Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRIL 1989 . Rauðu Qaðrar-nefiidin að störfum. Frá vinstri Bjami Gunnar Sveinsson, Baldvin Albertsson, Þór- unn Gestsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, formaður nefiidarinnar, og Laufey Jóhannsdóttir. Lionsmenn selja rauðu fjöðrina ífímmta sinn í FIMMTA sinn mun Lionshreyfingin á íslandi gang- ast fyrir sölu á rauðri fjöður. Salan fer fram um allt land dagana 7., 8. og 9. apríl. Landssöfnun Lions- hreyfingarinnar að þessu sinni verður varið til bygg- ingar vistheimilis að Reykjalundi fyrir fjölfatlaða einstaklinga. Yfirskrift söfnunarinnar er: Léttum þeim lífið. í Lionshreyfingunni eru um þrjú þúsund og þijú hundruð konur og karlar, sem munu þessa sölu- helgi, ganga hús úr húsi, en markmiðið er að allir landsmenn beri þá helgi rauða fjöður. Síðasta söluátak á rauðri fjöður fór fram árið 1985 og þá nam heildarsala 15 milljónum króna. Fénu var varið til kaupa á línuhraðli sem komið hefur verið fyrir í 1. áfanga K-byggingar Landspítal- ans. VEÐUR Heimild: VeSurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 1. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suður af Reykjanesi er 990 mb lægð sem fer norðuryfir vestanvert landið í nótt. Áfram verður hlýtt austantil á iandinu en mun svalara vestast. SPÁ: Suðvestanátt, víðast kalt, él eða slydduél sunnan- og vestan- lands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg suðvestanátt og él vestantil en breytileg átt og skúrir austantil. Hiti 1—5°. 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur [~^ Þrumuveður V El TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * Snjókoma * * * yfl VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 skýjað Reykjavík 3 rigning Bergen 8 skýjaö Helsinki 5 léttskýjað Kaupmannah. 9 þokumóða Narssarssuaq +10 snjókoma Nuuk +10 snjókoma Osló 8 alskýjað Stokkhólmur 3 rigning Þórshöfn 6 súld Algarve 17 þokumóða Amsterdam 16 mistur Barcelona 16 skýjað Berlín 17 háifskýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 14 skúr Glasgow 9 reykur Hamborg 13 skýjað Las Palmas 20 hálfskýjað London 17 mistur Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 19 léttskýjað Madrid 13 skýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +0.4 snjókoma New York 4 alskýjað Orlando 22 mistur París 18 heiðskírt Róm 22 skýjað Vín 23 skýjað Washington 12 súld Winnipeg +15 léttskýjað Alusuisse kann- ar kostnað við stækkun ÍSAL Endurnýjun gömlu verksmiðj- unnar í dæminu ALUSUISSE hefur þegar hafið könnun á því hvað stækkun og endurnýjun álversins í Straumsvík muni kosta. Könnun þessi hófst um leið og ljóst varð að hagkvæmniskönnun sú sem gerð var fyrir ATLANTAL- hópinn sýndi að bygging nýs ál- vers á íslandi var mun dýrari en áður var talið. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefiir sfjóm Alusuisse áhuga á að ræða við aðila úr ATLANTAL- hópn- um um stækkun ÍSAL. Bjamar Ingimundarson ' fjármálasfjóri ÍSAL segir að þessi hugmynd verði rædd á fundi ATLANTAL- hópsins í Reykjavík í næstu viku. Ef samkomulag næst milli Alussuisse og einhverra af hinum þremur fyrirtækjunum í ATLAN- TAL-hópnum um að skoða þetta mál nánar yrði ekki aðeins um stækkun ÍSAL að ræða heldur al- gera endurnýjun gömlu verksmiðj- unnar um leið. Þar yrði allt, sérstak- lega vinnusamningar og tækjabún- aður tekið til endurskoðunar. í frétt Morgunblaðsins s.l. fimmtudag var greint frá því að stækkunin yrði aldrei minni en tvö- földun núverandi framleiðslugetu eða 80-90.000 tonn. Stjórn Alusu- isse mun hafa áhuga á að auka framleiðslugetuna um 100.000 tonn á ári ogjafnvel meira seinna meir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki útilokað að Alusu- isse vilji eitt standa að stækkun ÍSAL. Allavega mun það vilja eiga meirihluta í nýju hlutafélagi, ef af yrði, að minnsta kosti 51%. Rekstur ÍSAL hefur gengið mjög vel að undanfömu og eru allar líkur á að í ár verði framleiðslumetið frá 1987 slegið. Metið er 84.579 tonn. Slík framleiðsla, miðað við álverð í dag, gefur af sér brúttóverðmæti upp á 8,4 milljarða króna. Keflavíkurbær 40 ára í dag: Hátíðarhöld með þátt- töku forseta Islands Listaverk um Stjána blá afhjúpað Keflavík KEFLAVÍKURBÆR á 40 ára boðið uppá veitingar í nýja íþrótta- afinæli í dag, 1. apríl, og af því salnum. BB tilefiii verður eftit til hátíðar- halda þar sem forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir verð- ur heiðursgestur. Hátíðarhöldin hefjast kl. 14.00 á því að forsetinn mun afhjúpa listaverk sem tileinkað er Stjána bláa og stendur við höfnina. Við þá athöfn mun dóttursonur Stjána bláa flytja ræðu og er það enginn annar en Karl Steinar Guðnason alþingismaður. Aðalhátíðarhöldin fara síðan fram í íþróttahúsinu við Sunnu- braut og hefjast þau kl. 15.00. Þar munu flytja ræður: Anna Margrét Guðmundsdóttir forseti bæjar- stjómar, Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra og Guð- finnur Sigurvinsson bæjarstjóri í Keflavík. Síðan verða ýmis skemmtiatriði á dagskrá og að þeim loknum verður viðstöddum Y er ðlaunamynd frumsýnd í da g Dustin Hoffinan og Tom Cruise í aðalhlutverkum. Kvikmynd þessi vann til fernra Oskars- verðlauna í vikunni og hefiir alls staðar hlotið frábærar við- tökur og dóma þar sem hún hefiir verið sýnd. Dustin Hoffman fékk Oskars- verðlaun karlleikara í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni, Barry Levinson var Igörinn besti leikstjórinn fyrir framlag sitt og myndin sjálf var kjörin besta kvik- mynd ársins. Þá er ógetið, að kvik- myndin fékk einnig Oskarsverð- laun fyrir besta frumsamda hand- ritið. Bíóborgin byijar í dag sýningar á kvikmyndinni „Rain Man“ með Njarðvík: Innbrot fram- ið í Samkaup INNBROT var framið í Samkaup í Njarðvíkum aðfaranótt fimmtu- dags. Stolið var um 180 þús. kr. í pen- ingum og Visa-nótum að verðmæti 500 þús. kr. Málið er í rannsókn. Skíðalyftuslys: Drengur fékk tog- vír í höfuðið DRENGUR slasaðist á höfði þegar togvír í skíðalyftu í brekku sunnan Suðurfells í Breiðholti slitnaði um klukk- an hálfsjö á fimmtudags- kvöld. Pilturinn var fluttur í sjúkra- hús og dvaldist þar aðfaranótt föstudagsins en var útskrifaður á föstudag. Vinnueftirlit ríkisins rann- sakar málið. j \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.