Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 2 FRÉTTIR/IIMNLEIMT Lagastofiiun HÍ: Getur sinnt málinu eft- ir 4 mánuði SIGURÐUR Líndal forstöðumað- ur Lagastofiiunar Háskólans segir að stofiiunin sé alls ekki að forakta alþingi með því að endursenda erindi Kristins Pet- urssonar alþingismanns. „Við höfiim ekki hafhað því að af- greiða erindi hans, málið er ein- faldlega að við getum ekki sinnt því fyrr en eftir Qóra mánuði sökum anna.“ Kristinn Pétursson sendi Lagastofnun erindi með spurningum um hvort bráða- birgðalög rikisstjórnarinnar væru í samræmi við sljórnarskrá landsins. Sigurður segir að frá því að Lagastofnun tók að sér þjónustu- rannsóknir á borð við erindi Kristins fyrir hálfu öðru ári hafí sú stefna verið mörkuð að reyna að leysa úr málum á skjótan hátt. Hinsvegar hafí þeir snemma orðið hlaðnir af verkefnum og væru nú að vinna upp það sem safnast hefur fyrir. Vestan stormur um allt land VESTAN stormur var um allt land í gær og éljagangur á vestanverðu landinu. Veður- stofan spáir áframhaldandi hvassviðri, 7 til 10 vindstig- um, í dag, sunnudag. Fjallvegir voru ófærir eða ill- færir í gær og innanlandsflug Flugleiða féll niður í gærmorg- un. Vegurinn um Mýrdalssand fór í sundur í fyrrinótt en í gærmorgun var unnið að við- gerð á honum. Komið að landi í Reykjavíkurhöfh í vonskuveðri síðastliðið föstudagskvöld Morgunblaðið/RAX Hampiðjan: Möskvarnir geta lokast „MÖSKVAR geta lokast á trolli og smáfiskur orðið eftir í því ef menn lenda í miklum físki. Þetta kom fram á myndum sem teknar voru í leiðangri sem rannsókna- skipið Bjarni Sæmundsson fór í síðastliðið sumar,“ sagði Gylfi Hallgrímsson, framleiðslustjóri hjá Hampiðjunni, í samtali við Morgunblaðið. „Ef fískurinn kemur skarpt í trollið getur smáýsa, jafnvel undir 38 sentímetrum, orðið eftir í troll- inu. Það fer meðal annars eftir tog- krafti skipsins, stærð pokans og hversu skarpt fískurinn kemur í hann hversu mikið af smáfíski verð- ur eftir í honum,“ sagði Gylfi Hall- grímsson. „Það er vel þekkt að möskvar geti lokast, en þó verður ekki fískur, sem er undir 38 sentí- metrum, eftir í trollinu," sagði Jak- ob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastoftiunar. Lélegustu gæftir í 30 ár Ovíst að allur loðnukvótinn náist NÆR stöðugt gæftaleysi frá því fyrir áramót, hefur dregið verulega úr afla landsmanna miðað við sama tima síðustu árin. Sumir ganga svo langt að telja þetta lélegustu gæftir í 30 ár. Meðal annars hefur þetta ástand valdið því, að illa hefur gengið að afla fiskmetis til flugflutninga til Japan. Ennfremur gæti orðið erfitt að ná öllum loðnuaflanum, en 400.000 tonn eru enn óveidd af leyfilegum kvóta okkar. Takist ekki að ná þeim afla öllum, eru mikil verðmæti í húfí því 100.000 tonn af loðnu upp úr sjó geta skilað kringum 500 milþ’ón- um króna í útflutningsverðmæti. marz, en hún hefur einnig staðið fram í apríl. Miðað við beztu gæft- ir má áætla ai) það taki að minnsta kosti tvo mánuði að ná 400.000 tonnum, en verðmæti aflans til bræðslu minnkar eftir því, sem á Misjafnt ec hve lengi loðnuvertíðin stendur fram eftir vetri. Það hefur komið fyrir að botninn hafí dottið úr henni um miðjan líður. Það dregur einnig úr mögu- leikunum á því að ná þessum afla, að loðnan er komin vestarlega og því löng sigling að afkastamestu verksmiðjum fyrir austan land og norðan. „Það er alltaf vitlaust veður og aflabrögð eftir því. Sjórinn er illa skipgengur og menn eru alltaf að draga eldgamalt. Það hefur verið gæftaleysi frá því í byijun desem- ber og þetta eru lélegustu gæftir sem komið hafa í þrjájíu ár,“ segir Ágúst Bergsson, hafnsögumaður í Vestmannaeyjum. „Ég man ekki eftir svona um- Smyglaðferðir á fíkniefiium þróast: Hörð neysla lítt kortlögð utan mestu óregluhópa ÞAÐ SEM einkum greinir rannsóknir fíkniefiiamála frá öðrum afbrotamálum er að ekki er um að ræða einstakt atvik sem er kært heldur þarf að standa afbrotamenn að verki. Arnar Jensson lögreglufulltrúi í fíkniefiiadeild segir að aðdragandi þessara mála sé nyög mismunandi. Allt frá því að eftii finnist af tilviljun við tolUeit og til þess að marga mánaða eftirgrennslan skili ár- angri. Hann vUl ekkert ræða um rannsóknaraðferðir lögreglunn- ar og telur að umræður um þær hafi þann tilgang einan að sýna andstæðingnum spilin. Því meiri leynd um aðferðir og persónur þeirra sem að rannsóknunum vinni, því meiri árangur náist, enda þrói smyglarar og dreifendur stöðugt sínar aðferðir. Itengslum við fíkniefnamál tengd íslendingum í Danmörku undanfarið hefur verið skýrt opin- berlega frá að símhlerunum hafí verið beitt. Ásgeir Friðjónsson staðfestir að þær áðferðir hafí verið notaðar í 7 eða 8 af 20 stærstu málunum sem til af- greiðslu voru hjá dómstólnum í fyrra. 373 mál voru afgreidd frá Sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum í fyrra. Fangelsisdómar voru kveðnir upp yfír um 20 mönnum vegna innflutnings og eða dreifingar á fíkniefnum, en þorri mála var vegna neyslu eða dreifíngar eða sölu á litlu magni og var afgreiddur með dómsátt og sektargreiðslu. Arnar Jensson telur ekki hægt að áætla hve stórum hluta lög- regla nái af þeim fíkniefnum sem hingað eru flutt áður en þau komast í umferð. í nágrannalönd- unum sé talað um 2-10%. Ljóst sé að hass sé enn lang algengasta fíkniefnið hér á landi. Helsta breytingin sem hann merkir undanfarin ár er að meira hafi borið á svokölluðum harðari efnum, einkum amfetamíni og kókaíni, á síðari árum. Langmest er flutt inn frá Hollandi, þá Dan- mörku, en Bandaríkin og flest lönd Evrópu hafí einnig komið við sögu. Ásgeir Friðjónsson telur að það geti ef til vill skýrt aukið magn af hörðum efnum, sem lög- regla hefur náð í, að meiri tíma sé varið í að hindra þann innflutn- ing. Þótt tölur um efni sem næst séu sveiflukenndar ár frá ári telur 1__J Ij-J»U!AfenÍ -L1 MLL'-ll Amar óhætt að fullyrða að ekki hafí dregið úr fíkniefnaneyslu hérlendis, hún hafí aukist ef eitt- hvað er. Það sjáist meðal annars af því að kókaín sé að öðlast út- breiðslu innan þess hóps sem er í mestri óreglu. Hann segir að meðal þeirra hafí það ekki þekkst fyrir 2-3 árum. Lítið er vitað um kókaínneyslu í öðrum hópum hér- lendis. Um helmingur þeirra sem komu við sögu fíkniefnalögreglu í fyrra var 22-29 ára en BÆKSVIÐ eftir Pétur Gunnarsson Arnar segir að mest endumýjun sé í hópi þeirra sem yngri em en 25 ára. Hins veg- ar komi enn við sögu í eldri hópum fólk sem lög- reglan hafí vitað um árum og áratugum saman. Verkamenn og sjómenn em hlutfallslega margir í hópi „viðskiptavina" fíkniefna- lögreglu en þar er einnig að fínna fólk úr flestum starfsgreinum. Þó sker sig úr að meira en þriðjung- ur þeirra, sem komu við sögu í fyrra, er óreglufólk, sem ekki hefur fasta atvinnu. Það fjár- magnar einatt neyslu sína með sölu fíkniefna til annarra neyt- enda eða með annars konar af- brotum. Þeim sem smygla fíkniefnum hér á landi má skipta í tvo hópa, að sögn Amars Jenssonar. Annars vegar þá sem smygla til að standa undir eigin fíkniefnaneyslu. Þar em vinnubrögð lítið skipulögð og þar sem staðið er undir kostnaði að mestu eða öllu leyti með af- brotum, skilur þetta fólk iðulega eftir sig slóð sem Amar segir að geti verið tiltölulega auðvelt að rekja. Öðm máli gegnir í þeim málum þar sem dreifing og sala efnanna hefur verið skipulögð í smáatriðum áður en efnið kemur til landsins. Efnið fari þá frá eig- endunum í hendur dreifíngaraðila sem hafí samskipti við „heildsala" og þeir við „smásala" sem selji neytendum. Skipuleggjendumir séu því aðeins stutta stund með efnið á sínum vegum og örfáir viti á þeim deili. í vetur féll dómur í Hæstarétti í fíkniefnamáli þar sem fimm ár vom liðin frá því sakbomingar vom staðnir að innflutningnum. Amar telur að skjótari dómsmeð- ferð væri til bóta og myndi fæla frá brotum, en Ásgeir Friðjónsson telur að þótt vissulega mætti auka mannafla við þær stofnanir sem um málin fjalla flýti það ekki endi- lega meðferð þeirra. Mörg þeirra séu umfangsmikil og flókin með- ferð þeirra á öllum stigum réttar- kerfisins taki alltaf sinn tíma. hleypingasömum janúar. Frá ára- mótum hefur verið hörmungarveður en ljómandi fískerí er hjá línubátun- umí þau fáu skipti sem á sjó gef- ur,“ sagði Óskar Jóhannsson hafn- sögumaður á ísafirði. „Frá því í byijun desember hefur verið leiðindaveður og lélegar gæft- ir. Það er alltaf bræla og það hafa bara verið smáskot hjá bátunum. Þetta er óvanalega slæmur kafli og mikil viðbrigði. Tíðarfarið hefur verið mjög gott undanfarin ár og það hafa engir vetur verið," sagði Halldór Þorvaldsson hafnarvörður á Húsavík. „Lítið hefur gefíð á sjó að und-- anfömu og ég held að menn muni varla eftir öðru eins. Menn hafa verið að bijótast út í leiðindaveðri en línubátarnir hafa síður getað athafnað sig en netabátamir. Minni línubátar frá Sandgerði hafa hrökklast innfyrir Reykjanesskag- ann í slæmum veðmm,“ sagði Guð- mundur Þorvaldsson á hafnarvog- inni í Keflavík. „Eftir áramótin hefur verið óvenjulega slæmt tíðarfar. Trillum- ar hafa farið út þetta tvisvar og þrisvar á viku og ekkert í síðustu viku. Stærri bátar hafa verið að róa en með þó nokkmm úrtökum. Það var mikið meira um gæftir á sama tíma í fyrra. Fjörðurinn lýkur í þotunum og það er ekkert sem bendir til þess að hann fari að stilla á næstunni,“ sagði Sölvi Ólafsson á hafnarvoginni á Fáskrúðsfírði. Dæmdur í fangelsi í Danmörku 34 ÁRA íslendingur, Einar Halls- son, var á föstudaginn dæmdur til 5 ára fangelsisvistar í Kaup- mannahöfii vegna fikniefiiamis- ferlis. Fjöldi manna var við mál þetta riðinn en Einar var sýknað- ur af viðamesta ákæruliðnum, innflutningi á 5 kílóum af am- fetamíni, eftir að lykilvitni féll frá fyrri framburði við réttar- höldin. Til frádráttar refsingunni kemur varðhald sem maðurinn hefur sætt undanfarin 2 ár, þar af 11 mánuði í nær algjörri einangrun. Hann var sakfelldur fyrir innflutning til Dan- merkur og sölu þar í landi á hassi og amfetamíni og refsiverða með- ferð fíármuna, sem tengdust þess- um afbrotum. Þá var honum gert að þola eignaupptöku og verður vísað úr landi að lokinni afplánun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.