Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 23
:K 1 ilaSA .t ílUAGHADUMJ (fKLAJSVfJDHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 23 Önnur útgáfa Oxford-orðabókarinnar: Tuttugu bindi, 22.000 blað- síður og vegur 62,6 kíló Oxford. Reuter. JOHN Simpson og Edmund Weiner hafa að sinni sagt sitt síðasta orð um hina ensku tungu; þeir hafa nú skilað af sér öðru bindi Oxford-orðabókarinnar, mælistikunnar, sem notuð er á allar aðrar enskar orðabækur. Bókin, sem kom út á fimmtudag, er sú stærsta, sem um getur, og nær yfir enskuna allt frá 1150 og fram á vora daga. Aðeins á síðustu árum hafa bæst við 5.000 ný orð og má nefna sem dæmi breyting- amar í Sovétríkjunum en þær hafa fært enskunni orð eins og „glasn- ost“ og „perestroika". Þá má einnig nefna orðin „stýriflaug", „knatt- spymubullur", „skiptivinna“, „gervihnattasendingar" og „óvirkar reykingar". Rambo, sem Sylvester Stallone hefur gert frægan, fær þá umsögn, að um sé að ræða „upp- gjafahermann úr Víetnamstríðinu, kaldan karl, sem hefur ráð undir rifi hveiju, og er í hefndarhug“. Oxford-orðabókin er engin smásmíði eins og sést af þessum tölfræðilegu upplýsingum: Bindin em 20 talsins og gefa skýringu á rúmlega hálfri milljón orða. Til frek- ari útlistunar eru í henni 2,4 milljón- ir tilvitnana og þar af'30.000 frá Shakespeare einum. Orðafjöldinn alls í bókinni, skýringartextinn meðtalinn, er 60 milljónir og blað- síðumar 22.000. Öll bindin vega Mótmæli í Norðursjó Ósló. Reuter. ÓTTAST er að gas- og olíuvinnsla Norðmanna stöðvist með öllu vegna fyrirhugaðs sólarhringsverkfall um 6.000 starfsmanna á olíuvinnslu- svæðum þeirra í Norðursjó næst- komandi miðvikudag. Starfsmenn olíufyrirtækjanna hyggjast mót- mæla sparnaðarráðstöfunum í olíu- iðnaðinum sem þeir segja muni bitna á öryggi á borpöllunum. Frakkland: Havel til Cannes? París. Reuter. FRANSKA menningarmála- ráðuneytið skýrði frá því í gær að tékkneska leikrita- skáldinu Vaclav Havel, sem situr í fangelsi í heimalandi sínu, hefði verið boðið að setja kvikmyndahátíðina i Gannes 11. maí. Havel, sem var dæmdur í fangelsi í janúar fyrir andóf gegn tékknesku stjórninni, hyggst fara þess á leit við stjórnvöld að sér verði sleppt til reynslu 15. maí, en þá hefur hann afplánað helming fangels- isdómsins. Frakkar hafa mót- mælt dóminum og hvatt vald- hafana í Tékkóslóvakíu til þess að láta hann lausan. 200 ára afmælis mannrétt- indayfirlýsingarinnar og frönsku byltingarinnar er minnst í ár og verður kvik- myndahátíðin í Cannes tileink- uð mannréttindum af því til- efni. „Listamenn munu einnig fá tækifæri til að sýna sam- stöðu með þeim sem búa eða hafa búið við skert frelsi til að framleiða kvikmyndir," sagði í yfírlýsingu franska menningar- málaráðuneytisins. samtals 62,6 kíló og út ur búð kosta þau um 127.000 ísl. kr. Rithöfundurinn Anthony Burg- ess hefur kallað Oxford-orðabókina „lengsta ljóð, sem nokkru sinni hef- ur verið ort“ en eftir þijú ár verður allur óðurinn fáanlegur á tölvu- diski. Það tók ritstjórana tvo sex ár að ljúka við aðra útgáfuna en undirstaðan var að sjálfsögðu fyrri útgáfan í 12 bindum, sem út kom á árunum 1884-1933, og bókar- auki, sem kom út í fjórum bindum frá 1972 til 1986. Fyrsta skrefið var að færa alla fyrri útgáfuna yfir á tölvu og það var bandaríska fyrirtækið Intern- ational Computaprint, sem annaðist það. 120 tölvuritarar gerðu ekkert annað í hálft annað ár. Var það áskilið í samningnum, að villurnar yrðu ekki fleiri en sjö á hver 10.000 slög en þégar allt kom til alls reynd- ust þær ekki fleiri en 4,5. Að lesa prófarkir af svona bók er ekkert áhlaupaverk en þeir Simp- son og Weiner sáu um það sjálfir. Skiptu þeir bókinni með sér og lásu og leiðréttu á 10 mánuðum. Kom- ust saman yfír 550 blaðsíður á viku en það jafngildir allri Biblíunni. Þeir félagarnir komust að ýmsu fróðlegu þegar þeir unnu að verk- inu. Til dæmis kom í ljós, að mörg orð, sem haldin voru ný, höfðu ver- ið á kreiki í langan tíma. „Dýrarétt- indi“, eitt af tískuorðum síðustu ára, má rekja allt aftur til ársins 1879 og „súrt regn“ finnst á prenti á árinu 1859. Reuter Fölsun uppgötvuð Fundið hefúr verið upp nýtt tæki, Vista-leitarinn, til að ganga úr skugga um það hvort peningaseðlar séu falsaðir og er það byggt á tækni sem ísraelski herinn átti frumkvæði að. Sé tækinu nuddað við seðilinn undir myndinni á miðjum dollaraseðlinum, sem sést á ljósmyndinni, á að heyrast ákveðinn tónn þegar tækið nemur segulmagnaðar málmagnir er komið hefúr verið fyrir í ófólsuðum dollaraseðlum. 0mega-3 og hjailað „ Þorskalýsið og hjartað: Áhugaverð effni, sem viröast m.a. geta dregið úr hættu á myndun blóðtappa — segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason. “ Morgunblaðið 6. nóvember 1984. ,, Vísindalega sannað aðEPA ogDHA f itusýrur, sem f innanlegar eru í ffiskalýsi, draga úr kólesterólmagni í blóði og blóðfflögumyndun, stærsta verkef ni sem Lýsi hff. vinnur að um þessar mundir. “ Þjóðviljinn 7. febrúar 1985. Viðtökur Omega-3 hérlendis sýna að íslendingum er annt um heilsuna Qm9ga-3 borskalvsisbvkkniðl Rannsóknir vísindamanna um allan heim benda ótvírætt til þess að fjölómettaðar fitusýrur af Omega-3 hópnum (EPA og DHA) stuðli að því að fyrirbyggja kransæðasjúkdóma eða draga úr hættunni á þeim. Omeaa-3 frá Lýsi hf. er eina þykknið sinnar tegundar í heiminum sem unnið er úr hreinu þorskalvsi. Hráefnið er sérvalin þorskalifur. í Omega-3 er mun meira af fjölómettuðum fitusýrum en í venjulegu þorskalýsi. Nú hefur maqn AoaD vftamfna verið mirmkað vemlftaaú Þeir sem teljast til áhættu- hóps geta því tekið fleiri perlur á dag án þess að fara yfir ráðlagðan dagskammt af A og D vftamínum. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.