Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 25
38ðí HAÍJflBSri .Sl flLKlACRtóMUB í : 'uMrllflliílM öluAiWHUijJiOiv. _______1« ■ MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 25 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna ísafjörður Blaðbera vantar í innanverðan Seljalandsveg, Miðtún, Sætún og Stakkanes. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 94-3884. Atvinnurekendur Ungur maður með háskólapróf óskar eftir krefjandi starfi. Þeir, sem áhuga hafa, sendi tilboð til auglýs- ingadeildar Mbl. merkt: „L - 111“. Vélvirkjar Óskum að ráða vélvirkja til starfa á vélaverk- stæði. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón í síma 651200. Sjóiastöðin hf. Atvinna ísþór hf. óskar eftir eldismanni til starfa við fiskeldisstöð fyrirtækisins. Auk þess óskum við eftir rafvirkja eða vélvirkja til starfa við eftirlit og viðgerðir. ísþórhf., Þorlákshöfn, sími98-33501. Húsmóðurstarf 4 manna fjölskyldu á Álftanesi vantar hjálp við að gæta 7 ára stelpu og annast almenn heimilisstörf frá kl. 9.00-13.00 virka daga. Upplýsingar í síma 652676. Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélag í Reykjavík óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfið felst aðal- lega í umsjón og skipulagningu fjáröflunar fyrir félagið. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtud. 16. febrúar, merktar: „F - 6998“. Skrifstofustarf - bókhald Lítil heildverslun óskar eftir starfskrafti til almennra skrifstofustarfa s.s. vélritunar, færslu og umsjón með bókhaldi á tölvu, síma- vörslu og annarra verka sem til falla. Um 50% starf er að ræða. Eingöngu aðili vanur tölvu- bókhaldi kemur til greina. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merktar: „J - 14240“ eigi síðar en 16. febrúar. Tölvunarfræðingur eða rafmagnsverkfræðingur Verkfræðistofan AFL hf. óskar að ráða tölv- unar- eða rafmagnsverkfræðing til hönnunar og uppsetningar hugbúnaðar á tæknisviði. Áskilin er góð þekking á UNIX stýrikerfum, forritunarmálinu C og gagnagrunnum. Nán- ari upplýsingar er veittar í síma 686465. LANDSPITALINN Sérfræðingar Lausar eru tvær afleysingastöður sérfræð- inga í almennum skurðlækninum. Önnur staðan er 75% og þarf umsækjandi að hafa sem mesta reynslu í kviðholsaðgerðum. Hin er 50% staða. Ráðningartími er eitt ár. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir 1. apríl nk. Upplýsingar gefur Hjalti Þórarinsson próf- essor í síma 91-601330. Sérfræðingur Staða sérfræðings við svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans er laus til umsókn- ar. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti stýrt hjarta- og lungnavél. Starfið er 100% staða. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir 15. mars nk. Upplýsingar gefur Þórarinn Ólafsson yfir- læknir í síma 91-601375. Reykjavík, 12. febrúar 1989. RÍKISSPÍTALAR Hótelstjóri Starf hótelstjóra við Hótel Blönduós er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk. Æskilegt er að umsækjendur hafi réttindi matreiðslumeistara. Umsóknir séu skriflegar og greini frá mennt- un og starfsreynslu. Allar upplýsingar gefur Ragnar Ingi Tómasson í síma 95-4200 á skrifstofutíma. Hótel Blönduós hf. Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar á fastar nætur- vaktir. Greidd eru hjúkrunarstjóralaun auk launaflokks fyrir öldrunarhjúkrun. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á aðrar vaktir. Barnaheimili til staðar. Upplýsingar veitir ída Atladóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 35262 eða skrifstofa Hrafnistu í síma 689500. SVÆÐISSTJÓRN SUÐURLANDS —um málefni fatlaðra Þroskaþjálfar - fóstrur Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf: í Vestmannaeyjum: 1. Þroskaþjálfa eða starfsmann með sambærilega uppeldismenntun í starf forstöðumanns að meðferðarheimilinu Búhamri 17, Vestmannaeyjum. Staðan er laus frá 1. apríl 1989. 2. Þroskaþjálfa eða fóstru, helst með sérmenntun, í stöðu forstöðumanns við leikfangasafnið, Búhamri 17, Vestmanna- eyjum. Staðan er laus frá 1. júní. Á Selfossi 1. Þroskaþjálfa til að veita forstöðu nýrri dagvistun fyrir fatlaða á Selfossi. Staðan er laus nú þegar. 2. Þroskaþjálfa eða annað uppeldismennt- að starfsfólk til starfa í nýrri dagvistun fyrir fatlaða á Selfossi. Nánari upplýsingar um stöðurnar eru veittar á skrifstofu svæðisstjórnar Suðurlands, sími 98-21839, hjá forstöðumanni lelikfangasafns í Vestmannaeyjum, sími 98-12127 og hjá forstöðumanni meðferðarheimilisins að Bú- hamri 17, sími 98-12865. íSunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Simi 45550 Húsvörður Sunnuhlíð óskar eftir húsverði til starfa. Húsvarðaríbúð fylgir. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. febrúar nk., merktar: „SHL - 6999“. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarforstjóri Hér með er auglýst til umsóknar staða hjúkr- unarforstjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stjórn F.S.Í. fyrir 1. mars nk. í pósthólf 114,400 ísafirði. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-16.00. 0 Leikskólinn Selbrekka á Seltjarnarnesi óskar eftir fóstru eða starfsmanni í hálft starf eftir hádegi sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 611961. Lyfjakynnir Við óskum eftir að ráða lyfjakynni í hlutastarf. Starfið felst í kynningu á lyfjum frá erlendu lyfjafyrirtæki. Viðkomandi skal hafa lokið námi í hjúkrunarfræði, líffræði eða skyldum greinum. Starfið krefst góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Skriflegar umsóknir óskast sendar á skrifstofu okkar c/o Árni Ingason fyrir 17. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum svarað. Stefán Thorarensen hf., Síðumúla 32, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.