Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 Námslán hækka um 7,5% 1. mars VINNUHÓPUR sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra skipaði til að gera tillögnr um úrbœtur i lánamálum námsmanna skilaði áliti f gær. Þá kynnti ráðherra jafhframt reglugerð um hækkun námslána um 7,5% þann 1. mars næstkomandi f samræmi við tillögur hópsins. Hópurinn leggur meðal annars til að 50% tekna námsmanna verði dregin frá lánum f stað 35% áður og að Lánasjóðnum verði gert kleift að veita námsstyrki. Afli yfirleitt góður eftír að lang’varandi brælum lauk AFLI hefur víðast hvar verið góður frá því í siðustu viku en þá höfðu verið nær stöðugar ógæftir frá því f desember. í Grindavík var landað 543 tonnum eftir 60 róðra f sfðustu viku en 920 tonnum eftir 100 róðra í janúarmánuði öllum. Ágætis fískirí hefur verið hjá togurum frá Bolungarvfk eftir brælurnar og hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga á Höfíi í Homafirði heftir verið landað tvisvar sinnum meiri afla eftir að veðrið skánaði um helgina. Netabátar frá Ólafe- firði hafá hins vegar fengið lftinn afla í vikunni og í Grimsey batn- aði veðrið ekki fyrr en á miðvikudaginn en þar hafa verið miklar ógæftir S allan vetur. Vinnuhópurinn var m.a. sammála um eftirfarandi tillögur: 1. Bætt verði sú skerðing á metn- um framfærslukostnaði sem átti sér stað á árunum 1984-1986. Þetta þýðir um 20,1% hækkun metins framfærslukostnaðar að mati vinnu- hópsins. Til að ná þessu marki verði metinn framfærslukostnaður hækk- Eimskipafé- lagið selur Fjallfoss og Dettifoss til Asíu Eimskipafélag íslands hef- ur nýlega selt tvö skip, Fjall- foss og Dettifoss. Fjallfoss var seldur til aðila frá Singapoore og verður skipið afhent í febrúarlok. Skip- ið er eitt minnsta skip í flota félagsins með burðargetu um 1.600 tonn. Skipið getur flutt liðlega 50 gámaeiningar. Fjallfoss var keyptur árið 1973 og var fyrst f siglingum milli íslands og vesturstrandar Bretlands, en síðar í ýmsum stórflutningum. Skipið var of lítið til þessara flutninga og hentaði því félaginu ekki leng- ur. Dettifoss var seldur kínverskum aðilum í janúar sl. og fer afhending skipsins vænt- anlega fram í mars nk. Skipið var eitt af þremur systurskipum sem smíðuð voru í Danmörku fyrir Eimskip árin 1970-’71. Burðargeta skipsins er um 4.400 tonn og getur skipið flutt liðlega 100 gámaeiningar. Skipið hefur verið í margvísleg- um verkefnum hjá félaginu, lengst af í áætlunarsiglingum til Evrópuhafna, en að undan- förnu í Eystrasaltssiglingum. Skipið var orðið óhentugt vegna takmarkaðrar gáma- flutningsgetu auk þess sem það var farið að eldast og fyrir dyrum stóð kostnaðarsöm flokkunarviðgerð. Snjóflóð á Siglufírði SNJÓFLÓÐ féll á gömul fjárhús á Siglufirði aðfaranótt laugar- dags eða snemma á laugardags- morgun. Nokkrar kindur voru í fjárhúsi rétt hjá, en það hús slapp. Isak Ólafsson, bæjarstjóri á Siglu- fírði, sagði nokkru eftir hádegi í gær að verið væri að kanna um- fang snjóflóðsins. Almannavarna- nefnd Siglufjarðar gaf í gærmorgun út aðvörun til íbúa í þeim húsum, þar sem mest hætta var talin á að snjóflóð féllu. Alls voru íbúar átta húsa aðvaraðir, en það eru sömu íbúar og fluttu úr húsum sínum fyrir nokkrum dögum, þegar hætta var á snjóflóðum. Töluvert hefur snjóað síðustu sólarhringa á Siglu- fírði og þungur, blautur snjór lagst ofan á harðfennið, svo hætta er á að skriður fari af stað. aður um 7,5% frá 1. mars 1989, um að minnsta kosti 5% frá 1. septem- ber 1989. Skerðingin verði bætt að fullu frá og með 1. janúar 1990. 2. Umreikningur tekna á skólaár- inu 1989-1990 miðist við 50% í stað 35% eins og nú er. 3. Stjóm LÍN verði falið að hefja þegar undirbúning könnunar á fram- færslukostnaði námsmanna á íslandi og erlendis. 4. Skrifstofu og stjóm LÍN verði falið að hefja athugun og undirbún- ing þess að veita námsmönnum á fyrsta námsári lán þegar á fyrsta námsmisseri. Togarinn Dagrún frá Bolung- arvík landaði þar um 150 tonn- um á mánudaginn eftir 5 daga veiðiferð. Ekkert sérstakt fískirí hefur þó verið hjá línubátum þaðan eftir að veðrið skánaði um síðustu helgi en þá höfðu gæftir verið litlar frá því í byrjun desember. „Það hefur líka verið eymd á rækjunni frá því um áramót," sagði Einar Helgason á hafnarvoginni í Bolung- arvík. Hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga á Höfn í Homafirði hefur í þessari viku verið landað 50 til 70 tonnum á dag, eða 30 til 40 tonnum meira en fyrir helgi. „Það voru ógæftir frá áramótum þar til um síðustu helgi og á mánudaginn hafði verið landað hér 300 tonnum minna en á sama tíma í fyrra," sagði Sverrir Aðalsteinsson hjá KASK. í Grindavík var varla hægt að hreyfa litlu bátana frá því snemma í desember þar til í fyrri hluta síðustu viku vegna stöðugrar ó- tíðar, að sögn Sverris Vilbergssonar á hafnarvoginni í Grindavík. „Það gátu bara 7 til 8 bátar-athafnað sig af-25 til 30 sem gerðir eru út héðan. Þetta hefur lagast mikið en það er ekki hægt að tala um land- burð af físki,“ sagði Sverrir. Hann sagði að landað hefði verið 543 tonnum í Grindavfk eftir 60 róðra í síðustu viku. Þar hefði hins vegar verið landað>620 tonnum eft- ir 100 róðra í janúar síðastliðnum en 1.250 tonnum eftir 257 róðra í sama mánuði í fyrra. „Bátamir fengu því að meðaltali um 9 tonn í róðri í síðasta mánuði og það er ekki svo galinn afli," sagði Sverrir. Bátar frá Ólafsfírði lögðu þorska- net fyrir nokkrum dögum en það hefur lítinn árangur borið, að sögn Ólafs Jóakimssonar á hafnarvog- inni á Ólafsfírði. „Frá miðjum des- ember þar til um síðustu helgi voru miklar brælur hér og aflinn í janúar * var sáralítill," Sagði Ólafur. í Grímsey hefur miklu minni afli borist á land í vetur en í fyrravet- ur, að sögn Alfreðs Jónssonar frettaritara Morgunblaðsins í Grímsey. „í allan vetur hefur verið eilífur strekkingur og ógæftir því miklar," sagði Alfreð. Hann sagði að veðrið hefði ekki skánað fyrr en á miðvikudaginn. Þá hefði verið sjólítið og bátamir því komist út. Áttatíu ár síðan þjóðin hafnaði áfengi í þjóðaratkvæðagreiðslu: BjóiTnn kemur síðastur „BANNIÐ á að meina mönnum að ná í áfengið, það á að firra þjóðina öllu því böli, er af vínandanautninni leiðir.“ (Björn Jóns- son, Alþingi, 27.2. 1909.) „Við höfiun reynt fræðslu, en við höfiim ekki ráðið yfír aðferðum sem duga tÚ að andæfii gegn þessu óskaplega flóði.“ (Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Alþingi 23.2. 1989.) Áfenga ölið, bjórinn, „hellist" yfir þjóðina í næstu viku. Af umræðum á Alþingi í siðustu viku er að heyra, að „bjór- flóðið" komi að einhverju leyti mönnum á óvart. Orð menntamála- ráðherra á fimmtudag bentu til að menn væru að vakna við vond- an draum, bjórinn bölvaður væri f þann mund að taka þá í ból- inu. En, það böl, sem menn hafa nú áhyggjur af, er aldeilis ekki nýkomið í opinbera umræðu, eins og tilvitnunin í upphafi sýnir. Bjöm Jónsson var maður frumvarps flutnings- um bann við aðflutningi áfengis til íslands. Miklar umræður urðu um bann- lögin á þinginu, en loks var það samþykkt 30. júlí 1909. Áður hafði farið fram þjóðaratkvæða- greiðsla þar sem bannið var sam- þykkt með um þremur fimmtu hlutum atkvæða, 4.900 með, 3.250 á móti. Bannmálið átti sinn aðdraganda, hafði verið rætt og reifað í um aldarfjórðung og áður verið tekið upp á þinginu árið 1905 og þá sofnað útaf, „pað dagaði þar uppi," sagði Bjöm Jónsson. Bannið kom síðan ekki til fram- kvæmda fyrr en í tveimur áföng- um: Aðflutningsbann 1. janúar 1912 ogsölubann l.janúar 1915. Ekki gekk bannið jafn lið- ugt í alla. Ráð- herrann, Hannes Hafstein, sagði meðal annars þetta: „Það er bersýnilegt, að útlendingar, sem skynja þau óþægindi, sem því hljóta að vera samfara, að örlítil þjóð taki sig út úr almennum við- skiftum og frjálsri verzlun við önnur lönd, munu ósjálfrátt hugsa sem svo: „Hvað gat komið þess- ari fámennu þjóð til að taka til slíkra örþrifaráða? . . . Þjóðin hlýtur að vera svo skrælingjalega ístöðulaus og hneigð til ofdrykkju, að þetta hefír þótt einasta ráðið, sem dygði til þess, að bjarga henni. En mér er spum: Eigum BflKSVID eftir Þórhall Jósefsson við slíkt Eskimóa-orð skilið. Eru íslendingar þeir ræflar, að þeir geti ekki haft vín skynsamlega um hönd eins og aðrir siðaðir menn? Ég neita því hiklaust fyrir þjóðarinnar hönd; það er ástæðu- laus móðgun við fslenzku þjóðina að gera henni slíkar getsakir. Hún kann eins vel að stjóma sér í þessu efni, eins og hver önnur þjóð, og alment er vín misbrúkað hér miklu minna en í mörgum öðrum lönd- ■^■■^■■M um.“ Kom ráðherr- ann nærri kjama málsins þama fyrir 80 árum? Það er einmitt þetta sem deilan hefur staðið um. Og það þótt heilu blaðsíður Alþingistíðinda frá síðastliðnum vetri, þar sem „bjór- frumvarpið" er til umræðu, hafi farið undir karp þingmanna um hvort halda eigi þingfundi áfram eða ekki. Svavar, og fleiri þingmenn, hafa áhyggjur af því, að vamir gegn bjórþambi séu hriplekar, einkum þær sem að ungdóminum snúa. Umhyggjan fyrir ungling- unum er ekki ný af nálinni. í umræðunum á Alþingi 27. febrúar 1909 sagði Stefán Stefánsson: „Ein ástæða mótmælenda þessa frumvarps er sú, að unglingar muni síður standast freistingar áfengisins, er þeir koma til út- landa, en fyrir því óttast ég ekki svo mjög; bæði fara ekki svo óþroskaðir unglingar til útlanda, að þeir ekki að öllum jafnaði sjái fótum sínum forráð, og auk þess munu foreldrar innræta bömum sínum, hve skaðleg vínnautnin getur verið, engu síður en nú, enda ekki ósennilegt að þekking á skaðsemi áfengis verði fremur kend og innrætt unglingunum frá hálfu hins opinbera hér eftir, en hingað til hefur átt sér stað.“ Mislengi hélt vínbannið. Vegna viðskiptahagsmuna, saltfísksölu til Spánar, var leyfður innflutn- ingur og sala léttra vína 1922 og sala sterkra vína var leyfð 1935. Þá var bjórinn eftir og kemur nú, 80 árum eftir að bannlögin voru samþykkt á Alþingi. Og — í þann mund sem bjórinn kemur í landið (með löglegum hætti) virðast þingmenn ætla að láta orð Stefáns Stefánssonar rætast, þau sem til- vitnuninni lýkur með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.