Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 39

Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 39 Glynn Wolfe og Daisy. HJÓNABAND Hefur kvænst tuttugu og sjö sinnum Guð hefur sent mér engil,“ segir Glynn Wolfe, 80 ára, í Kalifomíu í Bandaríkjunum um nýju konuna sína sem var aðeins 14 ára þegar þau gengu í hjónaband. Glynn er sá maður í heiminum sem oftast hefur kvænst, alls tuttugu og sjö sinnum, og er hann af því tilefni skráður heimsmethafi í bók Guin- ness. Þau létu pússa sig saman fyr- ir þremur árum og hefur hjónaband- ið enst lengur en mörg fyrri, sem varað hafa frá aðeins nítján dögum upp í fimm ár. „Taugin milli okkar var gerð á himni og mun aldrei slitna," segir sá nýkvænti. Konan hans, Daisy, segir: „Hann er blíðasti maður sem ég þekki. Aldursmunurinn skiptir engu máli, aðalatriðið er að við elsk- um hvort annað.“ Wolfe hafði gefið upp alla von um að finna þá réttu, eftir að flosnaði upp úr hjónabandi númer 26, eftir aðeins 63 daga! „Þetta er þriðja lengsta hjónabandið og það mun vara. Hún er fyrsta konan sem fær mig til þess að taka lífínu með ró. Enn er ég að klípa mig í handlegginn, ég trúi þessu varla,“ segir Wolfe. Hjónakomin kynntust árið 1985 eftir að móðir Daisy rak augun í blaðagrein um óheppni Wolfe í kvennamálum og sýndi dóttur sinni sem þá var á gelgjuskeiðinu. „Ég fékk bréf og mynd af þessari yndis- fögru stúlku þar sem hún kvaðst vilja giftast mér,“ segir Wolfe. Hann mátti engan tíma missa, flaug í skyndi til Filippseyja og hitti fyrir verðandi konu sína. Þau giftu sig fljótlega, en þegar átti að fara aftur til Bandaríkjanna kom babb í bát- inn. Innflytjendaeftirlitið meinaði stúlkunni að flytja inn í landið, jafn- vel þó að þau væru löglega gift. Þurftu þau að bíða þar til Daisy náði sextán ára aldri og í rúmt ár skrifuðust þau á. Loks, í febrúar 1987, sameinuðust þau á ný. „Á kvöldin hjálpa ég henni með heimanámið og hún lagar kvöldverð. Og alltaf þegar hún gengur fram hjá mér smellir hún kossi á kinn mína. Hún líkist engri af fyrrverandi konum mínum, hefur engan áhuga á að þvælast um bæinn og eyða peningunum mínum. Hún hvorki reykir né drekkur og ætlast ekki til þess að ég kaupi á hana minkapels. Ég veit að það var sá á efri hæðinni sem sendi mér þessa stúlku," segir maðurinn sem kvæntist þeirri réttu, eftir ævilanga óheppni. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú læra meira, en hefur ekki nægan tíma? Lausn á þessum vandamálum færðu með því að margfalda lestrarhraða þinn, en það getur þú lært á hraðlestrarnámskeiði. Næsta námskeið hefst 7. febrúar nk. Síðast komust færri að en vildu, svo þú skalt skrá þig tímanlega. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN MODEL MYND HVERFISGATA 46 SÍMI 621088 Innköllun módelatil Ijósmyndatöku. Þeir, sem hafa áhuga áendurmyndatöku, tilkynni sig strax. Myndir mega ekki vera eldri en 2ja ára á skrá. f 4 • 4 . finirmw jlLiuirÁnjir «1 ECCAFWAT Skandinavten Fashion Tour ’88 Fegurðardrottningar Norðurlanda 1988 - allar samankomn- ar á íslandi og skemmta gestum Broadway í kvöld. ★ Snyrtivöru- keppni með þátttöku áhorfenda - Bourjoirsnyrti- vörurfrá heildversluninni Classic ★Tískusýning „Fashion Show“ - Allurfatnaður hannaður af íslenskum fata- hönnuði. Verslunin Punktur. ★ Elleinor Persson - Ungfrú Svíþjóð 1988 tekur lagið. ★ Kynning á Gucci úrum frá Garðari úrsmiði á Lækjartorgi. ★ Stúlkurnar koma fram í sundfatnaði frá Sportvöru- þjónustunni. ★ Látúnsbarkinn Ijúfi Arnar Freyr kemurfram. Fordrykkurfrá kl. 21.00-22.30 Kynnirkvöldsins: Jóhann Steinsson Aðgöngumiða- verð kr. 750.- FE RÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR BIPCAIDWAT FLUOLEIÐIR tilaflraskemmtmemaa: / / Nú bjóðum við öllum skemmtinefnd- um að slá í gegn og halda árshátið á Hótel Sögu með gistingu og öllu tilheyrandi fyrir aðeins kr.lOOIL Þetta er kærkomin nýjung fýrir alla Reykvíkinga og aðra landsmenn sem hyggja á árshátíð í vetur. _ Innifalið í verði: Salarleiga, hljómsveit, þrírétta máltíð að eigin vali, gisting m/morgunverði, ein nótt í tvíbýli og aðgangur að heilsurækt með Ijósum, gufu, nuddpotti o.fl. Hafið samband við Halldór Skaftason eðasöludeildí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.