Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1989 11'> mikið og leiti samráðs hjá mörgum þannig að hann fylgist vel með hvað sé að gerast í því landi sem hann stýrir. Auk þess sé hann vel heima í málaflokkum fagráðuneytanna og njóti þar þeirrar reynslu að hafa setið sem ráðherra í sjávarútvegs- ráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, samgönguráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og utanríkis- ráðuneyti. Hann hafi því einn ráð- herranna þá yfirsýn sem forsætis- ráðherra sé nauðsynlegt að hafa. Kratar og framsóknarmenn klifa talsvert á þessum eiginleikum Steingríms og bera sarhan við ríkis- stjórnarreynslu fýrrverandi forsæt- isráðherra, Þorsteins Pálssonar, sem var íjármálaráðherra um skeið, áður en hann myndaði ríkisstjórn sína. Þetta segja þeir hafa háð Þorsteini, jafnframt því sem þeir fullyrða að verkstjóm hans í ríkisstjóm hafi einkum verið af flokkslegum toga. Steingrímur komi oft fram sem sáttasemjari og reyni að miðla mál- um, þegar flokkarnir þrír takist á um stefnu í ákveðrium málum, en fullyrt er að það hafi Þorsteinn ekki gert, heldur haldið sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins til streitu. Þorsteinn verkstýrði afheilindum Samráðherrar Þorsteins úr Sjálf- stæðisflokknum segja á hinn bóginn að Þorsteinn hafi lagt sig fram um að sætta sjónarmið á milli flokkanna og hafi það iðulega kostað hann átök og erfiðleika í þingflokki sjálf- stæðismanna. Hann hafi auðvitað sem formaður Sjálfstæðisflokksins lýst skoðunum sjálfstæðismanna, en það breyti ekki því að hann hafi lagt sig mjög fram um málamiðlun. Verk- stjóm hans hafi byggst á heiðarleika og heilindum og málefnalegri af- stöðu, en ekki því að spila á tilfinn- ingar manna. Orð hafi staðið, þegar þau komu frá Þorsteini. A-flokkunum kappsmál að þetta gangi sjálf, þar sem það sé í raun aðeins einn málaflokkur sem hún vilji beij- ast fyrir — húsnæðismálin. Þar sé Jóhanna svo föst fyrir og ákveðin hvað varðar ijárveitingar til bygg- ingarsjóðanna að flestum samráð- herrum hennar standi stuggur af. Þeir hafa það í flimtingum að til þess að fá hennar samþykki fyrir nánast hveiju sem er, sé eina leiðin að tillagan feli einnig í sér einhveija fjárveitingu til húsnæðismála. Al- þýðubandalagsmenn eru sammála krötum í þeim efnum að Jóhanna vilji beina öllum sínum starfskröftum að húsnæðismálum, en það eru fram- sóknarmenn ekki. Þeir telja Jóhönnu vilja nánara samstarf og samráð við aðra .í ríkisstjórn, og þá einkum flokksbróður sinn, Jón Baldvin. Hún komist einfaldlega ekki að, þar sem það sé Jón Sigurðsson en ekki Jó- hanna sem komi fram í ríkisstjórnar- samstárfinu sem varaformaður Al- þýðuflokksins. Framsóknarmenn eru jafnframt þeirrar skoðunar að mál- efnalegur ágreiningur sé talsvert djúpstæður á milli þeirra Jóns Bald- vins og Jóns Sigurðssonar. Telja þeir hann vera meiri en þeir nafnar vilja vera láta. Kratamir telja að hið sama gildi um formann og varaformann Fram- sóknarflokksins. Það hafi kastast alvarlega í kekki á milli þeirra nú síðustu vikumar þegar gengisstefn- an var mörkuð. Halldór sé og hafi verið eini ákveðni talsmaður þess að gengið yrði fellt til muna, en kratar eigna sér heiðurinn af því að hafa sannfært Steingrím um að í þeirri leið fælist ekki sú lækning sem leitað væri að. Hann hafi því þurft að takast á við varaformann sinn, sjávarútvegsráðherrann, sem hafi ekki verið á þeim buxunum að semja um neitt undir 10% gengisfellingu, með hagsmunaaðila sjávarútvegsins beinlínis á bakinu. Steingrímur hafi þurft að taka á honum stóra sínum til þess að tala um fyrir Halldóri, sem sé alveg einstaklega fastur fyr- ir og fýlginn sér. Einn ráðherranna orðaði það þannig að Halldór ætti það til að setja hausinn undir sig og æða beint áfram, þegar hann væri sannfærður um réttmæti eigin skoðana. Þessa hafi ekki bara gætt í gengismálum, heldur ekki síður í hvalamálinu. Þar sé Halldór svo fast- ur fyrir, að honum verði með engu móti haggað, en Steingrímur vilji sýna meiri sveigjanleika þar. Hann láti þó Halldór einráðan um ferðina í þeim málum, enn sem komið er. Samst'arf þeirra Steingríms og Hall- dórs er þó talið mjög náið og þeir eru sagðir eiga á milli sín það sem aðrir formenn og varaformenn stjórnarflokkanna geti ekki státað af — gagnkvæmt traust og algjör heilindi. Þetta er ekki bara mat framsóknarmanna sjálfra. Þriðji framsóknarráðherrann í ríkisstjórninni, Guðmundur Bjarna- ( son heilbrigðisráðherra, þykir heldur atkvæðalítill í stjórninni, en það er sagt um hann eins og fagráðherrana Jóhönnu Sigurðardóttur, Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon að eðli málsins samkvæmt hljóti starfskraftar þeirra einkum að bein- ast að eigin málaflokkum, en stefnu- mótun og ákvarðanataka almennt heyri fremur hinum ráðherrunum til. Auk þess er Svavar Gestsson sagður vera hæstánægður að geta leitt hjá sér að mestu leyti efnahags- þras, sem hann hafi fengið meira en nóg af í ríkisstjórnum þeirra Ólafs heitins Jóhannessonar og dr. Gunn- ars heitins Thoroddsen. Hann taki .því með þökkum að fá að sinna menningu, menntamálum og listum og þurfa ekki að vera í eldlínunni. Jón Sig. þungavigtarmaður í stjórninni Það kann að koma þeim á óvart sem lítt þekkja til innra starfs ríkis- stjórnarinnar mat samráðherra Jóns Sigurðssonar, að hann hafi að und- anförnu verið ráðandi afl þessarar stjórnar. Hann hafi einatt verið „einn á móti öllum“ í ríkisstjórn, en samt sem áður staðið með pálmann í hönd- unum að loknum rimmum. Að vísu er hann sagður hafa haft stuðning formanns síns Jóns Baldvins, en þó ekki nema hálfvolgan. Það sætir kannski enn meiri furðu hversu mik- il áhrif viðskiptaráðheri'S. hefur í ríkisstjórn, þegar litið er til þess að hann á alls ekki stuðning alls þing- flokks Alþýðuflokksins vísan, því ákveðnir þingmenn krata gefa hon- um svipaða einkunn og framsóknar- menn og telja hann vera mikinn tals- mann fijálshyggju. Samráðherrum Jóns er misljúft að viðurkenna það hversu mikil áhrif hans eru innan ríkisstjómarinnar í stefnumarkandi málum, og sjálfur er hann manna þöglastur um eigin landvinninga. Framsóknarmenn hafa mest horn í síðu Jóns í þessari ríkisstjórn, hvort sem þeir era utan ríkisstjórnarinnar eða ekki. Raunar telja þeir hann einn „versta frjálshyggjupostula" sem þeir hafa nokkra sinni komist í tæri við, en rétt er að geta þess að þetta era ekki sjónarmið Halldórs Ás- grímssonar. Jón er sá ráðherranna sem mest mótaði síðustu ráðstafanir sem ríkis- stjórnin ákvað að grípa til í efna- hags-, vaxta- og peningamálum. Raunar samdi hann stefnuyfirlýs- ingu þá sem forsætisráðherra flutti á þingi sl. mánudag, og þá þótti mörgum framsóknarmanninum nóg um og sömu sögu mun vera að segja um Steingrím Hermannsson forsæt- isráðherra, sem hafí ekki verið beinlínis heillaður af þeim texta sem viðskiptaráðherra lagði honum til um stefnu ríkisstjórnarinnar í vaxta-, peninga- og gengismálum. Umsagnir samráðherra Jóns um hann eru á þann veg að hann sé feiknalega duglegur, talnaglöggur, gáfaður vinnuhestur, sem undirbúi hvert mál á þann veg, að málflutn- ingurinn sé nánast óhrekjanlegur. Hann hafi því iðulega betur, vegna þess að undirbúningur hans sé betri en þeirra sem ekki eru honum sam- mála. Þetta hafi komið hvað gleggst í ljós, þegar tekist var á um stefn- una í vaxta- og peningamálum. Hann hafi verið fastur fyrir sem klettur og haft betur í glímu sinni við vin sinn og samstarfsmann um margra ára skeið, Halldór Ásgríms- son. _ Steingrímur óumdeildur foringi stjórnarinnar Þrátt fyrir styrka stöðu Jóns Sig- urðssonar í þessari ríkisstjórn og mikil áhrif, er ekki nema einn for- ingi í þessari ríkisstjórn. Öll ríkis- stjórnin er sammála um það. Það er að sjálfsögðu verkstjórinn sjálfur, Steingrímur. Honum er hrósað fyrir röggsama verkstjórn og óhemju dugnað. Kratar og alþýðubandalags- menn telja að Steingrímur hafi vax- ið sem stjórnmálamaður og náð mjög góðum tökum á því starfi sem hann sinnir núna, enda grínast þeir góð- látlega með það sín á milli að þetta sé nú og hafi líklega alltaf verið „draumadjobbið hans Denna“. Steingrímur fær þá umsögn samráð- herra sinna að verkstjórn hans sé yfir flokkapólitík hafin, og það kunna kratar og alþýðubandalags- menn að meta. Þeir segja Steingrím hafa svo mikið sjálfsöryggi sem formaður Framsóknarflokksins og mikið traust framsóknarmanna að hann komist upp með að stjórna á staðnum, en bera svo kannski ákvarðanir sínar undir þingflokk sinn eftir á. Einn sagði meira að segja að hann kynnti þær bara. Það er ljóst að formenn A-flokk- anna eru mjög ánægðir með for- mannaklúbbinn og það nána samráð sem forsætisráðherra hefur við þá. Jafnframt era ráðherrar almennt ánægðir með óformlega fundi ráð- herranna, sem Steingrímur hefur beitt sér fyrir að haldnir væra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu. Þetta era nefndir eldhúsfund- ir. Þeir era mjög óformlegir og menn tala opinskátt út um hlutina, án þess að vera bundnir af formleika hefðbundinna ríkisstjórnarfunda og án þess að eiga það yfir höfði séf að hvert orð og hver skoðanaskipti séu skráð í fundargerðabók ríkis- stjórnarinnar, því á þessum fundum er enginn fundarritari. Samráðherr- ar Steingríms segja jafnframt að hann hafi mikil sambönd út um allt þjóðfélagið og hann nýti sér þau Ráðherrar Framsóknarflokksins segjast finna fyrir því að það sé mjög ákveðinn vilji fyrir hendi hjá A-flokkunum að láta þetta stjórnar- samstarf halda og heppnast. Þeim sé það mikið kappsmál að leikurinn frá því 1978 til 1979 endurtaki sig ekki, en þá hrökklaðist stjórnin frá eftir einungis 13 mánaða setu. Framsóknarmenn segja að Alþýðu- bandalagið hafi í þessu skyni slakað á ýmsum kröfum, svo sem kröfum í gengismálum. Þá hafa framsóknar- menn það tromp uppi í erminni, að þeir telja sig vera reiðubúna í kosn- ingar ef svo ber undir, en slíkt hið sama verði ekki sagt um Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag. Meirihluti ríkisstjómarinnar telur að ef ekki komi til meiriháttar skakkafalla þá eigi þessi ríkisstjórn að geta setið út þetta kjörtímabil. Ákveðnir ráðherrar segja samt sem áður að í dag sé einungis ástæða til hóflegrar bjartsýni. Margir þættir séu óráðnir og mikil óvissa ríki um þá. Engu sé hægt að spá um hvern- ig kjarasamningar komi til með að verða. Það er einkum hræðsla innan stjórnarinnar við það hvernig samn- ingar ríkisins við opinbera starfs- menn og þá einkum BHMR verði. Þá er bent á að fískverð hafi ekki verið ákveðið, sjávarútvegsfyrirtæki landsins séu mjög veik, og ekkert liggi fyrir hvort þær ráðstafanir, sem ákveðnar vora fyrir tæpri viku, komi til með að nægja. Ein forsenda þess að sjávarútvegurinn rétti við, sé sú að ráðstafanir þær sem ákveðnar voru varðandi Atvinnutryggingar- sjóð fái staðist. Það komi ekki á daginn fyrr en eftir tvo til þijá mán- uði, hvort þær ráðstafanir í gengis- og verðlagsmálum, sem ákveðnar vora, komi til með að nægja. Ef svo reynist ekki sé næsta öraggt að Halldór Ásgrimsson muni tvíefldur beija í borðið og knýja fram meiri gengisfellingu. Era ákveðnir ráð- herrar efins um að ríkisstjórnin myndi þola annað efnahagspakka- tímabil eftir svo skamman tíma. Tóri stjórnin á annað borð fram í maí, án þess að til meiriháttar áfalla komi, má allt eins spá henni setu til ársins 1991. Afbrýðisemi út í formannaklúbb stjómarinnar. Olafur Ragnar hallur undir krata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.