Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 10
'10 8381 HAtfiiHH’ti .3S iJuilAutl'/iítíiJt ölöA48Wa98QM 1989 SALMAN RUSHDIE Reitti milljónir múhameðs- rúarmanna til reiði. á Indlandi, en hætti við það af ótta við að styggja múhameðstrúarmann í Bretlandi. Indverskur almenningur kynntist efni bókarinnar af viðtölum við Rush- die í tímaritunum India Today og Sunday í september. Viðtölin urðu til þess að þingmaðurinn Syed Sha- habuddin úr Janata-flokknum hvatti til þess að bókin yrði bönnuð. Stjóm Rajivs Gandhi varð við kröfunni og tilkynnti Penguin ákvörðun sína 5. október, skömmu eftir að hún kom út í Bretlandi. Síðan var bókin bönn- uð í Pakistan, Saudi-Arabíu, Egypt- alandi, Sómalíu, Bangladesh, Súdan, Malaysíu, Indónesíu, Qatar og Suð- ur-Afríku. Islamska stofnunin í Madras til- kynnti starfsmanni sínum í Leicester á Englandi, Faiyazuddin Ahmad, um bann bókarinnar á Indlandi og hvatti til áróðursherferðar gegn henni í Bretlandi. Ahmad sendi samtökum múhameðstrúarmanna í Bretlandi og séndiráðum islamskra ríkja ljósrit af köflum í bókinni, sem þóttu móðg- andi við islam. Samtökin OIC í Jeddah, sem 45 ríki múhameðstrúar- manna eiga aðild að, hvöttu síðan til þess að bókin yrði bönnuð. I London boðaði ritari heildarsam- taka múhameðstrúarmanna í Bret- landi, dr. Syed Pasha, 19 manna stjóm þeirra til skyndifundar 15. október. Akveðið var að hefja bar- RITHÖFUNDURINN eftir llluga Jökulsson Það er umfram allt með stórri furðu sem vestrænn lesandi blaðar í Söngvum Satans; heyrðu mig nú, hvað á þetta að þýða, hvar er dauðasökin, almáttugur minn er þetta allt og sumt, á maðurinn að deyja fyrir þetta, ósköp sakleysislega bók þar sem stöku sinnum er vikið að Múhameð spámanni og hann meðhöndlaður eins og manneskja en ekki hálfguð, ósköp sakleysislega bók og svona leiðinlega í þokkabót? Svo man vestrænn lesandi efitir því að ekki eru nema tæp þúsund ár síðan til þess að gera landar hans fóru í krossferðir til helga landsins, það eru skitin fimm hundruð ár síðan villimannleg siðskiptastríðin voru háð og ljósmæður brenndar á báli sem nomir; það gerðist svo næstum því í gær að bækur vom brenndar í Þýskalandi og Osip Mandelstam hvarf austur í Rússlandi af því hann hafði ort ljóð sem vom ekki að skapi þursanna sem réðu Rauða torginu. Þá hrósar þessi lesandi happi yfir því að hugsjónir em að mestu dauðar í hans heimshluta og trúin snýst um sálgæslu, segja prestarnir. RUSHDIE fförlegurgoluþytur Söngvar Satans er löng bók; hún er að vísu ekki nema eitt- hvað um 550 síður og Dosto- évskí lyfti varla penna fyrir minna, en Salman Rushdie er heldur enginn Dostoévskí. Vestrænu lesendumir í hugsjónalausu löndun- um henda nú gaman að því hvað svona leiðinleg bók hafí valdið mikl- um ofsa í ríkjum múslima, en það er náttúrlega ekkert gamanmál held- ur fremur dapurlegt; hitt er verra fyrir Salman Rushdie að með þessari bók hefur honum fípast illilega og væri synd að ágætur höfundur væri drepinn fyrir heldur misheppnaða bók; burtséð frá því að væntanlega vill Salman Rushdie hreintekki láta lífíð fyrir nokkra bók. Hann er Indveiji, rétt rúmlega fertugur, fæddist og ólst upp í Bombay en fór seinna með foreldrum eftir Guóm. Halldórsson KHOMEINITRÚ ARLEIÐTOGI kvað upp dauðadóm yfir brezka rithöfúndinum Salman Rushdie með svofelldri yfirlýsingu: „Ég tilkynni múhameðstrúarmönnum heimsins að höfúndur Söngva Satans, sem beinist gegn islam, spámanninum og kóraninum, og allir þeir sem koma nálægt útgáfú bókarinnar og þekkja efiii hennar eru hér með dæmdir til dauða.“ Hann bætti því við að hver sá sem fórnaði lífi sínu til að losa heiminn við Rushdie „yrði píslarvottur og færi beint til himna“. Rushdie virtist ekki láta sér bregða. Þegar hann var spurð- ur hvort hann tæki hótunina alvarlega sagði hann: „Satt að segja hefði ég viljað skrifa bók með harðari gagnrýni." Brezka lögreglan greip þegar í stað til varúð- arráðstafana og ákvað að veita hon- um vemd. Rushdie og kona hans höfðu þegar fengið inni hjá vinum sínum vegna fyrri mótmæla gegn bókinni í Pakist- an, en lögreglan fór með hann á annan dvalarstað. Fyrirhugaðri férð Rushdies til Bandaríkjanna vegna útgáfu bókarinnar þar var aflýst. Bandarísk kona hans, Marianne Wiggins, sem er einnig rithöfundur, hætti við að fara til Bandaríkjanna til að auglýsa síðustu bók sína og fór í felur eins og hann. Starfsmenn útgáfufyrirtækis Rushdies, Viking Penguin, fengu lög- regluvemd. Skrifstofum Penguins í New York og Aþenu var lokað vegna morðhótana. Forlaginu var tilkynnt að allar bækur þess yrðu bannaðar í 45 löndum múhameðstrúarmanna, ef upplag Söngva Satans yrði ekki eyðilagt. Þijár bókabúðakeðjur í Bandaríkjunum hætta að hafa bók- ina til sýnis og nokkur forlög í Evr- ópu hættu við að prenta hana. Útgefendur og bókaverzlanir, sem létu ekki hræða sig, stórgræddu. Bókin var rifin út. Fimmtíu þúsund eintök seldust á nokkrum dögum í Bandaríkjunum, þótt bókin væri ekki opinberlega komin út þar. Rushdie mun fá eina milljón dollara í sinn hlut og getur verið ánægður, því að sala á bókum hans hefur hingað til verið dræm í Bandaríkjunum og bók- in, sem allur styrrinn stendur um, þykir leiðinleg. Stuðningsmenn Rushdies hafa efnt til mótmælaaðgerða við skrif- stofur sendinefndar Irans í New York. Mótmæli hafa einnig verið höfð í frammi við bókaverzlanir, sem hafa tekið Söngva Satans úr sölu. í Kanada hefur verið ákveðið að veita ráðherra lögregluvemd vegna morð- hótana, sem munu stafa af því að hann vill ekki banna innflutning á bókinni. Ríkin í Efnahagsbandalaginu ák- váðu að kalla heim sendimenn sína frá Teheran og Svíþjóð, Noregur og Kanada fóru að dæmi þeirra. Bush forseti lýsti yfír stuðningi við þessa ákvörðun og gagnrýndi dauðadóm- inn yfír Rushdie. Evrópuþingið í Strassborg hvatti til þess að gripið yrði til refsiaðgerða gegn íran, en ekki er víst að af því verði, nema Rushdie verði fyrir morðárás. AIi Khamenei íransforseti segir að slíkar hótanir hafí engin áhrif á stefnu stjómar sinnar. Stofnun í íran hét hveijum þeim útlendingi, sem myrti Rushdie, einni milljón dollara og hveijum þeim ír- ana, sem ynni verkið, 200 milljónum ríala og píslarvætti í kaupbæti. Möhameðstrúarmenn í Bretlandi lýstu sig samþykka því að Rushdie yrði myrtur. Sendiherra írans í Páfa- garði kvaðst fús til að myrða Rush- die. Efnt var til mótmælaaðgerða fyrir utan brezka sendiráðið í Teheran og manníjöldinn kyijaði: „Dauði yfír Bandaríkjamönnum og Bretum." Heimssamtök múhameðskrar æsku hótuðu mótmælum við brezk sendi- ráð um allan heim. Nýjar mótmæla- aðgerðir blossuðu upp í Pakistan. Pakistanar hvöttu til þess að bók- in yrði bönnuð í Bretlandi og Banda- ríkjunum og að öll eintök hennar yrðu eyðilögð. í Bangladesh hrópuðu mótmælendur: „Hengið Satan Rush- die.“ Lögreglan í Bombay á Indlandi var í viðbragðsstöðu vegna hótana um að flugvélar British Airways yrðu sprengdar í loft upp. Ótrúlegar frétt- ir voru á kreiki um að „dauðasveitir væru á leið til Bretlands". Aðdragandinn að dauðadómi Kho- meinis hófst í fyrrasumar á Indl- andi, þar sem Rushdie er þekktur fyrir verk sín. Dótturfyrirtæki Penguins í Nýju Delhí kannaði mögu- leika á því að gefa út Söngva Satans Bókin brennd í Bradford: Veldur deilum, þótt hún þyki leiðinleg. Khomeini: „Hér með dæmdur til dauða."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.