Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 14
ai 14 ^eíMöítM^BLAðig'simNúSÁfetJít'fe':-^6^^1989_ irVHUfYST MERPðUlfiX Ásmundur Stef- ánsson forseti Alþýðusam- bands fslands ræðir um verka- lýðshreyfinguna og ríkisstjómina á óvissutímum í atvinnumálum UVORBUN eftir Hjálmar Jónsson/mynd Ragnar Axelsson ÁSMUNDUR STEFÁNSSON verður í forsvari fyrir stærstu samtökum launafólks á Islandi næstu Qögnr árin, eins og hann hefur verið undanfarin átta ár. Hann var tregur til þess að gefa á ný kost á sér í embætti forseta Alþýðusambands íslands og gerði það ekki fyrr en á sjálfu þingi sambandsins. Óhjákvæmilega hefur hann sett mark sitt á þróun kjaramála á þessum áratug og sjálfsagt eru menn ekki nú frekar en fyrri daginn á eitt sáttir um hvert beri að stefiia í þeim efhum. Staðan nú er að ýmsu leyti sérstök. Flest samtök iðnaðarmanna eru með bundna samninga til haustsins á sama tíma og Verkamannasambandið er með lausa samninga í vor. Samt er sú skoðun ríkjandi að ASÍ eigi að ganga sameinað til samninga og í því sambandi hefúr hugmynd um skammtímasamning til haustsins skotið upp koilinum. Þá er heldur ekki ljóst hver þungamiðja kröfúgerðarinnar verður. Miðstjórn ASÍ nefiiir 9-10% kauphækkun sem einn möguleika og framkvæmdastjórn VMSÍ ályktar um verndun kaupmáttar. Ennþá er allt í lausu lofti og óljóst hvað verður ofan á, en miklar líkur til þess að það verði opinberir starfsmenn sem ríði á vaðið í samningamálunum að þessu sinni. Talið berst fyrst að bráða- birgðalögunum og ríkis- stjóm verkalýðsflokk- anna, eins og það hefði einhvem tíma verið orðað. Sem alþýðubandalags- maður barðist Ásmundur gegn aðild flokksins að ríkisstjórninni. Hann segir enda takmarkaða ástæðu til þess að vera í ríkisstjórnum sem hafi þann eina tilgang að vera til. Þessi ríkisstjórn sé ekki stofnuð um neitt eða til neins og einmitt af þeirri ástæðu séu líkur til þess að hún verði langlíf. „Það sem drepur ríkisstjóm- ir er að þær setja sér markmið og hafa meiningar um hvað þurfi að gera. Þannig koma upp árekstrar. Persónuleg sundrung getur einnig drepið ríkisstjómir, samanber ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar og það sýnist mér vera það eina sem geti orðið þessari ríkisstjóm að aldur- tila. Mér sýnist flokkamir sem aðild eiga að henni tilbúnir til þess að gleypa nánast hvað sem er til þess að tryggja að ríkisstjómin sitji áfram að völdum, þrátt fyrir að nú sé þannig ástand að hætta steðji að úr öllum áttum. Ég tel hins veg- ar enga ástæðu til þess að taka einhlíta afstöðu með eða móti ríkis- stjórninni. Þessi ríkisstjórn hlýtur eins og aðrar að dæmast af verkum sínum og ég hlýt að taka afstöðu til hennar mál fyrir mál. Það mál sem nú brennur heitast er óvissan í atvinnumálunum. Það vantar á að ríkisstjórninni hafi tekist að eyða þeirri óvissu,“ segir Ásmundur. Samningsrétturinn í hættu Um bráðabirgðalögin sem af- námu samningsréttinn segir hann að það sé ekki hægt að takast á við ríkisstjórnir á sama hátt og at- vinnurekendur. Það sé ekki auðvelt að fara í yfirvinnubann eða verk- fall til þess að bijóta löggjöf á bak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.