Morgunblaðið - 26.02.1989, Síða 11

Morgunblaðið - 26.02.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 11 sínum til Pakistan — því þau eru múslimar og þegar Indland hlaut sjálfstæði ákváðu Bretar að þeir skyldu búa í tilbúnu ríki að nafni Pakistan en hindúar og búddatrúar- menn á Indlandi sjálfu. Hann fór svo til London undir tvítugt, gekk í há- skóla og ætlaði að verða leikari. Það gekk ekki vel; hann endaði á auglýs- ingastofu og samdi slagorð fyrir þvottaefni; jafnframt fór hann að skrifa sögur. Fyrsta bókin hans hét Grimus og þykir mislukkuð — reynd- ar hef ég ekki lesið hana. En svo skrifaði hann Midnight’s Children, Miðnæturbörnin, og sló í gegn eins og sagt er; hann fékk Bookerverð- launin, þau bókmenntaverðlaun sem eftirsóttust eru meðal rithöfunda er skrifa á ensku, og bókin hans var þýdd á flestar útbreiddustu tungur heims og þótti góð. Enda eru Mið- næturbömin að ýmsu leyti fín bók. Þetta er saga tveggja manna sem fæðast á því andartaki er Indland hlýtur sjálfstæði og er því saga Ind- lands í leiðinni; Indíra Gandhi, eða „Ekkjan" eins og hún er kölluð, húk- ir sífellt bak við þil og er hinn ferleg- asti svarkur. Frásögnin er litskrúðug, orðmörg og krydduð alls konar ævin- týrum; persónusafnið fjölbreytilegt, stórskorið og oft skemmtilegt. En frásögnin er líka meðvituð og víða má sjá áhrif frá Gunter Grass; Sal- man Rushdie hefur ennfremur lesið suðurameríska höfunda eins og Car- los Fuentes og náttúrlega García Márquez. Hann ætlar sér stóran hlut með þessari bók; Indland er vita- skuld heil heimsálfa fremur en ein- stakt land og djarflegt uppátæki að lýsa sögu þess í einni skáldsögu, þó ekki sé nema frá sjálfstæði undan Bretum. Lesandi þykist vita sitthvað meira um Indland eftir lesturinn; þó eru mér minnisstæðastir kaflar frá stóru húsi í Bombay þar sem strákur- inn sögumaðurinn ólst upp og skreið um háaloft. Miðnæturbörnin var Iridlandsbók- in hans Rushdies; síðan skrifaði hann Pakistanbók og kallaði Shame, Skömm. Fantasían er ekki síðri í þeirri bók og skrýtin stelpa breytist í hvítan hlébarða; frásögnin er líka ennþá meðvitaðri og hugleiðingar um Söguna — bæði mannkynssöguna og skáldsöguna — bijóta hana hér og hvar upp. Rushdie hefur verið að lesa Milan Kundera í þetta sinn og drýldni sem svolítið hafði borið á í Miðnæturbörnunum fer vaxandi í Skömm, enda er Kundera stórmeist- ari í drýldni, að minnsta kosti í skáld- verkum sínum; ágætar ritgerðir hans eru annar handleggur. Annars eru persónur bókarinnar margar og Rushdie hefur ekki fullt vald á þeim öllum; þungamiðja sögunnar er, eins og bæði í Miðnæturbömunum og Söngvum Satans, samband og tog- streita tveggja manna sem i upphafí eru samherjar en endar í þetta sinn með því að annar verður hinum að bana; það eru þeir Ali Búttó og Zia Ul-Haq í fátæklegu dulargervi og Rushdie svo sem ekkert að fela hvað hann vill sagt hafa. Með þessum tveimur bókum varð Rushdie heimsfrægur í hinni ensku- mælandi veröld, enda er það mála sannast að bækur hans voru og eru fjörlegur goluþytur í enskum bók- menntum, sem líkjast um þessar mundir meira þreytulegum sam- kvæmisleikjum og fjölskyldurifrildi en lifandi litteratúr. Mönnum virtist Rushdie stökkva eins og fullskapaður snillingur úr höfði skáldguðsins en svo skrifar hann Söngva Satans og kemur á daginn að hann hefur líklega verið stórlega ofmetinn; það er mikið puð að komast á skrið með þessa bók og verst þó að lesandi er ekki sérlega fús til að leggja á sig það erfíði. I þessari bók eru orðin ódýr og því í meira hlálegt ef Rushdie skyldi nú þurfa að borga fyrir þau með lífr sínu. En hann hefur svo sem verið alræmdur áður, bæði í Indlandi og Pakistan; Indíra Gandhí las fyrri bókina og líkaði að vonum stórilla hvemig henni og hennar stjóm var lýst þó henni þætti að öðm leyti nokkuð tii um bókina; Zia Ul-Haq varð ennþá reiðari lýsingunni á Pak- istan í Skömm en virðist samt ekki hafa dottið í hug að senda laun- morðingja á slóð höfundarins. Nú em bæði Indíra og Zia Ul-Haq dauð og eftir að vita hvort Salman Rushdie lifír ekki Khomeini erkiklerk líka. ij áttu fyrir því að bókin yrði bönnuð. Pasha skrifaði Penguin bréf, en fékk ekkert svar, og bað Margaret Thatc- her forsætisráðherra að lögsækja Rushdie og Penguin. Frú Thatcher sagði í svari 11. nóvember að stjórnin sæi ekki ástæðu til að banna bókina, en vísaði málinu til ríkissaksóknarans, Sir Patrick Mayhew, sem úrskurðaði að bókin bryti ekki lög. Mackay lávarð- ur, forseti lávarðadeildarinnar, og innanríkisráðuneytið höfnuðu einnig beiðninni. Annarri baráttu var stjórnað frá Islömsku menningarmiðstöðinni í London. Forstöðumenn hennar fólu þremur múhameðskum sendiheirum að skýra innanríkisráðuneytinu frá andúð þeirra á bókinni. Ráðuneytið lofaði að „gefa viðhorfum þeirra gaum“. Þá var einnig hafín mikil herferð í Bradford. Fyrir tveimur mánuðum sóttu 500 múhameðstrúarmenn fund í borginni til að mótmæla bókinni. Þá var ákveðið að brenna hana til að vekja athygli á málinu. Áhrifamik- illi mynd af Söngvum Satans í ljósum logum var dreift um allan heim 14. janúar og málið komst á alvarlegt stig. Lausn virðist ekki í sjónmáli og Rushdie er í stöðugri lífshættu. Hann hefur beðizt „innilegrar afsökunar á þeirri sorg, sem hann hafí valdið ein- lægum stuðningsmönnum isiams". Sumir valdamenn í Teheran virðast vilja fá fá málið út úr heiminum og telja afsökunarbeiðnina fullnægj- andi. En Khomeini hefur þrívegis vísað henni á bug og ólíklegt er að afstaða hans breytist. Hún er talin jafngilda „opinberri iðrun“. Baráttan gegn Rushdie og bókinni hans er liður í valdabaráttu í íran og Pakistan. Andstæðingar bókar- innar í Pakistan styðja öfgafulla klerka, sem er í nöp við Benazir Bhutto forsætisráðherra og Banda- ríkjamenn. „Bandaríkjamenn, Bretar og ísraelsmenn eru erindrekar Sat- ans á jörðinni og ætla að útrýma múhameðstrúarmönnum," segja þeir. Þótt gagnrýni á Khomeini þekkist varla í Iran hafa þær raddir heyrzt þar að hann hafi gengið of langt, en hann ræður stefnunni. Á miðviku- daginn fordæmdi hann „hófsama stefnu,“ sem hafði verið tekin upp í utanríkismálum, og stuðningsmenn fijálslyndis. Um leið sagði hann að vestrænar þjóðir væru óvinir islams. Líflátshótunin fiefur breytt lífi Rushdies og konu hans í martröð. Hann er sagður taugaóstyrkur og viðkvæmur að eðlisfari og þótt hann virtist ekki kippa sér upp við lætin í Bradford virðist hann orðinn alvar- lega skelkaður. Þar sem Khomeini neitar að náða hann er ekki um ann- að að ræða fyrir hann en að fara huldu höfði og njóta verndar lög- reglu. Þegar hafa fimm menn verið vegnir vegna væringa Breta og ír- ana. Rushdies er gætt allan sólarhring- inn. Enginn veit hve lengi hann verð- ur undir lögregluvemd, en ljóst er að málið leysist ekki í bráð og að langt verður þangað til hann getur lifað eðlilegu lífi á ný. Hann nýtur greinilega mikillar samúðar á Vest- urlöndum, en íranar skilja ekki prentfrelsi, sem þykir sjálfsagt á Vesturlöndum. Nú er hann kominn tii landsins, nýi BMW’ inn 316i árgerö 1989. Árgerö 1988 seldist upp á mettíma og fengu færri en vildu. BMW 316i er búinn nýrri 102 hestafla, 4ra strokka vél meö beinni innspýtingu. BMW 316i hefur glæsilegt yfirbragö innan sem utan, hvort sem er í 2ja dyra- eöa 4ra dyra útfærslu. í BMW kemst aksturinn næst því aö vera fullkominn, því hann er geröur fyrir kröfu- haröa ökumenn sem kunna aö meta það besta. Þú getur eignast nýjan BMW á hagstæö- um greiðslukjörum og viö tökum gamla bíl- inn þinn jafnvel sem greiöslu upp í nýjan. Þaö er einfalt mál aö semja viö okkur. Dæmi um verð: BMW 316i, 2ja dyra, kostar frá kr. 1.130* þúsund. BMW 316i, 4ra dyra, kostar frá kr. 1.180* þúsund. Haföu samband viö sölumenn strax í dag. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá kl. 13—17. * Verö miöast viö staögreiöslu aö viöbættu gjaldi fyrir ryövörn og skráningu. ffyrir kröfuharða! BMW 316i áigetö 1989. Kunnir þú aö meta þaö besta, skaltu ekki hika viö aö hafa samband og bóka tíma í reynsluakstur sem fyrst. Þá séröu hvers vegna BMW er svona góö fjárfesting. Nú er BMW 316i árgerö 1989 til afgreiðslu strax á hagstæðara veröi en nokkru sinni fyrr. Bíllinn er búinn öllum sjálfsögðum þægindum. Njóttu þess besta, — eignastu BMW. Bílaumboðið hf BMW einkaumboð á íslandi Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.