Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 16
yor fi/IMÍ !N ÍS' SIIOícriHMuP. (JiaAJf[MUOaOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1989 16 ANDUGAR HANDLÆKNINGAR iP-a -ONNUR UMFERÐ? eftir Hugo Ólofsson RÚMLEGA TUTTUGU manns eru saraan komnir til að hlýða á íyrirlestur Lauru Horan í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskólans. Efni fyrirlestursins er ábyggileg’a með því óveiyulegra sem þar hefur heyrst: „sálrænar skurðlækningar". Það eru rétt ellefii ár um þessar mundir síðan nokkrir íslendingar gengust undir „uppskurði" hjá andalæknum á Filippseyjum og varð mikil umræða um slíkar aðgerðir í kjölfarið. Svarthvítt myndband sem Laura sýnir af starfi brasilískra andalækna minnir óneitanlega á svipaðar myndir fi-á Filippseyjum, þó að Brasilíumenn skeri ekki upp með vísifingri eins og kollegar þeirra þar. Læknirinn sér krabbameinsber í bijósti holdugrar bandariskrar konu á útgeislun frá líkama hennar (sem er hæfileiki sem við getum öll ræktað með okkur, fullyrðir Laura), sker síðan um 5 sentimetra langan skurð með hníf en notar annars fingurna eina við aðgerðina. Konan er ekki deyfð og með fúllri meðvitund, en finnur lítinn sársauka. Það er fúrðulítið blóð sem rennur úr sárinu miðað við þennan blóðrika stað, að þvi að þulurinn í myndbandinu segir, en því meira af allskyns slimugum treQum, að ógleymdu æxlinu sjálfú, sem er krækt upp úr skurðinum með fingrunum. állækningar eru engin ný bóla á íslandi, en fara yfirleitt fram með milligöngu miðla og huglækna og eru tæplega eins áhrifamiklar fyrir augað og þær aðgerðir sem Paula Horan sýndi rúmlega tuttugu manna hóp í Odda fyrir um tíu dögum síðan. Það eru engar ferðir ákveðnar til læknanna í Brasilíu, en Laura Horan segir að sé áhugi fyrir hendi hér á landi væri hún reiðubúin að fara með hóp manna til að kynna sér starfsemi þeirra og jafnvel að leita sér lækninga; hugsanlega í október á þessu ári en líklega ekki fyrr en á næsta ári. Neikvæð viðbrögð við Filippseyjaferð En hver er reynsla Filippseyjafa- ranna fyrir rúmum áratug af „skurðlækningum“ af þessu tagi? Morgunblaðið náði tali af tveimur þeirra sem fóru, en hvorugt þeirra vildi koma fram undir nafni, þar sem viðbrögð fólks á sínum tíma hefðu verið geysilega hörð og nei- kvæð. Sérstaklega hefði sviðið und- an yfirlýsingum landlæknis og bisk- ups, sem hefðu fordæmt ferðina án þess að tala við fólkið sem fór eða fara sjálfir. Annar viðmælandínn sagði að hún hefði verið mjög veik en hefði fengið fullan bata og hinn sagðist einnig telja að förin hefði verið honum til góðs. Guðmundur Einarsson, verkfræðingur og fyrr- um forseti Sálarrannsóknafélagsins fór með þremur öðrum Islendingum árið 1981 til Filippseyja til að kynna sér staðinn sem Islendingamir fóru íslendingur á „skurðarborðinu" í Baguio-borg á Filippseyjum árið 1981. á og hann var fús til að ræða reynslu sína. Guðmundur og samferðamenn hans fóru eins og hópurinn árið 1978 til Baguio City fyrir norðan höfuðborgina Manila árið 1981 á vit Tony Agpoa, sem þá var fræg- asti huglæknir eyjanna. Þrír þeirra gengust undir skurðaðgerð þar og eru allir á lífi í dag. Guðmundur var með hæga blóðrás í ristli, sem hann segist hafa fengið bót á, en auk þess fór hann í „almenna skoð- un“ og uppgötvaðist þá mein í milta, sem einnig var bætt. Félagi Guðmundar, sem hafði þjáðst af of háum blóðþrýsting í 17 ár fékk bót á því eftir tíu daga, en hafði áður árangurslaust leitað sér lækninga í Englandi og Þýskalandi. Guðmundur var með fullri með- vitund á meðan á uppskurðinum stóð og sá í spegli allt sem gerðist þar sem hann lá á bakinu. Upp- skurðurinn tók aðeins um tíu mínút- ur. íslendingarnir voru með mynda- vélar og kvikmyndatökuvélar sem þeir fengu að nota á meðan á að- gerðunum á félögum þeirra stóð. „Ég trúði því ekki fyrr en ég sá 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.