Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 36
 Aukin þægindi ofar skýjum FLUGLEIDIR' gm? i IM Cj0Z^ SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S mŒX2?^^SWÁX^es!snTI!^iSTItÓlP'l555V/AKLIRErRI: HAFNÁRSTRÆTI85_____________________SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAJR 1989_________________________________________________________________ VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Selir valda víða usla í netum SELUR hefur valdið miklum usla i netum víða við land í vetur. Grímseyingar hafa ekki farið var- hluta af þessum erfiðleikum. Á hálfiim mánuði í Iok janúar fengu þeir fjögur tonn af sel í net sín. Þetta mun vera svipað magn og kom í net þeirra allt árið í fyrra. Þá hefiir meira verið af sel við suðurströndina í vetur heldur en undanfarin ár. Vöðusel hefur Qölgað og sjást vöðuselir nú sífellt sunnar. Sæmúndur Ólason útgerðarmaður í Grímsey segir að dæmi séu um að menn dragi úr sjó netatros.su með tveimur tonnum af fiski í þar sem aðeins um 100 kíló séu óskemmd. Allt annað sé selbitið. Lítil takmörk virðast á því hve djúpt selurinn sæk- ir í netin og dæmi eru um að 30 kílóa selkópar, enn með fæðingar- hárin, séu dregnir af 300 metra dýpi. Sæmundur segir að Grímseyingar reikni með að þessi vandi aukist er kemur fram á vorið. Er birtir sækir selurinn meir í netin og með birt- unni getur hann varast að festast í þeim. Við það dregur úr skemmdum á netunum en á móti eykst aflatjón. Selir þeir sem hér um ræðir eru aðallega vöðuselir auk blöðrusela og útsela. Þeir valda víðar búsifjum en við Grímsey. Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur segir að nú sé mikið af sel með allri suðurströnd- inni, það er landsel og útsel. Erling- ur segir að vöðusel fjölgi um þessar mundir og því sæki hann sífellt sunn- ar. Að öllu jöfnu hefur hann haldið sig við ísröndina norður af íslandi. Nú hefur hann hinsvegar fengist í net út af SA-landi hjá bátum sem gera út frá Höfn í Homafirði. Talsvert hefur verið um að fiskur í netum báta frá verstöðvum suð: vestanlands hafi verið selbitinn. í Alþýðublaðinu á föstudag sagði Sig- urður Bjamason, skipstjóri á Friðrik Sigurðssyni ÁR 17 frá Þorlákshöfn, að sel fjölgaði við Surtsey og hefði það jaðrað við plágu undanfarin ár. Morgunblaðið/Rúnar Þor. Selurinn sem fæst við Grímsey er seldur til Dalvíkur í refafóður. Andvirði hans fer í nýju sundlaugar- bygginguna í Grímsey. Mísræmi milli launamælinga og launaliðs byggingarvísitölu — segir Sigurður Jóhannesson starfsmaður Kjararannsóknarnefindar Byggingnrvísitalan hefði hækkað 18% meira en raun varð á, frá 1984 til 1988, og lánskjaravísitalan hefði hækkað 5% meira, ef launatölur Kjararannsóknarnefhdar hefðu verið notaðar við út- reikning launaliðs vísitölunnar. Þetta er niðurstaða Sigurðar Jó- hannessonar, starfsmanns nefndarinnar, í grein sem hann skrifar í vikuritið Vísbendingu. Hallgrimur Snorrason hagstofustjóri seg- ir að þótt einhveiju muni á Iaunalið vísitölunnar og launamæling- um Kjararannsóknarnefndar, þá sé munurinn alls ekki svona mikill, og að auki sé ekki endilega samband milli launabreytinga og launakostnaðarbreytinga í byggingarvísitölunni. Hagstofan vinnur nú að endurskoðun byggingarvísitölunnar, aðallega á launalið hennar. í grein sinni segir Sigurður Jóhannes- son, að svo virðist sem kerfisbundin varfæmi sé við að meta launahækkan- ir í opinberum vísitölum, og því hafi veruleg misvísun safnast upp. Þannig hafi í nokkurn tíma verið orðrómur um að byggingarvísital- an hækkaði óeðlilega lítið. Laun sé nálægt þriðjungur vísitölunnar, aðallega laun iðnaðarmanna, og við samanburð launaliðs visi- tölunnar og mælinga Kjararann- sóknamefndar á launum iðnaðar- manna, komi.m.a. í ljós að tölur nefndarinnar hækki 50% meira en launaliðurinn frá fyrsta árs- Qórðungi 1984 til fjórða ársfjórð- ungs 1987. Sigurður kemst síðan að þeirri niðurstöðu, að ef launatölur Kjararannsóknarnefndar hefðu verið notaðar, hefði byggingarví- sitalan hækkað 18% meira en hún gerði frá 1. ársfjórðungi 1984 til 3. ársfjórðungs 1988. Og þar sem byggingarvísitalan hafi vegið þriðjung í lánskjaravísitölunni þýði þetta að lánskjaravísitalan hefði átt að hækka 5% meira en hún gerði á sama tíma, eða um 1,2% á ári. Hagstofan reiknar út bygging- arvísitöluna. Þegar þetta var bor- ið undir Hallgrím Snorrason hag- stofustjóra sagði hann að lengi hefðu verið vandamál við mælingu á launalið byggingarvísitölunnar. Ekki fengjust upplýsingar um yfirborganir með góðu móti, þótt reynt væri að fylgjast með breyt- ingum á uppmælingartöxtum og tímavinnutöxtum. Hins vegar væri varlegt að treysta niðurstöðu kjararann- sóknamefndar, hvað iðnaðarmenn snerti. Úrtak nefndarinnar væri mjög lítið, og því ekki hægt að draga af einhlítar niðurstöður. Þótt munur væri til staðar, gæti hann því verið mun minni en töl- umar segðu. Hallgrímur sagði einnig óljóst, hvort bein samsvörun væri á milli launabreytinga sem kjararann- sóknamefnd mælir, og launa- kostnaðarbreytinga sem bygging- arvísitalan mældi. Loks væri rétt að hafa í huga, að vísitala bygg- ingarkostnaðar mældi kostnað við byggingu íbúðarhúsa. Full ástæða væri til að ætla, að launaskrið í byggingariðnaði hafi undanfarið verið meira við byggingu verslun- arhúsa, eins og miklar yfirborgan- ir við Kringlubygginguna, í lok byggingartímans, hefðu m.a. sýnt. Launavísitala vegur nú þriðj- ung í lánskjaravísitölu. Þegar Hallgrímur var spurður, hvort erfíðleikamir við á fá upplýsingar um launabreytingar í byggingar- iðnaði endurspegluðu ekki vanda- mál f sambandi við útreikning launavísitölunnar sagði hann svo vera að hluta. Hins vegar væri stór hluti launþega á mjög reglu- bundnum og skilgreindum laun- um, sem auðvelt væri að fá hald- góðar upplýsingar um. Lítið um at- vinnuleyfi VERULEGA hefiir dregið úr veitingu atvinnuleyfa til útlend- inga en á síðasta ári voru veitt um þriðjungi fleiri leyfi en árið 1987. Aukningin 1988 var til marks um blómstrandi atvinnulíf en undir lok ársins dró verulega úr veitingum leyfa vegna aukins atvinnuleysis. Nær engin leyfí hafa verið veitt frá áramótum og ekki em horfur á að þau nái sama fjölda og í fyrra. Sú þróun virðist í samræmi við vilja almennings. í könnun sem Morgun- blaðið gerði á viðhorfi íslendinga til útlendinga hérlendis kom í ljós að 60% telja að útiendingar eigi einungis að vinna þau störf sem íslendingar fáist ekki í. Sjá grein bls 12. Fíkniefiii: Hleranir leyfðar í sjömálum DÓMARI heimilaði simhleranir vegna rannsókna 7 eða 8 af um 20 stærstu fikniefhamálunum sem afgreidd voru með dómi Sakadóms í ávana- og fikniefiiamálum í fyrra, að sögn Ásgeirs Friðjónssonar dómara. Arnar Jensson segir að stöðugt verði erfiðara að vinna að rann- sókn fikniefhamála þar sem margir þeirra sem stundi inn- flutning og dreifingu efnanna hérlendis hafi verið í samstarfi við erlendar glæpaklíkur og al- þjóðlega glæpamenn og þannig þróað sínar aðferðir. „Við verðum náttúrulega að breyta okkar vinnulagi eftir því,“ segir hann. Amar Jensson hefur það til marks um aukna útbreiðslu kókaíns hér- lendis síðustu misseri að það sé kom- ið á götuna, til þess hóps sem er í mestri óreglu og neytir allra efna sem hann kemst yfir. Hass og kannabisefni eru sem fyrr algeng- ustu fíkniefni hérlendis. Götuverð gramms af hassi er allt að 1500 krónur en kaupendur með sterk sam- bönd fá magnafslætti. Amfetamín er einkum útbreitt meðal þess hóps neytenda sem er í mestri óreglu. Götuverð amfetamíns er 4-5000 krónur grammið, en kókaín er helm- ingi dýrara. Sjá einnig baksvið á bls. 2. Rauðmagi á borðum Neskaupstað. ÞÓ AÐ ekki sé hægt að segja að vorveðrátta hafi rikt hér undanfar- ið, né vorlegt um að litast, eru Norð- firðingar famir að rauðmaga í soðið. Um hálfur mánuður er siðan þessi vorboði fór að fást í netin og segja eldri menn segja að þetta sé óvenju snemmt. - Agúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.