Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 ERLENT INNLENT Leikiðtil úrslita í B-keppniimi íslenska landsliðið leikur í dag til úrslita um efsta sætið í B- heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik í Frakklandi. Liðið var efst að stigum í milliriðli með sigr- um yfir Vestur-Þýskalandi, Sviss og Hollandi. í leiknum við Sviss skoraði Kristján Arason sitt 1.000. mark fyrir landslið íslands. Fyrsti samningafundur háskólamanna Fyrsti samningafundur Banda- lags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, Hins íslenska kennarafé- lags og Kennarasambands íslands með samninganefnd ríkisins var á miðvikudag. Á fundinum Iögðu stéttarfélögin fram kröfur sínar og er ljóst eftir fundinn að tugi prósenta ber á milli samningsaðila. Björgunarsveitirnar uggandi vegna víxla Björgunarsveitimar skulda víxla hjá ríkisféhirði, samtals að fjárhæð 25 milljónir kr., vegna innflutn- ingsgjalda af björgunartækjum frá síðasta ári. Fyrrverandi fjármála- ráðherra hafði hug á að fella gjöld- in niður en það hefur ekki verið gert. Málið er í athugun í fjármála- ráðuneytinu. Sorpböggunin í Hafharfiörð? Fallið hefur verið frá því að reisa sorpböggunarstöð fyrir höfuðborg- arsvæðið fyrir ofan Árbæjarhverfí. Óskað verður eftir því að móttaka á almennu sorpi verði í Hellna- hrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð en jafnframt kannaðir möguleikar á að hafa móttöku fyrir pappír og timbur í landi Reykjavíkur. Skemmdir á Seyðisfjarðarkirkju Kirkjan á Seyðisfírði skemmdist mikið af völdum elds og reyks á mánudag. Eldur kviknaði þegar verið var að vinna með gastæki vegna viðgerða á málningu utan á kirkjunni. Allir innanstokksmunir, þar á meðai nýtt pípuorgel, kon- sertflygill og ýmsir verðmætir kirkjumunir, eru ónýtir. Uppboða krafíst á 130 skipum Útgerðir 130 skipa um allt land skulda Lífeyrissjóði sjómanna nú um 300 milljónir kr. og hefur ver- ið farið fram á uppboð á þessum skipum. Snjóflóðahætta í Siglufírði Eftir mikla snjókomu á Norður- landi um síðustu helgi var talin snjóflóðahætta í Siglufírði og var fólk látið rýma hús á mesta hættu- svæðinu. Sigluijarðarvegur lokað- ist við Strákagöng á mánudag vegna snjóflóða sem þar féllu. Flutningaskip fórst á leið til íslands Tvær þyrlur og ein Hercules- flugvél frá vamarliðinu fóru í björgunarleiðangur á miðvikudag í átt að flutningaskipinu Secil An- gola sem sökk undan írlands- ströndum. Átti að freista þess að bjarga áhöfninni en björgunarað- gerðum var aflýst áður en leiðang- urinn komst á slysstað vegna þess að áhöfnin var talin af. Sautján manns, allt Kóreumenn, fórust með skipinu. Skipið var á leiðinni frá Spáni til íslands með saltfarm fyrir Saltsöluna hf. ERLENT Tékkneskir andófsmeim dæmdir Tékkneska leik- skáidið Vaclav Havel var á þriðjudag dæmd- ur í níu mánaða fangelsi fyrir undirróður og daginn eftir voru kveðnir upp dóm- ar yfír sjö and- ófsmönnum til viðbótar. Mennimir voru handteknir í janúar er þús- undir manna komu saman í Prag til að mótmæla hrottaskap örrygis- sveita stjómvalda og kreíjast frels- is og lýðræðis. Ríkisstjórnir fjöl- margra vestrænna ríkja hafa for- dæmt réttarhöldin og Bretar ætla að beita sér fyrir samræmdum aðgerðum EB-ríkja vegna mann- réttindabrota stjórnvalda í Tékkó- slóvakíu. Híróhító borinn til grafar Híróhító Japanskeisari var borinn til grafar á föstudag að viðstöddum fulltrúum rúmlega 150 ríkja þ.á m. Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Híróhító lést 7. janúar síðastliðinn 87 ára að aldri. John Tower hafíiað Hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lagðist á fímmtu- dagskvöld gegn því að John Tower yrði skip- aður vamarmála- ráðherra Banda- ríkjanna. Nefndin samþykkti með elleftu atkvæðum gegn níu að mæla ekki með Tower, sem Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt til embættisins. Málið fer nú fyrir öldungadeildina en demó- kratar hafa meirihluta þar líkt og í fulltrúadeildinni. Dauðadómurinn ítrekaður Trúarleiðtogi írana, Khomeini erkiklerkur, ítrekaði á miðvikudag dauðadóm sem hann hefur kveðið upp yfír Salman Rusdie, höfundi bókarinnar „Söngvar Satans“. Sendiherrar aðildarríkja Evrópu- bandalagsins hafa verið kvaddir heim frá Teheran og hefur Bush Bandaríkjaforseti lýst yfír stuðn- ingi við afstöðu EB-ríkjanna. íran- ir hafa kvatt heim sendimenn sína í EB-löndunum en hótanir Kho- meinis þykja hafa leitt til vaxandi einangrunar klerkastjórnarinnar á alþjóða vettvangi. Kohl og Thatcher ræðast við Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, ræddi við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýska- lands, á mánu- dag og þríðjudag og var helsta umræðuefnið endumýjun skamm- drægra kjamorkuvopna NATO í V-Evrópu. Vestur-þýskir ráða- menn telja unnt að fresta end- umýjuninni en Bandaríkjamenn og Bretar vænta þess að ákvörðun í þá veru verði tekin á þessu ári. Kohl og Thatcher ákváðu að ræða málið frekar áður en leiðtogar NATO-ríkja koma saman til fundar í maímánuði. Evrópubandalagið: Deilt um skatta af vaxta- tekjum og verðbréfum Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) hefur lagt fram tillögu um samræmda skattheimtu af vaxtatekjum af verðbréfum og háum bankainnistæðum i bandalagsríkjunum. Gert er ráð fyrir að bankar haldi eftir 15% hið minnsta af vaxtatekjum. Nær skatturinn ekki til vaxta af almennum innistæðum spariQáreigenda eða arðs af hlutabréfiim. Tillagan hefur mætt mikilli andstöðu einkum frá Luxemborgurum, Bretum og Hollendingum. Undirrót tillögunnar um hina samræmdu skattheimtu er ótti ýmissa, ekki síst Frakka, við að menn muni nota frjálsan Qármagns- markað EB-ríkjanna til að koma fé þangað, þar sem skattaskjólið er mest. Fyrirkomulag og reglur um skattlagningu sparifjár og tekna af bankainnistæðum eru mjög mismun- andi í aðildarríkjum EB. Sums staðar eru þessar fíármagnstekjur skatt- fijálsar en annars staðar verða menn að greiða af þeim allt að 35% skatt. Reglunum um lágmarkskatt er ætlað að draga úr skattsvikum, fækka freistingum til undanbragða og gera aðildarríkjunum 12 sem jafnast und- ir höfði í samkeppni á sameiginleg- um, frjálsum flármálamarkaði' bandalagsins. Bretar telja lágmarksskatt á vaxtatekjur órþarfan. Nóg sé að létta af hömlum, skynsamlegar reglur komi af sjálfu sér og miðist þá við efni og aðstæður á hveijum stað. í Luxemborg hafa á undanfömum árum verið sköpuð skilyrði fyrir blómlega alþjóðalega bankastarf- semi. Áætlað er að í Luxemborg byggi allt-að 70.000 manns afkomu sína á ferðamálaþjónustunni. Stjóm- völd þar vilja sem minnst afskipti hafa af henni og telja ekki í sínum verkahring að annast skattheimtu fyrir önnur EB-ríki. Bankar eiga að skila andvirði skattsins til búsetu- lands reikningseiganda. Skattheimt- unni fylgir óhjákvæmilega upplýs- ingaskylda banka til yfirvalda um innistæður einstakra viðskiptavina, þótt ekki sé mælt fyrir um hana í tillögu framkvæmdastjómarinnar. Á fundi fjármálaráðherra EB-rílq'- anna fyrr í þessum mánuði var ákveðið að líta á tillögu fram- kvæmdastjómarinnar sem umræðu- gmndvöll. Var skipuð nefnd ráðherra til að ræða frekar um tillöguna. All- ar samþykktir um skattheimtu innan EB verða ráðherrar að samþykkja samhljóða. Eins og málum er nú háttað stefnir ekki í slíka niðurstöðu varðandi skattheimtu af vaxtatekj- um. Lýsi gegn liðagikt Kaupmannahöfii. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. KOMIÐ hefur í ljós f Færeyjum, að lýsi er til mikilla bóta fyrir þá, sem þjást af liðagikt. Að vísu eru sjúkdómstilfellin næstum jafn mörg þar og annars staðar en það er hins vegar fátítt, að giktin leiki fóik illa. Póm rannsóknimar fram í Klakksvík í fyrrasumar og náðu til 82% íbúanna á aldrinum 40-75 ára. „Við gátum aðeins fundið eina manneskju, sem var óvinnufær vegna liðagiktar. Það má heita al- gjört einsdæmi," sagði Pekka Helin, læknir á héraðssjúkrahúsinu í Glost- rup í Danmörku og einn af þeim, sem höfðu forgöngu um þessar athuganir. Færeyingar borða mikinn físk og lýsi hefur góð áhrif á þá, sem em með of virkt ónæmiskerfí. Það veldur oft liðagikt, psoriasis og asma en lýsið virðist koma í veg fyrir eða draga stórlega úr þessum sjúk- dómum. Dauðadómur Khomeinis og opinberanir Spámannsins KENNISETNINGUM múhameðstrúar má ef til vil skipta upp í fímm grunnþætti; átrúnað, guðrækni, breytni, siðferði og refsingar. Kho- meini erkiklerkur í Iran hefur nú úrskurðað að rithöfúndurinn Salman Rushdie hafí brotið gegn fíórum fyrstu atriðunum og óvirt Spámanninn í bók sinni „Söngvar Satans". Réttláta refsingu telur erkiklerkurinn vera líflát og gífúrlegar fjárhæðir hafa verið settar til höfúðs Rushdie. Haft hefúr verið á orði að úrskurður Khomein- is sé sem rödd aftan úr miðöldum og að hamfarir fylgismanna hans sýni ljóslega það ginnungagap sem sé á milli vestrænnar sið- menningar og islam. Khomeini hefúr hins vegar „aðeins“ guð- fræðilegt vald yfir á að giska tíu prósentum þess milljarðs manna sem trúa þvi að orð Guðs sé að fínna í Kóraninum auk þess sem shía-múhameðstrúarmaður getur í raun valið að fylgja einhveijum þeirra sex manna sem bera titilinn „Stór-Ayatollah“ en a.m.k. einn þeirra dvelst í útlegð. í guðfræðilegu tilliti hefúr Khomeini því beint orðum sínum til mikils minnihluta múhameðstrúarmanna. Aþeim tíu árum sem liðin eru frá því að heittrúaðir múha- meðstrúarmenn komust til valda í íran hefur Khomeini verið iðinn við að kveða upp líflátsdóma. Fyrr í þessum mánuði dæmdi hann fram- leiðendur útvarpsþáttar, sem flutt- ur hafði verið í útvarpinu í Teher- an, til dauða og voru mennirnir sakaðir um að hafa farið óviður- kvæmilegum orð- um um Fatímu, dóttur Múhameðs spámanns. Mennimir voru náðaðir er þeir iðruðust gjörða sinna. Þess er að gæta að múhameðs- trúarmenn líta svo á að í Kóranin- um sé ekki aðeins fínna heilagar kennisetningar um rétta breytni heldur telja þeir að ritið gefi for- skriftir á öllum sviðum mannlegs samfélags og eru þá stjómmál og efnahagsmál ekki undanskilin. Hófsöm múhameðstrúarríki hafa á hinn bóginn undanskilið stjóm- málaþáttinn í vaxandi mæli á und- anfömum árum. Khomeini telur kennisetningar islam hins vegar kveða á um byltingu í nafni Spá- mannsins og lítur svo á að frá- hvarf ríkja þessara frá orðum Kór- ansins, eins og Khomeini túlkar þau, sé tilkomið vegna samsæris Bandaríkjamanna, Evrópubúa og zíonista. Múhameðstrúarmenn greinir sem sé á um hvemig túlka beri BAKSVID eftir Ásgeir Sverrisson Kóraninn. Khomeini telur sig fylgja fyrirmælum Allah í krafti „heilagr- ar opinberunar" en opinberunin er eitt lykilatriði múhameðstrúar. Menn geta orðið fyrir opinberun með þrennum hætti en æðsta stig hennar, wahy matluww, er í raun bein fyrirmæli frá Guði, sem sendi- ■■■■■■■ boði hans, eng- illinn Gabríel, kemur á fram- færi við spá- manninn. Aðeins flórir spámenn hafa orðið fyrir þess háttar opinberun, Abraham, Móses, Jesús Kristur og Múhameð, en spámennimir munu alls hafa verið 124.000 talsins. Opinberanir Múhameðs eru á hinn bóginn al- gildar en opinberanir hinna þriggja eru yfírleitt túlkaðar á þann veg að þær hafi verið sniðnar að þörfum þjóða þeirra. Það er ef til vill af þessum sökum sem „guðlegur úrskurður" Kho- meinis hefur mætt nokkurri and- stöðu í íran. Verðlaun þau sem morðingja Rushdie hafa verið heit- in þykja einnig hæpin í guðfræði- legu tilliti því samkvæmt Kóranin- um fá hinir réttlátu ekki umbun í þessu lífí heldur á æðra tilveru- stigi, sem nefnist al-akhira. „Að sönnu mun sigurinn falla hinum réttlátu í skaut. Garðar og vínekrur verða dvalarstaðir þeirra, barm- fagrar meyjar munu vera þeim til yndis: yfírfullur bikar með réttu“. Khomeini. Reuter Dauðadómurinn yfír Ruhdíe virðist því vafasamur frá sjónar- hóli múhameðstrúarmanna en vera kann að tilgangur hans sé fyrst og fremst pólitískur í vestrænum skiningi þess orðs. Áhrif írana í ríkjum múhameðstrúarmanna hafa farið minnkandi frá því friður komst á í Persaflóastríðinu. Þrátt fyrir ákall erkiklerksins hafa shía- múslimir t.a.m. í Saudi-Arabíu, Kuwait og Bahrain ekki risið upp gegn sunni-múslimum þeim sem stjóma ríkjum þessum. Ef til vill vonar klerkastjómin að hamfarir öfgafullra fylgismanna írana verði til að skjóta ráðamönnum víða í múhameðstrúarríkjunum, ekki síst í Pakistan, skelk í bringu, sem aft- ur geti leitt til aukinna áhrifa heit- trúaðra hatursmanna Vesturlanda. Hugsanlega eru réttnefndir „harðlínumenn" innan klerka- stjómarinnar að freista þess að draga úr áhrifum „hófsamari" afla í landinu með þessum hætti. Efna- hagur írana er í rúst eftir Persa- flóastríðið og vera kann að klerka- stjómin hafi gpápið til þess al- þekkta úrræðis að magna upp hat- ur á sameiginlegum óvini til að beina athygli alþýðu manna frá því ófremdarástandi sem ríkir í íran, sem Khomeini segir vera „hið eina og sanna ríki Múhameðs" allt frá dögum síðasta spámannsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.