Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 t‘t3 mannasambands íslands. Hann segir yfirgnæfandi meirihluta at- vinnurekenda leggja sig fram um að hafa aðbúnað erlendra félags- manna sinna í lagi. Komið hafi fyr- ir að starfsmenn hjá kjúklingabúi og refabúi hafi verið hlunnfarnir. Þá hafi verið um að ræða fólk frá Austurlöndum. En vinnufélagar fylgist með því og standi með út- lendingum ef til slíks komi. Guð- mundur segir útlendingana ekki hafa farið algerlega á mis við yfír- borganir og önnur hlunnindi. Þeim sem vinni í frystihúsum sé t.d. hygl- að í fæði og ferðum. „Það er svo annað mál að útlendingar tolla illa hérlendis. Þar er helst um að kenna veðráttunni, vinnutímanum, ein- hæfri vinnu og bjórleysi." „Engin ástæða er til að ætla að útlendingar njóti lakari kjara en íslendingar í sömu störfum. Við höfum engin ný dæmi um slíkt, það síðasta var mál tælenskra stúlkna sem unnu á kjúklingabúi fyrir smánarkaup," segir Halldór Grön- vold, skrifstofustjóri hjá Iðju. Hann segir flesta útlendinganna vinna hjá stærri fyrirtækjum, sem séu vönd að virðingu sinni hvað þetta varði. Erlendir félagsmenn Iðju séu aðal- lega konur sem vinni lægst launuðu störfín. Tæpur helmingur í fiskvinnslu Af þeim 1500 atvinnuleyfum, sem veitt voru 1988, var rú.mur þriðjungur til fólks í fískvinnslu. Þar á eftir komu leyfí til starfa í heilbrigðisþjónustu, 10% og iðnaði, um 10%. Leyfí fyrir störf á veitinga- stöðum og málm- og skipasmíða- stöðvum, voru um 5%. Aðrar starfs- greinar voru með færri leyfí. Gera má ráð fyrir að séu Norðurlandabú- ar taldir með, starfí um 45% útlend- inga hérlendis við fískvinnslu. Um 30% í heilbrigðisþjónustunni, 12% í verksmiðjum, 5% við verslun og þjónustu og 3% við veitingastörf. Óskar Hallgrímsson segir flest atvinnuleyfí veitt Bretum, þá Bandaríkjamönnum, Þjóðveijum og Asíubúum. Samkvæmt tölum Hag- stofunnar, voru 4829 útlendingar með lögheimili hérlendis 1. desem- ber 1988, samanborið við 3874, ári áður. Fjolgunin er því um 25% en útlendingamir eru af rúmlega 100 þjóðemum. Af tæplega 5000 út- lendingum, eru Danir langflestir, eða 1154. Þá koma Bandaríkja- menn, 816, og Bretar, 527. Norð- menn, Þjóðveijar, Svíar, írar og Nýsjálendingar fylgja svo í kjölfar- ið. Af þessum hóp, eru konur 2712 en karlar 2177. Þá fengu 142 útlendingar íslenskan ríkisborgararétt ávið 1987, en það er svipaður ijöldi og árið áður. Frá 1981-1985 fengu um 100 manns ríkisborgararétt. Flestir þeirra hafa verið Danir, um 30%, þar af vom börn um þriðjungur. Þá komu Bandaríkjamenn, 8%, og Þjóðveijar, 5%, en færri vom frá öðram löndum. Borgarspítalinn Nú starfa fáir erlendir hjúkmnar- fræðingar við Borgarspítalann en í gegnum tíðina hefur nokkur fjöldi unnið þar um lengri eða skemmri tíma, að sögn Sigríðar Snæbjöms- dóttur, hjúkmnarforstjóra. Nú em þar fjórir hjúkmnarfræðingar, frá Danmörku, Bretlandi og Banda- ríkjunum auk karlkyns hjúkmnar- fræðings frá Gambíu. Sigríður sagði litla ásókn fólks í stöðurnar. „Reynslan af útlendum hjúkmnar- fræðingum er misjöfn. Nám og störf hjúkmnarfræðinga frá Norðurlönd- um og Bandaríkjunum em svipuð, en það sama verður ekki sagt um þá sem koma annars staðar að. Bakgmnnur þessa fólks er ákaflega ólíkur og það liggur mikil vinna í að koma erlendum hjúkranarfræð- ingi inn í starfíð. Hann getur ekki talist fullgildur starfskraftur fyrr en hann kann eitthvað í íslensku." Sigríður segir Borgarspítalann aug- lýsa stöður í erlendum hjúkmnar- tímaritum en auk þess hafa hjúkr- unarfræðingar frétt af vinnu í gegn- um kunningsskap eða koma af hreinni ævintýraþrá. Alexandra Rosatí BRETLANDI ALEXANDRA Rosati er bresk og starfaði hjá Brynjólfi hf. í Innri- Njarðvík til síðustu mán- aðamóta, en þá rann at- vinnuleyfi hennar og fimm annarra erlendra stúlkna, sem þar unnu, út. Allar horfur eru, á að Alexandra verði nú að hverfa af landi brott, því ekki hefúr tekist að fá áframhaldandi at- vinnuleyfi fyrir hana og hinar stúlkurnar. Alexandra Rosati er eins og nafnið bendir til af ítölskum ættum. Hún er tuttugu og tveggja ára, fædd og uppalin í Surrey. Að lokinni skólagöngu hef- ur Alexandra verið að skoða sig um í heiminum, hún ferðaðist um Afríku, Indland og Evrópu og eftir þá ferð heyrði hún um ís hærri en hjá ófaglærðu verkafólki í Englandi. Eftir að hafa unnið á Neskaup- stað um tíma fór ég aftur á flakk. Síðan lá leiðin aft- ur til íslands í apríl í fyrra. Mér finnst fólkið á Suður- nesjum miklu opnara en fólkið á Neskaupstað og ég á þó nokkra vini í Keflavík og víðar.“ Alexandra sagði að nú orðið kynni hún ákaflega vel við sig á íslandi, hún hefði ferðast talsvert um landið á síðastliðnu sumri, náttúra landsins, bjartir sumardagar og miðnætur- sólin væm heillandi. Eins væri sérstakt að geta geng- ið um götur á íslandi þótt um nótt væri óhultur. Alexandra sagðist hafa fengið sömu laun og ís- lenskar stallsystur sínar og greitt sinn skerf til verka- lýðsfélaganna, en sér virt- land og að þar mætti hafa góðar tekjur við fiskvinnu. „Ég hitti stúlku sem hafði unnið í físki á íslandi og ég ákvað að kynna mér þetta nánar. Ég hafði sam- band við íslenska sendiráð- ið í 'London sem gaf mér upp símanúmer hjá tveim fyrirtækjum sem sáu um að ráða fólk til vinnu á ís- landi. Ég fór í viðtöl og þar var mér sagt hvað ég þyrfti að hafa meðferðis, en ekk- ert var talað um landið, fólkið og við hveiju ég mætti búast á íslandi. Ég hafði séð Magnús Magnús- son oft í sjónvarpinu og hann var nánast eina vitn- eskja mín um ísland.“ Alexandra sagði að hún hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum í fyrstu, vinnu- aðstaðan hefði verið allt önnur en hún hefði gert sér í hugarlund og verðið á nauðsynjavöram væri helmingi hærra á íslandi en í Bretlandi. „Kuldinn í frystihúsunum var það sem kom mér mest á óvart og mér finnst vinnan sem slík ekkert sérlega skemmtileg, en mitt starf hefur verið aðallega við vélamar. Launin em góð og mun ist sem réttur sinn væri ákaflega takmarkaður. Þær hefðu í eitt sinn orðið að fara í verkfall til að fá gert við þvottavél sem hafði verið biluð í margar vikur. „Verkfallið stóð að- eins í tvo tíma, okkur var hótað brottrekstri, en við gáfum okkur ekki og það var gert við þvottavélina." Alexandra segir að sú saga gangi meðal erlendra stúlkna sem hingað komi að ein a_f hveijum átta gifti sig á íslandi og það sé áreiðanlega sannleikskorn í þessari sögu, því hún eigi nú þegar tvær vinkonur sem hafí gjfst íslendingum. Alexandra sagði að sér fyndist drykkjuskapur ís- lendinga mikill. Þær hefðu ekki heldur farið varhluta af drykkjunni því oft væri mikið ónæði í verbúðunum um helgar af völdum dmkkinna manna sem væm að leita eftir gleð- skap. En Alexandra ber íslendingnum samt vel sög una og hún sagðist dást að mörgum þeim konum sem hún hefði unnið með í frystihúsunum, því þær ynnu tvöfalda vinnu. BB Helena Johanson SVÍhJÓÐ HELENA Johanson, 23 ára Svíi og nýútskrifaður verkfræðingur, hefiir unnið við vöruuppfyll- ingu i Hagkaup frá því i september á síðasta ári. Hún segist ekkert yfir sig hrifin af vinnunni, segir hana erfiða en vel þolandi. Þar sem hún ætli sér ekki að dvelja hér nema til vors, hafi hún ekki leitað eftir bet- ur launaðri vinnu en seg- ist hafa eyrun opin fyrir öllu. „Vinur minn bað mig að sækja með sér um vinnu á íslandi í gegnum Isjobb. Ég fékk vinnu hér en hann enga, svo hingað kom ég. Það var ævintýraþráin sem réði mestu, mér fannst ég verða að sjá og prófa annað en hægt er í Svíþjóð." Hagkaup útvegaði Hel- enu herbergi í Hafnarfírði fyrst þegar hún kom hing- að en hún býr nú með Is- lendingi. Helena segir að sér fínn- ist lítill munur á vinnulagi grannþjóðanna en launin séu mun verri hér, svo og vinnutíminn lengri. íslend- ingar séu vingjamlegir og hér viðgangist ekkert út- lendingahatur. „í Svíþjóð hef ég orðið vör við kyn- þáttafordóma en hér vottar ekki fyrir þeim.“ Ali Metdervishi JÚGðSLAVÍU ALI Metdervishi er 27 ára gamall Júgóslavi sem vinnur þjá Plastprent, einn átta Júgóslava hjá fyrirtækinu. Eins og flestir þeirra sótti hann um vinnu hér samkvæmt ábendingu vinar síns, sem vann hjá Plastprent. Hann hefiir nú dvalið hér í rúma Qóra mánuði og segist kunna vel við sig en vera óráðinn um framhald dvalarinnar. Ali kom hingað að loknu stúdentsprófí og ætlar sér í framtíðinni að læra sjúkraþjálfun. Hann hefur áður unnið í Þýskalandi í sumarleyfum og þá í tengslum við sjúkraþjálf- unina. Ali fellur vinnutilhögun- in í Plastprent mjög vel, en þar er unnið á vöktum. Hann segir Islendinga hafa tekið sér vel og að þeir séu yfírleitt mjög vingjamlegir og vinnusamir. Þá taki þeir útlendingum mun betur en Þjóðveijar. Witek Bogatynski PÓLLANDI Á LAGERNUM í Hag- kaup vinna tveir Pólveij- ar. Skipatæknifræðing- urinn Witek Bogatynski er annar þeirra. „Harð- duglegur maður, sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar," segir verksljórinn hans, en Witek segir það bara kurteisishjal. Hann sé ekkert duglegri en aðrir starfsmenn. Witek hefiir unnið í Hagkaup frá því í september og fer til síns heima að lokinni heim- sókn páfa í sumar. Systir Witeks hefur búið hér á landi í fímmtán ár og það var hún sem benti bróður sínum á að koma hingað og vinna. Hún út- vegaði honum starfíð og hjá henni býr hann á meðan á dvöl hans stendur. Witek er giftur og á tvær dætur. Fjölskyldan varð eftir í Póllandi, en hann sendir peninga til hennar. Witek segir launin fyrir verka- mannavinnu hér mun hærri en laun sín sem skipa- tæknifræðings í heima- landinu. Ynni hann sem slíkur hérlendis, væm laun hans líklega um helmingi hærri. Hingað kom Witek vegna launanna og segir það ekki hafa verið neinum erfíðleikum háð að fá vega- bréfsáritun. Witek segir vinnuna ekkert til að kvarta yfír, hún sé rétt eins og hver önnur vinna. „Mér líkar ágætlega hér, vinnufélag- amir einnig. Vinnutilhögun hér og í Póllandi er svipuð, nema hér er kostur á yfír- vinnu og menn em ekki eins hræddir við yfirmenn sína.“ Estelita Buenanentura FILIPPSEYJUM ESTELITA Buenanent- ura, þrítug kona frá Filippseyjum, hefur unn- ið við ræstingar á Borg- arspítalanum í tæpan mánuð. Auk hennar vinna þrír aðr- ir útlendingar við ræsting- ar, stalla hennar frá Filippseyjum, Júgóslavi og Dani. Estelita segir vinn- una sæmilega en kaupið lágt. Áður vann hún í mót- töku hótels í heimalandi sínu. Estelita er í sambúð með íslenskum manni og kom hingað í október síðastliðn- um. Hún segir íslendinga hafa tekið sér vel og hefur nú sótt um íslenskan ríkis- borgararétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.