Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 73. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Selaflokk- arnir ógna Finnmörk Ósló. Frá Rune Timberlid. fréttaritara Morfpinbladsins. STORIR vöðuselsflokkar hafa á síðustu dögum komið upp að Finn- merkurströndum með þeim afleið- ingum að vorvertíðin ætlar að fara í súginn rétt einu sinni. Fyrir nokkrum vikum kom stór loðnuganga og með henni mikill þorskur og fram til páska var mikil og góð veiði fyrir Norður-Noregi. Nú fæst hins vegar ekki bein úr sjó. Selurinn hrekur þorskinn.út á djúpið þar sem bátarnir ná ekki til hans og sjómennimir sitja aðgerðalausir í landi. Þetta er 12. árið í röð sem sela- flokkamir koma upp að Finnmörk og verða þeir stærri með hveiju árinu sem líður. Afleiðingin er kreppa í nyrstu héruðunum í Noregi. A fáum áram hafa 19 fiskvinnslufyrirtæki í Finnmörk orðið gjaldþrota og þau 45, sem eftir eru, beijast í bökkum. Vopnasalan til Iran: Reaganber ekki vitni Washington. Reuter. RONALD Reagan, fyrrum Banda- ríkjaforseti, mun ekki þurfa að betra vitni í máli sem höfðað hef- Reuter NAMIBÍA SENN FRJALS Martti Ahtisaari, sérlegur sendimaður Perez de Cuellars, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Windhoek, höfuðborgar Namibíu. Ahtisaari mun fylgjast með því að farið verði að ákvæðum samkomulags um frið í suðurhluta Afríku, sem nýlega var gert milli deiluaðila og hefur m.a. sér til fulltingis um 4.600 manna herlið SÞ. Ákveð- ið var að Namibía, sem verið hefur undir stjórn Suður-Afríku síðan 1915, fái sjálfstæði og verða fijálsar kosningar haldnar í landinu í nóvember næstkomandi. Á myndinni sjást skrautbúnar konur af ættbálki Ovahimba sem komu frá norðurhluta landsins til að fagna sendimanni SÞ. Sjá ennfremur bls. 22: „Namibía laus und- Pólland: Morðin í Brussel: Líbanskir öfgamenn að verki? Beirút; Brussel. Reuter. SAMTOK líbanskra múhameðs- trúarmanna er nefiiast „Her- menn sannleikans" lýstu yfir því í gær að flugumenn á vegum samtakanna hefðu myrt leiðtoga múhameðstrúarmanna í Belgíu og aðstoðarmann hans á mið- vikudag. I tilkynningu sem samtökin sendu alþjóðlegri fréttastofu í Beir- út í Líbanon sagði að mennirnir tveir hefðu verið ráðnir af dögum vegna þess að þeir hefðu unnið gegn málstað múhameðstrúar- manna. Lögregluyfirvöld í Brassel telja líklegt að leiðtoginn, Abdullah al-Ahdal, hafi verið myrtur vegna hófsamrar afstöðu sem hann hafði tekið til Salmans Rushdie, höfundar bókarinnar „Söngvar Satans". Skýrt var frá því í gær að al-Ahdal hefðu borist líflátshótanir sem rakt- ar hefðu verið til írana. „Hermenn sannleikans" hafa áð- ur lýst yfir ábyrgð á morðum og margvíslegum óhæfuverkum m.a. í Belgíu, Pakistan og Tælandi. ur verið gegn Oliver North, fyrr- um starfsmannni Þjóðaröryggis- ráðs Bandaríkjaforseta. North er ákærður um að hafa skipulagt ólöglega vopnasölu til klerka- stjórnarinnar í Iran og fjárstuðn- ing við kontra-skæruliða í Nic- aragua. Gerhard Gessel, sem dæmir í mál- inu, hafnaði í gær þeirri röksemda- færslu verkjenda Norths að nauð- synlegt væri að Reagan bæri vitni en þeir hafa fullyrt að vopnasalan hafi farið fram með vit- und og vilja forset- ans. Embættismenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og lögfræð- ingar Reagans höfðu á hinn bóginn haldið því fram að það kynni að ógna öryggi landsins ef forsetanum væri gert að mæta sem vitni. Ákæran á hendur North ofursta er í 12 liðum en hann er m.a. sakað- ur um að hafa logið að þingmönnum er vopnasalan fór fram á áranum 1985 og 1986 og breytt og eytt opin- berum skjölum. Samningsdröff Samstöðu o g kommúnista staðfest Varsjá. Reuter. MIÐSTJÓRN pólska kommúnistaflokksins hefur lagt blessun sína yfir samkomulag pólsku ríkisstjórnarinnar og Samstöðu, hinnar óleyfilegu hreyfingar pólskra verkamanna. Talsmaður kommúnistaflokksins, Jan Bisztyga, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær í Varsjá en samkomulag- ið kveður á um víðtækar umbætur á sljómkerfi Póllands auk þess sem gert er ráð fyrir því að Samstöðu verði leyft að starfa og að stjómar- andstæðingum verði heimilað að taka þátt í þingkosningum. Talsmaðurinn sagði þetta „sögu- legan áfanga" og kvað ákvæði sam- komulagsins „byltingarkennd". 230 menn sitja í miðstjórn flokksins og voru ummæli Bisztyga túlkuð á þann veg að samkomulagsdrögin hefðu verið samþykkt óbreytt. Kvað hann miðstjómarmenn hafa samþykkt sér- staka ályktun í þessa vera. Jaruzelski herforingi og leiðtogi pólska kommúnistaflokksins tók fyrstur til máls á miðstjómarfundin- um og hvatti hann fundarmenn til þess að leggja blessun sína yfir sam- komulagið en þau ákvæði sem lúta að stjórnarskrá Póllands hafa þegar verið lögð fyrir pólska þingið. Ekki var greint frá umræðum á miðstjórn- arfundinum en fyrr um daginn hafði ónefndur leiðtogi Samstöðu sagt að gera mætti ráð fyrir verulegri and- stöðu við breytingarnar og að óljóst væri hver yrði raunveraleg niður- staða fundarins. Sami heimildarmað- ur sagði að stjórnarandstaðan hefði krafist nánari skýringa á valdsviði nýrrar efri deildar þingsins og for- setaembættisins. Hygðust stjórnvöld á einn eða annan hátt hverfa frá upphafiegum tillögum varðandi þetta tvennt myndi stjórnarandstaðan ekki staðfesta samkomulagið og hundsa með öllu kosningar til þingsins. Viðræður stjórnvalda og fulltrúa Samstöðu hófust í janúar en áformað er að ljúka þeim í næstu viku. Þær þykja hafa skilað mun meiri árangri en bjartsýnustu menn þorðu að vona en ennþá er deilt um vísitölutrygg- ingu launa, sem Samstaða vill að leidd verði í lög. Þá hafa samtökin krafist þess að stjómarandstæðing- ar, sem reknir vora úr starfi er her- lög vora sett í Póllandi árið 1981, fái vinnu á ný. Andóf og geðveiki enn lagt að jöfnu í Sovétríkjunum Reuter OTIMABÆRT APRILGABB Lundúnum. Reuter. SOVÉSKIR andófemenn eru enn vistaðir á geðveikrahælum þó svo sfjómvöld hafi sagt að gerðar hafi verið umbætur og breytingar á þessu sviði en lýðræðisríkin vestan Járntjaldsins hafa oftlega fordæmt misnotkun geðlæknisfræðinnar í Sovétríkjunum. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem mannréttin- dasamtökin Amnesty International boðuðu til í Lundúnum í gær. „Yfir- völd í Sovétríkjunum halda enn áfram að fangelsa borgara sem sam- visku sinnar vegna hafa haldið uppi friðsamlegu andófi gegn opinberri stefnu stjómvalda og þvinga aðra til að gangast undir geðlæknismeð- ferð,“ sagði talsmaður samtakanna. í máli hans kom fram að 25 sam- viskufangar dveljast nú á soveskum geðveikrahælum og sagði hann sam- tökin hafa heimildir fyrir því að níu andófsmenn hefðu verið úrskurðaðir geðveikir á síðasta ári. fjöldi manns taldi sig í gær loks hafa fengið endanlega sönnun fyrir því að líf væri á öðram hnöttum er geimskipið sem sést á myndinni sveif yfir nokkra smábæi suður af Lundúnum. Flestir fundu sig knúna til að skýra starfsmönnum breskra almannavama frá þessum stórmerka atburði og elstu símadömur breskra dagblaða kváðust ekki muna eftir viðlíka degi. Loks viðurkenndi breski milljónamæringurinn Richard Bran- son að þama hefðu starfsmenn hans verið að verki í loftbelg, íklæddir einkennisbúningum marsbúa. Hefði þetta verið lauflétt gabb í tilefni 1. apríl. Lögregluyfirvöld sögðu tiltækið ótímabært og sérlega ófyndið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.