Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 21
ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLYSINGAR Hótelstj órastarf Auglýst er starf hótelstjóra við Hótel Blönduós. Umsóknar- frestur er til og með 26. febrúar nk. Tekið er fram að æski- legt sé að umsækjendur hafi réttindi matreiðslumeistara. Laus staða fram- kvæmdastjora Knattspyrnufélag í Reykjavík óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra. Felst stafið aðallega í umsjón og skipulagn- ingu fjáröflunar fyrir félagið. Upplýsingar um aldur, mennt- un og fyrri störf skulu sendar inn fyrir 16. febrúar. Þúsundþjalasmiður Öflugt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar eftir að ráða starfs- mann til viðhalds og viðgerða. Engar sérstakar kröfur eru gerðar aðrar en þær að viðkomandi sé vanur viðgerðum á tækjum og vélum, hafi þekkingu á rafmagni og sé þúsund- þjalasmiður. Tekið er fram, að mikið sé lagt upp úr snyrti- mennsku ásamt lipri og þægilegri framkomu. Viðkomandi þarf að hafa eigin bifreið. Starfið er laust í síðasta lagi 1. máí nk. RAÐAUGLYSINGAR Rekstur hótels í blaðinu í dag er auglýst til leigu rekstur á hóteli í Reykjavík með 17 herbergjum. Er hér um að ræða tímabilið 1. júní tii 30. ágúst. Laxveiðiá til leign Til leigu er Krossá í Bitrufirði í Strandasýslu. Tilboðum skal skila fyrir 28. febrúar nk. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Tilboð í íþróttahús Tilboð óskast í að byggja í fokhelt ástand og fullbúið að utan íþróttahús við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Grunnflöt- ur hússins er 2.140 fm. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 1. mars kl.ll. Útboð hjá Inn- kaupastofnuninni Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í málum á ýmsum fas- teignum í eigu Reykjavíkurborgar. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 22. febrúar kl. 14. SMAAUGLYSINGAR Skyggnilýsingar Breski miðillinn Zina Davies starfar hérlendis á vegum Sálar- rannsóknafélagsíslands dagana 13.—24. febrúar. Hún heldur skyggnilýsingafundi mánudaginn 13. febrúar og miðvikudag- inn 15. febrúar. Fundirnir eru haldnir á Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18 og hefjast kl. 20.30. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Stjóraendur þessara snjóruðningstækja tilheyra slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli, en þar voru 147 íslenskir starfsmenn um áramótin. Keflavíkurflugvöllur: Varnarliðið greiddi 1.697willjónir í laun Islenskir starfsmenn eru 1.103 og mikil ásókn er nú í störf á flugvellinum Keflavík. VARNARLIÐIÐ greiddi íslenskum starfs- mönnum 1.697 milljónir í Iaun á síðasta ári og auk þess 238 miHjónir í launatengd gjöld. Um áramót voru íslenskir starfsmenn vara- arliðsins 1.103 og er það svipaður fjöldi og á undanförnum árum. Karlmenn vora 715, en konur 388. Samkvæmt upplýsingum hjá starfsmannahaldinu á Keflavíkurflugvelli er nú mikil ásókn í störf á flugvellinum og nú liggja fyrir umsóknir í öll sumarafleys- ingastörf sem þar bjóðast, en á síðasta sumri tókst ekki að ráða í um 130 störf. Xslenskir starfsmenn á Keflavík- urflugvelli voru 2.547 um áramótin og flestir þeirra, eða 1.373 flokkuð- ust undir ríkisstofnanir og þar eru hinir 1.103 sem starfa hjá varnar- liðinu meðtaldir. Við ýmiskonar verktakaþjónustu vinna um 1.175 manns og voru íjölmennustu fyrir- tækin íslenskir aðalverktakar með 551 starfsmann og Keflavíkurverk- takar með 250 starfsmenn, en alls voru 19 verktaka- og þjónustufyrir- tæki starfrækt á flugvellinum. Vamarliðið er ekki samningsaðili og greiðir laun samkvæmt gildandi kjarasamningum einstakra starfs- hópa sem em um 23. Stærstu hóp- amir em almennt verkafólk og skrifstofu- og verslunarmenn sem em um helmingur allra starfs- manna vamarliðsins. Flestir em búsettir á Suðumesjum eða 74,32% og þar af em 60,81% starfsmanna búsettir í Keflavík. Fjölmennasti hópurinn, eða 260, em á aldrinum 50 til 59 ára og áberandi er að meirihluti íslensku starfsmannanna á að baki 10 til 40 ára starfsaldur hjá varnarliðinu. BB Liðsauki kaupir ráðn- ingastofuna Vettvang LIÐSAUKIHF., afleysinga- og ráðninga- þjónusta, hefúr nýlega keypt og tekið yfir rekstur ráðningastofu Vettvangs. Verður Vettvangur deild í Liðsauka og mun starf- semi hvors um sig verða áfram til húsa, þar sem fyrirtækin eru staðsett nú, eða á Skóla- vörðustíg 1A og Skólavörðustíg 12. Að sögn Oddrúnar Kristjáns- dóttur, framkvæmdastjóra Liðsauka, var ástæða fyrir kaupun- um sú, að þáverandi eigendur höfðu rekið Vettvang samhliða öðmm störfum, en snem sér alfarið að þeim. Einnig sagði hún að Liðsauki væri með geysimikinn upplýsinga- banka, sem nýttist betur á þennan hátt. „Vettvangur hefur lagt Sauðárkrókur: Atvimiuleysi tvöfaldast Sauðárkróki. ATVINNUÁSTAND er verra en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Matthíasar Viktors- sonar voru 58 skráðir um síðustu mánaðamót og atvinnuleysis- dagar í janúar reyndust 1.496. Er þetta tvöfalt meira atvinnu- leysi en í sama mánuði í fyrra. Mestu munar að rækjuvinnslan Dögun er ekki komin í gang en þar er búist við að starfsemi geti hafist um næstu mánaðamót þegar rækjuskipið Hilmir kemur og jafnvel fyrr ef heimilaðar verða veiðar á innfjarðarækju. Þá var sagt upp áhöfnum tveggja togara Útgerðarfé- lagsins Skagfirðings og Drangeyjar, á meðan þau eru í viðgerðum erlend- is. Nokkuð er einnig um atvinnu- laust iðnaðar- og verslunarfólk. BB Rangárvallasýsla: Alver getur skipt sköpum Selfossi. ATVINNULEYSI í Rangárvalla- sýslu hefur aukist nokkuð að und- anfornu. Á atvinnuleysisskrá eru nú um 100 manns. Aukningin er vegna manna sem unnið hafa hjá verktökum við verk utan sýslunn- ar og hjá byggingarfyrirtælgum sem unnið hafa á höfuðborgar- svæðinu. Sigurður Óskarsson fram- kvæmdastjóri verkalýðsfélag- anna sagði að ef af áformum yrði um byggingu álvers gæti það skipt sköpum fyrir verkafólk og bygginga- menn á Suðurlandi. Því þá væri ljóst að hafist yrði handa við undirbúning virkjanaframkvæmda og síðan við virkjanir á Tungnársvæðinu. Sig.Jóns. áherslu á öðru vísi starfsemi, t.d. heimilishjálp og barnaumönnun, og munum við halda því áfram. Þá höfum við hugsað okkur að bjóða þeim, sem treysta sér ekki til að greiða full ráðningagjöld, sem eru u.þ.b. 25-30.000 krónur, ódýrari kost en þá veitum við ekki sömu þjónustu, þ.e. tökum ekki ábyrgð á starfsmanni og veitum ekki eins umfangsmikla þjónustu. Þessu fólki munum við einnig beina til Vett- vangs.“ Eigendur Liðsauka eru Ella Stef- ánsdóttir, Erna Bryndís Halldórs- dóttir, Guðjón Guðmundsson, Leifur Magnússon og Oddrún Kristjáns- dóttir. Sandgerði: Atvinnulíf að komast í gang Keflavík. ATVINNULÍFIÐ í Sandgerði er að komast í gang aftur eftir að hafa legið að mestu niðri frá því fyrir jól. Tvö stærstu fyrirtækin, Jón Erlingsson og Miðnes hf., hófii loðnufrystingu fyrir helgi. Um 50 manns voru á atvinnuleys- isskrá þegar mest var en hefur nú fækkað að sögn Stefáns Jóns Bjamasonar sveitastjóra. Gæftir í Sandgerði hafa verið ákaflega stirðar að undanförnu. Afli netabátanna hefur verið tregur og hafa þeir verið að fá frá 5 tonn- um uppí 13 tonn mest. Dragnótar- bátarnir hafa verið að fá ágætisafla og er Reykjaborgin búin að fá um 120 tonn frá áramótum og á aðeins eftir 7 tonn af aflakvóta sínum. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.