Morgunblaðið - 14.02.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989
29
Útflutningur
Um 600 milljón króna
árssala tapastí V-Þýskalandi
vegna Aldi-málsins
Tíu lagmetisverksmiðjum með rúmlega 300 starfsmenn stefnt
í rekstrarvanda
Kaufen Sie kenen fisdi aus Isfcmd, zJL*
EKKI KAUPA — Grænfriðungar í V;Þýskalandi dreifðu
blaði, þar sem þeir segja Kaupið engan fisk frá Íslandi, t.d.: Og svo
eru myndir til glöggvunar.
ÁRÓÐURSHERFERÐ grænfrið-
unga í V-Þýskalandi gegn hval-
veiðistefnu íslands hefur komið
harkalega niður á sölu lagmetis
þangað, en vestur-þýski markað-
urinn hefiir til þessa tekið um
35% af heildarlagmetisfram-
leiðslu landsmanna. Nýverið
sagði Aldi Suður, sem er hluti
af hinni öflugu Áldi-verslanak-
eðju í V-Þýskalandi, upp kaup-
samningi sínum við Sölusamtök
lagmetis. Má ætla að sölutap á
þessu mikilvæga markaðssvæði
verði a.m.k. 600 milljónir króna
á þessu ári, en uppistaðan í lag-
metinu sem fer til V-Þýskalands
er rækja og nokkuð af kavíar.
Grænfriðungum hefiir tekist
að beina spjótum sinum að
islensku lagmeti, vegna þess að
hér er um merkjavöru að ræða,
sem selst i miklum mæli undir
merki íslands, þ. á m. Iceland
Waters. Er því auðvelt að vekja
athygli neytenda á henni og fá þá
til að sniðganga hana í mótmæla-
skyni við hvalveiðistefnu stjórn-
valda. Aðrar íslenskar sjávarafurðir
Bílar
Volkswagen
hefitr bætt
afkomu Seat
• Frá Ketilbirni Tryggvasyni fréttarit-
ara Morgunblaðsins í Vestur-Berlín.
Eftir margra áfa hallarekst-
ur, er allt útlit fyrir að spænski
bílaframleiðandinn Seat (aðal-
stöðvar í Barcelona) komi til
með að skila arði eftir uppgjör
ársreikninga þessa árs.
Þessi breyting á afkomu fýr-
irtækisins má teljast töluverður
sigur fyrir þýska bílaframleið-
andann Wolkswagen AG (VW),
en hann keypti Seat-fyrirtækið
með öllum skuldum þess árið
1986. VW hefur á seinustu
tveimur árum látið endurskipu-
leggja allan rekstur og fram-
leiðslu þessa stærsta spænska
bílaframleiðenda og náði að
lækka taprekstur hans úr 380
milljónum þýskra marka ársins
1986 í 50 milljónir 1987 sam-
fara um 20% veltuaukningu á
árinu.
Ein af meginástæðum fyrir
batnandi afkomu fyrirtækisins
er góð sala í Ibiza-bílnum sem
hönnuðir Seat unnu í samvinnu
við sérfræðinga VW. Þessi bíll
sem að mörgu líkist ýmsum
bílum úr framleiðslu VW (Golf
og Polo) hefur með undraverð-
um hraða náð markaðshlutdeild
(uppá 2,5%) í sínum stærðar-
flokki í Evrópu og er allt útlit
fyrir það að þetta hlutfall komi
til með að aukast ennfremur. í
Þýskalandi einu jókst salan í
Ibiza-bílnum um ein 50% á sein-
asta ári.
Hjá Seat-verksmiðjunni eru
áætlaðar miklar fjárfestingar á
næstu árum til að bæta rekst-
urinn enn frekar. í máli Juan
Antonio Diaz forstjóra Seat,
kemur fram að fyrirtækið beri,
vegna batnandi rekstraraf-
komu, fjárfestingar uppá 5
milljarða þýskra marka eða
sem jafngildir um 130 milljörð-
um íslenskra króna fram til
ársins 1992.
fara ekki á markað í Evrópu sem
merkjavara, nema í örfáum tilvik-
um. Islenski lagmetisiðnaðurinn er
eini útflutningsiðnaður lands-
manna, sém eingöngu framleiðir
fullunna vöru, sem ýmist er seld
undir íslensku vörumerki eða er-
lendum einkamerkjum. Forsvars-
menn Sölustofnunar segja, að mjög
erfitt sé að finna önnur viðskiptal-
önd, sem gætu tekið við umræddri
framleiðslu og greitt fyrir hana á
sambærilegan hátt og Áldi og aðrir
vestur-þýskir kaupendur hafa gert.
10 verksmiðjur selja
til 25 landa
Á landinu eru nú starfræktar 10
lagmetisverksmiðjur innan SL og
eru starfsmenn á fjórða hundrað,
ef með eru taldir þeir sem þegar
hefur verið sagt upp störfum á
Húsavík og víðar vegna Aldi-máls-
ins. Á sl. ári seldu Sölusamtök lag-
metisins lagmeti til útlanda fyrir
rétt liðlega einn milljarð króna
FOB, eða alls 3.200 nettó tonn, að
sögn Theodórs S. Halldórssonar,
framkvæmdastjóra samtakanna. Ef
Aldi Suður hefði ekki nýverið sagt
upp samningi sínum, var áætlað að
heildarútflutningur í ár næmi 4.600
nettó tonnum að verðmæti 1.700
milljónir króna. Alls selja Sölusam-
tökin til 25 landa í flestum heimsálf-
um, en verðmætasta viðskipta-
landið til - þessa hefur verið
V-Þýskaland. í öðru sæti eru Sov-
étríkin, þá Frakkland og Bandaríkin
númer fjögur.
2.300 Aldi-verslanir
Aldi verslanakeðjan, sem skiptist
í Aldi Suður og Aldi Norður, á 2.300
verslanir í V-Þýskalandi, sem eru
þannig uppbyggðar að þær selja
aðeins 600 vörutegundir, hvorki
meira né minna. Hagnaður fyrir-
tækisins byggist á gífurlegum
veltuhraða og vörustreymi, en
álagning er aðeins 10% á hveija
vörutegund. Forsvarsmenn SL
benda á að vöruframleiðendur víða
um heim bíði oft árum saman eftir
að fá hillupláss fyrir sínar vörur og
er hart barist um það þegar ein og
ein tegund heltist úr lestinni. Ef
íslensk rækja dettur nú út, þá kemst
t.d. heitsjávarrækja frá Austurlönd-
um að og erfitt verður fyrir Sölu-
stofnun að komast inn á ný, eftir
AFGASRÚLLUR
ESSO
Olíufélagið hf
681100
að grænfriðungar hætta mótmæla-
aðgerðum sínum. Það tók samtökin
fjölda ára að komast í viðskipti við
Áldi og það var ekki fyrr en 1982
sem heildarsamningur tókst og við-
skiptin hafa vaxið jafnt og þétt
síðan. Aldi-verslanir selja um 70%
af heildarinnflutningi íslensks lag-
metis í V-Þýskalandi og á sl. ári
námu viðskiptin 400 milij. kr.
Ákvörðun Aldi vegna hvalamálsins
lokar öllum þessum verslunum fyrir
íslensku lagmeti, sem kemur mjög
hart niður á lagmetisfyrirtækjum
landsmanna, að sögn forsvars-
manna Sölustofnunarinnar.
Mikíl birgðasöfnun
íslensku verksmiðjurnar sitja nú
uppi með miklar birgðir af unnum
og óunnum sjávarafurðum, sem
ætlaðar eru vestur-þýskum neyt-
endum. Auk þess voru þær búnar
að birgja sig upp af sérhönnuðum
umbúðum fyrir framleiðsluna fyrir
V-Þýskaland, sem nú er óvíst hvort
verði notaðar. Söluvandræðin, sem
skapast hafa vegna mótmæla græn-
friðunga, hafa einnig alvarleg áhrif
á ýmis innlend þjónustu- og fram-
leiðslufyrirtæki, sem tengd eru lag-
metinu. Þar má nefna fyrirtæki eins
og dósaverksmiðjur, plastframleið-
endur, prent- og umbúðamiðstöðv-
ar, vöruflutningafyrirtæki og skipa-
félög. Þegar lagmetisverksmiðjur
neyðast til að loka eða draga veru-
lega úr framleiðslu sinni, kemur það
til viðbótar mjög illa við fyrirtæki
í verslun og þjónustu í viðkomandi
byggðarlagi.
Lagmetisverksmiðjur eru nú á
Siglufirði, Dalvík, Akureyri,
Húsavík, Hornafirði, Vestmanna-
eyjum, Kópavogi, Hafnarfirði,
Akranesi og ísafirði. Starfsmenn
viðkomandi fyrirtækja eru uggandi
um sinn hag og á sumum þessum
stöðum er enga vinnu að hafa, missi
fólk á annað borð starf sitt, segja
forsvarsmenn SL. Þeir benda á að
mMikill fjöldi kvenna starfi í lag-
metisiðnaðinum og meirihluti þeirra
sé eiginkonur sjómanna á fiskiskip-
um viðkomandi bæjarfélags.
durol
Durol-burstagólfmottan heldur óhreinindum framúrskarandi
vel úti. Hún tryggir að 70% minna af óhreinindum berst inn
í húsið.
• Þetta þýðir:
• Að starfsfólk þitt og viðskiptavinir hreinsa skó sína hvort
sem þeir vilja það eða ekki.
• Að minni óhreinindi eru í húsinu.
• Að húsráðendur spara tíma og fé.
Durol-burstagólfmottan er endingargóð og sérlega
handhæg, vegna þess að hægt er að rúlla henni upp og
fjarlægja óhreinindi undan henni. Einnig er mjög auðvelt að
viðhalda fallegu útliti mottunnar með ryksugun og sápuþvotti.
Durol-gólfmottuna er hægt að panta í öllum stærðum.
Hún hentar mjög vel í mottugryfjur.
BURSTA
GERÐIN
Smiðsbúð 10 - Garðabæ - sími (91)41630, (91)41930
fyrir bííaverkstæði