Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 27 HVASSVIÐRI 0 G RA.FMAGNSTRUFLANIR VIÐA UM LAND VESTMANNAEYJAR Einangrun í 2 sólar- hringa ^ Vestmannaeyjum. ÓVEÐRIÐ sem geisað hefiir und- anfamar vikur hélt sínu striki um helgina. Austan og síðan vestan stórviðri rótaði upp sjónum að hann var varla fær og vom flest öll skip og bátar í höfh um helg- ina og lá mikið af loðnuflotanum í höfii í Eyjum frá því um miðja síðustu viku. Landleguballi var slegið upp á Skansinum sl. fimmtudagskvöld en slíkt hefiir ekki skeð í áraraðir. Herjólfur varð að fella niður ferðir til Þor- lákshafiiar á laugardag og sunnu- dag vegna veðurofsans þannig að engar samgöngur vom milli lands og Eyja frá því á föstudag. I gær hafði veðrinu slotað og héldu bát- amir þá strax til veiða. Það hefur ekki gerst áður í þau 13 ár, sem núverandi Heijólfur hefur siglt milli lands og Eyja, að hann hafí þurft að fella niður ferðir til Þorlákshafnar tvo daga í röð. Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Heijólfi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi ekki eftir slíkum veðraham þau 19 ár sem hann hefur verið í siglingum milli lands og Eyja. Her- jólfur hefur frá því um miðjan janúar orðið að fella niður margar ferðir. Á laugardag lagði hann af stað til Þor- lákshafnar en sneri við eftir hálftíma siglingu. Jón sagði að þeir hefðu snúið við því að þeir hefðu fengið þær fréttir að ófært væri inn í Þor- lákshöfn og allir vegir á landi frá Þorlákshöfn hefðu verið illfærir sök- um snjóa og óveðurs. Veðrið á sunnu- dag var enn verra, mun meiri sjór og hefði ferðin vestur eftir tekið í það minnsta fimm tíma þannig að myrkur hefði verið skollið á við komu til Þorlákshafnar. Ekkert vit hefði verið í því að fara þangað, því það hafi nánast verið ófært eftir hádegi hvað þá þegar myrkur væri skollið á. „Ég bytjaði á gamla Heijólfi árið 1970 og hef verið í þessum siglingum síðan. Ég man ekki eftir svona stans- lausri brælu eins og verið hefur nú. Yfirleitt hefur hann nú dúrað í einn eða tvo daga á milli en svo hefur ekki verið í vetur. Við höfum verið heppnir og ekki orðið fyrir neinum óhöppum 'en það má ekki mikið út af bera. Skipið er að verða 13 ára gamallt og hefur einungis eina aðal- vél þannig að öryggið er ekki mikið og það getur hver maður séð hvað gerast myndi ef vélin stoppaði þegar við erum að sigla með ströndinni í veðrum sem þessum. Þetta öryggis- leysi hlýtur að opna augu manna fyrir því hve þörfin á nýju skipi er orðin mikil,“ sagði Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Heijólfi, að lokum. Matthías Óskarsson, skipstjóri og útgerðarmaður Bylgju VE, kom til Eyja á bát sínum á laugardagsmorg- un. Bylgja var að koma frá því að draga net við Hrolllaugseyjar og lenti í miklu óveðri á heimstíminu. Matt- hías sagði að þeir hefðu lagt 7 tross- ur og legið yfir þeim í tvo daga. Þegar þeir drógu þá voru nánast öll netin ónýt. „Það var held ég ein trossa af þessum 7 sem kom þokka- lega heil upp, á hinum drógum við bara teinana,“ sagði Matthías. Á heimstíminu fékk Bylgja á sig brotsjó og missti við það út eitthvað af netum. Óttuðust þeir að netin færu í skrúfuna og kúpluðu því skrúfunni frá. Létu þeir Vestmanna- eyjaradíó vita að þeir ættu í basli en eftir að þeir höfðu gengið úr skugga um að ekkert hefði flækst í skrúfu gátu þeir haldið áfram. „Maður segir nú alltaf, þegar svona brælur ganga yfir á vertíð- inni, að aldrpi hafi þetta nú verið svona slæmt áður en ég held að það sé ekkert vafamál að það eru orð að sönnu nú. Maður hefur þó alltaf getað haft net í sjö, þó hann hafi brælt, en veðurofsinn nú hefur verið slíkur að það hefur bara ekki verið hægt að hafa veiðarfærin í sjó og ég man ekki eftir slíku fyrr,“ sagði Matthías Óskarsson. Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður í Stór- höfða, sagði að veðrið um helgina hefði verið all slæmt. Aðfaranótt laugardagsins komst vindhraðinn upp í 86 hnúta af suðsuðaustri, sem munu vera um 14 vindstig, og á sunnudag komst vindurinn í 75 hnúta. Óskar sagði að sjólag væri búið að vera afar slæmt. Hann sagðist hafa verið að skoða töflu, sem Veður- stofan gerir um sjólag og nær 20 ár aftur í tímann, og hefði aldrei á þeim tíma verið svo slæmt sjólag sem verið hefur nú. _ Grímur BORGARFJÖRÐUR EYSTRI: „Fljúgandi íúrðuhlutir“ brjóta rúður Borgarfirði eystra. MIKIÐ vestanrok gerði hér síðast- liðinn laugardag. Talsvert gekk á hér í Borgarfirði, eins og venju- lega í vestan- og norðvestanáttum og virðast því engin takmörk sett hvað veðurhæðin getur orðið mik- il þegar blæs af þessum áttum. Fþ'ótt fór að bera á hvers konar fljúgandi furðuhlutum sem eig- endur höfðu ekki fest nógu ræki- lega, svo sem jámplötum, hjólbör- um og fiskikössum og flaug einn slíkur beinustu leið inn um stóran glugga á félagsheimilinu. Þar að auki reif upp grjót og möl sem dundi á húsunum með margvísleg- um afleiðingum. í þorpinu brotnuðu margar rúður, þar af til dæmis 14 í einu húsi. Kyrr- stæður bíll fauk út af veginum og er talinn ónýtur. í öðrum brotnaði rúða, er eitthvað fauk í hana. Undir kvöldið tók að lygna en á sunnudag hvessti svo aftur, en ekki hefur heyrst af skemmdum af völdum þess eftirleiks, nema hvað einhveijar rúð- ur brotnuðu í viðbót og rafmagnið fór og var þá gripið til gömlu dísel- stöðvarinnar. í gær var hér tiltölulega rólegt veður, en sama átt og enn eru hlerar fyrir mörgum gluggum hér í þorpinu en slíkur útbúnaður hefur oft komið að góðu haldi hér í Borgarfirði þegar veður gerast válynd. Sverrir FLATEYRI: Tjóná varn- argarði Flateyri. Vestan ofsaveður var á Flateyri um helgina. Sjór gekk yfir hús sem standa við Brimnesveg og flæddi í nokkur hús. Sjóvarná- garður stórskemmdist og að sögn Kristjáns Jóhannessonar, sveitar- stjóraá Flateyri, eyðilagðist allt það sem unnið var við sjóvamar- garðinn í haust og það sem gert hefiir verið undanfarin ár. Á fjár- hagsáætlun í ár eru tvær inilljónir króna, en hann þurfa 8 til 9 millj- ónir króna til þess að bæta það tjón, sem orðinn er. Mikið tjón hefur orðið hjá íbúum við Brimnesveg á húsum, girðingum og gróðri. Tveir bátar í Flateyrar- höfn voru nær lausir í óveðrinu en tókst að bjarga þeim áður en illa fór. Miklar rafmagstruflanir voru um helgina vegna seltu og rafmagn skammtað, en á mánudag var það að mestu leyti komið í lag. Á Vífilsmýrum í Önundarfirði var veður hið versta sem hjónin Sigrún Egilsdóttir og Magnús Ingólfsson höfðu munað þau 12 ár sem þau hafa búið þar. Bíll þeirra fauk á hlað- inu og fór eina veltu og lenti aftur á hjólunum og stórskemmdist. Öldumar brotnuðu á húsunum og þari, gijót og allskyns drals hentist fleiri tugi metra inn á eyrina. Það er því heldur nöturlegt um að lítast við sjvarsíðuna. Bára Samsonardótt- ir, einn íbúa við Brimnesveg, sem flæddi inn hjá, sagði, að öldurnar hefðu brotnað með svo miklu afli á húsinu að útidyrahurð spenntist upp að neðan og sjór flæddi inn í íbúðina og skemmdi töluvert. Sumir tóku það ráð að negla hlera fyrir glugga. Hurðir í áhaldahúsi Flateyrarhrepps gáfu sig undan sjón- um og gekk hann þar inn og braut meðal annars rúður í jarðýtum sem voru þar inni. Mikið starf er fram- undan að hreinsa, en ekki verður fullséð hverning útlitið vérður endan- lega fyrr sen snjó leysir. Fólk er orðið þreytt á þeim um- hleypingum sem verið hafa undan- farið. Samgöngur erfiðar, varla hægt að segja að fólk hafi getað komist yfir Breiðadalsheiði þau fáu skipti, sem að hún hefur verið opin frá ára- mótum vegna veðurs og má segja að mjólkurvörur og aðrar nauðsynjar séu farnar að flokkast undir munað- arvöru en mjólk hefur verið af mjög skornum skammti og hefur liðið allt að vika að hún hafi sést í búðunum. - Magnea ARNARFJ ÖRÐUR: Bændur hella niður mjólk Bíldudal. Vonskuveður hefur verið á Bíldudal undanfarna daga, vest- anstormur og snjóbylur. Þetta hefúr valdið rafinagnsleysi, mjólkurleysi og algjörri einangr- un staðarins. Snjóflóð féll á staura við aðveitu- stöð Orkubús Vestfjarða á Bíldudal á laugardag og einnig brotnuðu staurar í rafmagnslínum yfir í Tálknafjörð. Af þessum sökum hefur verið rafmagnslaust á Bíldudal und- anfarna 3 daga en díselstöð hefur verið keyrð og skammtað rafmagnið þijá tíma í senn til skiptis milli bæjar- hluta. En þar sem rafmagnskynding er í flestum húsum hefur orðið mjög kalt í híbýlum, meðan rafmagns- skömmtun er viðhöfð. Algjörlega hefur verið rafmagns- laust í Ketildölum þessa daga og þangað er einnig símasambands- laust. Skóli, dagheimili og stærstu vinnustaðir hafa lokað í dag vegna rafmagnsskömmtunar, en unnið er að viðgerðum og vonast er til að rafmagnsskömmtun ljúki í dag, mánudag. Mikill snjór er í bænum og á fjöllum og ekki hefur tekist að ryðja veginn yfir Hálfdán síðan 6. febrúar og hafa Bílddælingar verið mjólkurlausir síðan. Lítið vöruúrval er einnig orðið í verslunum staðarins. Bændur í Ketildölum hafa orðið að hella niður allri mjólk undanfarn- ar vikur því ekki hefur tekist að ryðja veginn þangað, vegna snjóflóða og ófærðar. Nú um helgina fór vegurinn út í Ketildali í sundur vegna sjávar- brims en skemmdir hafa ekki að fullu verið kannaðar. Allt flug til Bíldu- dals hefur legið niðri undanfama daga. - RJ HRUNAMANNA- ’ HREPPUR: Elding veldur bæj- arbruna Sjðra-Langholti, Hrunamanriahreppi. Ibúðarhúsið á Auðsholti I í f Hrunamannahreppi eyðilagðist í eldsvoða á sunnudaginn. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. Innbú er að mestu ónýtt. Slökkviliðið á Flúðum gat ráðið niðurlögum eldsins á nokkuð skömmum tíma. Það var um klukkan 5 á sunnudag- inn að Bjarni Jónsson bóndi í Auðs- holti varð var við að eldur logaði í þaki íbúðarhússins og var hann þá þegar orðinn all magnaður. Slökkvi- liðið á Flúðum var þegar kallað til, en um 12-14 km akstur er að Auðs- holti frá Flúðum. Að sögn Hannesar Bjarnasonar slökkviliðsstjóra var mikill eldur í þaki hússins og að hluta til fallið þegar að var komið, enda einangrað með reiðingi og öðru eld- fimu efni á loftinu. Volg tjöm var skammt frá bænum og því gott um við að ná í vatn, en að auki er slökkviliðið með 7.000 lítra vatnsbíl. Tiltölulega vel gekk því að slökkva eldinn, en þegar hann kom upp hafði mikið illviðri, sem var hér eystra á sunnudag, að nokkm gengið niður. Vindur stóð á útihúsin, en ekki varð Ijón á þeim. „Við höllumst að því að eldsupptök hafi verið af völdum eldingar, sem hafi lostið niður í raf- magnsinntakið," sagði Hannes Bjarnason. Húsið er talið ónýtt, en það var steinsteypt á einni hæð, um 120 fer- metrar að flatarmáli. Húsið og innbú var fremur lágt vátryggt. Auk Bjarna bjuggu í húsinu bróðir hans, sem einnig er bóndi, faðir þeirra aldr- aður og föðurbróðir. Fimmbýli er í Auðsholti og munu bændurnir búa hjá þriðja bróðurnum, sem einnig er bóndi á sömu jörð, en býr í nýlegu húsi skammt frá hinu eldra. Sig. Sigm. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 69,00 62,00 67,45 2,314 156.068 Smáþorskur 54,00 54,00 54,00 1,000 54.000 Ýsa 100,00 81,00 88,91 0,950 84.461 Lúða 395,00 285,00 351,22 0,147 51.453 Koli 92,00 92,00 92,00 0,027 2.484 Steinbítur 36,00 36,00 36,00 0,014 504 Lax 330,00 315,00 322,78 0,096 31.148 Kinnar 95,00 89,00 90,97 0,059 5.413 Hrogn 167,00 167,00 167,00 0,030 5.010 Samtals 84,21 4,'637 390.543 Selt var aðall. frá Tanga sf., Gunnari Ólafssyni hf. í Hafnarfirði og úr Degi KE. í dag verður selt óákveðið magn úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 67,00 64,00 65,40 7,630 498.979 Þorsk.(ósl.dbL) 47,00 47,00 47,00 0,203 9.541 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,408 12.240 Ýsa 96,00 50,00 ' 81,71 0,804 65.694 Steinbítur 32,00 32,00 32,00 0,193 6.176 Hlýri+steinb. 43,00 43,00 43,00 1,443 62.049 Skarkoli 92,00 92,00 92,00 0,039 3.588 Lúða 290,00 290,00 290,00 0,009 2.610 Grálúða 55,00 53,00 53,68 12,236 656.864 Skata 5,00 5,00 5,00 0,105 525 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,017 255 Hrogn 160,00 160,00 160,00 0,139 22.240 Samtals 57,73 23,226 1.340.761 Selt var úr Ásgeiri RE og Farsæli SH. Fjarskiptauppboð verður klukkan 11 í dag ef á sjó gefur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 65,50 41,00 52,13 2,474 128.942 Ýsa 96,00 50,00 78,84 0,786 61.969 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,011 167 Karfi 44,50 30,50 36,29 0,370 13.428 Steinbítur • 53,00 53,00 53,00 0,042 2.200 Langa 41,00 41,00 41,00 0,090 3.690 Lúða 360,00 360,00 360,00 0,011 4.104 Skarkoli 83,00 83,00 83,00 0,138 11.429 Skata 137,00 137,00 137,00 0,008 1.041 Samtals 57,77 3,929 226.980 Selt var aðallega úr Fönix GK og Hrungni GK. I dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur og á morgun verður selt óá- kveðið magn, aðallega af þorski, úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. SKIPASÖLUR í Bretlandi 6.- 10. febrúar. Þorskur 87,95 126,800 11.152.346 Ýsa 93,60 37,400 3.500.474 Ufsi 52,38 7,290 381.874 Karfi 68,42 0,970 66.370 Koli 62,80 0,010 628 Grálúða 93,30 0,500 46.651 Blandaö 97,07 2,343 227.488 Samtals 87,70 175,314 15.375.831 Selt var úr Saerúnu ÁR í Hull 7. febrúar og Ottó Wathne í Grims- by 9. febrúar. GÁMASÖLUR í Bretlandi 6.- 10. febrúar. Þorskur 91,51 227,555 20.823.575 Ýsa 121,75 145,226 17.681.825 Ufsi 51,26 5,640 289.105 Karfi 70,05 4,640 347.106 Koli 111,18 35,750 3.974.699 Grálúða 91,36 18,680 1.706.670 Blandað 121,37 31,444 3.816.475 Samtals 103,65 469,249 48.639.455 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 6.- 10. febrúar. Þorskur 80,43 0,762 61.287 Ufsi 86,25 3.004 259.089 Karfi 89,86 358,512 32.216.339 Grálúða 113,03 0,766 86.582 Blandað 27,67 58,949 1.631.109 Samtals 81,17 421,993 34.254.406 Selt var úr Jóni Vídalín ÁR í Bremerhaven 6. febrúar, Vigra RE í Bremerhaven 7. febrúar og Aðalvik KE í Bremerhaven 9. feb. i CT> cn is! t iest ibí n“ MAZDA626I Segja lesendur „AUTO M0T0R UND SP0RT“ fimmta áriö í röð. Betri meðmæli fást varla! MAZDA 626 kostar nú frá aðeins þúsund krónum. (Gengisskr. 9.2.89) BILABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI68 12 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.