Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 Theódór S. Halldórsson Fæddur: 20. desember 1951 í Reykjavík. Foreldrar: Halldór Ó. Jónsson og Sigfríður Th. Bjarnar. Heimilishagir: Giftur Ólöfu Helgu Pálmadóttur og eiga þau tvö böm. Menntun: Verslunarskólapróf. Eftir að Theódór kom heim aftur vann hann við ýmislegt þar til hann gerðist starfsmaður SL. Sem dæmi má nefna vinnu á bfla- verkstæði, hjá byggingarverktaka og hjá Flugfélaginu Vængjum. Bæði vinir og samstarfsmenn Theódórs bera honum vel söguna. Allir eru á einu máli um að hann sé skemmtilegur og kátur ná- ungi. Jón Helgason verkfræðingur hjá Vegagerðinni sem er nágranni hans í blokk í Engjaseli segir að Theódór sé fæddur grínisti. Hann sé ávallt fenginn til að troða upp með gamanmál á þorrablótum og sumarhátíðum húsfélagsins. „Þetta er fyrsta flokks maður og ákaflega indæll í viðkynn- ingu,“ segir Jón Helgason. Einn af nánum samstarfsmönnum The- ódórs á skrifstofu SL tekur undir þetta og segir jafnframt að hann sé áhugasamur og duglegur í vinnu. Hann sé fastur fyrir og fari sínar eigin leiðir. Þetta sé ekki auðvelt á stofnun eins og SL þar sem margir „smákóngar" í iðnaðinum vilja vera með puttana í rekstrinum. Theódór hefur hins- vegar tekist með ágætum að eiga gott samstarf við þá flesta þótt oft sé það ekki létt verk. Annar samstarfsmaður segir að Theódór sé yfírleitt skapgóður og skemmtilegur þótt hann eigi sína slæmu daga eins og aðrir. Áhugamál Theódórs eru marg- vísleg. Þar má nefna að hann tek- ur þátt í félagslífí og er þannig virkur í Lions-hreyfíngunni. Þá þykir honum gaman að stangveiði og undanfarin sumur hefur hann dundað við að smíða sér sumarbú- stað í Grímsnesinu. Þá hefur hon- um tekist að taka sólópróf í flugi en getur lítt stundað það áhug'a- mál sökun1 anna við önnur verk- efni. Morgunblaöið/Sverrir Fastur fyrir gegn „smákóngunum“ MÁL málanna í siðustu viku var hrun Iagmetismarkaðar íslend- inga á markaðinum í Vestur-Þýskalandi vegna aðgerða Grænfrið- unga. Mál þetta hefúr mikið mætt á Theódór S. Halldórssyni framkvæmdastjóra Sölusamtaka lagmetis, áður Sölustofnunar lagmetis. Theódór hóf þar störf 1979, fyrst sem skrifstofusljóri en hefúr verið framkvæmdastjóri stofíiunarinnar síðan 1984. rp heódór er fæddur og uppalinn SVIPMYND X á Lokastígnum í Þingholtun- um. Er hann var 16 ára flutti fjöl- skyldan hinsvegar í Kópavoginn. Á unglingsárunum dvaldi hann í sveit á sumrin, í Sauðlauksdal við Patreksíjörð. Þeir sem muna eftir Theódór frá unglingsárunum lýsa honum sem hæglátum og jákvæð- um dreng, léttum í lund og skap- góðum. Eftir að Theódór lauk Verslun- arskólaprófí fór hann til Dan- eftir Friðrik Indriðason merkur og vann þar um eins árs skeið, eða 1971. Hann var búsett- ur í Hirtshals og vann þar sem sölumaður fyrir íslenska sfldarflo- tann. Á þeim árum var íslenski sfldarstofininn hruninn og hluti flotans stundaði sfldveiðar í Norð- ursjó. Málefni Siglufjarðar- eru í sérstakri skoðun - segir Ólafiir Ragnar Grímsson flármálaráðherra Fjármálaráðherra segir að eðlilegt sé að sveitarfélög al- mennt séu þátttakendur í því björgunarstarfi, sem nú fari fram fyrir atvinnulífíð, með því m.a. að taka við skuldabréfum Atvinnutryggingarsjóðs. Hann segir þó, að Siglufjörður hafí nokkra sérstöðu, m.a. vegna erf- iðrar stöðu Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, sem ríkissjóður á meirihluta í, og Ijóst sé að ríkið þurfti að hlaupa þar undir bagga sérstaklega. Sigluíjörður hefur óskað eftir því við íjármálaráðuneytið að skuldabréf Atvinnutryggingarsjóðs, « Nauðasamningar JL-hússins: Boðin 21% greiðsla á tveimur árum Skuldir 273 milljónir- eignir 17,7 KRÖFUHAFAR greiddu á fóstu- dag atkvæði um hvort taka ætti nauðasamningatilboði eigenda JL-hússins h/f, sem rak sam- nefnda verslun að Hringbraut 121 I Reykjavík. Að sögn Ragn- ars H. Hall skiptaráðanda fól til- boðið í sér 5% greiðslu upp í kröfúr strax en 16% til viðbótar á tveimur árum, tryggt með láns- kjaravísitölu en vaxtalaust. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var tilboðið fellt í at- kvæðagreiðslunni en að sögn Ragn- ars H. Hall skiptaráðanda verður tekin formleg afstaða til tilboðsins með úrskurði skiptaréttar á mánu- dág. Hanh sagði að einungis hluti þeirra, sem rétt áttu til að taka þátt í atkvæðagreiðslu, hefði setið fundinn og ekki hefði verið tekið saman hversu stóran hluta krafn- anna þeir færu með. Tilboðið varðaði eingöngu al- menna kröfuhafa, en 30. september síðastliðinn voru heildarskuldir fé- lagsins áætlaðar tæpar 273 milljón- ir, þar af veð- og forgangskröfur um 170 milljónir króna. Bókfært verð eigna Jl-hússins var þá 17,7 milljónir króna en auk þess eru veðkröfur meðal annars- tryggðar með veði í húseign þeirri við Hring- braut þar sem félagið hafði starf- semi sína. Húsið er eign annars hlutafélags í eigu sömu fjölskyldu og á JL-húsið h/f. sem Siglufjarðarbær hefur tekið við, verði tekin upp í skuld Rafveitu Siglufjarðar við Ríkisábyrgðasjóð. Erindið barst ráðuneytinu í nóvem- ber en ekki hefur enn verið tekin um þetta ákvörðun í ráðuneytinu. Önnur sveitarfélög líta á þetta sem eins konar prófmál. Ólafur Ragnar Grímsson sagði við Morgunblaðið að sveitarfélögin væru opinberir aðilar eins og ríkið, og því væri staða þeirra önnur en annara viðskiptaaðila fyrirtækja sem fengið hefðu skuldbreytingu gegnum Atvinnutryggingarsjóð. Hins vegar yrði einnig að líta á skuldastöðu sveitarfélaganna og ýmislegt annað sem snerti verka- skiptingu ríkis- og sveitarfélaga, þegar ákvörðun væri tekin um þessi mál. Hann sagði að ríkissjóður væri einn aðaleigandi að Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Rekstrarstaða þess fyrirtækis væri mjög erfíð og ljóst að ríkið yrði að koma þar sérstak- lega inn í. Og beðið hefði verið að afgreiða erindi Siglu^arðar, vegna skuldabréfanna, meðan staða Þor- móðs ramma hf. hefði verið skoðuð í ráðuneytinu. „Það má segja að Siglufjörður sé fulltrúi fyrir sveitarfélögin al- mennt séð, en hins vegar er ríkið að skoða vandamál atvinnulífsins á Siglufirði út frá miklu stærra sjón- arhomi, heldur en því sem snýr að samskiptum við bæjarfélagið og bréf _ Atvinnutryggingarsjóðs,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Morgunblaðið/Pétur P. Johnson Kúbanskar flugvélar lenda sjaldan í slíku snjókófí á heimaslóðum. Reykj aví kurflugvöllur: Kubanskar flugyél- ar eru tíðir gestir FLUGVELAR kúbanska flugfé- lagsins Cubana eru tíðir gestir á Reykjavikurflugvelli, en hér hafa þær viðdvöl á leið sinni i feijuflugi milli Kúbu og Sov- étríkjanna. að lætur nærri að kúbanskar flugvélar komi hér við að jafn- aði tvisvar í mánuði. Flugvélar þess- ar eru af gerðinni Antonov An-24 og An-26, smíðaðar í Sovétríkjun- um og eru mjög áþekkar Fokker F.27 Friendship í burðargetu. Flugfélagið Cubana hefur um 30 slíkar flugvélar í flota sínum og eru þær notaðar til innanlandsflugs svo og til millilandaflugs til nærliggj- andi eyja í Karabíahafí. Eins og aðrar flugvélar þurfa þær að fara reglulega í skoðun, en á nokkurra ára fresti verða þær að fara í sk. stórskoðun og em þá sendar þang- að sem þær vom smíðaðar, til Ant- onov-verksmiðjanna í Kænugarði í Sovétríkjunum. Ein af vélum Cubana átti leið um Reykjavíkurflugvöll nú fyrir skömmu, þegar snjóaaði hvað mest. Líklega lenda kúbanskar flugvélar sjaldan í slíku snjókófí á heimaslóð- um. _ ppj. SjÓ dælt Úr lest Júpíters í Sundahöfíl. Morgunblaðið/Þorkell Réttu Júpíter af með loðnudælunni STARFSMENN ReyHjavíkur- hafnar óskuðu aðstoðar slökkvi- liðs á fímmtudagskvöld vegna þess að sjór hafði af óljósum orsökum komist í lestir m/b Júpíters, sem lá í sundahöfú. Þó nokkur slagsíða var á skipinu. lökkviliðið mætti á staðinn með dælur sínar en hafðist ekki að þar sem afkastamikil loðnudæla skipsins annaði því að dæla úr lest- inni og rétta skipið af. Nægur þrýstingur til að valda gosi HELDUR hefúr hægt á landrisi við Kröflu undanfarna daga, en hraði þess var mestur um jól og áramót. Þrýstingur I kvikuhólf- um er nægur til þess að valda gosi og hefúr verið undanfárin þijú ár að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings, sem fylgist með jarðhræringum nyrðra. Ef gos verður, þá er það yið svona aðstæður, sagði Páll. Hann sagði að land hefði risið meira og minna síðan í haust. Það táknar að kvika er að safnast í kvikuþró. Hann kvað ógjörning að spá um framhaldið, það virtist vera háð duttlungum náttúruafla. Haldi að- streymi kviku áfram getur annað af tvennu gerst, kvikuhlaup eða gos. Kvikuhlaup voru á Kröflusvæð: inu á árunum 1976 til 1980. í mars 1980 urðu þáttaskil, þætti kvikuhlaupa lauk og þáttur gosa hófst. A meðan þrýstingur er þetta hár í kvikuhólfum er hættuástand við Kröflu. Bamasamkoma í Grindavík Bamasamkoma í dag kl. 11 og messa kl. 14. Verður sérstaklega fjallað um hjónabandið og fjölskyld- una í prédikun. Þessi dagur er sum- staðar erlendis haldinn sem dagur hjónabandsins og eru hjón sérstak- lega hvött tl að sækja saman messu. Vænta má sérstakrar þátttöku hjóna úr hreyfingunni Lúthersk hjónahelgi (Lutheran Marriage En- counter). Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30 þar sem sungn- ir eru sálmar og andleg ljóð, lesið úr Ritningunni og beðið fyrir sjúk- um. Kaffi og umræður í Safnaðar- heimilinu eftir samkomu. Sr. Öm Bárður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.