Morgunblaðið - 02.02.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 02.02.1989, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 4 Elsa D. Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 22. apríl 1913 Dáin 26. janúar 1989 Elsa er dáin. Mig langar með nokkrum fátæklegum línum að minnast Elsu Dórótheu Jóhannes- dóttur eða Elsu á Bestó eins og hún var oftast kölluð. Fyrir um það bil 12 árum hafði ég mín fyrstu kynni af henni þá sextán ára gömul. Eft- ir því sem ég kynntist henni betur fann ég hversu traustur og styrkur persónuleiki hún var. Einhvem veg- inn var það alltaf svo, að auðvelt var að tala um allt og alla við hana. Eitt var víst að alltaf var maður velkominn á Bergstaðastrætið og ósjaldan var boðið upp á vöfflur með rjóma og tilheyrandi. Var þá mikið skrafað og hlegið. Ef maður átti eitthvert erindi í bæinn endaði sú ferð yfirleitt á Bergstaðastræt- inu og brást það sjaldan að þar voru samankomnir ættingjar eða vinir. Elsa var alltaf ákaflega vel til fara, fylgdist vel með tískunni enda hafði hún sérlega gaman af að skreppa niður á Laugaveg, skoða í glugga og sjá mannlífíð. Þar sem ég stunda mína vinnu á Laugarveg- inum sá ég hana oft og iðulega bregða fyrir. Þeirra stunda mun ég sárlega sakna núna. Ég vil að lokum biðja góðan guð um að styrkja dætur hennar þær Eddu og Stínu og aðra vandamenn. Með þökk fyrir allt og allt Auður Kolbeinsdóttir „Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, þá sefur hin í rúmi þínu.“ Þessi orð spámannsins koma í huga minn þegar ég heyrði dánar- fregnina. Elsa er dáin. Eitt vetrar- kvöld fyrir örfáum dögum sit ég með henni í fagnaði ásamt fjöl- skyldu hennar. Við gleðjumst, skröfum saman og horfum yfir hóp- inn. Næsta dag er hún horfin frá okkur. Svo skjótt dregur fyrir sólu í lífi okkar. Enginn veit hver er næstur. Ég var svo lánsöm að kynnast Elsu í gegnum vinskap okkar Eddu dóttur hennar, sem hefur varað á annan áratug. Ekki höfðum við Edda átt lengi samleið áður en mér TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Verð við al/ra hæfí Einar Farestvett&Co.hf. BOMQAKTUM M. SlMAMi (S1) 1NH OO UINO - M«a jáAg** Leið 4 stoppar við dymar ......... ■■■.T ii ■ 'nr'iF"-wiiMnrremMp»j«g ii'.iub. í- i» " Jiinrr varð ljóst hver homsteinn Elsa var í þessari samhentu fjölskyldu. Dæt- ur hennar og bamaböm áttu þar slíkt skjól, að unun var á að horfa. í gleði og sorgum. í smáu og stóru, var Elsa miðdepillinn, og hennar hlýji faðmur stóð opinn í hverju til- viki. Vinir og félagar bama hennar vom jafnvelkomin í litla notalega húsið hennar á Bergstaðastrætinu. Það fékk ég oft að upplifa sjálf. Þegar Edda vinkona mín, á sínum tíma, stóð ein uppi með drengina sína þrjá, á erfiðum tímum, fékk hún að reyna að hún var ekki ein þrátt fyrir allt. Engin er einn sem á slíka móður sem Elsu. Heimili hennar og allur stuðningur stóð opinn upp á gátt fyrir ástvini hennar, svo augljóst er að það er skarð fyrir skildi hjá þeim Stínu og Eddu og bamahópnum þeirra. En á móti kemur dýrlegur minninga- sjóður um góða móður og ömmu, sem umbar allt, skildi allt og með glaðværa brosinu sínu og óbilandi trausti gaf þeim það veganesti, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Elsa hitti ung að ámm tilvonandi eiginmann sinn, og var það hennar gæfa. Þau gengu í hjónabarid árið 1934. Márus var að sögn kunnugra ein- stakur gáfu- og glæsimaður. Hann var ættaður af Snæfellsnesi, og hélt nánu sambandi við þá fögru sveit alla tíð. Á Kirkjubóli áttu þau sínar unaðsstundir, í faðmi hinnar kyngimögnuðu náttúru, og ekki ieið eitt sumar svo þau dveldu þar ekki lengur eða skemur. Á Snæfellsnesi átti Máms sitt skapadægur því hann dmkknaði í Hagavatni sumar- ið 1960. Ekki er að efa að slíkt áfall hefur reynt á samheldni þess- arar litlu íjölskyldu. Stína var enn barn að aldri en Edda var vaxin úr grasi og studdi móður sína og systur eins og henni einni er lagið. Elsa gerði ekki víðreist um dag- ana. Hun var borgarbarn. Fyrir utan Snæfellsnesferðirnar mátti segja að gamli miðbærinn væri hennar heimur, og ófáar ferðir átti hún sér til gamans um hinar fornu verslunargötur, sem geyma létt spor Reykjavíkurdætra aftur í aldir. Elsa var björt yfirlitum og föngu- leg kona. Hun hafði mikla kímni- gáfu og hæfileikar hennar til að sjá sífellt björtu hliðamar á tilvemnni 7 OKTÓBER MIDVIKUDAGUR 9 OKTÓBER FÖSTUDAGUR Skiladagur Birtingardagur Birting afmælis- ogminning- argreina 10 13 OKTÓBER OKTÓBER LAUGARDAGUR ÞRID/UDAGUR Skiladagur Birtingardagur Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðai- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofii blaðsins í Hafiiarstræti 86, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. iM'j vom einstakir. Að hitta Elsu var eins og að verða hafinn upp úr hversdagsleikanum. Maður lyftist úr dmnganum og upp á stig glað- værðar og hláturs. Slíkt var hollt og hressandi, og maður fór frá henni ríkari af bjartsýni og léttri lund. Þess vegna veit ég kæra Edda mín og Stína að sá arfur sem Elsa skilur eftir ykkur til handa getur ekki bmgðist, og því merki sem hún bar, eigið þið eftir að halda á lofti um ókomin ár, sem ósýnilegur en óhagganlegur tengiliður milli stórra og smárra í fjölskyldunni á því plani sem engar sorgir ná að bijóta nið- ur. Ég læt ekki hjá líða að minnast sérstaklega sambands hennar og bræðranna Mámsar og Jonasar sem áttu heimili hjá ömmu sinpi um lengri eða skemmri tíma. Hún var þeim sem önnur móðir og veit ég að þeir geyma minningu hennar sem fágætan fjársjóð. Venslafólki hennar öllu, vinum og síðast en ekki síst Stínu og minni kæm vinkonu Eddu votta ég mína innilegustu samúð og bið þeim allr- ar blessunar. Dagbjört Kveðja frá Hollandi Spámaðurinn Gibran sagði: „Þið emð vön að mæla tímann og hið ómælanlega. Þið hagið gerðum ykk- ar eftir stundaglasi og bindið jafn- vel anda ykkar við stundir og árs- tíðir. Þó þekkir eilífðin í ykkur eilífð lífsins og veit að dagurinn í gær er aðeins minning dagsins í dag og morgundagurinn draumur hans.“ Tími góðrar konu, móðursystur mannsins míns, Elsu Jóhannesdótt- ur, er útmnninn. Mér finnst aðeins örfáir dagar síðan að Elsa kíkti við hjá okkur á Laugaveginum, hún leit svo vel út á nýja árinu, með glettni í augum, rétt að gá að syst- ur sinni, Kristínu tengdamóður minni, eins og hún hafði gert í ótal skipti áður. Já, Elsa var algjörlega sér á parti, stórskemmtileg kona og orðheppin með afbrigðum, kona sem hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og sagði þær umbúða- laust. Nú er hennar tími kominn. Kallið kom snöggt. Ég veit að hennar er sárt saknað af dætmnum sem vom henni svo nánar og bamabörnunum sem elskuðu hana takmarkalaust. Ég minnist alltaf orða dóttursonar hennar Jónasar sem sagði við mig: „Hún Elsa amma er það skemmti- legasta og besta sem ég veit.“ Ann- ars em öll kynni mín af Elsu í gegn- um tengdamóður mína, Kristínu. Samband þeirra og vinátta var engu lík. Þær vom miklar systur og bestu vinkonur og ekki leið sá dagur að þær heyrðu ekki í hvorri annari, hittust og ættu saman góðar stund- ir. Því veit ég að tengdamóðir mín hefur misst mikið. En tíminn heldur áfram. Okkur Dónald finnst tilveran fátæklegri án Elsu „frænku". Héð- an frá Hollandi hugsum við heim og kveðjum með orðum spámanns- ins: „Og láttu daginn í dag geyma minningu hins liðna og draum hins ókomna." Helga Mattína Kveðja frá frændsystkinum í dag verður kvödd frá Dómkirkj- unni í Reykjavík kær frænka okk- ar, Elsa Dóróthea Johannesdóttir. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 22. apríl 1913, dóttir hjónanna Kristínar Sverrisdóttur frá Sól- heimum í Mýrdal og Jóhannesar Bárðarsonar frá Skógum undir Eyjafjöllum. Eftir skamma búsetu í Vestmannaeyjum fluttúst þau til Reykjavíkur og bjuggu fyrst á Hverfisgötu, en síðar í Éystra- Gísjholti við Ránargötu. Árið 1915, þegar Elsa var 2ja ára, veiktist móðir hennar og lést. JÓhannes sem stundaði sjómennsku stóð þá einn uppi með unga dóttur sína. Tóku móðurforeldrar okkar, Guðlaug Steingrímsdóttir og Magn- ús Magnússon, hana þá að sér, en Jóhannes faðir hennar og Magnús höfðu keypt Eystra-Gíslholt nokkru áður. Var Elsa hjá þeim til 6 ára aldurs. Átti hún mjög hlýjar minn- ingar frá þessum bernskuárum. Þegar Jóhannes kvæntist öðru sinni, fluttist hún jrfir í íbúðina til föður síns og ungrar eigihkonu hans, Margrétar Jonsdóttur, sem ættuð er frá Seyðisfirði, dugmikillar og traustrar konu. í húsinu bjuggu fímm fjölskyldur, enda bjó fólk víða í Reykjavík við þröngan húsakost á þessum árum. Margrét lifír mann sinn og býr með yngsta syni sínum í Reykjavík. Böm þeirra Margrétar og Jóhann- esar eru fjögur: Jóhannes listmál- ari, kvæntur Álfheiði Kjartansdótt- ur, Kristín giftist Donald Farr Tad- er, en hann lést af slysförum í Bandaríkjunum — síðari eigin- maður Kristínar er Þorkell Máni Þorkelsson blikksmiður, Bárður gullsrniður kvæntur Ósk Auðuns- dóttur og Ómar póstafgreiðslumað- ur, sem býr með móður sinni eins og fyrr segir. Mjög kært samband var með þeim systkinum, þó sér- staklega milli hennar Og Kristínar, sem fluttist heim frá Bandaríkjun- um árið 1953. Síðar leið tíminn og sem ung stúlka kom hún á heimili foreldra okkar, Guðrúnar Magnúsdóttur og Sverris Sverrissonar og dvaldi þar uns hún stofnaði eigið heimili með Márusi Júlíussyni, fæddur 5. apríl 1903 að Hólslandi í Miklaholts- hreppi, sonur hjónanna Sólveigar Ólafsdóttur og Júlíusar Jónassonar. Þau bjuggu lengst af á Bergstaða- stræti 22 í Reykjavík. Eignuðust þau tvær dætur, Eddu, fædda 1935, og Kristínu, 1951. Edda giftist Jó- hannesi Jónassyni og eignuðust þau þijá syni. Elstur er Márus, þá Jónas og Ólafur. Edda og Jóhannes siitu samvistum. Kristín er gift Daníel Guðmundssyni rennismið og eiga þau fjögur böm. Þau eru Márus, Kristín, Elsa Dóróthea og Harald- ur. Bamabörn Elsu eru fimm. Þessi afkomendur hennar leituðu mjög eftir sambandi við hana, enda var hún skilningsrík og gestrisin heim að sækja. Höfðu barnabörnin ómetanlegt athvarf í húsi ömmu sinnar og áttu þau öll trúnað henn- ar og traust. Við systkinin eigum einnig margar dýrmætar minningar frá samverustundum okkar á heim- ili þeirra hjóna að Bergstaðastræti og á Kirkjuhóli á Snæfellsnesi, en þá jörð áttu þau um árabil. Margar ferðir vom farnar þangað og dvalið þar um lengri eða skemmri tíma í góðu yfirlæti. En þessi staður var þeim hjónum mjög kær. Við minn- umst einnig með þakklæti hvernig heimili þeirra Elsu og Márusar stóð okkur opið á erfiðleikastund við skyndilegt fráfall foreldra okkar. Og æ síðar fengum við að njóta einstakrar umhyggju hennar og hlýju. Arið 1960 urðu þáttaskil í lífi Elsu, er hún missti eiginmann sinn, en hann drakknaði í Hagavatni á Snæfellsnesi. Fór hún þá að starfa utan heimilis til þess að sjá sér og yngri dóttur sinni farborða. Starf- aði hún á ýmsum stöðum við ræst- ingar, en lengst af í Iðnskólanum í Reykjavík. Þrátt fyrir margvís- legan mótbyr í lífinu var Elsa gædd þeim góðu eiginleikum að geta tek- ist á við erfiðleikana af raunsæi. Hun var glaðlynd og hispurslaus og góðum gáfum gædd. í þjóðmál- um hafði hún fastmótaðar skoðanir og lý/sti ijörlega sjónarmiðum sínum. Elsa var í nánum tengslum við dætur sínar og íjölskyldur þeirra. Elsa trúði á mátt bænarinnar samkvæmt fyrirheitum Jesú Krists. Um leið og við vottum ástvinum hennar innilega samúð, minnum við þá á orð Ritningarinnar: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir“. Filip. 4,13! Mig langar til að minnast elsku- legrar móðursystur Elsu Jóhannes- dóttur með nokkram orðum. Mikið var alltaf gott að koma til Elsu á Bestó, hún var alltaf svo hress og kát. Það var alltaf hægt að koma til hennar með öll sín vandamál því hún var svo skilningsrík og góð, þó aldursmunur okkar Elsu hafi verið 37 ár þá leit ég á hana ekki einungis sem mína uppáhaldsf- rænku heldur einnig sem svo góða vinkonu, hún var alltaf svo ung í anda og skildi vandamál lífsins svo vel. Alls staðar þar sem fjölskylda hennar og vinir vora samankomnir var Elsa frænka alltaf miðpunktur- inn og hrókur alls fagnaðar. Hún átti því láni að fagna að vera við góða heilsu fram til hins síðasta og því megum við öll þakka góðum guði fyrir það. Ég skrifa einnig fyrir hönd móður minnar sem hefur ekki aðeins misst síná einu systur heldur sína bestu vinkonu. Við eitt megum öll þakka fyrir hvað við áttum yndislegar minning- ar um góða konu. Að lokum vil ég og ijölskylda mín biðja góðan guð um að styrkja dætur hennar og fjölskyldu í þeirra miklu sorg. Vors herra Jesú vemdin blíð, veri með oss á hverri tíð. Guð huggi þá sem hryggðin slær, hvort þeir eru íjær eða nær. Kristnina efli’ og auki við, yfirvöldunum sendi lið, hann gefí’ oss öllum himnafrið. Ólafur Jónsson Maggý Mér er þungt, tárin bijótast sífellt fram og blinda augu mín. Hún Elsa mín er dáin, horfín. Ég hitti hana síðast 24. janúar og var hún þá glöð og glæsileg að vanda. Við áttum eina af okkar góðu stundum saman. Hún var slagæð fjölskyldunnar, ungir jafnt sem aldnir elskuðu hana og virtu. Ef eitthvað bjátaði á eða þurfti að ræða um var óðara farið til eða hringt í mömmu, ömmu, systir, frænku og vinkonu, málin rædd, og þessi perla hafði alltaf það til málanna að leggja sem dugði, þann- ig var það jafnt í gleði og sorg. Og allt það sem hún er búin að vera mér, ekki síst síðastliðin fimm ár, bið ég góðan Guð að launa henni, og vona að okkar leiðir liggi saman aftur þó síðar verði. Hún Elsa mín var gift móðurbróður mínum, og er hún mér í minni frá fyrstu stund, þó lítil væri ég þá, fyrir glæsileik, gleði og gáfur. Það lýsir henni kannski best, að mér fannst hún alltaf náskyld mér, og nefndi hana ævinlega frænku jjegar ég nefndi hana við aðra. Hun fór ekki varhluta af lífsreynslu, missti móður sína ung og eiginmaðurinn drakknaði ásamt vini sínum árið 1960. Þá var yngri dóttirin aðeins níu ára, tengdamóðir hennar hún amma mín stóð þá á líkböram, og voru þau jarðsungin saman. Allt þetta og meira til gekk hún í gegn- um. Og eins og hetjumar ævinlega gera, óx hún við hveija raun. Þetta er bara brotabrot af henni Elsu mmni og læt ég hér staðar numið. Elsku frænkurnar mínar Stína og Edda, já og þið öll, sem áttuð þessa perlu að, bið ég góðan guð að láta geislann hennar lýsa ykkur til ævi- loka, megi sem flestir afkomendur hennar bera alla hennar kosti í fari sínu. Með hjartans kveðju, þökk og virðingu kveð ég frænku mína. Dýpstu samúðarkveðjur, kæra vinir mínir. Ykkar Karólína Rut Valdi- marsdóttir frá Skjaldartröð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.