Morgunblaðið - 14.02.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989
15
Sólveig Pétursdóttir, formaður
barnavemdarnefiidar.
Ingi Björa Albertsson, alþingis-
maður.
Fundur um kynferðis-
lega misnotkun bama
Kvenréttindafélag íslands efii-
ir til fiindar um kynferðislega
misnotkun á börnum. Verður
fiindurinn að Hallveigarstöðum
n.k. miðvikudag 15. febrúar og
hefet kl 20.30. Ræðumenn verða
fulltrúar frá samtökunum Sam-
hjálp um siQaspell, Sólveig Pét-
ursdóttir, formaður baraavemd-
arnefndar, Bogi Nilsson, rann-
sóknarlögreglusljóri, og Ingi
Björn Albertsson, alþingismaður.
Undanfarin misseri hafa umræð-
ur um kynferðislega misnotkun á
bömum og siflaspell loks komið upp
á yfirborðið. Við athugun hefur það
skýrst að kynferðislegt ofbeldi og
áreitni gagnvart bömum - og þá
oftast á heimilum þeirra- er miklu
almennara og víðtækara og jafn-
framt alvarlegra vandamál en
marga óraði fyrir. Því telur starfs-
hópur innán Kvenréttindafélagsins
sem hefur ijallað um þessi mál
tímabært að ræða þau opinskátt
enda gæti það orðið til eilítillar
hjálpar þeim mörgu sem hafa sætt
slíku.
Kristín Karlsdóttir verður fund-
arstjóri. Edith Randý Ásgeirsdóttir
flytur ljóð. Bent er á að öllum er
heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
A
Kennaraháskóli Islands:
300 kennarar í
starfsleikninámi
UM þessar mundir er að hefjast starfsleikninám fyrir kennara í
almennum grunnskólum. Þátttakendur eru allt að 300 úr um 20
skólum víðsvegar að af landinu. Námskeiði er haldið á vegum Kenn-
araháskóla íslands og er þetta í þriðja sinn sem það er haldið. Þau
fyrri voru fyrir kennara í sérskólum og fyrir kennara á suð-vestur
horni landsins. Hafa þá um 270 manns sótt slíkt námskeið eða um
10% af félögum í Kennarasambandi íslands. Hvert námskeið stendur
í tvö ár.
Starfsleikninámið felur í sér
þjálfun í vinnubrögðum í kennslu í
bekkjum, þar sem nemendur hafa
mismunandi námsgetu að sögn
Grétars Marínóssonar dósents.
„Þetta er ein tegund af skólaþróun-
arverkefni, það er að segja tilraun
til að fá skólana í heild til að ákveða
vinnubrögð og samhæfa sína starf-
semi og nú einbeitum við okkur að
kennslu í blönduðum bekkjum.
Námið er flokkað sem endurmennt-
un en ekki beint framhaldsnám og
er fyrir kennara með reynslu og er
rauna einnig leiðbeinendur. Þetta
er starfsmenntun á starfstíma
skóla, samhliða starfi þannig að
þátttakendur nýta sér námið og
reynslu, sem þeir hafa af kennslu,"
sagði Grétar.
Fimmtán til tuttugu kennarar fá
undirbúningsþjálfun við Kennara-
háskólann og semja þeir jafnframt
námsefni, serii þeir nota síðan við
að stjórna námi samkennara við
eiginn skóla.
Þorsteinn Sigurðsson sér-
kennslufræðingur hefur umsjón
með náminu.
Fræðslustefiia um
Olympíumálefiii
Ólympíunefhd íslands hefúr
boríst boð frá Alþjóða-ÓIympíu-
fi-æðsluráðinu um að senda allt
að 5 fúlltrúa á fræðslustefiiu
ráðsins í Ólympíu, 29. júní til 12.
júlí, næsta sumar.
Þátttakendur skuli vera virkir í
íþróttastarfí og íþróttaiðkendur og
ekki eldri en 35 ára. Þeir verða einn-
ig að vera vel að sér í ensku eða
frönsku. Tveim af þessum fimm,
karli og konu, eru boðnar fríar ferð-
ir, en aðrir greiða fullt gjald. Uppi-
hald með gistingu í Aþenu með ferð-
um til og frá Ólympíu er 400 dollar-
ar á mann.
Umsóknir skulu hafa borist fýrir
10. mars til Ólympíunefndar íslands,
Iþróttamiðstöðinni Laugardal, 105
Reykjavík.
(Frcttatilkyiming)
Helgistundir í Dóm-
kirkjunm
NÚ Á föstunni verða helgistundir
í Dótnkirkjunni á þriðjudags-
kvöldum og verður hin fyrsta f
kvöld og hefet klukkan 20.30.
Á þessum helgistundum verður
lesið úr Píslarsögunni og Passíu-
sálmunum og leikið verður á orgelið.
Einnig verða fluttar bænir og fyrir-
bænir, ef þess er óskað, og eru þeir
sem óska fyrirbæna, beðnir um að
á föstunni
hafa samband við dómkirkjuprest-
ana.
Þessar helgistundir taka um það
bil hálftíma og er vonast eftir því
að fólk komi og eigi hljóða stunda
við íhugun og bæn í kirkjunni.
Sem fyrr segir er fyrsta helgi-
stundin í kvöld og mun sr. Hjalti
Guðmundsson sjá um hana. Allir eru
velkomnir.
(Frá Dómkirkjunni)
Kynningarfundur um Þjóðbókasafii:
Eigum eignarskattsaukann inni
til að flytja inn í árslok 1992
segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra
„ÞÓTT ÞEIR fjármunir sem innheimtir voru með sérstökum eigna-
skattsauka vegna þessarar byggingar hafi ekki allir farið í hana á
undanförnum árum, þá lítum við í menntamálaráðuneytinu þannig
á að við eigum þá inni, til þessarar byggingar," sagði Svavar Gests-
son menntamálaráðherra í ávarpi á kynningarfúndi sem haldinn var
á föstudaginn um Þjóðbókasafú í Þjóðarbókhlöðunni.
Svavar rifjaði upp aðdraganda
byggingarinnar allt aftur til ársins
1957, þegar Gylfi Þ. Gíslason þá-
verandi menntamálaráðherra skip-
aði nefnd um sameiningu Háskóla-
bókasafns og Landsbókasafns. 14
árum síðar samþykkti Borgarráð
Reykjavíkur lóð undir byggingu
Þjóðarbókhlöðunnar sem hýsa á
safnið. Það var síðan fyrir forgöngu
Sverris Hermannssonar mennta-
málaráðherra, að ákvörðun var tek-
in um sérstakan eignaskatt sem
renna skyldi til byggingarinnar.
„Það má segja að sú ákvörðun hafi
í raun og veru hleypt þessum verk-
um af stað af nokkrum myndarskap
á nýjan leik,“ sagði Svavar.
Hann vék síðan að inneign vegna
eignaskattsins. „Við erum út af
fyrir sig reiðubúin til þess að ræða
við fjármálaráðuneytið um hvemig
hagað verður vaxtatöku af þessari
inneign okkar og í samræmi við
vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar
munum við ekki hafa miklar kröfur
uppi í þeim efnum, en við teljum
það ljóst að þessir fjármunir em
þama, til þessara framkvæmda.“
Svavar sagði síðan að í málefna-
samningi ríkisstjómarinnar sé
kveðið á um að byggingu Þjóðar-
bókhlöðunnar verði lokið í árslok
1992.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Svavar að vissulega ætlaði hann
að beita sér fyrir því að við þetta
ákvæði verði staðið og að hann tryði
því að Þjóðbókasafn gæti tekið til
starfa í Þjóðarbókhlöðunni á tilsett-
um tíma.
Páll Skúlason prófessor sagði í
ávarpi við upphaf fundarins að nú
væri orðið tímabært að „menn beini
huganum að þessu mikilvæga starfí
sem hér á að verða“
Sveinbjöm Bjömsson prófessor
flutti erindi um viðreisn Háskóla-
bókasafns. Hann sagði það ekki
hafa getað þjónað hlutverki sínu
um skeið vegna fátæktar og hús-
næðisskorts. Bragarbót var á því
gerð í maí 1986, þegar samþykkt
var í Háskólaráði að beina auknum
fjármunum til safnsins. „Það em
ekki aðeins háskólanemar sem
þurfa að nota safnið, heldur einnig
starfandi háskólamenn í atvinnulíf-
inu, sem þurfa á endurmenntun að
halda,“ sagði Sveinbjöm.
Fundurinn var haldinn á vegum
stjómar Háskólabókasafns í sam-
vinnu við Landsbókasafn og bygg-
ingarnefnd Þjóðarbókhlöðu. Til
fundarins var meðal annarra boðið
Menntamálaráðherra, forsetum Al-
þingis, formönnum og varafor-
mönnum flárveitinga- og mennta-
málanefnda Alþingis, rektor Há-
skólans, auk fréttamanna.
LibbyV
Stórgóða tómatsósan