Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 j r\ * persunnudagur 12. febrúar, 43. dagurársins 1 UA.VJ' 1989.1. sd. í föstu. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 10.49 og síðdegisflóð kl. 23.20. Sólarupprás í Rvík kl. 9.33 og sólarlag kl. 17.52. Myrkur kl. 18.44. Sólin er í hádegis- stað kl. 13.42 og tunglið er í suðri kl. 19.00 (Almanak Háskóla íslands). Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafii er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frels- að oss. (Post. 4,12.) ÁRNAÐ HEILLA____________ ára afinæli. Á morg- un, mánudaginn 13. febníar, er fímmtugur Bjarni Ó. Ámason, rafvirki, Heið- arbraut 59, Akranesi. Var birt afmælistilkynning um afmæli Bjama sl. föstudag hér í blaðinu. Tókst þá svo til að mynd af jafnaldra hans, sem afmæli átti í gær, laugar- dag, kom með afmælisklaus- unni um Bjama. Er beðist velvirðingar á mistökunum.- FRÉTTIR MÁLSTOFA í lyQa- firæði. Á morgun, mánudag- inn 13. febrúar, mun dr. Reynir Tómas Geirsson dós- ent í fæðingar- og kvensjúk- dómafræði við Háskólann og læknir á kvennadeild Land- spítalans flytja erindi sem nefnist: Lyijanotkun í fæð- ingarfræði. Málstofan verður- ur í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, kl. 20. í stofu 101. FÉLAGSMÁLA- STYRKIR Evrópuráðsins. Senn líður að lokum umsókn- arfrests um félagsmálastyrki sem Evrópuráðið veitir starfs- mönnum stofnana og sam- taka sem veita félagslega þjónustu. Styrkimir em veitt- ir til kynnisdvalar í aðildar- ríkjum ráðsins. Það er félags- málaráðuneytið sem tilk. um þessa styrki í Lögbirtingi og rennur umsóknarfrestur út hinn 16. þ.m. RÆÐISMAÐUR á Ind- landi. í tilk. frá utanríkis- ráðuneytinu segir að skipaður hafí verið kjörræðismaður með aðalræðismannsstigi austur á Indlandi, hann heitir Nand Lal Khemka. Er um- dæmi hans skilgreint í tilk. utanríkisráðuneytisins í Lög- birtingi. Er það Sambands- svæðið Delhi og sambandsrík- in Haryana og Uttar Pradesh. Aðalræðismannsskrifstofan í Dehli, heimilsfangið: 41 Sunder Nagar New Dehli 110 003 India. SKIPIN________________ REYKJAVÍKURHÖFN. í gær kom Ljósafoss af ströndinni. Helgafell lagði af stað til útlanda. Amarfell fór á ströndina og Askja kom úr strandferð. Leiguskipið Myrberg fór út aftur og hol- lenskt Ieiguskip, Schouwe- bank, kom að utan. Væntan- legt var lýsisflutningaskipið Solström. í dag er Svanur væntanlegur að utan. Kominn er til viðgerðar togarinn Am- ames ÍS og í dag er rússn- eskt olíuskip væntanlegt með farm. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM UNDIRBÚNINGI að þátt- töku íslands í heimssýn- ingunni í New York 15. aprfi er langleiðina lokið öll tilhögun ákveðin og er nú i óða önn verið að senda sýningarmuni vest- ur. í framkvæmdastjórn sýningarinnar eiga sæti þeir: Haraldur Araason kaupmaður, Ragnar E. Kvaran landkynnir. Framkvæmdastjóri var skipaður af ríkisstjóra- inniög er það Vilhjálmur Þór. Meginþættir sýning- arinnar eru: Almenn menning þjóðarínnar að forau og nýju og falla hér undir 6 flokkar: Sigl- ingar og landafúndir for- feðra vorra. Stjómskipu- lag þjóðarinnar. Bók- menntir fornar og nýjar. Listir. Menningarástand nú. ísland sem ferða- mannaland. Og í öðru lagi atvinnuvegir nú og framleiðsluvörur til sölu erlendis. Alls hafði fram- kvæmdastjóra sýningar- innar til ráðstöfúnar 300.000 krónur. Er það langlægsta upphæðin sem nokkur þjóð leggur fram í þessu skyni en þátttökuþjóðimar eru alls 62. KROSSGÁTAN rr TT ~r~■ th ~jT_ [ 1 H H | 1 12 TJ mm m i ■L u i m 1 MTi ng zrm m i í" 20 u II riT 24 ■ LL ■ 26 27 LÁRÉTT: 1 óhæfia, 5 glaðri, 8 veinar, 9 jurt, 11 skera, 14 gnúp, 15 hæðin, 16 ákveð, 17 for, 19 ganga, 21 þekkt, 22 kvendýrunum, 25 greinir, 26 kindina, 27 nokkur. LÓÐRÉTT: 2 snák, 3 lyfti- duft, 4 ávíta, 5 þráttar, 6 púki, 7 undirstaða, 9 svívirti, 10 getgáta, 12 vatnsrennslis, 13 hagnaðinum, 18 sæla, 20 ending, 21 kvað, 23 tangi, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 óhæfa, 5 hængs, 8 eðlið, 9 rælni, 11 nifls, 14 lár, 15 klóra, 16 innbú, 17 rak, 19 nýta, 21 ámi, 22 afleita, 25 sær, 26 áni, 27 rún. LÓÐRÉTT: 2 hræ, 3 fen, 4 aðilar, 5 Hinrik, 6 æði, 7 gil, 9 ræksnis, 10 ljóstrar, af, 21 át, 23 lá, 24 II, 12 föndrar, 13 skútinn, 18 amen, 20 MANNAMÓT ÞETTA GERÐIST FORELDRA og kenn- arafélag Hvassaleitisskóla efnir til fræðslufundar nk. þriðjudagskvöld í íþróttasal skólans kl. 20.30. Fræðslu- fúndurínn fjallar um mis- þroska börn. Er hann opinn öllum sem áhuga hafa á mál- efninu. Stefán Hreiðarsson baraalæknir flytur erindi. Einnig talar þar fúlltrúi frá Félagi misþroska barna. Að fyrirlestrinum loknum verður borið fram kaffi og fram fara fijálsar umræður og fyrir- spumum svarað. Sem fyrr segir er þessi fundur öllum opinn. BRÆÐRAFÉL. Bú- staðakirkju heldur aðal- fund í safnaðarheimili kirkj- unnar annað kvöld, mánudag 13. þ.m. og hefst hann kl. 20.30. KVENFÉL. Keflavíkur heldur fund annað kvöld, mánudag, í Kirkjulundi kl. 20.30. Gestur fundarins verð- ur Drífa Sigfúsdóttir bæj- arfúlltrúi. KVENFÉL. Grensás- sóknar heldur aðalfundinn í safnaðarheimili kirlq'unnar annað kvöld, mánudaginn 13. þ.m. Hefst fundurinn með borðhaldi kl. 19.30. Þetta er breyttur fundartími. SLYSAVARNADEILD- IN Hraunprýði í Hafnar- fírði heldur aðalfund sinn í húsi félgsins, Hjallahrauni 9, nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. STARFSMANNAFÉL. Sókn og Verkakvenna- fél. Framsókn halda næsta spilafund á miðvikudags- kvöldið kemur, 15. þ.m. Verð- ur þá spiluð önnur umferð í fjögurra spilakvölda keppni félaganna. Kaffíveitingar verða og spilaverðlaun weitt. KVENFÉL. Grindavík- ur heldur fund annað kvöld, mánudag, í Festi og hefst hann k. 20.30. KVENFÉL. Heimaey ætlar að halda fund nk. þriðjudagskvöld, 14. þ.m., í Holiday Inn kl. 20.30. Ung söngkona, Guðrún Jónsdótt- ir, syngur við undirleik Jór- unnar Viðar. Kaffiveitingar. RANGÆINGAFÉLAG- IÐ heldur spilafund nk. þriðjudagskvöld í Ármúla 40 kl. 20.30. Verður þá spiluð næstsíðasta umferðin í fjög- urra kvölda keppni. FÉL. eldri borgara. Opið hús er í dag, sunnudag, í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14. Verður þá frjáls spila- mennska og tafl en kl. 20 verður dansað. Á morgun, mánudag, er öpið hús í Tónabæ kl. 13.30 en kl. 14 verður byijað að spila félags- vist. Kl. 20 hefst námskeið félagsins og Tómstundaskól- ans, sem sagt er frá í frétta- bréfi félagsins. KVENFÉL. Njarðvík heldur aðalfund annað kvöld, mánudag 13. þ.m., kl. 20.30. Gestur fundarins verður Jón Olsen og mun hann ræða um umhverfísmál m.m. SAMTÖK Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni halda aðalfund í dag, sunnudag 12. febrúar, klukkan 15. MOLAR • Loftvogina bjó ítalskur stærð- og eðlisfræðingur til og hét sá Torricelli. Með henni var hægt að rannsaka breytingar á loftþrýstingi og áhrif þess á veðurfarið. Fyrsta hæðarmælingin með loftvog var gerð áríð 1648. ERLENDIS gerðist þetta á þesum degi: 1689: Réttindayfírlýsing í Bretlandi. Vilhjálmur og María lýst konungur og drottning. 1709: Alexander Selkirk (Róbinson Krúsó) bjargað af eynni Juan Femandez. 1736: Nadir Khan verður keisari í Persíu. 1818: Lýsti yfir sjálfstæði S-Ameríkuríkisins Chile. 1885: Stofnað þýska Austur- Afríkufélagið. 1887: Saminingur Breta og ítala um óbreytt ástand á Miðjarðarhafí. 1895: Glæsilegur sigur við Wei Hai Wei í Kína. 1899: Þjóðveijar kaupa Kar- olinu Marinas eyjar af Spán- veijum. 1912: Manchu-keisaraættin leggur niður völd í Kína sem þá varð lýðveldi. 1938: Hitler einræðisherra neyðir Kurt von Schuschnigg til að sleppa fangelsuðum nasistum. 1970: Alexander Solzenitsyn handtekinn í Moskvu. Afinæli eiga þennan dag í útlöndum: Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti, Charles Darwin hinn breski vísinda- maður (1809—1882) A. Cor- elli ítalski tónskáld og banda- ríski hershöfðinginn í síðari heimsstyijöldinni Omar Brad- ley (1893). HÉRLENDIS gerðist þetta á þessum degi: 1787: Fyrsta útmæling á kaupstaðarlóð Reykjavíkur. 1808: Konungstilskipun um að birgja ísland vörum. 1917: Konungsúrskurður um stjórnarráð í tveimur deildum. 1939: Tólf verkamenn reknir úr Verkamannafélaginu Hlíf. 1975: Gengisfelling um heil 20%. 1979: Ólafur Jóhannesson flytur fmmvarp á Alþingi um efnahagsmál. Afinæli áttu þennan dag: Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) 1873. Eggert Gilfer 1892. Steingrímur Steinþórs- son ráðherra 1893. Lárus Pálson leikari 1914. ORÐABÓKIN Að reikna hverju Ungum var mér kennt, að það þætti ekki alveg nógu góð íslenzka að nota orðasambandið að reikna með e-u, því að það væri ættað út dönsku: at regne med noget. Það var í þá daga, þegar danskan var „bölvaldurinn“ í íslenzku máli. Ekki er að spyija að málshættinum: „Hvað ung- um nemur, gamall temur,“ því að síðan hef ég sloppið fram á þennan dag án þess að bera mér það í munn eða a.m.k. skrifa það. Vafalaust finnst mörgum hótfyndni að amast við þessu orðalagi. Vel má það svo sem vera. Hins vegar er með öllu með ein- ótækt, þegar aðskotaorð úr dönsku eða skandinavísku máli útrýma gamalli og góðri íslenzku, sem forfeður okkar gátu bjargazt við um aldir og sennilega frá upp- hafí byggðar í landinu. Ég tek t.d. eftir því, að sumir verðurfræðingar okk- ar búast aldrei við nýjum lægðum eða gera ráð fyrir þeim eða vænta hlýnandi veðurs, heldur reikna þeir með þessu öllu saman, þeg- ar það á við. Sama má segja um marga fjölmiðlamenn. Þeir gera sig því miður einn- ig oft seka um orðafátækt í þessu sambandi. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.