Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.1989, Blaðsíða 21
ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLÝSINGAR Starfsfólk á veitingahúsi Veitingahús í miðbænum óskar að ráða starfsfólk í sal, eld- hús og dyravörzlu. Um er að ræða vaktavinnu eða hluta- störf, Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og geti byijað strax. Umsækjendur undir tuttugu ára aldri koma ekki til greina. Sölumaður hjá framleiðslufyrirtæki Öflugt framleiðslufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir sölu- manni. Starfsvið hans á að vera þjónusta við afmarkaðan hóp stórfyrirtækja i sérhæfðri framleiðslu. Sölumaðurinn þarf að vera með menntun á tæknisviði og ennfremur er stjómunarreynsla af framleiðslusviði æskileg. Listráðunautur Áhugi kvenna á námskeiðum um stjórnun og rekstur fyrirtækja hefiir farið vaxandi undanfarin ár. Iðntæknistoftiun: Áhugasamur ljósmyndari óskar eftir listráðunauti með að- stöðu á sviði ljósmyndatækni, sem hefur hugsanlega faglega tilboðsgerð í stækkun og íjölföldun á myndefni eins og svið- setningu, meðferð hita, ljóss og ljóðrænni textagerð. Hjúkrunarfræðing- ar óskast Landspítalinn auglýsir eftir hjúkmnarfræðingum á ýmsar deildir. Staða hjúkrunardeildarstjóra á krabbameinslækn- ingadeild kvenna er laus til umsóknar nú þegar. Þá er ósk- að eftir hjúkranarfræðingi á gjörgæzludeild. A krabbameins- lækningadeild, geislaeiningu, vantar vegna flutnings í K- bygginguna tvo hjúkranarfræðinga og einn röntgentækni, tímabundið til starfa. Þá vantar hjúkranarfræðinga á bama- deild nú þegar eða eftir samkomulagi, bæði í fastar stöður og afleysingar. RAÐAUGLÝSINGAR Ferðalandafræði Menntaskólinn í Kópavogi efnir til kvöldnámskeiðs um ferða- mannastaði og ferðamannaleiðir á íslandi o g upplýsingamiðl- un til ferðamanna dagana 1,- 20. marz nk. Einangrunarkerfi Steinprýði hf. hyggst halda námskeið fyrir múrara og múrarameistara dagana 8.-10. marz í meðferð Thoro Wall utanhúss einangranarkerfisins. Einnig verða kynnt flotgólf, viðgerðir, vtnsþéttingar- og utanhússfrágangsefni frá Thoro og Elgo. Fasteignasalar Aðalfundur Félags fasteignasala og ábyrgðarsjóðs félagsins verður haldinn nk. þriðjudag. Fundurinn fer fram á Hótel Holyday Inn og hefst kl. 20.00. Um 300konur hafa sóttnámskeið um rekstur fyrirtækja IÐNTÆKNISTOFNUN íslands hefiir und- anfarin ár haldið námskeið fyrir konur í stofnun og rekstri fyrirtækja. Námskeiðin hafa hlotið góðar undirtektir og hafa um 300 konur sótt þau. Fyrsta námskeiðið í vetur var haldið á Selfossi og sóttu 13 konur það námskeið. Að sögn Emils Thor- oddsen hjá Iðntæknistofiiun fylltist nám- skeiðið á Isafirði strax og á Akureyri var einnig meiri en næg þátttaka, en 20 konur komast á námskeið í einu. Námskeiðið er ætlað konum sem reka lítil fýrirtæki, taka þátt í rekstri fyrirtækja, hyggjast stofna fyrirtæki og þeim sem vilja fræðast um stofnun og rekstur fyrirtælq'a. Námskeiðið á að auðvelda konum að vega og meta eigin stöðu, styrk og veikleika við fyrirtækjarekstur. Reynsla Iðntæknistofnunar og ann- arra námskeiðshaldara á Norður- löndum sýnir, að konur taka miklu frekar þátt í námskeiðum sem eru sérstaklega ætluð þeim. Á námskeiðunum er fjallað um eftirtalin efni: Einstaklinginn og viðskiptahugmynd, stofnáætlun, stefnumótun, markaðssetningu, fjármálf kostnaðarreikning, reikn- ingsskil, skipulagningu og form fyrirtækja. Þá kemur kona sem hefur stofnað fyrirtæki og skýrir frá reynslu sinni. Á síðasta ári veitti Iðnaðarráðu- neytið styrk til þess að gera nýtt og aðgengilegra námsefni fyrir þátttakendur, sem starfsmenn Iðn- tæknistofnunar hafa tekið saman og er þar komið inn á flest þau atriði sem skipta máli. Viðbætur vora gerðar í samræmi við ummæli og óskir þátttakenda á námskeiðun- um undanfarin ár. Aðal munurinn er sá, að nú fá þátttakendur skrif- legt námsefni, farið er dýpra í hlut- ina og lögð era létt verkefni fyrir konumar. Einnig hefur tímaijöldinn aukist úr 15 í 26 tíma. Næsta námskeið verður haldið í Vestmannaeyjum og hefst 24. febr- úar. Fyrsta námskeiðið i Reykjavík verður haldið 28. febrúar. Einnig er áformað að halda námskeið á næstu mánuðum á Sauðárkróki, Akranesi, Húsavík, Höfn og Pat- reksfirði. Helga Benediktsdóttir sótti nám- skeið Iðntæknistofnunar árið 1987 ásamt þremur systram sínum og stofnuðu þær sama ár húsgagna- og gjafavöruverslunina, Gegnum glerið. „Það var farið í ýmislegt sem kom okkur að notum og má nefna að ítarlega var fjallað um gerð stofnáætlana þ.e. hvemig ætti gera sér grein fyrir stofnkostnaði og sölu fyrsta árið,“ sagði Helga í sam- tali við Morgunblaðið. „Einnig var Qallað um markaðskannanir, t.d. hveijir væra okkar viðskiptavinir og hvernig við, ættum að ná til þeirra.“ Helga sagði að mikið upp- lýsingaflæði hefði verið í gangi námskeiðinu. Margar af konunum hefðu þegar rekið fyrirtæki og aðr- ar tekið þátt í því með öðram. Þær hefðu miðlað miklu af sinni reynslu. Helga kvað rekstur verslunarinnar hafa gengið ágætlega. Húsgögn væra oft erfið í sölu en gjafavaran hefði selst vel. Bolungarvík: Enginn er skráður at- vinnulaus Bolungarvik. ÞRÁTT fyrir að tíðarfar hafi ver- ið með versta móti er ekki hægt að segja annað en að atvinnu- ástand í Bolungarvík sé gott. Eng- inn er á atvinnuleysiskrá og er Ijóst af viðtölum við forráðamenn fyrirtækja að þörf verður á auknu vinnuafli á næstunni. í janúar skráðu sig 7 atvinnulausir, sam- tals í 43 daga. Nær dæmalausar brælur hafa verið á hefðbundnum miðum skipa og báta frá Bolungarvík frá því fyrir jól. Sjósókn hefur því verið erfið og afli stopull. Þrátt fyrir það hefur verið reynt að halda uppi vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækjum í bænum. Línuafli hefur verið góður þegar gef- ið hefur. Rækjuveiðar standa yfir í Isafjarðardjúpi en senn sér fyrir end- ann á þeim á þessari vertíð. Rækju- aflinn hefur verið unnnin hjá Rækju- verksmiðju íshúsfélags Bolungarvík- ur hf. Undanfarna daga hefur afli togara Bolvíkinga verið að glæðast. Mikil byggingarvinna hefur verið í Bolungarvík síðustu misserin, m.a. við nýbyggingu grannsskólans, 14 þjónustuíbúðir aldraðra, verka- mannabústaði og raðhús sem Jón Fr. Einarsson byggingameistri er að reisa. Síðastliðið haust, þegar hægt var að vinna á fullu í byggingafram- kvæmdum, bar nokkuð á vinnuafls- skorti í Bolungarvík. Má segja að skortur á vinnuafli hafi verið viðvar- andi í bænum lengi, ekki síst í fisk- vinnslunni. Forráðamenn í íshús- félagi Bolungarvíkur hafa eins og svo margir aðrir gripið til þess ráðs að fá til starfa útlendinga og er nú eitthað á annan tug starfsmanna íshúsfélags Bolungarvíkur og Einars Guðfinsssonar hf. erlendir. - Gunnar Hofsós: 27 skráðir atvinnulausir Sauðárkr6ki. VERULEGT atvinnuleysi er nú á Hofsósi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á hreppsskrifstof- unni þar, var 21 skráður atvinnu- laus í janúarlok og atvinnuleysis- dagar 364. Á sama tíma í fyrra voru 3 atvinnulausir og atvinnu- leysisdagar 56. Nú í seinni hluta febrúar hefur atvinnulausum fjölgað í 27 og er búist við að þessi tala eigi enn eftir að hækka. Aðallega er um að ræða fiskvinnslufólk og sjómenn sem ekki hafa komist á sjó vegna ógæfta. Þá era tveir af toguram Utgerðarfé- lags Skagfirðinga í slipp og frystihú- sið fær ekki nægilegt hráefni á með- an. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.