Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Verndun fískstofnanna Tvennt skiptir okkur ís- lendinga mestu máli: að vernda tungu okkar og menningu og vernda fisk- stofnana. Árangursrík vernd á þessum tveimur sviðum ræður úrslitum um framtíð þjóðarinnar. Fiskifræðingar hafa unn- ið merkilegt starf á undan- förnum áratugum við 9-ð upplýsa þjóðina um nauðsyn þess að vernda fiskstofnana og um þær hættur, sem þar eru á ferð. Yfírleitt hafa þeir notið öflugs stuðnings stjórnmálamanna í þessu upplýsingastarfi svo og al- mennings. Samtök útgerð- armanna og -sjómanna hafa einnig lagt sinn skerf af mörkum og sjómennimir sjálfír, ekki sízt. Þess vegna kemur það mjög á óvart, að nú skuli upplýst, að við höfum verið að selja ýsu í gámum, sem er svo smá, að staðhæft er, að hún verði ekki veidd með löglegum veiðarfærum. Jak- ob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir, að ólíklegt sé, að spádómar fiskifræðinga um aukna ýsuveiði á næstu ámm standist, ef mikið hafi verið um það, að menn hafi veitt ýsu, sem sé svipuð að stærð og síld. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, segir, að „menn virðast hafa lagt sig eftir því að veiða smáýsu og skammsýni þeirra , kemur okkur á óvart“. Skrifstofu- stjórinn í sjávarútvegsráðu- neytinu sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær, að fylgzt hafi verið með útflutningi á smáýsu í Bretlandi um skeið, en að þessar veiðar hafi ábyggi- lega verið stundaðar lengi. Skýringar sjómanna í Vestmannaeyjum kom m.a. fram í eftirfarandi ummæl- um Hilmars Rósmundsson- ar, formanns Útvegsbænda- félags Vestmannaeyja, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Skip- stjórarnir mótmæla því, að þeir hafi notað klæddar vörpur. Þeir viðurkenna hins vegar að hafa flutt út undir- málsfisk, enda eru þeir skyldugir til að koma með allan físk að landi. Þegar mikill fískur kemur í trollið geta möskvarnir lokast og þá kemst smáfiskurinn ekki út úr því aftur.“ Hér er um slíkt stórmál að ræða, að úr því verður að fást skorið, hvað hefur gerzt. Hafa þessar veiðar verið stundaðar af ásettu ráði eða dugar lögleg möskvastærð ekki til þess, að smáfiskurinn sleppi? Ef um ásetning er að ræða verður að taka hart á því. Ef skýringin er önnur verður að bregðast við því með við- eigandi hætti. Verndun fiskstofnanna er hagsmunamál allrar þjóðar- innar. Ef okkur mistekst að vernda þá, verða afleiðing- arnar hrikalegar. Niður- greiðsla á raforku Ríkisstjórnin tilkynnti sl. haust, að hún mundi beita sér fyrir lækkun á orkukostnaði fískvinnslu- stöðva. Nú er komið í ljós, að það á að gera með niður- greiðslu á raforku úr ríkis- sjóði, sem rekinn hefur verið með stórfelldum halla und- anfarin ár! Hvers konar vit- leysa er þetta? Trúa ráðherrarnir því, að það leysi einhvern vanda að setja fískvinnsluna á fram- færi ríkissjóðs, sem rekin er með milljarðahalla?! Er þetta sú efnahagsstefna, sem þeir Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson vilja reka? ÞEGAR ÞEIR • félagar, asninn og Sansjó Pansa, duttu ofan í djúpa og niðdimma sprungu, þakkaði Sansjó guði fyrir að hann var við sannkaþólska heilsu. En Sansjó „skildi aldrei við asnann sinn, og asninn ekki við hann“. Og svo kem- ur lýsingin á íslenzkum þjóðmálum samtímans í djúpristum hugleiðing- um Cervantes um íslenzkt efna- hagsbasl: „Þegar þeir höfðu nú eytt nóttinni við eymdarlegt kvart og kvein, þá rann upp dagur og Sansjó sá, við birtuna og ljómann, að það yrði alveg ógerlegt að kom- ast úr sjálfheldunni hjálparlaust, svo hann fór að kveina og kalla til að athuga hvort nokkur heyrði, en köllin voru sem orð hrópandans í eyðimörkinni, enda enginn nálægur sem gæti heyrt og hann áleit sig þá vera dauðans mat. Asninn lá afvelta og Sansjó hjálpaði honum að rísa á fætur, en hann stóð varla uppréttur. Sansjó sótti í malpokann, sem hafði hlotið sömu örlög við fallið, brauðbita til að gefa asnanum sem tók með áfergju við brauð- matnum; og Sansjó mælti við asn- ann einsog hann skildi: Brauðið er allra meina bót.“ Niðurstaðan: Vertu velkomin, ógæfa, er þú ríður við einteyming! Mér virðist Steingrímur Her- mannsson einfaldlega reyna að koma því til skila með talinu um þjóðargjaldþrot að við lifum um efni fram og ættum að reyna að draga úr hömlulitl- um erlendum lántökum sem fara að miklu leyti í daglega eyðslu. Og það er rétt hjá honum, á sama hátt og það er rétt hjá Eyjólfi Konráð að það er erfitt að koma miklum boðskap til skila við asna sem ligg- ur orðlaus og afvelta í niðdimmri sprungu einsog þær gerast verstar á pólitískum fjallvegum samtímans. Hitt er svo rangt að við blasi þjóðargjaldþrot þótt eitthvað skorti á að eyðslusamir stjómmálajálkar hafí nóg í ríkiskassanum til að moða úr í fyrirgreiðslustrefí sínu. Þeir hafa hvort eð er aldrei nóg! En ekki er víst það verði ávallt vin- sælt verkefni erlendra fjármagns- eigenda að lána eyðslusömum ís- lendingum. Auk þess er það einnig rangt að asninn sé afvelta, en þó einkum að hann sé orðlaus, þvi hér heyrir enginn í öðrum sökum blað- urs og hávaða, ekki sízt í þessum síendurteknu sjónvarpsþáttum um efnahagsþjark og öfugan höfuðstól ríkisins. Þeir brenna margir í skinn- inu að setjast í slíkan stól; en mað- ur er farinn að forðast þessa um- ræðuþætti einsog hundamir í Borg- • arfírði sinn daglega skammt af laxi um háveiðitímann, en þá hurfu þeir af bæjunum til að losna við laxinn. Annars hefur ekkert breytzt í raun og veru. Það var þrasað um bátagjaldeyri þegar ég var ungur. Og enn er harkað í hallæri. Einsog á sjötta áratugnum. Þá vora efna- hagshnútar leystir með því að hnýta nýja. í stað þess að leysa hnútana einsog síðar varð, 1959. Þá hófst blómaskeið viðreisnar með dvínandi afskiptum ríkisins af einstaklingum og afkomu fyrirtækja. 4NEI, GJALDÞROTIÐ, • hið sanna gjaldþrot, er alvar- legra en það sem Steingrímur magnaði einsog draug á þetta blás- aklausa fólk sem alltaf lætur taka sig í rúminu. Þetta eina sanna gjald- þrot er dómgreindarleysið sem alls staðar blasir við; afvegaleiðandi og eitraður mannjöfnuður sem hefur fylgt þjóðinni frá fomu fari; gjald- þrot jafnvægis og réttra hlutfalla í jafnvægislausu fjölmiðlaþjóðfélagi líðandi stundar. Og þá ekki sízt yfirvofandi gjaldþrot íslenzkrar menningar; íslenzkrar tungu. Að því gjaldþroti ættum við að huga, þótt ekki væri nema andartak. Við verðum ekki sérstök né merkileg þjóð deginum lengur en þessir þættir í samfélagi okkar era við sæmilega heilsu. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Iumræðum manna á meðal um stjómmál líðandi stundar verður þess æ meira vart að ekki er aðeins staldrað við það sem er gert heldur miklu frekar hitt hvernig að málum er staðið af hálfu þeirra sem í landsstjóm- inni sitja. Mörgum er meira en nóg boðið, þegar rætt er um framgöngu einstakra stjómmálamanna. Finnst jafnvel orðið nið- urlægjandi að ræða um það sem efst er á baugi á hveijum tíma. Á þriðjudag var Kristján Albertsson rit- höfundur og menningarfrömuður borinn til grafar frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Bautasteinn hans sem rithöfundar er ævi- saga Hannesar Hafsteins í þremur bindum, sem fyrst kom út í upphafí sjöunda áratug- arins, um þær mundir sem hundrað ár vora liðin frá fæðingu Hannesar. í eftir- mála bókanna segir Kristján Albertsson frá því að hann hafí tekið að sér að skrifa ævisögu Hannesar Hafsteins árið 1958, þegar hann var orðinn rúmlega sextugur, fyrir tilmæli manna í bókmenntaráði Al- menna bókafélagsins og í eftirmálanum segir einnig: „Sagan er eða á að vera, eins og Cicero kemst að orði, magistra vitae — kennari lífsins — en um ekkert á það fremur við en sögu þeirra forvígismanna, sem fremst- ir vora að atgervi og öllu manngildi og mestu fengu afrekað. Hverri þjóð vex máttur og reisn, sjálfstraust og virðing fyrir þjóðemi sínu með hveiju mikilmenni sem hún eignast, og ekki aðeins meðan þeirra nýtur við, heldur svo lengi sem hún hirðir að vita sögu sína. En að því er oss Islendinga varðar, ríður sérstaklega á að vér festum oss í minni fordæmi þeirra þjóð- foringja, sem auk vitsmuna og krafts höfðu til að bera fegurstan drengskap og mesta tiginmennsku í öllum skiptum sínum við heiminn. Því fátt hefur verið erfiðara að þola í nýrri sögu lands vors en ýmiskonar algert siðleysi í pólitískri baráttu. Þjóð Jóns Sigurðssonar og Hannesar Hafsteins hefði mátt meira læra af fordæmi þeirra beggja.“ I þessum orðum Kristjáns Albertssonar felst mikill sannleikur og þau hljóta að vera okkur umhugsunarefni nú á tímum þegar upplausn frekar en festa einkennir stjórnmálastarfið, ef litið er á landsstjóm- ina. Það verður æ sjaldgæfara að stjóm- málamenn sameini hvort tveggja eins og Hannes Hafstein gerði á sínum tíma, traustar menningarlegar rætur og það inn- sæi inn í þjóðarsálina, sem þær veita. Atvinnustjómmálamenn samtímans leggja þeim mun meiri áherslu á fyrirgreiðsluna. Háleitar hugsjónir, sem halda verður á loft vilji menn stuðla að reisn þjóða og einstaklinga, hafa á sinn hátt vikið fyrir deilum um dægurmál, hversdagslegri dæg- urbaráttu sem er eins og brauðstritið sjálft. Það er ekki nándar nærri nógu mikið gert til þess að leiða stjórnmálaumræður inn á aðrar brautir. Deilurnar sem bókin um Hannes Haf- stein vakti á sínum tíma áttu rætur að rekja til þess sem við þekkjum enn í dag, að tilfinningar era oft heitar vegna löngu liðinna atburða. Þegar Kristján ritaði bók sína var um hálf öld liðin frá því að stjóm- málabarátta var hvað áköfust í kringum Hannes Hafstein og því ekki óeðlilegt, að ýmsir teldu margt af því, sem þá gerðist óuppgert, svo sem eins og nú á tímum, þegar rætt er um hlut manna í atburðum er tengjast síðari heimsstyijöldinni og mótun utanríkisstefnunnar í lok fimmta áratugarins með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu. Þurfum við ekki annað en minna á Tangen-málið svonefnda til að fá dæmi úr samtímanum. í eftirmála bókanna um Hannes Haf- stein víkur Kristján Albertsson að deilun- um sem fyrstu bindin ollu og segir m.a.: „Þorri íslendinga, sem kominn er til vits og ára, veit hvar í flokk feður þeirra eða afar höfðu skipað sér þegar deilur þær esci HAúsam si fmDAaTjuMuajHIM . - MUlvu UDLiAl/lt/ ouiNlN UIjAvjU REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. febrúar stóðu sem skýrir frá í þessu riti. Margir kunna því mjög illa að fram komi í sagna- ritun, að feður þeirra eða afar hafí ef til vill ekki æfinlega haft rétt fyrir sér, eða komið vel fram — og skal því ekki neitað að slíkt sé mannlegt, svo margur sem átt hefur góðan föður, eða elskulegan afa, sem í elli virtist alla tíð hafa verið vænsti og vitrasti maður.“ Þeim sem þetta ritar er kunnugt um bestu menn sem nú era gengnir er gátu aldrei fyrirgefið Kristjáni Albertssyni rit- verkið um Hannes Hafstein. Þeim fækkar nú óðum, sem bera svo heitar tilfínningar í bijósti vegna stjómmálabaráttunnar á fyrstu áratugum aldarinnar, þegar harðast var deilt um hvemig staðið skyldi að mál- um gagnvart Dönum til að ná því mark- miði, að landið hlyti fullt sjálfstæði. ÞEGAR KRISTJÁN 1 ung-an Og Albertsson varð ljóðið áttræður fyrir tæp- um 12 áram var þess minnst í Reykjavíkur- bréfí, hve oft hann lét að sér kveða hér á síðum blaðsins. Þá var honum lýst hér sem einum „helsta frömuði íslenskrar menning- ar“ og um hann sagt, að hann væri „ein- hver mesti samtalsmaður, sem nú er uppi með íslendingum, frásagnir hans eru óvið- jafnanlegar, tungutakið og upplifunin sér- stæð og sjaldgæf og yfirsýnin og minnið með eindæmum. Hann kann að segja margt frá Matthíasi Jochumssyni og Ein- ari Benediktssyni, tveimur vinum, sem hann kynntist í æsku og urðu honum ógleymanlegir, enda tindar íslenskrar menningar á þessari öld, þó að þeir séu óþekktir erlendis." Um leið og þessi orð eru rifjuð upp skulu þau áréttuð með því að segja, að sú tilfínning hafí verið næsta furðuleg að hlýða á sr. Hjalta Guðmunds- son minna á vináttu Kristjáns Albertsson- ar við þessa tvo skáldjöfra í ræðunni yfír kistu Krístjáns. Hann sannaði með lífí sínu og starfí að einn maður tengir tvær ólíkar aldir og enginn skyldi efast um mikilvægi hínnar munnlegu geymdar. En Kristján var bráðger, því að í dagbók sinni frá 1914, 20. maí, minnist Þórbergur Þórðar- son hans þannig á ungmennafélagsfundi: „Kristján Albertsson [þá 16 ára] flutti ræðu af mælsku mikilli, sem honum er lagið. Krislján er enn ungur, en andlega þroskaður, gáfaður vel og mælskur með afburðum. Má mikils af honum vænta með aldrinum, ef svo stefnir sem horfír." Kristjáni Albertssyni var annt um íslenska tungu og komst einu sinni þannig að orði að hefðu feður okkar flust til ís- lands nokkur þúsund áram fyrr, með fram- stætt og lítilhæft mál, þá væru engin líkindi til þess, að við hefðum nokkum tíma af eigin rammleik eignast stórfenglega tungu og heimsgildar bókmenntir, né nokkru sinni orðið annað og meir en til- komuminnstu útbyggðarsmælingjar hins hvíta heims. Og hann segir einnig að tungan hafí orðið okkar gleði og okkar styrkur við fábreytileg og ömurleg kjör. Málið hafí hafíð þjóðina yfír þá vonlausu smáþjóðamennsku, sem orðið hefði hlut- skipti hennar með veigaminni tungu á vörúm. Og síðan orðrétt: „LEskan reis á legg í landi, sem var fátækt og kúgað, en þar sem hvert fljót og I ver hæð hafði fengið heiti, sem bar sviplfomgöfugrar menningartungu. Fjöllin höfða verið nefnd eins og frá öndverðu hefði legið í lofti, að landið skyldi verða heimkynni skáldmenntar og stórra lífshátta. Vatnajökull, Tindastóll og Trölla- dyngja, Glóðafeykir, Kaldþakur, Skarðs- heiði, Skjaldbreiður og Vindheimajökull — ,gat þjóðin orðið lítil, í andlegri skilningu, meðan hún átti þetta tungutak? Hún hélt í nauðum sínum dauðahaldi í málið. Og unni tungu sinni meir en nokkur önnur þjóð. Islendingar ortu. Við hvert fótmál í ævi þeirra stóðu varðar og vörðubrot kvæðis og stöku. Þeir héldu fast við hina örð- ugustu rímlist, og ortu, oft um hlægilega lítið, undir aldýrustu bragarháttum sem mannlegur heili hefur getað upphugsað. Og annar hver maður orti, barðist við að ríma frá bemsku til elli. Hvers vegna var öllum þessum kröftum sóað í kveðskap um fátæklega hugsun eða lítið efni? Okkur fínnst nú á dögum megnið af honum leir- burður. En með því orði er ekki nema hálfsögð saga. Allar þjóðir hafa þörf fyrir leik og list, til að lyfta huganum frá áhyggjum og andlausu striti. Við gerðum hagmælsku og orðfími að okkar leik, glímuna við rímþrautir að okkar stóru þjóðlegu íþrótt, bragnautn og orðnautn að daglegri list- gleði þjóðarinnar í þúsund ár. íslendingar ortu af því að þeir unnu tungu sinni. Það er kveðið út úr hug þjóð- arinnar, þegar Jónas Hallgrímsson yrkir til íslenskunnar: „Orð áttu eins og forðum — mér yndi að veita.“ Ef kveðskapurinn ekki gat orðið skáldskapur, þá var hann samt, í vitund þjóðarinnar, „mærðar timb- ur máli laufgað“. En, það sem mestu skipti, þjóðin hefur vafalaust vitað, ekki aðeins af hugboði, heldur líka af skýrri hugsun, að allur þessi kveðskapur hafði annað gildi og miklu meira en að vera leikur og dægrastytting. Krislján Albertsson, Ólafur Thors og Konrad Adenauer á Keflavíkurflugvelli 1955. Morgunbiaðið/óiafar k. Magnússon íslendingar hafa fund- ið og skilið, að með því að nærast öllum stund- um • af merg málsins, héldu þeir andlegri hreysti, og með því að skila öllum ógrynni- sauði orðaforðans lif- andi og óskertum frá kynslóð til kynslóðar, björguðu þeir þjóðar- andanum frá vesöld og drepi. Kveðskapurinn varð þeirra úrkostur til þess að bjarga málinu, en málið þeirra stóri úr- kostur til þess að bjarga sjálfum sér.“ Þriggja alda líf í BÓKINNI UM Kristján Albertsson Margs er að minnast eftir Jakob F. Ásgeirs- son er í lokin staldrað við þá skoðun Kristjáns að hann hafí lifað „þijár aldir“. Þar segir: „Á öld minnar bemsku var einhver morgunljómi og guðs- blessun yfír lífinu. Það var svo mikil gleði í lofti að það var eins og allt streymdi fram á við til betri tíma — jafnvel í litlum af- skekktum bæ eins og Reykjavík. Þetta voru friðartímar, næstum öld liðin frá því Napóleons-styijöldunum lauk. Allir gerðu ráð fyrir áframhaldandi friði, stöðugum framföram og hamingjutímum. Mér fannst á góðum stundum eins og allur heimurinn hlyti að lifa og hrærast í aðdáun á andleg- um afrekum mannanna og ég held ég megi fullyrða að þess kyns aðdáun og gleði hafí verið almennari en síðar varð. Bók- menntir og listir skipuðu þá svipað rúm í hugum manna eins og stjómmálin síðar, voru svo að segja daglegt viðræðuefni. Ef ég hefði verið spurður að því 13 ára gam- all hveijir hefðu verið mestu viðburðir árs- ins 1910 myndi ég hafa svarað: Dauði Bjömstjeme Bjömsons í apríl og dauði Leo Tolstoys í nóvember. Auðvitað var ég of ungur til að gera mér grein fyrir skugga- hliðum þessa fallega heims, of ungur til að skilja hvað víða á íslandi vora bág kjör og lífsbaráttan hörð; ég bjó í Kvosinni í Reykjavík og þar var sá heimur sem ég best þekkti bam og unglingur." Leo Tolstoj og Maxim Gorki. Myndin var tekin árið 1900, en 1923 kynntist Krislján Albertsson Gorki í Þýskalandi. Björnstjeme Björnson. Kristján segir að önnur öldin í lífí hans hafi verið tíminn milli tveggja heimsstyij- alda. Og síðan: „Og það sólskin sem var yfir heiminum mína bernsku og mín ungl- ingsár hefur aldrei komið aftur: síðan var sem dökkur skýjabakki vildi aldrei með öllu hverfa af lofti; óttinn við nýja heims- styijöld. En fleira dró ský fyrir sólu og sérstaklega pólitískt einræði og harðstjóm í miklum hluta álfunnar. Þriðja öldin í mínu lífi hófst með ógurleg- um forboða: atómsprengingunni á Hir- oshima. Þar skildi seinna stríðið eftir sig margfalt svartara ský á himni en fyrra stríðið. En jafnframt hafa orðið svo ótrúleg- ar framfarir í vísindum og tækni að mönn- um getur fundist að ekkert þyrfti lengur að vera óviðráðanlegt sem gera mætti mannkyni til heilla. Maðurinn á jörðunni hefur á örfáum síðustu áratugum orðið að þeirri kynjavera snilldarlegs hugvits að fæstir okkar geta gert sér neina hugmynd um hvemig það hafi orðið. Eg var rétt innan við fermingu þegar fyrsti maðurinn flaug milli Frakklands og Englands yfir mjórri enda Ermarsunds og þótti slíkt af- rek bera vott um frábæran kjark — maður- inn hefði getað dottið í sjóinn á miðri leið. Lengra var ekki komin trú manna á flug- listinni svona snemma á öldinni. En aðeins hálfri öld síðar hitti ég í síðdegisboði í ráð- herrahúsinu í Reykjavík þijá menn sem verið höfðu á tunglinu; mestu ævintýra- menn sem fæðst höfðu á jörð vorri. Þeim hafði tekist að lenda slysalaust á þessum flugvallalausa hnetti, skoða sig þar um í hægðum sínum, taka með sér ýmislegt smálegt til minja og koma svo aftur klakk- laust heim til jarðar — og alla förina hafði aldrei orðið neitt til vanbúnaðar. Og nú era menn í óðaönn að koma sér upp gervihnött- um á verkstæðum víðs vegar úti í ljósvak- anum og loks hefur svo manninum tekist að hefja ljósmyndagerð yst í sólkerfí voru og myndimar koma furðuvel til skila heim til jarðar og á vinnuborð stjörnufræðinga. — Þegar menn dást að öllum þessum und- ursamlegu sigram mannlegs hugvits þá er ekki annað vonlegt en að þeir jafnframt hljóti að furða sig á því að með hveiju árinu skuli verða hættulegra að vera lífvera á jörðinni. En nú finna allir að sem bráðlegast verði eitthvað að gerast sem valdi aldahvörfum mannlífínu til bjargar." „Mér fannst á góðum stundum eins og allur heimurinn hlyti að lifa og hrærast í aðdáun á andleg- um afrekum mannanna og ég held ég megi full- yrða að þess kyns aðdáun og gleði hafi verið al- mennari en síðar varð. Bókmenntir og listir skipuðu þá svipað rúm í hugum manna eins og stjórn- málin síðar, voru svo að segja dag- legt viðræðuefiii. Ef ég hefði verið spurður að því 13 ára gamall hveij- ir hefðu verið mestu viðburðir ársins 1910 myndi ég hafa svarað: Dauði Björn- sljeme Björnsons í apríl og dauði Leo Tolstoys í nóvember.“ Kristján Albertsson í bókinni Margs eraðminnast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.