Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 12
MORGÚtfBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12: I-’EBRÚÁR 1989 12 ILEIT AÐ ATVINNU OG ÆVINTÝRUM FYRIRHEITNA LANDIÐ eftir Urði Gunnarsdóttur/myndir Bjarni Eiríksson ÍSLAND - draumaland hins atvinnulausa ævintýramanns? Mikil Qölgun útlendinga í vinnu hérlendis á síðasta ári var til marks um blómstrandi atvinnulíf. Á síðari hluta ársins varð æ torsóttara að £á vinnu og frá því um áramót hefur sárafáum útlendingum verið veitt atvinnuleyfi. Rétt er að taka það fram, að Norðurlandabúar þurfa ekki atvinnuleyfi til að £á vinnu hérlendis. Á síðasta ári voru um 1500 atvinnuleyfi gefin út fyrir útlendinga en það er um þriðjungs fiölgun frá árinu áður. Um 1000 atvinnuleyfi voru gefin út 1987, eins og nokkur ár þar á undan. Sökum samdráttar í atvinnulifinu eru ekki horfúr á því að eins mörgum útlendingum verði veitt leyfi í ár, að sögn Óskars Hallgrímssonar á Vinnumálaskrifstofú Félagsmálaráðuneytisins. í fyrra var mest aukningin í fiskvinnslu. Að sögn viðmælenda blaðsins, sækja mun fleiri útlendingar um vinnu en fá. Þeir eru yfirleitt vel liðnir í vinnu; einn viðmælenda úr hópi atvinnurekenda sagðist jafnvel taka þá fram yfir íslendinga. Og stéttarfélögum er ekki kunnugt um nein nýlegtilvikþar sem útlendingar hafa verið hlunnfarnir. Mikil fjölgun útlendinga í vinnu hérlendis Um 1500 atvinnuleyfí veitt 1988 Þriðjungi færri leyfí veitt árið áður Vegna samdráttar á vinnumarkaði hefur sárafáum útlendingum verið veitt atvinnuleyfí frá því fyrir áramót Það er atvinnurekenda að sækja um atvinnu- leyfi fyrir starfsfólk sitt og eru leyfin veitt til eins árs f senn. Fyrst er sótt um bráðabirgðaleyfi og þá verður útlendingurinn að vera er- lendis. Ekki er nauðsynlegt að til- greina nöfn starfsmanna; upplýs- ingar um fjölda og þjóðemi naégja. Umsóknin er borin undir viðkom- andi stéttarfélög áður en hún er samþykkt en komið hefur fyrir að þau leggist gegn ráðningum útlend- inga. Astæðan er þá skortur á at- vinnu meðal heimamanna. Sé bráðabirgðaleyfið samþykkt, kemst útlendingurinn til landsins. Form- legt atvinnuleyfi er ekki veitt fyrr en Útlendingaeftirlitið hefur gefið samþykki sitt. Ferðamenn, utan Norður- landabúa, fá því ekki atvinnuleyfi nema þeir fari utan og sæki um leyfi þaðan. Að sögn Óskars Hall- grímssonar, eru nokkur brögð að því að ferðamenn haldi að þeir geti gengið inn í störf hérlendis, sérstak- lega þar sem skortur er á starfs- fólki. Þá freistist atvinnurekendur stundum til að ráða þá. Ef upp kemst, er útlendingunum tafarlaust vísað úr Iandi. Útlendingur, sem fær atvinnu- leyfi fær um leið lögheimili á ís- landi. Samkvæmt lögum á hann að njóta sömu réttinda og kjara og heimamenn. Hjá þeim stéttarfélög- um sem blaðið leitaði til, var sagt að raunin væri sú í langflestum til- fellum. Flest fyrirtækin vönd að virðingu sinni Magnús L. Sveinsson hjá Versl- unarmannafélagi Reykjvíkur segist hafa ástæðu til að ætla að útlend- ingar séu ráðnir í lægst launuðu störfin, en hann viti ekki til þess að þeir séu hlunnfamir í launum. Þeir njóti sömu réttinda og íslend- ingar. VR hefur ekki skrifað upp á nein atvinnuleyfi fyrir útlendinga frá því fyrir áramót en Magnús segir málið horfa öðru vísi við ef útlendingurinn sé í sambúð með íslendingi. í sama streng tekur Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- ÞAÐAN KOMA ÞAU Skipting útlendinga með lögheimili á íslandi 1988 eftir þjóðerni. Viðhorf 60 íslendinga Morgunblaðið leitaði álits 60 íslendinga á fömum vegi á því hvort veita ætti útlendingum atvinnuleyfí hérlendis. Yfirleitt vom þeir sem spurðir vom jákvæðir í garð þess að útlendingar ynnu hér, svo fremi að íslendingar hefðu næga atvinnu. Ein kona sagðist hugsa til þess með hryllingi að bömin hennar kæmu heim með litaða maka, en vildi þó ekki að að fólki með annan litarhátt yrði meinuð landvist. „Það á að reka þá alla úr landi“ sagði karlmað- ur milli þrítugs og fertugs, „við höfum ekkert með þetta fólk að gera.“ Sjómaður sem spurður var sagðist óttast að við væram að gera sömu vitleysu og nágrannaþjóðimar, flytja inn fólk til að vinna skítverkin meðan Islendingar þættust of góðir til að vinna fyrir sér með höndunum. Þegar harðnaði á dalnum yrði síðan ókleyft að losna við þá aftur. Atvinnulaus stúlka sagði að sér fyndist það óréttlátt að útlending- ar fengju atvinnu hér meðan íslendingar gengju atvinnulausir, en viðurkenndi þó að ekki gæti hún hugsað sér að vinna í fiski. Nán- ast allir sem spurðir vom ítrekuðu að þeir hefðu enga kynþáttafor- dóma. Aðeins einn karlmaður taldi þó útlendinga hér of fáa, ekki veitti af að fá meiri breidd í hugsunarhátt og lífsviðhorf landans. Allmargir tóku fram að nú væri litla atvinnu að fá og því mál til komið að að fara að setja meiri hömlur á veitingar atvinnuleyfa til útlendinga. Spumingamar sem lagðar vom fyrir vegfarandur og svör þeirra vora þannig: FB 1. Hér á landi eru nú tæplega 5.000 útlendingar án ríkisborgararéttar. Finnst þér það of mikið, hæfilegt, of lítið? Ofmikið Hæfilegt Oflítið 21 38 l 2. Ert þú fylgjandi því að útlendingar fái leyfi til að vinna hér á landi. Já Nei 59 1 3. Ætti slíkt leyfi að vera háð skilyrð- um um: Störf sem íslending- Þjóðerni ar fást eða litar- Engum skil- ekki í? hátt? yrðum 36 2 22 4. Ertu fylgjandi því að fólk af öðrum kynþætti og litarhætti fái: Vinnu hérlendis Að setjast að hér Já Nei Já Nei 58 2 48 12 HVAÐ SEGJA ATVINNUREKENDUR? Oft til fyrirmyndar ísfélag Vestmannaeyj a Eyjólfur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri ísfélags Vestmanna- eyja, segir ekkert upp á erlent fisk- vinnslufólk að klaga. Nú vinna 15 -Svíar hjá fyrirtækinu og einn Spán- veiji en það er nokkra færra en verið hefur. Eyjólfur segir allan gang á því hversu lengi útlendingar vinni í fiskvinnu. Þeim er útvegað hús- næði í verbúð. Starfsfólk frystihúsa SH kemur í gegnum skrifstofu Ice- landic Freezing Plant í Grimsby auk þess sem sumir skrifa beint. „Það er mikil ásókn útlendinga í vinnuna. Við eram yfirleitt mjög ánægðir með útlendingana sem við fáum og tökum þá gjaman fram yfir íslendinga. Þeir era rólegri og minna vesen í kringum þá en fólk af t.d. höfuð- borgarsvæðinu.“ Mandaríninn Tveir kínverskir matreiðslumenn og sænsk framreiðslustúlka vinna nú á veitingahúsinu Mandaríninum. Að sögn Sveins Siguijónssonar, framkvæmdastjóra, hafa útlending- ar yfirleitt líkað mjög vel. Þeir hafi verið mismargir, séu með færra móti nú. „Oft era þetta menn sem hafa kvænst íslenskum stúlkum og era búsettir hérlendis. Þetta er dug- legt fólk, sjálfstætt og hefur víðari sjóndeildarhring en þeir sem hreyfa sig hvergi. Ég tel að við getum lært ýmislegt af vinnulagi þess, það er að mörgu leyti til hreinnar fyrir- myndar." Aðspurður segir Sveinn að hann hafi aldrei orðið var við kynþáttafordóma í garð sinna starfs- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.