Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C 36. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bakerí15 landa ferð Ottawa. Reuter. JAMES Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú lagður af stað í sina fyrstu utan- för og ætlar að eiga viðræður við frammámenn í öll- um bandalagsrikj- um Bandaríkjanna í NATO. Á föstudag kom hann til Ottawa í Kanada ásamt George Bush Bandaríkjaforseta, sem átti þar fund með Brian Mulroney forsætisráð- herra, en í gærkvöld, laugardags- kvöld, var Baker væntanlegur til Is- lands til viðræðna við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Að þeim loknum var förinni heitið til Lundúna á fiind Margaretar Thatcher forsætisráðherra. Náttúruvernd ofar öllu öðru Norinform. MIKIL breyting hefiir orðið á afstöðu Norðmanna til umhverfismála. Sam- kvæmt könnun norsku hagstofunnar eru 75% þjóðarinnar tilbúin til að tak- marka bílanotkunina til að hlífa um- hverfinu og meirihlutinn vill auka náttúruvernd þótt það kosti minni hagvöxt. Árið 1971 vildu 70% efla iðnaðinn jafiivel þótt það bitnaði á lífríkinu en nú er meirihlutinn þvi andvígur. Nú stendur til í Noregi að gefa gæðastimpil þeim vörum, sem „vinsamlegar eru umhverfinu" og auk þess að ákveða sérstakan „meng- unarkvóta“ fyrir bæjar- og sveitarfé- lög. Fundu 23.000 ára gamlar kastkylfiir Varsjá. Reuter. PÓLSKIR forn- leifafræðingar hafa fundið kast- kylfii í helli nærri borginni Kraká í suðurhluta Pól- lands og er hún talin vera 23.000 ára gömul. Forn- leifafræðingarnir segja að þetta sé elsta kastkylfa sem fundist hafi til þessa en hún er úr mammútstönn og líkist mjög áströlskum kastkylfum. Hugað að fannbörðu trollinu Morgunblaðið/RAX Það sem af er vetrarvertíð hafa gæftir verið með eindæmum i in, sem tekin var á Grandagarði, er ef til vill táknræn fyrir lélegar og tala sjómenn um verstu gæftir í þrjátíu ár. Mynd- | vertíðina. Sjá frétt á bls. 2. George Bush Bandaríkjaforseti í Kanada: Boðar átak og auknar að- gerðir í mengunarmálum Ottawa. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti kom í fyrradag, í sinni fyrstu utanför eftir að hann tók við embætti, til Ottawa í Kanada þar sem hann átti viðræður við Brian Mulroney forsætisráðherra. í mörg ár hafa mengunarmál og aðgerðir gegn súru regni verið mikið ágreinings- efiii með ríkjunum en á þessum fiindi kvað við nýjan og betri tón. Sagði Bush, að kominn væri tími til að hefjast handa og hét fiillu samstarfi við Kanadamenn í baráttunni gegn mengun. Afundinum í fyrradag sagði Bush, að innan skamms yrðu sett ný lög í Banda- ríkjunum um mengunarmál og kvaðst hann vera því einlæglega samþykkur, að ríkin hefðu með sér náið samstarf til að koma í veg fyrir, að súrt regn eyðilegði skógana og lífríkið. Brian Mulroney, sem löngum átti undir högg að sækja í þessum efnum gagnvart ríkisstjóm Ronalds Reagans, var mjög ánægður með yfirlýsingar Bush og sagði, að „stórt skref“ hefði verið stigið á fundinum. Síðan Mulroney tók við sem for- sætisráðherra 1984 hefur það verið einn af homsteinunum í utanríkisstefnu hans að komast að samkomulagi við Bandaríkja- stjóm um mengunarvamir. Kanadískir umhverfisvemdarmenn hafa fagnað þeim árangri, sem varð á fundi leið- toganna, en taka jafnframt fram, að þótt þar hafi verið stigið stórt skref sé það að- eins það fyrsta af mörgum. Mulroney segist sjálfur vilja komast að samkomulagi um að minnka súra regnið um helming á sjö til átta ámm og um það hafa nú þegar verið sett lög í sumum ríkjum Kanada. Súra regn- ið, sem stafar ekki síst af kolabrennslu, hefur drepið allt líf í þúsundum vatna í Norður-Ameríku og valdið miklum sköðum á skógum og öðmm gróðri. Þjóðernisvakning í Japan Tókíó. Daily Telegraph. STJÓRNIN í Japan hefiir sent þá fyrirskipun til allra grunnskóla lands- ins að nemendur skuli votta japanska fánanum virðingu og syngja lofsöng um keisarann reglulega og þykir þetta benda til aukinnar þjóðernis- vakningar í landinu. Tilskipunin er talin sigur fyrir ihaldssama þjóðernis- sinna en samtök kennara I Japan hafa mótmælt henni harðlega. 1 LEIT AD ATVINNU OG ÆVINTYRUM FYRIRHEITNA ÍANDIÐfSUUID SAMSTARFIÐ f STJÓRNARRÁÐINU í AÐAL-C V4AUKA- HLUTVERKUM 10 ER PÓLITÍSK ÁKVÖRDUN Asmundur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.