Morgunblaðið - 14.02.1989, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989
Slökkviliðið í iitkall eftir að viðvönmarkerfí var sett í gang:
Gamanið kostaði ungl-
ingana 40 þúsund kr.
HELDUR var það dýr skemmtun sem nemandi við Kvennaskólann í
Reykjavík stóð fyrir á Akureyri um helgina. Nemandinn, stúlka í þetta
sinn, mun hafa komið viðvörunarkerfi Iþróttahallarinnar í gang með
þeim afleiðingum að hringt var út svokallað fyrsta útkall hjá Slökkvi-
liði Akureyrar. Að sögn Baldvins Bjarnasonar, skólameistara í Verk-
menntaskólanum, kostaði skemmtun þessi reykvísku krakkana 40 þús-
und krónur og mun fararstjóri þeirra hafa séð um að safiia fénu saman.
Hópurinn, milli 70 og 80 manns,
kom til Akureyrar sl. föstudag og
fékk afnot af kennslustofum Verk-
menntaskólans í íþróttahöllinni á
meðan á norðandvölinni stóð. Krakk-
amir halda væntanlega til síns heima
í dag eftir að Öxnadalsheiðin hefur
verið opnuð. „Það hafa orðið tölu-
verð vandræði með ýmsa hópa, sem
em að koma í svona helgarreisur til
Akureyrar, og verður þetta slys nú
örugglega ekki til þess að auká
líkumar á að við tökum hópa inn á
okkur. Vissulega hafa ferðalögin
gengið með ýmsum hætti, oftast vel
og stundum illa. Við í Verkmennta-
skólanum skrúfuðum fyrir allar
slíkar heimsóknir fyrir einum þrem-
ur ámm þegar einn skólahópurinn
af höfuðborgarsvæðinu gekk bók-
staflega fram af okkur með sóða-
skap og drykkjuskap. Eftir þá dvöl
töldum við saman áfengisflöskumar,
sem skildar vom eftir í skólanum.
Þær reyndust yfir 60 talsins. Við
mynduðum þær og sendum suður í
viðkomandi skóla sem sönnunar-
gagn. Hópurinn sá hafði að vísu
fararstjóra meðferðis sem ekki mun
þó hafa verið barnanna bestur því
hann fékk að gista fangageymslur
lögreglunnar um nóttina," sagði
Baldvin.
Baldvin sagði að samskiptaskólar
Verkmenntaskólans væm Ármúla-
skóli og Egilsstaðaskóli og væri þeim
fijálst að fá afnot af skólahúsnæði
Verkmenntaskólans þegar nemend-
ur þaðan væm hér á ferð. Kvenna-
skólinn var samskiptaskóli Verk-
menntaskólans þangað til fyrir
nokkmm ámm svo sjálfsagt þótti
að leyfa afnot nú upp á gamlan vin-
skap, en því miður hefði ekki betur
tekist til.
Baldvin sagði að ekki hefði þurft
að bijóta gler til að koma viðvömn-
arkerfinu í íþróttahöllinni af stað.
Hinsvegar hefði þurft að lyfta upp
loki svo engin leið var að reka sig
„óviljandi" í hnappinn.
_ Morgunblaðið/Rúnar Þór
Iðunn Ágústsdóttir ásamt nokkrum verka sinna.
Iðunn Agústsdóttir sýnir mynd-
verk í Blómaskálanum Vín
IÐUNN Ágústsdóttir opnar mál-
verkasýningu í Blómaskálanum
Vín fimmtudagskvöldið 16. febr-
úar kl. 20.30.
Iðunn sýnir um þijátíu myndverk
unnin í pastel og eru öll verkin til
sölu. Sýningin er í minningu móður
hennar, listakonunnar Elísabetar
Geirmundsdóttur. Hún fæddist 16.
febrúar árið 1916 og í vor em
þijátíu ár liðin síðan hún lést. Sýn-
ing Iðunnar stendur til 5. mars nk.
Hátt í 200 ungmenni veðurteppt í rútum:
Sungu á meðan beðið var
HÁTT í 200 manna hópur ung-
menna frá Reykjavík hélst við
daglangt í rútum við Bakkasels-
brekkuna á sunnudag vegna
. KYNNING
AAKUREYRI!
IBM býður til kynningar og sýningar
á Hótel KEA, Akureyri, 14. og 15. febrúar 1989
KYNNINGIN er báða dagana kl. 10,00 -11,30____________________
Kynntar verða ýmsar nýjungar og það
sem er efst á baugi hjá IBM t.d. ný þjón-
usta sem höfðar sérstaklega til lands-
byggðarinnar.
Væntanlegir þátttakendur á kynningarnar
eru beðnir að skrá sig hjá Bókvali Akur-
eyri, sími: 26100.
SÝNINGIN ER OPIN: Þriðjudag 14.02. kl 10.00 -19.00
Miðvikudag 15.02. kl. 10.00 -16.00
TIL SÝNIS VERÐUR M.A.:
j^- Nýja AS/400 fjölnotendatölvan sem
fengið hefur frábærar viðtökur bæði
hérlendis og erlendis.
j^- Margar gerðir PS/2 einmenningstölva
með nýjungum s.s. OS/2 og DOS 4.0
stýrikerfum, nettengingum, geisla-
diskum og skanna.
Nýjasta System 36 tölvan.
jft Nýir búðarkassar sem auka verulega
hagkvæmni í verslunarrekstri.
Einnig fjölbreyttur hugbúnaður og verk-
efni fyrir ýmsar tölvugerðir.
Hér gefst gott tækifæri tii að kynnast af eigin raun hvað hægt er
að gera með réttri tölvuvæðingu.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHliÐ 24 105 REYKJAVÍK SiMI 697700
ófærðar. Ungmennin komust
heilu og höldnu til byggða á ný
með hjálp Flugbjörgunarsveitar-
innar og Iflálparsveitar skáta á
Akureyri eftir margra klukku-
tíma bið.
Fimm rútur lögðu af stað frá
Akureyri til Reykjavíkur milli kl.
10.00 og 11.00 á sunnudagsmorg-
un. Þær stöðvuðust allar við Bakka-
selsbrekkuna vegna ófærðar enda
Öxnadalsheiðin þá þegar orðin
ófær. Rúta frá Norðurleið fór áleið-
is til að sækja krakkana og komst
hún fram að Engimýri. Björgunar-
sveitarmenn sáu um að selflytja
ungmer.nin frá Bakkaseli og yfir í
Norðurleiðarrútuna, sem beið þeirra
við Engimýri, sjö til tíu kílómetra
leið. Notaðir voru snjóbílar og jepp-
ar. Krökkunum mun ekki hafa orð-
ið meint af biðinni. Krakkamir
kvörtuðu ekki undan kulda enda
hafði gítarinn verið tekin upp og
rútulögin kyijuð á meðan beðið var
aðstoðar. Krakkarnir voru öll komin
til Akureyrar upp úr miðnætti á
sunnudagskvöld. Tvær rútanna
komust til Akureyrar um nóttina,
en þijár þeirra vom skildar eftir.
Öxnadalsheiðin var ófær í allan
gærdag, en í dag er áætlað að
moka heiðina. Mokstursdagar eru
á þriðjudögum og föstudögum.
Hjónanámskeið á Akureyri
Hjónanámskeið verður haldið
á Akureyri laugardaginn 18.
febrúar. Námskeiðið fer fram í
Glerárkirkju frá klukkan 12.00
til 18.00 og er öllum opið. Leið-
beinendur verða séra Birgir Ás-
geirsson, séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson og séra Þorvaldur Karl
Helgason. Þeir hafa staðið fyrir
allmörgum slíkum námskeiðum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og
hafa þau verið vinsæl og vel sótt.
síma 27575 milli kl. 11.00 og 12.00
til fimmtudags og milli kl. 20.00
og 21.00 í síma 27676. Einnig er
hægt að láta skrá sig hjá séra Jóni
Helga Þórarinssyni á Dalvík í síma
61685.
Hér er um að ræða námskeið
fyrir hjón á öllum aldri sem ræða
vilja hjónabandið og sambúðina.
Rætt verður um eðli og tilgang hjú-
skapar, skoðuð ýmis dagleg við-
fangsefni bæði gleðileg og sorgleg
sem fyrir kunna að koma í sambúð
karls og konu. Námskeiðið er ætlað
fólki, sem er og hefur verið í hjóna-
bandi í lengri eða skemmri tíma,
fólki í sambúð eða þeim, sem hyggj-
ast ganga í hjónaband. Með nám-
skeiðinu er leitast við að auðga
samskipti milli tveggja einstakl-
inga, • sem vilja deila kjörum á
lífsveginum, efla sjálfsvitund og
stöðu gagnvart makanum.
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast til séra Pálma Matthíassonar í
Háskólinn á Akureyri;
Gestir frá Manitoba
halda fyrirlestra
HÁSKÓLINN á Akureyri fær á
morgun í heimsókn gesti frá Mani-
toba-háskóla í Kanada. Gestimir
em hjónin Dennis Anderson og
Nina Colwill, sem bæði em pró-
fessorar við Manitoba-háskólann
og munu þau flytja fyrirlestra í
Iþróttahöllinni, stofu II.
Dr. Dennis Anderson er Eyfirðing-
ur að uppruna. Hann er meðal ann-
arra afkomandi Egils Tómassonar,
sem forðum bjó að Bakkaseli í
Öxnadal.
Anderson flytur fyrirlestur um
markaðsmál, sem hann nefnir „New
product marketing" milli kl. 10.00
og 11.00 á morgun og Nina Colwill
flytur fyrirlestur um stjómun sem
hún nefnir „Entrepreneurs versus
managers" á milli kl. 11.00 og 12.00.
IBM efiiir til tölvukynningar
IBM á íslandi efiiir til sýningar
og tölvukynningar á Hótel KEA
á Akureyri í dag og á morgun,
14. og 15. febrúar. Kynningin
verður haldin í samstarfi við sölu-
aðila fyrirtækisins á Akureyri,
Bókval-Tölvutæki.
Á sýningunni verður meðal annars
sýnd AS/400-fjölnotendatölvan auk
margra gerða af PS/2-einmenn-
ingstölvum með ýmsum nýjungum.
Nýjasta System/36-tölvan verður
sýnd og nýju tölvubúðarkassarnir
jafnframt. Einnig verður sýndur fjöl-
breyttur hugbúnaður og verkefni
fyrir ýmsar tölvugerðir. Sýningin
verður opin öllum í dag frá kl. 10.00
til 19.00 og á miðvikudag frá kl.
10.00 til 16.00.
Samhliða sýningunni verður sér-
stök tölvukynning IBM sem opin er
báða dagana kl. 10.Ö0 til 11.30. Þar
verða kynntar ýmsar nýjungar eins
og til dæmis hvernig vegalengdir
þurfa ekki að skipta tölvunotendur
á landsbyggðinni lengur máli ef bil-
un kemur upp í tölvu.