftust tók hann
doktorspróf í lífefnafræði frá Uni-
versity College í London.
Þórður var merkur vísindamaður
og telst tvímælalaust einn af braut-
lyðjendum fískirannsókna hér á
landi. Hann var forstöðumaður
Rannsóknastofu Fiskifélags íslands
1934-1965 og síðan forsljóri Rann-
sóknastofnunar fískiðnaðarins frá
stofnun hennar 1965 og þar til
hann lést 1974.
Bella og Þórður lifðu hamingju-
ríku fjölskyldulífí. Þau vora sam-
hent hjón og góðir félagar; höfðu
til dæmis yndi af að ferðast saman
í sumarleyfum bæði hér heima og
erlendis. Þau eignuðust einn son,
Þórð borgarverkfræðing, og er eig-
inkona hans Sigríður Jonatansdótt-
ir, sem reyndist tengdamóður sinni
frábærlega vel frá fyrstu tíð. Bama-
bömin era þijú: Sigríður Þórdís,
Jónatan og Þórður, og eru þau hvert
öðra efnilegra.
Ég hitti Bellu fyrst á heimili
tengdaforeldra minna að Laufás-
vegi 40, og mér er minnisstætt, hve
falleg og glæsileg mér þótti hún.
Hun bar höfuðið hátt og kunni þá
list að halda uppi skemmtilegum
samræðum á góðri stundu. Hún var
listhneigð, fylgdist vel með bók-
menntum, bæði íslenskum og er-
lendum og las reiðinnar ósköp.
Hafði einnig mikið yndi af góðri
tónlist og lærði píanóleik á yngri
áram.
Bella lét sér alla tíð annt um
lífsstarf manns síns. Hún lifði fyrir
frama hans, og þar sem hann átti
oft við veikindi að stríða reyndi
mjög á styrk hennar og þol. Og
síðustu árin, eftir að hún var orðin
ekkja, þurfti hún sjálf að glíma við
erfíðan lungnasjúkdóm. Sú barátta
var bæði langvinn og miskunnar-
laus, en samt kvartaði hún aldrei
og var æðralaus til hinstu stundar.
Um leið og ég votta aðstandend-
um dýpstu samúð, kveð ég að lokum
Bellu mágkonu mína með alúðar-
þökk fyrir þá velvild og vináttu sem
hún auðsýndi mér.
Megi guð blessa minningu henn-
ar.
Sigurlaug Gröndal Claessen
t t
Móðir okkar, Bróðir okkar,
BÓTHILDUR JÓNSDÓTTIR, JÓSEP GUNNARSSON,
Hverfisgötu 104a, er látinn.
lést á heimili sínu 31. janúar.
Lilja Gunnarsdóttir,
Börnin. Kári Gunnarsson,
Bolli Gunnarsson,
Kjartan Gunnarsson.
t t
Maðurinn minn, Faðir okkar,
SVEIIMN MAGNÚSSON, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON,
Hrafnhólum 6, Arkarlæk,
áður Vi'ghólastíg 12, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 27. janúar, verður jarðsettur
Kópavogi, frá Akraneskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 14.00.
lést 1. febrúar. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness.
Fyrir hönd aðstandenda, Fyrir hönd vandamanna,
Guðrún Sigurjónsdóttir. börn hins látna.