Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989 Illviðrið, um- hverfið og valdið Ennþá heftir veðráttan veruleg áhrif á daglegt líf flestra íslend- inga. Ekki bara bænda og sjómanna sem þó eru í nánari tengslum við náttúruöflin, starfa sinna vegna, en flestir aðrir,.heldur einnig annarra íslendinga. Veðráttan mótar umhverfið að hluta og þar með tilveruna. Illviðrakafli hefur staðið linnulít- ið allt frá áramótum. Hver lægðin hefur rekið aðra suð- vestan úr hafí og þær hafa verið dýpri og kröftugri en venjulegt er og veðurhæð hefur verið eftir því. Sorgleg slys má rekja til þessa veðrahams. Þó má e.t.v. þakka fyr- ir að ekki hafa enn fleiri slys orðið, því stundum hefur hurð skollið nærri hælum og sjómenn verið hætt komnir. Þetta leiðir hugann að því hversu mikið við sem í landi störfum eigum sjómönnum að þakka. Vinna þeirra er oft erfið og stundum hættuleg en ef hennar nyti ekki við þá væri hér ekki hald- ið uppi velferðarríki með lífskjörum betri en víðast þekkist í heiminum. Sá afli sem þessir 4.000 sjómenn sækja í hafíð er undirstaðan. Illviðrin hafa margvíslega erfíð- leika og kostnað í för með sér. Fönninni þarf að ryðja af flugvöll- um, götum og vegum til þess að samgöngum verði haldið uppi. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast innheimtir ríkið söluskatt af snjó- mokstri þannig að ríkissjóður hefur líka tekjur af ótíðinni. Fyrir nokkr- um árum átti ég þátt í því að lög- fest var heimild til íjármálaráðherra að endurgreiða söluskatt af snjó- mokstri. Síðan hafa nokkrir fjár- málaráðherrar setið en enginn þeirra hefur fengist til að nota þessa heimild. Vegakerfí landsmanna er mokað eftir reglum sem að sumu leyti eru úreltar. Samkvæmt þeim er ekki opnað milli Reykjavíkur og Akur- eyrar nema á þriðjudögum og föstu- dögum. Þetta er allsendis ófull- nægjandi. Óhjákvæmilegt er að breyta þessu og moka a.m.k. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Forráðamenn vega- gerðar sjá gjaman eftir þeim fjár- munum sem til snjómoksturs fara og vilja fremur að þeim sé varið til varanlegrar vegagerðar, þetta sjón- armið á að vísu nokkum rétt á sér en umferðin er það mikil, og þau byggðarlög sem um er að ræða eru mjög háð flutningum á landi. Þeir sem stunda flutninga á fólki og vömm verða að komast leiðar sinnar svo og aðrir vegfarendur. Vonandi batnar tíðin bráðum og stórviðralægðimar era vonandi hættar í bili. Enda þótt okkur þyki illviðrin leið, þá hafa þau þann kost að loftið hreinsast. Fyrir nokkram dögum var ég staddur í Genf. Þar hafði verið logn mjög lengi og mengunarþoka lá yfír borginni. Mengunin var komin yfir hættu- mörk og skólabömum var ekki hleypt út í frímínútum, að ráði heilbrigðisyfirvalda. Þá var einnig í undirbúningi að takmarka bílaumferð. Það átti að gera með því að takmarka umferð bíla án mengunarvama og annan daginn átti að banna umferð þeirra bíla sem höfðu númer sem endaði á odda- tölu, en á jafnri tölu hinn daginn. Þegar maður hefur kynnst því ástandi sem ríkti í Genf þá daga sem ég var þar þá lærir maður að meta loftslagið á íslandi jafnvel þótt ótíð sé. Sennilega er mengun orðin helsta vandamál mannkynsins. Ægilegar era fregnimar af þynningu óson- lagsins, þá er ekki gæfulegt með gróðurhúsaáhrifín, loftmengunina, hvað þá heldur mengun hafsins. Það lítur út fyrir að mannskepnan sé að tortíma sjálfri sér og að gera þennan hnött okkar óbyggilegan. Það er mjög brýnt að íslend- ingar gefí mengunar- vömum meiri gaum og láti sitt ekki eftir liggja á alþjóðavett- vangi. Það er ekki vansalaust að við skulum ekki hafa full- gilt alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið um umhverfísmál. Mjög er orðið brýnt að sameina umhverf- ismál sem flest í einu ráðuneyti og að gera einn ráðherra ábyrg- an fyrir umhverfis- málum. Þegar ég tók að mér að setja saman HUCSAD UPPHÁTT í dag skrifar Páll Pétursson formabur þingflokks Framsóknatflokksins Teikning/Pétur Halldórason þennan pistil fyrir Morgunblaðið fékk ég þá forskrift að hann mætti ekki fjalla um pólitík. Ég vona þó að mér leyfist að fara nokkram orðum um löggjafarstarfíð og fram- kvæmdavaldið. Ég hef undanfarið sett fram hug- myndir um breytingar á starfs- háttum Alþingis, sem ég tel að ættu að geta orðið til veralegra bóta. Ég vil taka það fram að mörgu i starfsháttum Alþingis er ástæðu- laust að breyta og hér er unnið merkilegt starf en sumt er að mínum dómi ástæða til að laga á annan hátt. Ég tel rétt að þegar alþingismenn verða ráðherrar fái þeir leyfi frá þingstörfum og varamenn þeirra taki sæti á Alþingi á meðan þeir gegna ráðherrastörfum. Að sjálf- sögðu hefði ráðherra skyldur til að sitja þingflokksfundi sína svo og þingfundi, með málfrelsi og tillögu- rétti, þegar fyallað væri um mál sem væra tengd hans ráðuneyti. Ráðu- neytin mætti endurskipuleggja og fækka aðstoðarmönnum ráðherra til þess að forðast kostnaðarauka. Enginn ráðherra á að fara með 90 ára Afmælishátíð KR verður haldin föstudaginn 3. mars 1989 kl. 19.30 í Súlnasal Hótels Sögu. Miðar verða seldir hjá formönnum deilda í KR-heimilinu og Skósölunni, Laugavegi 1. T ryggið ykkur miða tímanlega. Nefndin. Sprengiefna- námskeið Fyrirhugað er að halda námskeið um notkun, meðferð og geymslu sprengiefna dagana 1.-4. mars á Bíldshöfða 16, Reykjavík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald erkr. 18.000. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftirliti ríkisins í síma 672500 eða hjá Stefáni Einarssyni utan vinnutíma í síma 78719. Vinnueftirlit ríkisins. Allir skór á 590 kr. eða lægra verði TOPPSKÓNUM, VELTUSUNDI TOPP —O»®SK0RWN VELTUSUNDI 1 21212 KRINGWN KKIM0NM DomusMedica. Sími 689212. S. 18519. Blaðbmr óskast mmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmm'0’ / mmmmmmmmm Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Ingólfsstræti IHoíCigiimMAhtíi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.