Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1989
47
Patrlck Battiston.
FOLK
■ ERIC Caatona, knattspymu-
maðurinn snjalli hjá Marseille í
Frakkland, er enn einu sinni í
vondum málum. í æfingaleik gegn
Torpedo frá Moskvu um sl. helgi
reiddist hann, fór úr keppnistreyju
sinni og henti henni í völlinn, grýtti
boitanum upp f stúku og ýtti við
dómaranum áður en hann hann
strunsaði af velli. Forráðamenn fé-
lagsins hafa tilkynnt að þeir hafí
sett Cantona f keppnisbann um
óákveðinn tíma. Leikmaðurinn var
í gær staddur á Spáni og herma
fregnir að hann sé að reyna að
komast að hjá þarlendu liði.
■ MICHEL Platini, landsliðs-
þjálfari Frakka, hefur valið
Patrick Battiston í franska lands-
iiðshópinn í knattspymu á ný. Batt-
iston, sem er 31 árs og leikur með
Mónakó, var valinn í 18 manna
hópinn sem á að leika vináttuleik
við íra f Dublin 7. febrúar. Jean
Tigana er einnig í hópnum, en
hann lék eegn Júgóslövum í
Belgrad í nóvember og þótti standa
sig vel. Platini segist þurfa á Batt-
iston, sem hefur leikið 53 lands-
leiki, að halda vegna reynslu hans.
„Ég er ekki viss um að Battiston
verði ánægður með val mitt, en
hann getur ekkert gert,“ sagði
Platini, en reglur Frakka kveða á
um að leikmaður sem valinn er í
landsliðið geti ekki neitað að leika
fyrir þjóð sína. Franska landsliðið
mun einnig leika æfíngaleik gegn
efsta liði ensku deildaimnar, Arse-
nal, 14. febrúar. Þessir leikir eru
liður í undirbúningi liðsins fyrir HM
leikinn gegn Skotum í Glasgow
8. mars.
■ VLADIMIR Salnikov, fjór-
faldur óiympíumeistari í sundi, hef-
ur verið ráðinn yfírþjálfari sovéska
sundlandsiiðsins. Salnikov , sem
er 28 ára, vann þrenn gullverðlaun
á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980
í 400, 1.500 og 4 X 200 metra
skriðsundi og á Ólympíuleikunum í
Seoul í sumar sigraði hann í 1.500
metra skriðsundi.
■ TANJU Colak, tyrkneski
fammherjinn hjá Galatasray, var
markahæsti leikmaður Evrópu
1988 og fékk að því tilefni Gullskó-
inn afhentan við hatíðlega athöfn í
Monte Carlo í gær. Colak skoraði
alls 39 mörk fyrir lið sitt Galatas-
ary á síðasta keppnistímabili. Það
var Gerd MUller, fyrrum landsliðs-
maður Vestur-Þýskalands, sem
afhenti honum verðlaunin. PSV
Eindhoven var valið besta lið Evr-
ópu í sama hófi og hollenski leik-
maðurinn, Marco Van Basten, sem
fékk gullskóinn 1986, var útnefhd-
ur besti leikmaður Evrópukeppn-
innar 1988 og jafnframt sá marka-
hæsti og fékk hann sérstök Vgrð-
laun að því tilefni.
HANDKNATTLEIKUR
Kæru Fram vegna KA-
stúlkunnar vfsað frá
DÓMSTÓLL Handknattleiks-
sambands íslands hefur
vísað frá kæru handknatt-
leiksdeildar Fram vegna KA-
stúlkunnar ungu sem lók með
drengjaliði fólagsins á ís-
landsmótinu í handknattleik
fyrrívetur.
Valgarður Sigurðsson, form-
aður dómstóls HSÍ, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að dómstóllinn sé bundinn við
kröfur aðila. „Það voru engar
kröfur í þessari kæru og því hefur
dómstóllinn ekki forræði í mál-
inu,“ sagði Valgarður. „Við velt-
um þessu fyrir okkur fram og til-
baka, enda ávallt bagalegt þegar
máli er vísað frá.“
Málið snérist um það að ung
stúlka, Ingibjörg Harpa Ólafs-
dóttir, lék með 5. flokki drengja
hjá KA á íslandsmótinu í hand-
knattleik í haust. Ingibjörg Harpa
hefur einnig leikið knattspymu
með drengjaflokki félagsins, og
hefur meðal annars verið valin
besti vamarmaður Tommamóts-
ins í Vestmannaeyjum, þar sem
lið alls staðar af landinu keppa.
Valgarður Sigurðsson sagði í
gær að ekki væri Jiægt að leggja
fyrir dómstól HSÍ mál þar sem
spurt væri „um hvað eru lög og
hvað era reglur, en það var aug-
ljóslega gert í þessu máli,“ sagði
hann.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA
Spenna á toppnum
- eftir sigur FH á Fram í gærkvöldi
FH vann stórsigur á Fram í
gærkvöldi, og eru liðin nú efst
og jöfn f deildinni. Leikurinn
endaði 23:15 fyrir FH. Hauka-
stúlkur sigruðu stöllur sínar úr
Val næsta auðveldlega 19:15
og viðureign Stjörnunnar og
Víkings lyktaði með sigri
Stjörnunnar 26:23.
Það var greinilegt strax í byijun
að FH-liðið ætlaði sér sigur í
leiknum. Mikil barátta var í liðinu
og fór mótspyman greinilega í
^■1 taugarnar á Fram-
Katrín stúlkunum. FH
Fríöríksen hafði yfírhöndina
skrífar aj|an leikinn, að
undanskildum upp-
hafsmínútunum. Staðan í leikhléi
var 12:9 fyrir FH.
FH-liðið fór á kostum í síðari
hálfleik og forskotið jókst jafnt og
þétt. Flest markanna komu úr
hraðaupphlaupum, enda varði Halla
Geirsdóttir vel í FH-markinu. Leik-
urinn endaði með stóram sigri FH
23:15 og langt er síðan Fram hefur
hlotið slíka útreið í deildarkeppni.
Með sigrinum skaust FH upp að
hlið Fram á toppi deildarinnar, en
hvort lið hefur tapað tveimur leikj-
um til þessa.
Mðrk FH: Rut Baldursdóttir 7/3, Eva Baldurs-
dóttir 5, Inga Einarsdóttir 4, Heiða Einars-
dóttir og Björg Gilsdóttir 3 mörk hvor, Kristín
Pétursdóttir eitt mark.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 5/3, Jó-
hanna Halldórsdóttir 3, Osk Víðisdóttir 2,
Ama Steinsen, Ingunn Bemótusdóttir, Margr-
ét Blöndal og Sigrún Blomsterberg eitt mark
hver.
Öruggt hjá Haukum g*gn Val
Það fer að verða hefð í viðureign-
um Hauka og Vals að fyrmefnda
liðið vinni auðfenginn sigur. Leikur-
inn í gær var engin undantekning.
Hann var þó í jámum lengi framan
af og lítið skorað. Staðan í leikhléi
var 9:5 fyrir Hauka.
Valsliðið náði aðeins að rétta úr
kútnum um miðjan síðari hálfleik
og minnkaði muninn í tvö mörk.
Herslumuninn vantaði þó og nokk-
uð öraggur sigur Hauka var stað-
reynd.
Mörk Hauka: Steinunn Þorsteinsdóttir 6,
Margrét Theódórsdóttir 5/3, Þórunn Sigurðar-
dóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir 2 mörk hvor
og Brynhildur Magnúsdóttir eitt mark.
Mörk Vals: Guðrún Kristjánsdóttir 6/1, Ásta
Stefánsdóttir 3, Ásta Sveinsdóttir og Katrín
ENGLAND
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Rut Baldursdóttir skorar hér eitt 7 marka sinna fyrir FH í sigurleiknum
gegn Fram. Hugrún Þorsteinsdóttir er til vamar í marki Fram.
FráBob
Hennessy
ÍEnglandi
ítfámR
FOLK-
■ TRYGGVI Sigmarsson, skot-
maður, setti nýtt íslandsmet í
keppni með loftbyssu á opnu móti
í Förde í Noregi á dögunum. Hann
hlaut 567 stig af 600 mögulegum.
■ PIRMIN Ziirhriggen,
ólympíumeistari í alpagreinum, féll
á æfingu í branbrautinni í Beaver
Creek í Vail í Colarado í gær.
Meiðsli hans vora þó ekki talin al-
varleg. ZUrbriggen, sem hafði
besta tímann í æfíngaferðunum
tveimur á þriðjudag, féll í fyrstú
æfingaferðinni í gær. Mjög mis-
vinda var og lélegt skyggni og er
talið að það hafí orsakað fallið.
Branbrautinni var lokað eftir að
Zilrbriggen féll.
■ NIGEL Spackman, miðvall-
arspilari hjá Liverpool, gekk í gær
til liðs við QPR. Trevor Francis,
framkvæmdastjóri Lundúnarfé-
lagsins, borgaði Li-
verpooí 44 milij. ísl.
kr. fyrir Spackman,
sem mun taka stöðu
Argentínumanns-
ins Ossie Ardiles, sem fótbrotnaði
í deildarbikarleik gegn Notting-
ham Forest á dögunum og verður—-
frá í sex vikur. Spackman, sem er
28 ára, lék yfír 150 leiki fyrir
Chelsea áður en félagið seldi hann
til Liverpool fyrir 35.2 millj. ís. kr.
í febrúar 1987. „Þar sem ég kemst
ekki í Liverpool liðið verð ég að
reyna fyrir mér á öðram vígstöðv-
um,“ sagði Spackman.
■ IAN Ormondroyd, leikmaður
Bradford, hefur ákveðið að leika
með Aston Villa. Eins og við sögð-
um frá í gær bauð Graham Taylor
650 þúsund pund, eða 57 milljónúv*
íslenskar krónur, í kappann og
höfðu félögin samþykkt samning-
inn. Ormondroyd fer í læknisskoð-
un í dag og ef ekkert óvænt kemur
upp þá klæðist þessi stóri og stæði-
legi framheiji búningi Aston Villa.
■ GRAHAM Taylor tók aftur
upp veskið í gær og bauð í Nigel
Callaghan sem leikur með Derby.
Taylor þekkir vel til Callaghans
því hann lék með Watford er hann
stjómaði liðinu fyrir tveimur áram.
Taylor vill borga 500 þúsund pund
fyrir Callaghan, en hann var seldur
fyrir aðeins 140 þúsund pund til
Derby á sínum tíma. Callaghan
fer í læknisskoðun í dag og ef hann
stenst hana undirritar hann samn- .
ing við Villa.
FViðriksen 2 hvor, Kristín Arnþórsdóttir og
Ema Lúðvíksdóttir eitt mark hvor.
Stjömuslgur á Vfklngi
Eftir frekar gott gengi Víkings-
liðsins í vetur kom þessi ósigur
gegn Stjömunni nokkuð á óvart.
Leikurinn var í jafnvægi framan
af og staðan í leikhléi 11:11.
Lokamínútur leiksins vora spenn-
andi. Víkingsliðið komst yfír 23:22
þegar lítið var eftir. Þá brást sókn-
arleikur liðsins og Stjömumar
gengu á lagið. Þær tryggðu sér sig-
ur á lokamínútunni með tveimur
mörkum úr hraðaupphlaupum.
Leikurinn endaði 26:23.
Mðrk Víkings: Svava Baldvinsdóttir'6/1, Inga
Lára Þórisdóttir 6/2, Heiða Erlingsdóttir og
Valdís Birgisdóttir 3 hvor, Halla Helgadóttir
og 'ióna Bjarnadóttir 2 hvor, Margrét Hannes-
dóttir eitt mark.
Mörk Stjömunnar: Guðný Gunnsteinsdóttir
7, Ragnheiður Stephensen 6, Hrund Grétars-
dóttir 4, Erla Rafnsdóttir 4/2, Ignibjörg Andr-
ésdóttir 3, Herdís Sigurbergsdóttir og Helga
Sigmundsdóttir eitt mark hvor.
HANDKNATTLEIKUR
Leikið gegn Lúx-
emborg á leiðinni
til Frakklands?
Ekki er loku fyrir það skotið að íslenska landsliðið í handknattleik
leiki einn æfingaleik við heimamenn í Lúxemborg á leið sinni í
B-keppnina í Frakklandi. Liðið heldur út að morgni sunnudagsins 12.
febrúar, og ef af leiknum verður fer hann fram þann sama dag. Liðið
gistir eina nótt í Lúxemborg hvort sem er, og ef ekki verður af leikn-
um verður ein æfing umræddan sunnudag. Liðið flýgur síðan til Paris-
ar á mánudeginum og þaðan verður ekið í langferðabifreið til Cherbo-
urg á norðurströndinni, þar sem ísland leikur í riðlakeppninni. Fyrsti
leikur liðsins í keppninni er miðvikudaginn 15. febrúar gegn Búlgaríu.
Rosenoir hetja West Ham
LEROY Rosenoir var hetja
West Ham er hann skoraAI sig-
urmarkið gegn Swindon í 4.
umferð enska bikarsins í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. West Ham
mætir Charlton á útivelli í 5.
umferð.
tveimur mörkum gegn einu
og mætir bikarmeisturunum,
Wimbledon, á útivelli í fímmtu
IIBH umferð.
Frá Bob Nokkrir leikir fóra
Hennessy fram í 3. umferð
i Englandi skosku bikarkeppn-
innar í gærkvöldi.
Helstu úrslit vora þau að Glasgow
n.lv,___------s: n.:ii. o a *• «
oígroú'i IVaiLu, uiu. iVlariv
Walters og Kevin Drinkell gerðu
fyrstu tvö mörkin, en það þriðja var
sjáflsmark. Aberdeen sigraði Dun-
fermiline, 3:1.
QPR sigraði Sheffíeld Wednes-
day, 1:0, í Simot-bikamum í gær-
kvöldi. QPR mætir Watford í und-
anúrslitum keppninnar.
ISLANDSMOTIÐ
1. DEILD KVENNA
FH - FRAM........23:15
VÍKINGUR - STJARNAN .23:26
HAUKAR- VALUR....19:15
Fj. lolkja U i T Mðrfc Stig
FRAM 9 7 0 2 177: 115 14
VÍKINGUR 10 6 1 3 190: 163 13
FH 8 6 0 2 155: 123 12
HAUKAR 9 4 2 3 162: 157 10
STJARNAN 8 4 1 3 172: 142 9
VALUR 9 4 0 5 141: 148 8
ÍBV 8 1 0 7 105: 175 2
ÞÓR 9 1 0 8 126: 205 2